Viðhorf og vandlæting

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Hér er fjallað um ólík við­horf, átök og sleggju­dóma um aðferða­fræði til þess að við­halda heilsu og lækna sjúk­dóma.

Því er haldið fram í nýlegri umfjöll­un, að virtir læknar vest­an­hafs séu kuklarar og hafi engin rök.  Í öðru til­viki var því haldið fram, að verið væri að féfletta sjúk­ling. Þó bygg­ist hvort tveggja á rann­sóknum Nóbels­verð­launa­hafa.  Einnig virð­ast aðrir and­mæl­endur ekki hafa gert sér grein fyrir nið­ur­stöðum rann­sókna  á  því orkuflæði, sem á sér stað í manns­lík­am­anum og afleið­ingum trufl­ana á því flæði.

Gunnar Rafn Jónsson, læknir Gunnar Rafn Jóns­son, lækn­ir

Auglýsing

Við­horf hvers og eins til allra hluta, við­burða, ein­stak­linga og hug­mynda eru ólík. Lækn­is­fræðin og heil­brigð­is­vís­indin í heild sinni hafa ekki farið var­hluta af því. Okkur ber skylda til þess að leita sann­leik­ans, horfast í augu við þann árang­ur, sem hver með­ferð hefur í för með sér. Þó svo margt hafi áunnist, vitum við harla lítið um það mikla meist­ara­verk, sem manns­lík­am­inn er. Því er ekki við hæfi að umgang­ast við­horf ann­arra, sem ekki passa inn í inn­rætta þekk­ing­ar­mynd með lít­ils­virð­ingu og hroka.

Margt í nútíma þjóð­fé­lagi hefur leitt til sam­þjöpp­unar valds, fram­leiðslu, þögg­unar og kúg­unar hinna minn­i.  Pen­inga­öfl, lyfj­arisar, stór mat­væla­fyr­ir­tæki, vissir aðilar innan heil­brigð­is­geirans og fjöl­miðla hér­lendis sem erlendis reyna mark­visst nú sem fyrr að gera lítið úr þeim, sem hafa sjálf­stæðar skoð­an­ir.  Við­horf þeirra, sem vilja kanna nátt­úru­leg form lækn­inga og beita æski­legum for­vörn­um, eru van­virt. Sér­kenni­legt er, hve erfitt reyn­ist að afla styrkja til rann­sókna á nátt­úru­legum leiðum til lækn­inga, for­varna og íhlut­un­ar­að­gerða, þó svo milj­örðum hafi verið varið í ára­tuga rann­sóknir á með­höndlun krabba­meins, offitu og ann­arra lang­vinnra sjúk­dóma.

Hvers vegna ger­ist þetta?  Vilja menn leiða hug­ann að því, hverjir hafa hag af því að halda okkur sjúk­um, með­færi­leg­um, áhrifagjörnum þiggj­endum heil­brigð­is­þjón­ust­u?  Mögu­legar ástæður gætu verið hags­muna­á­rekstr­ar, inn­ræt­ing, græðgi, áhersla á ego-ið, fáviska, blekk­ingar eða mút­ur.

Oft virka ein­faldar nátt­úru­legar leiðir jafn vel og stundum betur en þær rán­dýru leið­ir, sem oft eru not­að­ar.  Orku­lækn­ar, græð­ar­ar, heil­arar og aðr­ir, sem leggja sig fram um að bæta líðan skjól­stæð­inga sinna eiga ekki að þurfa að verða fyrir sleggju­dómum fyrir það eitt að hafa annað við­horf til heil­brigði og aðferða til lækn­inga – kjósa þá aðferð að upp­lýsa um þær aðferð­ir, sem í boði eru og leyfa síðan skjól­stæð­ingnum að geta val­ið.

Vís­inda­bylt­ingin gjör­breytti heims­mynd Vest­ur­landa á 16. og 17. öld. Ætl­un­ar­verk Newtons var að skynja öll lög­mál heims­ins, útskýra þau á máli stærð­fræð­innar og forma þannig heild­rænt kerf­i.  Sumir nútíma snill­ingar vilja ýmist splæsa nýjum og góðum genum í stað þeirra veikluðu, en aðrir koma fram með heild­ar­lausnir um teng­ingu alls sem er, hvort sem um er að ræða hin eðl­is­fræði­legu lög­mál, vit­und eða til­finn­ing­ar, vilja heild­rænar lækn­ing­ar, stóla á ábyrgð ein­stak­linga á eigin heilsu og vel­ferð sam­fé­lags­ins.

Margar hug­myndir vís­inda­heims­ins varð­andi líf- og lækn­is­fræði hrundu eins og spila­borg fyrir um 15 árum síð­an, þegar erfða­lyk­ill­inn var ráð­inn.  Þar sem við höfum ekki nema tæp­lega 24.000 gen, urðu menn að finna aðrar skýr­ingar á marg­breyti­leika manns­lík­am­ans.  Ný fræði­grein varð til, yfir­gena­erfða­fræðin (epig­enet­ics).  Rann­sóknir á vit­und­inni og innan yfir­gena­erfða­fræði hafa fært okkur nýja sýn, ný við­horf til heilsu og sjúk­dóma.



  • Bænir og fyr­ir­bænir hafa tví­mæla­laust mikil áhrif til góðs


  • Íhug­un, ein­beit­ing, gjör­hygli í yfir 30 þekktum kerfum skila árangri


  • Jákvæðni, heil­brigður lífs­stíll, sam­heldni, góð sam­skipti sömu­leiðis


  • Skortur á snefil­efnum og vítamín­um, streita, fátækt, hefur gagn­stæð áhrif




Fjöldi rann­sókna sýndi, að ótti, áhyggj­ur, til­finn­ing­ar, streita, umhverf­is­þætt­ir, mat­ur, trú okk­ar, bænir og annað þess háttar kæmi boðum yfir til erfða­efn­is­ins.  Vís­inda­menn sáu þannig í til­raun­um, að umhverfið gat umbreytt úrlestri erfða­efn­is­ins.

Tími þögg­unar er lið­inn.  Ver­ald­ar­vef­ur­inn hefur fært almenn­ingi vís­inda­greinar og mögu­leika til þess að nálg­ast við­horf, sem pen­inga­vald­inu hugn­ast lítt.

Fjöl­miðlar eiga að fjalla óhindrað um slík mál óháðir hags­munum eig­enda, per­sónu­legri inn­ræt­ingu eða mark­vissri nið­ur­læg­ingu á við­horfum ann­arra.

Það er hlut­verk aðila í heil­brigð­is­þjón­ustu, sem og annarri þjón­ustu í þágu almenn­ings hvar sem er í heim­inum að hlusta, meta og þjóna skjól­stæð­ingum í hví­vetna.  Leið­ar­ljós þeirra sé þekk­ing­ar­leit, víð­sýni, sann­leiks­ást, rætt opin­skátt og for­dóma­laust um mál­efn­in.

Kær­leik­ur, víð­sýni, sam­kennd, virð­ing, per­sónu­leg og sam­fé­lags­leg ábyrgð eru hluti af þeim gild­um, sem sér­hverjum ber að virða.

Vit­und­ar­vakn­ing er haf­in.  Almenn­ingur vill vera upp­lýst­ur.  Almenn­ingur vill eiga val, en þá verður frelsi að ríkja, en ekki kúg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None