Með penna að vopni í tilefni hryðjuverks í París

h_51727272.jpg
Auglýsing

Hryðju­verk eru úthugsuð og skipu­lögð. Mark­mið þeirra er að skapa and­rúms­loft ótta og ringul­reið­ar. Skot­mörk hryðju­verka eru ávallt annað og meira en fyrstu fórna­lömb­in. Hryðju­verk bein­ast gegn tákn­rænum en um leið oft til­vilj­ana­kenndum skot­mörk­um, oft­ast almennum borg­ur­um.

Jakob Þór Kristjánsson. Jakob Þór Krist­jáns­son.

Vest­ræn sam­fé­lög líta svo á að hryðju­verk séu óásætt­an­leg þar sem þau ganga gegn við­teknum hefðum þegar leysa á deilur og ágrein­ing. Meg­in­mark­mið hryðju­verka er að hafa áhrif á póli­tískar ákvarð­anir rík­is­stjórna, eða ein­hverra til­tek­inna sam­fé­lags­hópa. Annað mark­mið er að sem flestir verði vitni að hryðju­verki á vett­vangi eða í beinni útsend­ingu fjöl­miðla, að sem flestir sjái ódæðið – horfi upp á fallna og særða – og grafa með þeim hætti undan trú almenn­ings á að öryggi þeirra sé tryggt.

Auglýsing

Ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­insHryðju­verka­hópar hafa póli­tísk mark­mið, þeir hafa hins­vegar ekki unnið var­an­lega hern­að­ar­sigra hingað til, en hryðju­verka­hópum hefur tek­ist að þreyta rík­i­s­tjórnir og sam­fé­lög til samn­inga líkt og varð á Norður - Írlandi. Þó að hægt sé í grófum dráttum að skil­greina hryðju­verk sem ein­hvers­konar hernað er aug­ljós munur á þessu tvennu. Stríð eiga sér yfir­leitt stað milli ríkja, hryðju­verkum er hins­vegar beitt gegn ríkjum í formi upp­reisn­ar, ofbeldis á götum úti, skæru­hern­aði í borgum og jafn­vel valdaráni.

­Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt.

 

Mýmörg dæmi eru um þetta í Mið-Aust­ur­löndum og líka í Afr­íku, Evr­ópu, Asíu og Norð­ur- Amer­íku t.d. Nairobí 1998, New York 2001, London 2005, Boston 2013, Pes­hawar 2014 og nú í Par­ís. Oftar en ekki er ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, lög­um, tján­ing­ar­frelsi, prent­frelsi, horn­steinum lýð­ræð­is­ins. Rætur hryðju­verka eru oft í ríkjum þar sem ófremd­ar­á­stand ríkir og stjórn­völd standa höllum fæti. Dæmi þessa höfum við séð í Afghanistan og nú í Írak og Sýr­landi. Áróður er eitt helsta vopn hryðju­verka­hópa til þess að koma mark­miðum sínum á fram­færi, nútíma fjöl­miðlun og netið léttir þeim það verk.

Vand­inn vart leystur með hern­aði 

Hryðju­verkum er ætlað að skapa ringul­reið í sam­fé­lag­inu svo að lög og regla víki, þeim er ætlað að gera dag­legt líf svo óbæri­legt að stofn­anir sam­fé­lags­ins sem byggja á alþjóða­lög­um- og öryggi geti ekki brugð­ist við án þess að skerða almenn mann­rétt­indi. Árás­irnar bein­ast því oft að þeim grunn­stoðum alþjóða­sam­fé­lags­ins sem flest vest­ræn ríki telja best til þess fallin að stöðva hryðju­verk. Mörg vest­ræn ríki sjá ekki aðra leið en að bregð­ast við með hern­aði þó vand­inn verði vart leystur á þann hátt. Dæmi frá Afghanistan, Írak, Sýr­landi, Sómalíu og Palest­ínu sýna að herir eru ekki alltaf vel til þess fallnir að sigra hryðju­verka­hópa þó þeir séu vel búnir hátækni­vopn­um.

Sigur á hug­mynda­fræði verður ekki unn­inn með vopnum einum sam­an. Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt. Hér skipta fjöl­miðlar miklu máli. Hvort það tekst er svo allt annað mál og á margan hátt undir okkur sjálfum komið – með penna að vopni.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í alþjóða­ör­ygg­is­málum og sam­skipt­um.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None