Jákvæðar og neikvæðar umræður

dagbl...nota_.jpg
Auglýsing

Undanfarna daga hefur verið mikil umræða á vöntun á jákvæðri umfjöllun um málefni líðandi stundar.  Ég er hér mjög sammála þessu að sumu leyti. En það má ekki rugla saman gagnrýnni umræðu um spillingu í þjóðfélaginu og umfjöllun um jákvæða framvildu innan samfélagsins.

Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í Sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í Sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands.

Tökum sem dæmi ,,positive news” í Bretlandi sem var stofnað eftir því sem ég best veit 2001.  Þetta var fyrst einungis prentaður miðill sem nú er einnig hægt að nálgast á netinu.  Ég nálgaðist þetta blað á umhverfisráðstefnum og las frá a til ö með mikilli ánægju þegar ég bjó í Bretlandi. Áhersla fréttablaðsins var og er að benda á það jákvæða sem fram fer í samfélaginu – allt sem kemur að umhverfis- og sjálfbærnimálum, samfélaginu, samfélagslegu réttlæti, jafnrétti, hjálpar- og þróunarstarfi og skyldum atriðum. Svona blað og fréttamiðlun ættum við að stofna til á Íslandi.  Ég hef rætt þetta við nokkra sem tóku því vel, en ekkert hefur farið af stað (enn!).

Auglýsing

Á Íslandi ríkir ótrúleg hefð fyrir því að ekki eigi eða megi fjalla um þau mál sem betur mætti fara í þjóðfélaginu.  Þetta var rætt um í Víðsjá á RUV í gær.  Sem sé, gagnrýnin hugsun er illa séð eins og Helga Vala Helgadóttir fjallaði um í Kvennablaðinu í gær.  Þetta hefur verið mjög í umræðunni sl. daga og má nefna áramótaræður leiðtoga þjóðarinnar – ekki ómerkilegra fólk en forsetinn, forsætisráðherrann, nýskipaður unhverfisráðherra og biskupinn – sem öll hafa lagt út frá því að umræðan sé allt of neikvæð í samfélaginu og að ekki sé horft á það jákvæða sem erlendir sérfræðingar og aðrir bendi á um Ísland.

En þessi mál eru alls óskyld!  Að fjalla á jákvæðan máta um ósérhlífið fólk sem vinnur fyrir samfélagið og/eða umhverfið er eitt – en að þagga niður í umræðu um spillingu, innanbúðabrask, frændsemi með meiru er allt annað!

En þessi mál eru alls óskyld!  Að fjalla á jákvæðan máta um ósérhlífið fólk sem vinnur fyrir samfélagið og/eða umhverfið er eitt – en að þagga niður í umræðu um spillingu, innanbúðabrask, frændsemi með meiru er allt annað!  Nú fer fram mikil barátta um völdin á Íslandi eins og þær hamfarir sem hafa átt sér stað í DV undanfarna mánuði sýna fram á og Björn Þorláksson fjallar um í Akureyri vikublað 7. janúar.

Ég hvet alla sem vilja láta í sér heyra – ekki vera feimin.  Komið með vandamálið upp á yfirborðið og vinnið að því með öðrum að bæta umræðuhefðina, réttlætið og samfélagið. Saman getum við breytt Íslandi til hins betra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None