Viðhorf og vandlæting

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Hér er fjallað um ólík viðhorf, átök og sleggjudóma um aðferðafræði til þess að viðhalda heilsu og lækna sjúkdóma.

Því er haldið fram í nýlegri umfjöllun, að virtir læknar vestanhafs séu kuklarar og hafi engin rök.  Í öðru tilviki var því haldið fram, að verið væri að féfletta sjúkling. Þó byggist hvort tveggja á rannsóknum Nóbelsverðlaunahafa.  Einnig virðast aðrir andmælendur ekki hafa gert sér grein fyrir niðurstöðum rannsókna  á  því orkuflæði, sem á sér stað í mannslíkamanum og afleiðingum truflana á því flæði.

Gunnar Rafn Jónsson, læknir Gunnar Rafn Jónsson, læknir

Auglýsing

Viðhorf hvers og eins til allra hluta, viðburða, einstaklinga og hugmynda eru ólík. Læknisfræðin og heilbrigðisvísindin í heild sinni hafa ekki farið varhluta af því. Okkur ber skylda til þess að leita sannleikans, horfast í augu við þann árangur, sem hver meðferð hefur í för með sér. Þó svo margt hafi áunnist, vitum við harla lítið um það mikla meistaraverk, sem mannslíkaminn er. Því er ekki við hæfi að umgangast viðhorf annarra, sem ekki passa inn í innrætta þekkingarmynd með lítilsvirðingu og hroka.

Margt í nútíma þjóðfélagi hefur leitt til samþjöppunar valds, framleiðslu, þöggunar og kúgunar hinna minni.  Peningaöfl, lyfjarisar, stór matvælafyrirtæki, vissir aðilar innan heilbrigðisgeirans og fjölmiðla hérlendis sem erlendis reyna markvisst nú sem fyrr að gera lítið úr þeim, sem hafa sjálfstæðar skoðanir.  Viðhorf þeirra, sem vilja kanna náttúruleg form lækninga og beita æskilegum forvörnum, eru vanvirt. Sérkennilegt er, hve erfitt reynist að afla styrkja til rannsókna á náttúrulegum leiðum til lækninga, forvarna og íhlutunaraðgerða, þó svo miljörðum hafi verið varið í áratuga rannsóknir á meðhöndlun krabbameins, offitu og annarra langvinnra sjúkdóma.

Hvers vegna gerist þetta?  Vilja menn leiða hugann að því, hverjir hafa hag af því að halda okkur sjúkum, meðfærilegum, áhrifagjörnum þiggjendum heilbrigðisþjónustu?  Mögulegar ástæður gætu verið hagsmunaárekstrar, innræting, græðgi, áhersla á ego-ið, fáviska, blekkingar eða mútur.

Oft virka einfaldar náttúrulegar leiðir jafn vel og stundum betur en þær rándýru leiðir, sem oft eru notaðar.  Orkulæknar, græðarar, heilarar og aðrir, sem leggja sig fram um að bæta líðan skjólstæðinga sinna eiga ekki að þurfa að verða fyrir sleggjudómum fyrir það eitt að hafa annað viðhorf til heilbrigði og aðferða til lækninga – kjósa þá aðferð að upplýsa um þær aðferðir, sem í boði eru og leyfa síðan skjólstæðingnum að geta valið.

Vísindabyltingin gjörbreytti heimsmynd Vesturlanda á 16. og 17. öld. Ætlunarverk Newtons var að skynja öll lögmál heimsins, útskýra þau á máli stærðfræðinnar og forma þannig heildrænt kerfi.  Sumir nútíma snillingar vilja ýmist splæsa nýjum og góðum genum í stað þeirra veikluðu, en aðrir koma fram með heildarlausnir um tengingu alls sem er, hvort sem um er að ræða hin eðlisfræðilegu lögmál, vitund eða tilfinningar, vilja heildrænar lækningar, stóla á ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu og velferð samfélagsins.

Margar hugmyndir vísindaheimsins varðandi líf- og læknisfræði hrundu eins og spilaborg fyrir um 15 árum síðan, þegar erfðalykillinn var ráðinn.  Þar sem við höfum ekki nema tæplega 24.000 gen, urðu menn að finna aðrar skýringar á margbreytileika mannslíkamans.  Ný fræðigrein varð til, yfirgenaerfðafræðin (epigenetics).  Rannsóknir á vitundinni og innan yfirgenaerfðafræði hafa fært okkur nýja sýn, ný viðhorf til heilsu og sjúkdóma.


  • Bænir og fyrirbænir hafa tvímælalaust mikil áhrif til góðs

  • Íhugun, einbeiting, gjörhygli í yfir 30 þekktum kerfum skila árangri

  • Jákvæðni, heilbrigður lífsstíll, samheldni, góð samskipti sömuleiðis

  • Skortur á snefilefnum og vítamínum, streita, fátækt, hefur gagnstæð áhrif


Fjöldi rannsókna sýndi, að ótti, áhyggjur, tilfinningar, streita, umhverfisþættir, matur, trú okkar, bænir og annað þess háttar kæmi boðum yfir til erfðaefnisins.  Vísindamenn sáu þannig í tilraunum, að umhverfið gat umbreytt úrlestri erfðaefnisins.

Tími þöggunar er liðinn.  Veraldarvefurinn hefur fært almenningi vísindagreinar og möguleika til þess að nálgast viðhorf, sem peningavaldinu hugnast lítt.

Fjölmiðlar eiga að fjalla óhindrað um slík mál óháðir hagsmunum eigenda, persónulegri innrætingu eða markvissri niðurlægingu á viðhorfum annarra.

Það er hlutverk aðila í heilbrigðisþjónustu, sem og annarri þjónustu í þágu almennings hvar sem er í heiminum að hlusta, meta og þjóna skjólstæðingum í hvívetna.  Leiðarljós þeirra sé þekkingarleit, víðsýni, sannleiksást, rætt opinskátt og fordómalaust um málefnin.

Kærleikur, víðsýni, samkennd, virðing, persónuleg og samfélagsleg ábyrgð eru hluti af þeim gildum, sem sérhverjum ber að virða.

Vitundarvakning er hafin.  Almenningur vill vera upplýstur.  Almenningur vill eiga val, en þá verður frelsi að ríkja, en ekki kúgun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None