Bakherbergið: Bjarni Benediktsson snéri töpuðu tafli sér í vil

Bjarni.Benediktsson.med_.syniseintak.af_.nyja_.sedlinum.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, kom mörgum í opna skjöldu þegar hann hjó fast í Bryn­dísi Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóra um helg­ina og ásak­aði hana bein­leiðis að vera ekki starfi sínu vaxin vegna vand­ræða­gangs sem átt hafði sér stað með kaup á gögnum um mögu­leg skattaund­an­skot Íslend­inga sem hafa geymt pen­inga í skatta­skjólum á und­an­förnum árum.

Andúð Bjarna var strax túlkuð sem svo að hann ætl­aði sér að standa í vegi fyrir að gögnin yrðu keypt. Hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar hik­aði ekki við að hoppa á tæki­færið til að gagn­rýna Bjarna vegna þessa. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði Bjarna vera að láta frænd­hygl­ina þvæl­ast fyrir sér. Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ásak­aði Bjarna um að hafa farið í fýlu eins og lít­ill krakki og sagði að öllum væri „orðið ljóst að hann er ekki að ganga fram af fullri ákveðni í þessu máli“.

For­tíð Bjarna sem stór­tæks við­skipta­manns og mikil umsvif fjöl­skyldu hans í atvinnu­líf­inu gerði það að verkum að það reynd­ist póli­tískum and­stæð­ingum Bjarna nokkuð auð­velt að sá tor­tryggn­is­fræjum um að hann stæði á móti kaup­unum á gögn­unum vegna þess að það væri eitt­hvað í skatta­skjól­unum sem kæmi honum illa.

Auglýsing

Málið var því farið að líta ansi illa út fyrir Bjarna. Hann þurfti að bregð­ast við því af festu og myndi ekki kom­ast upp með að ásaka fjöl­miðla um óbil­girni eða fara með mön­tr­una um á hversu lágu plani hin póli­tíska umræða væri kom­in. Hann þurfti að bregð­ast við eða horfa á tor­tryggn­ina breið­ast út eins og hlaupa­bólu á ung­barna­leik­skóla. Og það gerði hann.

Fyrst sendi fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neytið frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær þar sem það upp­lýsti um hversu umfangs­mikil gögnin eru, hvað þau eiga að kosta og að ráðu­neytið væri til­búið að greiða fyrir kaup­un­um, ef skatt­rann­sókn­ar­stjóri vildi.

Bjarni mætti svo í við­tal, vís­aði ásök­unum um að fram­ganga hans í mál­inu væri til að hygla ætt­ingjum hans á bug og sagði að rík­is­stjórnin sem hann er hluti af ætli „ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í sam­fé­lags­legum skyldum sínum með því að borga skatta“. Að lokum mætti hann í Kast­ljós í kvöld og sagði enga fyr­ir­stöðu vera í ráðu­neyti sínu gagn­vart því að sækja gögn­in, að hann sjálfur hafi aldrei átt félög á aflandseyjum og við­ur­kenndi að hann hefði tekið of stórt til orða þegar hann gagn­rýndi Bryn­dísi. Í milli­tíð­inni hafði skatt­rann­sókn­ar­stjóri til­kynnt að gögnin verði keypt.

Með við­brögðum sínum snéri Bjarni tafl­inu algjör­lega við. Póli­tíska tæki­fær­is­mennskan um að hann væri að hindra upp­lýs­ingu um mögu­legar skattaund­anskots­syndir ætt­ingja sína byggði alltaf á til­finn­ingu, ekki stað­reynd­um, og stendur frekar neyð­ar­leg eftir nú þegar Bjarni hefur sagt skatt­rann­sókn­ar­stjóra að sækja gögn­in. Hann hefur opin­ber­lega lýst því yfir hvað rík­is­stjórn hans ætlar að gera við þá sem sviku undan skatti. Og Bjarni við­ur­kenndi meira að segja að hann hafi gengið of langt í gagn­rýni sinni á skatt­rann­sókn­ar­stjóra og gert með því mis­tök.

Ekk­ert um ómögu­leika, loft­árásir eða mis­skiln­ing. Í bak­her­berg­inu eru menn sam­mála um að margir sam­ráð­herrar Bjarna gætu lært mikið af því hvernig hann snéri sér út úr þeirri klemmu sem hann kom sér í með klaufa­legum yfir­lýs­ingum um liðna helgi. Það er ef allt sem hann hefur sagt und­an­farna daga reyn­ist satt og rétt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None