Bakherbergið: Guðdómleg forgangsröðun

8264611854_67d38f0eb3_z.jpg
Auglýsing

Starfs­hópur á vegum inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins leggur til að Þjóð­kirkjan fái end­ur­greiddan þann nið­ur­skurð sem hún tók á sig umfram aðrar stofn­anir eftir hrun. Upp­hæðin nemur um 660 millj­ónum króna, en til greina kemur að „end­ur­greiða“ kirkj­unni upp­hæð­ina á fjórum árum.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í fréttum RÚV á laug­ar­dag, að kirkjan hafi sýnt mikið umburð­ar­lyndi og fórn­fýsi á und­an­förnum árum og sjálf­sagt sé að hún njóti þess nú. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hefur nú málið inn á borði hjá sér, en hún sagði í fréttum RÚV í kvöld að kirkjan sé mik­il­væg stofnun í sam­fé­lag­inu og hún líti jákvæðum augum til henn­ar.

Þjóð­kirkj­an, sem allir Íslend­ingar borg­uð­u ­sjálf­virkt til, nema þeir báðu um ann­að, þar til nýver­ið, ­fær röskar 4.000 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði á yfir­stand­andi fjár­laga­ári. Þar af fær biskup litlar 1.700 millj­ónir króna í sinn hlut, svo greiðir rík­is­sjóður ríf­lega 1.900 millj­ónir í sókn­ar­gjöld til kirkj­unn­ar. Til sam­an­burðar fær RÚV tæpar 3,5 millj­arða í sinn hlut árið 2015, en stofn­unin aflar sér auð­vitað auk­ins fjár­magns með aug­lýs­inga­sölu, eins fárán­legt og það kann nú að hljóma.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk hvumsa yfir for­gangs­röðun stjórn­valda, að ákveða á þessum tíma­punkti, í miðju lækna­verk­falli og mat­ar­skatts­hækk­un­um, að tendra kyndil­inn og ana fram völl­inn með ein­beittan vilja að bæta kirkj­unni nið­ur­skurð sem hún neydd­ist til að taka á sig umfram aðrar stofn­anir sem greini­lega var talið að hefðu mik­il­væg­ara hlut­verki að gegna í miðjum for­dæma­lausum efna­hags­legum ham­för­um.

 

 

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None