Bakherbergið: Bjarni Benediktsson snéri töpuðu tafli sér í vil

Bjarni.Benediktsson.med_.syniseintak.af_.nyja_.sedlinum.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, kom mörgum í opna skjöldu þegar hann hjó fast í Bryn­dísi Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóra um helg­ina og ásak­aði hana bein­leiðis að vera ekki starfi sínu vaxin vegna vand­ræða­gangs sem átt hafði sér stað með kaup á gögnum um mögu­leg skattaund­an­skot Íslend­inga sem hafa geymt pen­inga í skatta­skjólum á und­an­förnum árum.

Andúð Bjarna var strax túlkuð sem svo að hann ætl­aði sér að standa í vegi fyrir að gögnin yrðu keypt. Hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar hik­aði ekki við að hoppa á tæki­færið til að gagn­rýna Bjarna vegna þessa. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði Bjarna vera að láta frænd­hygl­ina þvæl­ast fyrir sér. Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ásak­aði Bjarna um að hafa farið í fýlu eins og lít­ill krakki og sagði að öllum væri „orðið ljóst að hann er ekki að ganga fram af fullri ákveðni í þessu máli“.

For­tíð Bjarna sem stór­tæks við­skipta­manns og mikil umsvif fjöl­skyldu hans í atvinnu­líf­inu gerði það að verkum að það reynd­ist póli­tískum and­stæð­ingum Bjarna nokkuð auð­velt að sá tor­tryggn­is­fræjum um að hann stæði á móti kaup­unum á gögn­unum vegna þess að það væri eitt­hvað í skatta­skjól­unum sem kæmi honum illa.

Auglýsing

Málið var því farið að líta ansi illa út fyrir Bjarna. Hann þurfti að bregð­ast við því af festu og myndi ekki kom­ast upp með að ásaka fjöl­miðla um óbil­girni eða fara með mön­tr­una um á hversu lágu plani hin póli­tíska umræða væri kom­in. Hann þurfti að bregð­ast við eða horfa á tor­tryggn­ina breið­ast út eins og hlaupa­bólu á ung­barna­leik­skóla. Og það gerði hann.

Fyrst sendi fjár­mála- og efna­hags­mála­ráðu­neytið frá sér frétta­til­kynn­ingu í gær þar sem það upp­lýsti um hversu umfangs­mikil gögnin eru, hvað þau eiga að kosta og að ráðu­neytið væri til­búið að greiða fyrir kaup­un­um, ef skatt­rann­sókn­ar­stjóri vildi.

Bjarni mætti svo í við­tal, vís­aði ásök­unum um að fram­ganga hans í mál­inu væri til að hygla ætt­ingjum hans á bug og sagði að rík­is­stjórnin sem hann er hluti af ætli „ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í sam­fé­lags­legum skyldum sínum með því að borga skatta“. Að lokum mætti hann í Kast­ljós í kvöld og sagði enga fyr­ir­stöðu vera í ráðu­neyti sínu gagn­vart því að sækja gögn­in, að hann sjálfur hafi aldrei átt félög á aflandseyjum og við­ur­kenndi að hann hefði tekið of stórt til orða þegar hann gagn­rýndi Bryn­dísi. Í milli­tíð­inni hafði skatt­rann­sókn­ar­stjóri til­kynnt að gögnin verði keypt.

Með við­brögðum sínum snéri Bjarni tafl­inu algjör­lega við. Póli­tíska tæki­fær­is­mennskan um að hann væri að hindra upp­lýs­ingu um mögu­legar skattaund­anskots­syndir ætt­ingja sína byggði alltaf á til­finn­ingu, ekki stað­reynd­um, og stendur frekar neyð­ar­leg eftir nú þegar Bjarni hefur sagt skatt­rann­sókn­ar­stjóra að sækja gögn­in. Hann hefur opin­ber­lega lýst því yfir hvað rík­is­stjórn hans ætlar að gera við þá sem sviku undan skatti. Og Bjarni við­ur­kenndi meira að segja að hann hafi gengið of langt í gagn­rýni sinni á skatt­rann­sókn­ar­stjóra og gert með því mis­tök.

Ekk­ert um ómögu­leika, loft­árásir eða mis­skiln­ing. Í bak­her­berg­inu eru menn sam­mála um að margir sam­ráð­herrar Bjarna gætu lært mikið af því hvernig hann snéri sér út úr þeirri klemmu sem hann kom sér í með klaufa­legum yfir­lýs­ingum um liðna helgi. Það er ef allt sem hann hefur sagt und­an­farna daga reyn­ist satt og rétt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None