Bakherbergið: Blaðamannafélagið lét áður stundum í sér heyra

Screen-Shot-2015-01-08-at-15.56.29.png
Auglýsing

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), brást ókvæða við gagnrýni á félagið sem birtist í bakherbergispistli Kjarnans á dögunum. Hjálmari fannst gagnrýni úr bakherberginu, um að lítið hafi heyrst í fagfélagi blaðamanna á jafn róstursömum tímum á fjölmiðlamarkaði, vera ómakleg og hafnaði henni. Gagnrýni blaðamanna í bakherberginu snérist fyrst og síðast að takmarkaðri þátttöku félagsins í faglegri umræðu, en ekki útleigu sumarbústaða eða annarra þátta innan BÍ sem stéttafélags. Á því sviði hefur félagið enda staðið sig að mörgu leyti feykilega vel.

Margir innan bakherbergisins syrgja það hins vegar að formaður BÍ hafi ekki gripið tækifærið sem gafst í kjölfar gagnrýni Kjarnans, til að taka málefnalega umræðu um hlutverk og skyldur blaðamannafélagsins, og hvernig félagið hafi staðið sig í stykkinu.

En minnugir blaðamenn í bakherberginu muna þann tíma þegar blaðamannafélagið lét stundum í sér heyra, og rifjuðu upp af því tilefni heilsíðuauglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 24. mars árið 2005.

Auglýsing

Auglýsing frá Félagi fréttamanna hjá RÚV, sem Blaðamannafélag Íslands studdi. Auglýsing frá Félagi fréttamanna hjá RÚV, sem Blaðamannafélag Íslands studdi.

Auglýsinguna má rekja til mjög svo umdeildrar ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra útvarps hjá Ríkisútvarpinu. Ráðningin var pólitísk, enda fimm aðrir umsækjendur um stöðuna metnir hæfari til að gegna henni að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar.

Fréttamenn á Ríkisútvarpinu börðust sameinaðir sem einn gegn ráðningunni og nutu til þess stuðnings Blaðamannafélags Íslands. Eins og flestir vita skilaði barátta þeirra árangri, því aldrei tók Auðun Georg við stöðunni.

Í bakherberginu finnst mörgum blaðamanninum að sambærilegar aðstæður séu uppi á Íslandi í dag, og velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið fullt tilefni til fyrir blaðamannafélagið að styðja í verki félagsmenn sína. Sérhagsmunaöfl sem sjá hag sinn í að stýra umræðu hafa tekið yfir hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum, starfsumhverfi blaðamanna fer hrakandi með hverju árinu og starfsöryggi þeirra er með því lakasta sem fyrir finnst. Það er því öskrandi þörf á að fagfélag blaðamanna láti kröftulega í sér heyra og beiti sér til að bæta aðstæður skjólstæðinga sinna. En Blaðamannafélag Íslands velur þess í stað að þegja um ástandið. Eina sem frá því heyrist er gagnrýni á þá félagsmenn þess sem gagnrýna þögnina.

Að gefnu tilefni er vert að ítreka að bakherbergið er á ábyrgð ritstjóra Kjarnans. Öll frekari gagnrýni forsvarsmanna BÍ má því beinast beint að honum, leiðist þeim nafnleysið.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None