Nafnleysingja svarað undir nafni

fjölmiðlaflóra-e1376585407146.png
Auglýsing

Ég gerði mér hærri hugmyndir um Kjarnann en að hann teldi sér akk í því að birta nafnlausa pistla um mikilsverð málefni, eins og þann sem birtist í gærkveldi í dálknum Úr bakherberginu.  Raunar hélt ég að fjölmiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega gerðu sér far um að birta skoðanir undir nafni, þó ekki væri nema vegna gagnsæis og samhengis hlutanna. Launvíg hafa ekki þótt eftirbreytniverð til þessa og ég hlýt að líta svo á að um dómgreindarbrest sé að ræða.

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Í skoðanapistlinunum er vikið með niðrandi hætti að starfsemi Blaðamannafélags Íslands.  Það þykir mér mjög miður.  Þar að auki eru þar borin á borð ósannindi fyrir lesendur Kjarnans.  Það þykir mér öllu verra.

Auglýsing

Höfundi skoðanapistilsins þykir það afar ómerkilegt að félagið skuli eiga og leigja sumarbústaði til félagsmanna sinna, eins og nánast öll önnur stéttarfélög í landinu.  Mér þykir það ekki ómerkilegt hlutskipti að eiga hlut að því að blaðamenn geti átt kost á sumarhúsadvöl eins og aðrar starfsstéttir í landinu.  Það er eðlilegur þáttur í starfsemi stéttarfélags, eins og það að reka styrktarsjóð og endurmenntunarsjóð, semja um kaup og kjör og reyna að tryggja að starfskjör félagsmanna séu virt, að ekki sé talað um alla þá faglegu starfsemi sem Blaðamannafélagið stendur fyrir með útgáfumálum, verðlaunaveitingum, rekstri siðanefndar og fundarhöldum ýmis konar.  Mér er raunar til efs að nokkuð annað stéttarfélag eða fagfélag í landinu sé jafn öflugt á því sviði.

Í skoðanapistlinum er því haldið fram að Blaðamannafélagið hafi í engu látið sig varða þær sviftingar sem hafa átt sér stað á fjölmiðlamarkaði að undanförnu.  Það er rangt.  Í samvinnu við Fjölmiðlanefnd stóð félagið fyrir málþingi um sjálfstæði ritstjórna á haustdögum, þar sem raunar ritstjóri Kjarnans var einn frummælanda, ef minnið svíkur ekki.  Þá hefur stjórn Blaðamannafélags Íslands marg sinnis ályktað í þessa veru á undanförnum misserum, auk þess sem stjórn félagsins beitti sér fyrir mótun viðmiðunarreglna um sjálfstæði ritstjórna.  Þá hefur stjórn félagsins einnig ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri við löggjafarvaldið að nauðsynlegt væri að setja lagramma um sjálfstæði ritstjórna, en ekki haft erindi sem erfiði í þeim efnum, því miður.

Nafnlaus höfundur skoðanapistilsins sýnist mér vera mótaður af þeirri umræðuhefð sem þróast hefur hér á landi með hörmulegum afleiðingum og miðar að því að ræða helst aldrei efni máls og ef það er gert að gera það þá með útúrsnúningum og stundum rætni.  Ég ætla ekki að taka þátt í þeim leik.  Ég fagna hins vegar málefnalegri gagnrýni.  Hún er þroskamerki og með þannig umræðu miðar okkur fram á við.

Athugasemdir ritstjóra:


Kjarninn fagnar gagnrýni formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ)og þar með þátttöku hans í umræðum um mikilvæg málefni. Hann hafnar henni hins vegar efnislega. Allir íslenskir fjölmiðlar birta efni í nafnlausum dálkum. Það tíðkast líka víða erlendis á stórum miðlum og er ástæðan einmitt oft sú að áherslan verði á málefnið sem fjallað er um, ekki þann sem setur skoðunina fram. Allir þessi miðlar vilja láta taka sig, og eru teknir, alvarlega. 

Að því sögðu þá er allt efni sem unnið er af starfsmönnum Kjarnans á ábyrgð ritstjóra miðilsins. Hann ber því ábyrgð á þessum skrifum sem öðrum og Hjálmari er velkomið að beina gagnrýni sinni til hans ef nauðsyn þykir. Kjarnanum þykir ekki ómerkilegt að BÍ leigi út sumarbústaði. Alls ekki. Og ef formaður félagsins telur að umræddur bakherbergispistill hafi snúist um sumarbústaði þá hefur hann misskilið hann rækilega. Í pistlinum er engin gagnrýni á starfsemi BÍ sem stéttarfélags. Þar var verið að benda á skort á þátttöku í faglegri umræðu. Vissulega var staðið að málþingi um sjálfstæði ritstjórna í haust. Það var hins vegar fámennt og formaður BÍ tók ekki þátt í því sjálfur.

Títtnefndur bakherbergispistill fjallar einvörðungu um efni máls. Hann fjallar um að fordæmalausar aðstæður eru á íslenskum fjölmiðlamarkaði þar sem gróflega er vegið að starfsöryggi og sjálfstæði fjölmargra blaðamanna án þess að fagfélag þeirra, sem á samkvæmt lögum að standa vörð um nákvæmlega þessa hluti, bæri á sér. Gagnrýnin er því málefnaleg og á fullan rétt á sér. 

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None