Bakherbergið: Guðdómleg forgangsröðun

8264611854_67d38f0eb3_z.jpg
Auglýsing

Starfs­hópur á vegum inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins leggur til að Þjóð­kirkjan fái end­ur­greiddan þann nið­ur­skurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofn­anir eftir hrun. Upp­hæðin nemur um 660 millj­ónum króna, en til greina kemur að „end­ur­greiða“ kirkj­unni upp­hæð­ina á fjórum árum.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í fréttum RÚV á laug­ar­dag, að kirkjan hafi sýnt mikið umburð­ar­lyndi og fórn­fýsi á und­an­förnum árum og sjálf­sagt sé að hún njóti þess nú. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hefur nú málið inn á borði hjá sér, en hún sagði í fréttum RÚV í kvöld að kirkjan sé mik­il­væg stofnun í sam­fé­lag­inu og hún líti jákvæðum augum til henn­ar.

Þjóð­kirkj­an, sem allir Íslend­ingar borg­uð­u ­sjálf­virkt til, nema þeir báðu um ann­að, þar til nýver­ið, ­fær röskar 4.000 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði á yfir­stand­andi fjár­laga­ári. Þar af fær biskup litlar 1.700 millj­ónir króna í sinn hlut, svo greiðir rík­is­sjóður ríf­lega 1.900 millj­ónir í sókn­ar­gjöld til kirkj­unn­ar. Til sam­an­burðar fær RÚV tæpar 3,5 millj­arða í sinn hlut árið 2015, en stofn­unin aflar sér auð­vitað auk­ins fjár­magns með aug­lýs­inga­sölu, eins fárán­legt og það kann nú að hljóma.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk hvumsa yfir for­gangs­röðun stjórn­valda, að ákveða á þessum tíma­punkti, í miðju lækna­verk­falli og mat­ar­skatts­hækk­un­um, að tendra kyndil­inn og ana fram völl­inn með ein­beittan vilja að bæta kirkj­unni nið­ur­skurð sem hún neydd­ist til að taka á sig umfram aðrar stofn­anir sem greini­lega var talið að hefðu mik­il­væg­ara hlut­verki að gegna í miðjum for­dæma­lausum efna­hags­legum ham­för­um.

 

 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None