Með penna að vopni í tilefni hryðjuverks í París

h_51727272.jpg
Auglýsing

Hryðju­verk eru úthugsuð og skipu­lögð. Mark­mið þeirra er að skapa and­rúms­loft ótta og ringul­reið­ar. Skot­mörk hryðju­verka eru ávallt annað og meira en fyrstu fórna­lömb­in. Hryðju­verk bein­ast gegn tákn­rænum en um leið oft til­vilj­ana­kenndum skot­mörk­um, oft­ast almennum borg­ur­um.

Jakob Þór Kristjánsson. Jakob Þór Krist­jáns­son.

Vest­ræn sam­fé­lög líta svo á að hryðju­verk séu óásætt­an­leg þar sem þau ganga gegn við­teknum hefðum þegar leysa á deilur og ágrein­ing. Meg­in­mark­mið hryðju­verka er að hafa áhrif á póli­tískar ákvarð­anir rík­is­stjórna, eða ein­hverra til­tek­inna sam­fé­lags­hópa. Annað mark­mið er að sem flestir verði vitni að hryðju­verki á vett­vangi eða í beinni útsend­ingu fjöl­miðla, að sem flestir sjái ódæðið – horfi upp á fallna og særða – og grafa með þeim hætti undan trú almenn­ings á að öryggi þeirra sé tryggt.

Auglýsing

Ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­insHryðju­verka­hópar hafa póli­tísk mark­mið, þeir hafa hins­vegar ekki unnið var­an­lega hern­að­ar­sigra hingað til, en hryðju­verka­hópum hefur tek­ist að þreyta rík­i­s­tjórnir og sam­fé­lög til samn­inga líkt og varð á Norður - Írlandi. Þó að hægt sé í grófum dráttum að skil­greina hryðju­verk sem ein­hvers­konar hernað er aug­ljós munur á þessu tvennu. Stríð eiga sér yfir­leitt stað milli ríkja, hryðju­verkum er hins­vegar beitt gegn ríkjum í formi upp­reisn­ar, ofbeldis á götum úti, skæru­hern­aði í borgum og jafn­vel valdaráni.

­Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt.

 

Mýmörg dæmi eru um þetta í Mið-Aust­ur­löndum og líka í Afr­íku, Evr­ópu, Asíu og Norð­ur- Amer­íku t.d. Nairobí 1998, New York 2001, London 2005, Boston 2013, Pes­hawar 2014 og nú í Par­ís. Oftar en ekki er ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, lög­um, tján­ing­ar­frelsi, prent­frelsi, horn­steinum lýð­ræð­is­ins. Rætur hryðju­verka eru oft í ríkjum þar sem ófremd­ar­á­stand ríkir og stjórn­völd standa höllum fæti. Dæmi þessa höfum við séð í Afghanistan og nú í Írak og Sýr­landi. Áróður er eitt helsta vopn hryðju­verka­hópa til þess að koma mark­miðum sínum á fram­færi, nútíma fjöl­miðlun og netið léttir þeim það verk.

Vand­inn vart leystur með hern­aði 

Hryðju­verkum er ætlað að skapa ringul­reið í sam­fé­lag­inu svo að lög og regla víki, þeim er ætlað að gera dag­legt líf svo óbæri­legt að stofn­anir sam­fé­lags­ins sem byggja á alþjóða­lög­um- og öryggi geti ekki brugð­ist við án þess að skerða almenn mann­rétt­indi. Árás­irnar bein­ast því oft að þeim grunn­stoðum alþjóða­sam­fé­lags­ins sem flest vest­ræn ríki telja best til þess fallin að stöðva hryðju­verk. Mörg vest­ræn ríki sjá ekki aðra leið en að bregð­ast við með hern­aði þó vand­inn verði vart leystur á þann hátt. Dæmi frá Afghanistan, Írak, Sýr­landi, Sómalíu og Palest­ínu sýna að herir eru ekki alltaf vel til þess fallnir að sigra hryðju­verka­hópa þó þeir séu vel búnir hátækni­vopn­um.

Sigur á hug­mynda­fræði verður ekki unn­inn með vopnum einum sam­an. Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt. Hér skipta fjöl­miðlar miklu máli. Hvort það tekst er svo allt annað mál og á margan hátt undir okkur sjálfum komið – með penna að vopni.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í alþjóða­ör­ygg­is­málum og sam­skipt­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiÁlit
None