Nafnleysingja svarað undir nafni

fjölmiðlaflóra-e1376585407146.png
Auglýsing

Ég gerði mér hærri hug­myndir um Kjarn­ann en að hann teldi sér akk í því að birta nafn­lausa pistla um mik­ils­verð mál­efni, eins og þann sem birt­ist í gærkveldi í dálknum Úr bak­her­berg­inu.  Raunar hélt ég að fjöl­miðlar sem vilja láta taka sig alvar­lega gerðu sér far um að birta skoð­anir undir nafni, þó ekki væri nema vegna gagn­sæis og sam­hengis hlut­anna. Laun­víg hafa ekki þótt eft­ir­breytni­verð til þessa og ég hlýt að líta svo á að um dóm­greind­ar­brest sé að ræða.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands­.

Í skoð­anapistlin­unum er vikið með niðr­andi hætti að starf­semi Blaða­manna­fé­lags Íslands.  Það þykir mér mjög mið­ur.  Þar að auki eru þar borin á borð ósann­indi fyrir les­endur Kjarn­ans.  Það þykir mér öllu verra.

Auglýsing

Höf­undi skoð­anapistils­ins þykir það afar ómerki­legt að félagið skuli eiga og leigja sum­ar­bú­staði til félags­manna sinna, eins og nán­ast öll önnur stétt­ar­fé­lög í land­in­u.  Mér þykir það ekki ómerki­legt hlut­skipti að eiga hlut að því að blaða­menn geti átt kost á sum­ar­húsa­dvöl eins og aðrar starfs­stéttir í land­in­u.  Það er eðli­legur þáttur í starf­semi stétt­ar­fé­lags, eins og það að reka styrkt­ar­sjóð og end­ur­mennt­un­ar­sjóð, semja um kaup og kjör og reyna að tryggja að starfs­kjör félags­manna séu virt, að ekki sé talað um alla þá fag­legu starf­semi sem Blaða­manna­fé­lagið stendur fyrir með útgáfu­mál­um, verð­launa­veit­ing­um, rekstri siða­nefndar og fund­ar­höldum ýmis kon­ar.  Mér er raunar til efs að nokkuð annað stétt­ar­fé­lag eða fag­fé­lag í land­inu sé jafn öfl­ugt á því sviði.

Í skoð­anapistl­inum er því haldið fram að Blaða­manna­fé­lagið hafi í engu látið sig varða þær svift­ingar sem hafa átt sér stað á fjöl­miðla­mark­aði að und­an­förn­u.  Það er rang­t.  Í sam­vinnu við Fjöl­miðla­nefnd stóð félagið fyrir mál­þingi um sjálf­stæði rit­stjórna á haust­dög­um, þar sem raunar rit­stjóri Kjarn­ans var einn frum­mæl­anda, ef minnið svíkur ekki.  Þá hefur stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands marg sinnis ályktað í þessa veru á und­an­förnum miss­erum, auk þess sem stjórn félags­ins beitti sér fyrir mótun við­mið­un­ar­reglna um sjálf­stæði rit­stjórn­a.  Þá hefur stjórn félags­ins einnig ítrekað komið þeim sjón­ar­miðum á fram­færi við lög­gjaf­ar­valdið að nauð­syn­legt væri að setja lagramma um sjálf­stæði rit­stjórna, en ekki haft erindi sem erf­iði í þeim efn­um, því mið­ur.

Nafn­laus höf­undur skoð­anapistils­ins sýn­ist mér vera mót­aður af þeirri umræðu­hefð sem þró­ast hefur hér á landi með hörmu­legum afleið­ingum og miðar að því að ræða helst aldrei efni máls og ef það er gert að gera það þá með útúr­snún­ingum og stundum rætn­i.  Ég ætla ekki að taka þátt í þeim leik.  Ég fagna hins vegar mál­efna­legri gagn­rýn­i.  Hún er þroska­merki og með þannig umræðu miðar okkur fram á við.

Athuga­semdir rit­stjóra:Kjarn­inn fagnar gagn­rýni for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ)og þar með þátt­töku hans í umræðum um mik­il­væg mál­efni. Hann hafnar henni hins vegar efn­is­lega. Allir íslenskir fjöl­miðlar birta efni í nafn­lausum dálk­um. Það tíðkast líka víða erlendis á stórum miðlum og er ástæðan einmitt oft sú að áherslan verði á mál­efnið sem fjallað er um, ekki þann sem setur skoð­un­ina fram. Allir þessi miðlar vilja láta taka sig, og eru tekn­ir, alvar­lega. 

Að því sögðu þá er allt efni sem unnið er af starfs­mönnum Kjarn­ans á ábyrgð rit­stjóra mið­ils­ins. Hann ber því ábyrgð á þessum skrifum sem öðrum og Hjálm­ari er vel­komið að beina gagn­rýni sinni til hans ef nauð­syn þyk­ir. Kjarn­anum þykir ekki ómerki­legt að BÍ leigi út sum­ar­bú­staði. Alls ekki. Og ef for­maður félags­ins telur að umræddur bak­her­bergispist­ill hafi snú­ist um sum­ar­bú­staði þá hefur hann mis­skilið hann ræki­lega. Í pistl­inum er engin gagn­rýni á starf­semi BÍ sem stétt­ar­fé­lags. Þar var verið að benda á skort á þátt­töku í fag­legri umræðu. Vissu­lega var staðið að mál­þingi um sjálf­stæði rit­stjórna í haust. Það var hins vegar fámennt og for­maður BÍ tók ekki þátt í því sjálf­ur.

Títt­nefndur bak­her­bergispist­ill fjallar ein­vörð­ungu um efni máls. Hann fjallar um að for­dæma­lausar aðstæður eru á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði þar sem gróf­lega er vegið að starfs­ör­yggi og sjálf­stæði fjöl­margra blaða­manna án þess að fag­fé­lag þeirra, sem á sam­kvæmt lögum að standa vörð um nákvæm­lega þessa hluti, bæri á sér. Gagn­rýnin er því mál­efna­leg og á fullan rétt á sér. 

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None