Bakherbergið: Blaðamannafélagið lét áður stundum í sér heyra

Screen-Shot-2015-01-08-at-15.56.29.png
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ), brást ókvæða við gagn­rýni á félagið sem birt­ist í bak­her­bergispistli Kjarn­ans á dög­un­um. Hjálm­ari fannst gagn­rýni úr bak­her­berg­inu, um að lítið hafi heyrst í fag­fé­lagi blaða­manna á jafn róst­ur­sömum tímum á fjöl­miðla­mark­aði, vera ómak­leg og hafn­aði henni. Gagn­rýni blaða­manna í bak­her­berg­inu snérist fyrst og síð­ast að tak­mark­aðri þátt­töku félags­ins í fag­legri umræðu, en ekki útleigu sum­ar­bú­staða eða ann­arra þátta innan BÍ sem stétta­fé­lags. Á því sviði hefur félagið enda staðið sig að mörgu leyti feyki­lega vel.

Margir innan bak­her­berg­is­ins syrgja það hins vegar að for­maður BÍ hafi ekki gripið tæki­færið sem gafst í kjöl­far gagn­rýni Kjarn­ans, til að taka mál­efna­lega umræðu um hlut­verk og skyldur blaða­manna­fé­lags­ins, og hvernig félagið hafi ­staðið sig í stykk­inu.

En minnugir blaða­menn í bak­her­berg­inu muna þann tíma þegar blaða­manna­fé­lagið lét stundum í sér heyra, og rifj­uðu upp af því til­efni heil­síðu­aug­lýs­ingu sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 24. mars árið 2005.

Auglýsing

Auglýsing frá Félagi fréttamanna hjá RÚV, sem Blaðamannafélag Íslands studdi. Aug­lýs­ing frá Félagi frétta­manna hjá RÚV, sem Blaða­manna­fé­lag Íslands studd­i.

Aug­lýs­ing­una má rekja til mjög svo umdeildrar ráðn­ingar Auð­uns Georgs Ólafs­sonar í stöðu frétta­stjóra útvarps hjá Rík­is­út­varp­inu. Ráðn­ingin var póli­tísk, enda fimm aðrir umsækj­endur um stöð­una metnir hæf­ari til að gegna henni að teknu til­liti til starfs- og stjórn­un­ar­reynslu og mennt­un­ar.

Frétta­menn á Rík­is­út­varp­inu börð­ust sam­ein­aðir sem einn ­gegn ráðn­ing­unni og nutu til þess stuðn­ings Blaða­manna­fé­lags Íslands. Eins og flestir vita skil­aði bar­átta þeirra árangri, því aldrei tók Auðun Georg við stöð­unni.

Í bak­her­berg­in­u finnst mörgum blaða­mann­inum að sam­bæri­legar aðstæður séu uppi á Íslandi í dag, og velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið fullt til­efni til fyrir blaða­manna­fé­lagið að styðja í verki félags­menn sína. Sér­hags­muna­öfl sem sjá hag sinn í að stýra umræðu hafa tekið yfir hvern fjöl­mið­il­inn á fætur öðrum, starfs­um­hverfi blaða­manna fer hrak­andi með hverju árinu og starfs­ör­yggi þeirra er með því lakasta sem fyrir finnst. Það er því öskr­andi þörf á að fag­fé­lag blaða­manna láti kröftu­lega í sér heyra og beiti sér til að bæta aðstæður skjól­stæð­inga sinna. En Blaða­manna­fé­lag Íslands velur þess í stað að þegja um ástand­ið. Eina sem frá því heyr­ist er gagn­rýni á þá félags­menn þess sem gagn­rýna þögn­ina.

Að gefnu til­efni er vert að ítreka að bak­her­bergið er á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans. Öll frek­ari gagn­rýni for­svars­manna BÍ má því bein­ast beint að hon­um, leið­ist þeim nafn­leys­ið.

 

 

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None