Bakherbergið: Guðdómleg forgangsröðun

8264611854_67d38f0eb3_z.jpg
Auglýsing

Starfs­hópur á vegum inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins leggur til að Þjóð­kirkjan fái end­ur­greiddan þann nið­ur­skurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofn­anir eftir hrun. Upp­hæðin nemur um 660 millj­ónum króna, en til greina kemur að „end­ur­greiða“ kirkj­unni upp­hæð­ina á fjórum árum.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í fréttum RÚV á laug­ar­dag, að kirkjan hafi sýnt mikið umburð­ar­lyndi og fórn­fýsi á und­an­förnum árum og sjálf­sagt sé að hún njóti þess nú. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hefur nú málið inn á borði hjá sér, en hún sagði í fréttum RÚV í kvöld að kirkjan sé mik­il­væg stofnun í sam­fé­lag­inu og hún líti jákvæðum augum til henn­ar.

Þjóð­kirkj­an, sem allir Íslend­ingar borg­uð­u ­sjálf­virkt til, nema þeir báðu um ann­að, þar til nýver­ið, ­fær röskar 4.000 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði á yfir­stand­andi fjár­laga­ári. Þar af fær biskup litlar 1.700 millj­ónir króna í sinn hlut, svo greiðir rík­is­sjóður ríf­lega 1.900 millj­ónir í sókn­ar­gjöld til kirkj­unn­ar. Til sam­an­burðar fær RÚV tæpar 3,5 millj­arða í sinn hlut árið 2015, en stofn­unin aflar sér auð­vitað auk­ins fjár­magns með aug­lýs­inga­sölu, eins fárán­legt og það kann nú að hljóma.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk hvumsa yfir for­gangs­röðun stjórn­valda, að ákveða á þessum tíma­punkti, í miðju lækna­verk­falli og mat­ar­skatts­hækk­un­um, að tendra kyndil­inn og ana fram völl­inn með ein­beittan vilja að bæta kirkj­unni nið­ur­skurð sem hún neydd­ist til að taka á sig umfram aðrar stofn­anir sem greini­lega var talið að hefðu mik­il­væg­ara hlut­verki að gegna í miðjum for­dæma­lausum efna­hags­legum ham­för­um.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None