Bakherbergið: Blaðamannafélagið lét áður stundum í sér heyra

Screen-Shot-2015-01-08-at-15.56.29.png
Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ), brást ókvæða við gagn­rýni á félagið sem birt­ist í bak­her­bergispistli Kjarn­ans á dög­un­um. Hjálm­ari fannst gagn­rýni úr bak­her­berg­inu, um að lítið hafi heyrst í fag­fé­lagi blaða­manna á jafn róst­ur­sömum tímum á fjöl­miðla­mark­aði, vera ómak­leg og hafn­aði henni. Gagn­rýni blaða­manna í bak­her­berg­inu snérist fyrst og síð­ast að tak­mark­aðri þátt­töku félags­ins í fag­legri umræðu, en ekki útleigu sum­ar­bú­staða eða ann­arra þátta innan BÍ sem stétta­fé­lags. Á því sviði hefur félagið enda staðið sig að mörgu leyti feyki­lega vel.

Margir innan bak­her­berg­is­ins syrgja það hins vegar að for­maður BÍ hafi ekki gripið tæki­færið sem gafst í kjöl­far gagn­rýni Kjarn­ans, til að taka mál­efna­lega umræðu um hlut­verk og skyldur blaða­manna­fé­lags­ins, og hvernig félagið hafi ­staðið sig í stykk­inu.

En minnugir blaða­menn í bak­her­berg­inu muna þann tíma þegar blaða­manna­fé­lagið lét stundum í sér heyra, og rifj­uðu upp af því til­efni heil­síðu­aug­lýs­ingu sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 24. mars árið 2005.

Auglýsing

Auglýsing frá Félagi fréttamanna hjá RÚV, sem Blaðamannafélag Íslands studdi. Aug­lýs­ing frá Félagi frétta­manna hjá RÚV, sem Blaða­manna­fé­lag Íslands studd­i.

Aug­lýs­ing­una má rekja til mjög svo umdeildrar ráðn­ingar Auð­uns Georgs Ólafs­sonar í stöðu frétta­stjóra útvarps hjá Rík­is­út­varp­inu. Ráðn­ingin var póli­tísk, enda fimm aðrir umsækj­endur um stöð­una metnir hæf­ari til að gegna henni að teknu til­liti til starfs- og stjórn­un­ar­reynslu og mennt­un­ar.

Frétta­menn á Rík­is­út­varp­inu börð­ust sam­ein­aðir sem einn ­gegn ráðn­ing­unni og nutu til þess stuðn­ings Blaða­manna­fé­lags Íslands. Eins og flestir vita skil­aði bar­átta þeirra árangri, því aldrei tók Auðun Georg við stöð­unni.

Í bak­her­berg­in­u finnst mörgum blaða­mann­inum að sam­bæri­legar aðstæður séu uppi á Íslandi í dag, og velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið fullt til­efni til fyrir blaða­manna­fé­lagið að styðja í verki félags­menn sína. Sér­hags­muna­öfl sem sjá hag sinn í að stýra umræðu hafa tekið yfir hvern fjöl­mið­il­inn á fætur öðrum, starfs­um­hverfi blaða­manna fer hrak­andi með hverju árinu og starfs­ör­yggi þeirra er með því lakasta sem fyrir finnst. Það er því öskr­andi þörf á að fag­fé­lag blaða­manna láti kröftu­lega í sér heyra og beiti sér til að bæta aðstæður skjól­stæð­inga sinna. En Blaða­manna­fé­lag Íslands velur þess í stað að þegja um ástand­ið. Eina sem frá því heyr­ist er gagn­rýni á þá félags­menn þess sem gagn­rýna þögn­ina.

Að gefnu til­efni er vert að ítreka að bak­her­bergið er á ábyrgð rit­stjóra Kjarn­ans. Öll frek­ari gagn­rýni for­svars­manna BÍ má því bein­ast beint að hon­um, leið­ist þeim nafn­leys­ið.

 

 

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None