Með penna að vopni í tilefni hryðjuverks í París

h_51727272.jpg
Auglýsing

Hryðju­verk eru úthugsuð og skipu­lögð. Mark­mið þeirra er að skapa and­rúms­loft ótta og ringul­reið­ar. Skot­mörk hryðju­verka eru ávallt annað og meira en fyrstu fórna­lömb­in. Hryðju­verk bein­ast gegn tákn­rænum en um leið oft til­vilj­ana­kenndum skot­mörk­um, oft­ast almennum borg­ur­um.

Jakob Þór Kristjánsson. Jakob Þór Krist­jáns­son.

Vest­ræn sam­fé­lög líta svo á að hryðju­verk séu óásætt­an­leg þar sem þau ganga gegn við­teknum hefðum þegar leysa á deilur og ágrein­ing. Meg­in­mark­mið hryðju­verka er að hafa áhrif á póli­tískar ákvarð­anir rík­is­stjórna, eða ein­hverra til­tek­inna sam­fé­lags­hópa. Annað mark­mið er að sem flestir verði vitni að hryðju­verki á vett­vangi eða í beinni útsend­ingu fjöl­miðla, að sem flestir sjái ódæðið – horfi upp á fallna og særða – og grafa með þeim hætti undan trú almenn­ings á að öryggi þeirra sé tryggt.

Auglýsing

Ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­insHryðju­verka­hópar hafa póli­tísk mark­mið, þeir hafa hins­vegar ekki unnið var­an­lega hern­að­ar­sigra hingað til, en hryðju­verka­hópum hefur tek­ist að þreyta rík­i­s­tjórnir og sam­fé­lög til samn­inga líkt og varð á Norður - Írlandi. Þó að hægt sé í grófum dráttum að skil­greina hryðju­verk sem ein­hvers­konar hernað er aug­ljós munur á þessu tvennu. Stríð eiga sér yfir­leitt stað milli ríkja, hryðju­verkum er hins­vegar beitt gegn ríkjum í formi upp­reisn­ar, ofbeldis á götum úti, skæru­hern­aði í borgum og jafn­vel valdaráni.

­Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt.

 

Mýmörg dæmi eru um þetta í Mið-Aust­ur­löndum og líka í Afr­íku, Evr­ópu, Asíu og Norð­ur- Amer­íku t.d. Nairobí 1998, New York 2001, London 2005, Boston 2013, Pes­hawar 2014 og nú í Par­ís. Oftar en ekki er ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, lög­um, tján­ing­ar­frelsi, prent­frelsi, horn­steinum lýð­ræð­is­ins. Rætur hryðju­verka eru oft í ríkjum þar sem ófremd­ar­á­stand ríkir og stjórn­völd standa höllum fæti. Dæmi þessa höfum við séð í Afghanistan og nú í Írak og Sýr­landi. Áróður er eitt helsta vopn hryðju­verka­hópa til þess að koma mark­miðum sínum á fram­færi, nútíma fjöl­miðlun og netið léttir þeim það verk.

Vand­inn vart leystur með hern­aði 

Hryðju­verkum er ætlað að skapa ringul­reið í sam­fé­lag­inu svo að lög og regla víki, þeim er ætlað að gera dag­legt líf svo óbæri­legt að stofn­anir sam­fé­lags­ins sem byggja á alþjóða­lög­um- og öryggi geti ekki brugð­ist við án þess að skerða almenn mann­rétt­indi. Árás­irnar bein­ast því oft að þeim grunn­stoðum alþjóða­sam­fé­lags­ins sem flest vest­ræn ríki telja best til þess fallin að stöðva hryðju­verk. Mörg vest­ræn ríki sjá ekki aðra leið en að bregð­ast við með hern­aði þó vand­inn verði vart leystur á þann hátt. Dæmi frá Afghanistan, Írak, Sýr­landi, Sómalíu og Palest­ínu sýna að herir eru ekki alltaf vel til þess fallnir að sigra hryðju­verka­hópa þó þeir séu vel búnir hátækni­vopn­um.

Sigur á hug­mynda­fræði verður ekki unn­inn með vopnum einum sam­an. Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt. Hér skipta fjöl­miðlar miklu máli. Hvort það tekst er svo allt annað mál og á margan hátt undir okkur sjálfum komið – með penna að vopni.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í alþjóða­ör­ygg­is­málum og sam­skipt­um.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None