Jákvæðar og neikvæðar umræður

dagbl...nota_.jpg
Auglýsing

Und­an­farna daga hefur verið mikil umræða á vöntun á jákvæðri umfjöllun um mál­efni líð­andi stund­ar.  Ég er hér mjög sam­mála þessu að sumu leyti. En það má ekki rugla saman gagn­rýnni umræðu um spill­ingu í þjóð­fé­lag­inu og umfjöllun um jákvæða fram­vildu innan sam­fé­lags­ins.

Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í Sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands. Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor í Sjálf­bærni­vís­indum við Háskóla Íslands­.

Tökum sem dæmi ,,positive news” í Bret­landi sem var stofnað eftir því sem ég best veit 2001.  Þetta var ­fyrst ein­ungis prent­aður mið­ill sem nú er einnig hægt að nálg­ast á net­in­u.  Ég nálg­að­ist þetta blað á umhverf­is­ráð­stefnum og las frá a til ö með mik­illi ánægju þegar ég bjó í Bret­landi. Áhersla frétta­blaðs­ins var og er að benda á það jákvæða sem fram fer í sam­fé­lag­inu – allt sem kemur að umhverf­is- og sjálf­bærni­mál­um, sam­fé­lag­inu, sam­fé­lags­legu rétt­læti, jafn­rétti, hjálp­ar- og þró­un­ar­starfi og skyldum atrið­um. Svona blað og frétta­miðlun ættum við að stofna til á Ísland­i.  Ég hef rætt þetta við nokkra sem tóku því vel, en ekk­ert hefur farið af stað (enn!).

Auglýsing

Á Íslandi ríkir ótrú­leg hefð fyrir því að ekki eigi eða megi fjalla um þau mál sem betur mætti fara í þjóð­fé­lag­in­u.  Þetta var rætt um í Víð­sjá á RUV í gær.  Sem sé, gagn­rýnin hugsun er illa séð eins og Helga Vala Helga­dóttir fjall­aði um í Kvenna­blað­inu í gær.  Þetta hefur verið mjög í umræð­unni sl. daga og má nefna ára­móta­ræður leið­toga þjóð­ar­innar – ekki ómerki­legra fólk en for­set­inn, for­sæt­is­ráð­herrann, nýskip­aður unhverf­is­ráð­herra og bisk­upinn – sem öll hafa lagt út frá því að umræðan sé allt of nei­kvæð í sam­fé­lag­inu og að ekki sé horft á það jákvæða sem erlendir sér­fræð­ingar og aðrir bendi á um Ísland.

En þessi mál eru alls óskyld!  Að fjalla á jákvæðan máta um ósér­hlífið fólk sem vinnur fyrir sam­fé­lagið og/eða umhverfið er eitt – en að þagga niður í umræðu um spill­ingu, inn­an­búða­brask, frænd­semi með meiru er allt annað!

En þessi mál eru alls óskyld!  Að fjalla á jákvæðan máta um ósér­hlífið fólk sem vinnur fyrir sam­fé­lagið og/eða umhverfið er eitt – en að þagga niður í umræðu um spill­ingu, inn­an­búða­brask, frænd­semi með meiru er allt ann­að!  Nú fer fram mikil bar­átta um völdin á Íslandi eins og þær ham­farir sem hafa átt sér stað í DV und­an­farna mán­uði sýna fram á og Björn Þor­láks­son fjallar um í Akur­eyri viku­blað 7. jan­ú­ar.

Ég hvet alla sem vilja láta í sér heyra – ekki vera feim­in.  Komið með vanda­málið upp á yfir­borðið og vinnið að því með öðrum að bæta umræðu­hefð­ina, rétt­lætið og sam­fé­lag­ið. Saman getum við breytt Íslandi til hins betra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None