Með penna að vopni í tilefni hryðjuverks í París

h_51727272.jpg
Auglýsing

Hryðju­verk eru úthugsuð og skipu­lögð. Mark­mið þeirra er að skapa and­rúms­loft ótta og ringul­reið­ar. Skot­mörk hryðju­verka eru ávallt annað og meira en fyrstu fórna­lömb­in. Hryðju­verk bein­ast gegn tákn­rænum en um leið oft til­vilj­ana­kenndum skot­mörk­um, oft­ast almennum borg­ur­um.

Jakob Þór Kristjánsson. Jakob Þór Krist­jáns­son.

Vest­ræn sam­fé­lög líta svo á að hryðju­verk séu óásætt­an­leg þar sem þau ganga gegn við­teknum hefðum þegar leysa á deilur og ágrein­ing. Meg­in­mark­mið hryðju­verka er að hafa áhrif á póli­tískar ákvarð­anir rík­is­stjórna, eða ein­hverra til­tek­inna sam­fé­lags­hópa. Annað mark­mið er að sem flestir verði vitni að hryðju­verki á vett­vangi eða í beinni útsend­ingu fjöl­miðla, að sem flestir sjái ódæðið – horfi upp á fallna og særða – og grafa með þeim hætti undan trú almenn­ings á að öryggi þeirra sé tryggt.

Auglýsing

Ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­insHryðju­verka­hópar hafa póli­tísk mark­mið, þeir hafa hins­vegar ekki unnið var­an­lega hern­að­ar­sigra hingað til, en hryðju­verka­hópum hefur tek­ist að þreyta rík­i­s­tjórnir og sam­fé­lög til samn­inga líkt og varð á Norður - Írlandi. Þó að hægt sé í grófum dráttum að skil­greina hryðju­verk sem ein­hvers­konar hernað er aug­ljós munur á þessu tvennu. Stríð eiga sér yfir­leitt stað milli ríkja, hryðju­verkum er hins­vegar beitt gegn ríkjum í formi upp­reisn­ar, ofbeldis á götum úti, skæru­hern­aði í borgum og jafn­vel valdaráni.

­Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt.

 

Mýmörg dæmi eru um þetta í Mið-Aust­ur­löndum og líka í Afr­íku, Evr­ópu, Asíu og Norð­ur- Amer­íku t.d. Nairobí 1998, New York 2001, London 2005, Boston 2013, Pes­hawar 2014 og nú í Par­ís. Oftar en ekki er ráð­ist gegn und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins, lög­um, tján­ing­ar­frelsi, prent­frelsi, horn­steinum lýð­ræð­is­ins. Rætur hryðju­verka eru oft í ríkjum þar sem ófremd­ar­á­stand ríkir og stjórn­völd standa höllum fæti. Dæmi þessa höfum við séð í Afghanistan og nú í Írak og Sýr­landi. Áróður er eitt helsta vopn hryðju­verka­hópa til þess að koma mark­miðum sínum á fram­færi, nútíma fjöl­miðlun og netið léttir þeim það verk.

Vand­inn vart leystur með hern­aði 

Hryðju­verkum er ætlað að skapa ringul­reið í sam­fé­lag­inu svo að lög og regla víki, þeim er ætlað að gera dag­legt líf svo óbæri­legt að stofn­anir sam­fé­lags­ins sem byggja á alþjóða­lög­um- og öryggi geti ekki brugð­ist við án þess að skerða almenn mann­rétt­indi. Árás­irnar bein­ast því oft að þeim grunn­stoðum alþjóða­sam­fé­lags­ins sem flest vest­ræn ríki telja best til þess fallin að stöðva hryðju­verk. Mörg vest­ræn ríki sjá ekki aðra leið en að bregð­ast við með hern­aði þó vand­inn verði vart leystur á þann hátt. Dæmi frá Afghanistan, Írak, Sýr­landi, Sómalíu og Palest­ínu sýna að herir eru ekki alltaf vel til þess fallnir að sigra hryðju­verka­hópa þó þeir séu vel búnir hátækni­vopn­um.

Sigur á hug­mynda­fræði verður ekki unn­inn með vopnum einum sam­an. Sam­þætt­ing sam­fé­laga er ekki aðeins nauð­syn­leg þar sem óöld ríkir heldur líka um ver­öld alla til þess að friður ríki og alþjóða­lög séu virt. Hér skipta fjöl­miðlar miklu máli. Hvort það tekst er svo allt annað mál og á margan hátt undir okkur sjálfum komið – með penna að vopni.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í alþjóða­ör­ygg­is­málum og sam­skipt­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None