Ameríska risafyrirtækið Costco hefur komið inn í íslenska umræðu um smásölu með nokkrum hvelli. Félagið hefur áhuga á því að reyna fyrir sér á íslenska markaðnum. Meðal möguleika sem fyrirtækið sér fyrir sér er að selja áfengi í búðum, innflutt ferskt kjöt og viðlíka vörur. Þetta er allt harðbannað á Íslandi en Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra, sló þetta samt ekki útaf borðinu. Ef einhvern tímann hefur verið möguleiki að nota orðsambandið, hvað gerir bændur þá, þá er það í þessu tilfelli. Fyrirsjáanlegt er að þeir komi brátt fram með reiðihvelli.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_03/38[/embed]
Löggan metur hæfi seðlabankastjóra
Það vakti nokkra athygli þegar tilkynnt var um nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Hún er skipuð Guðmundi Magnússyni, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöfu Nordal, formanni bankaráðs seðlabankans og fyrrverandi varaformanni Sjálfstæðisflokksins, og síðan Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Fáir hafa svör við því hvers vegna í ósköpunum löggan Stefán er settur í þetta hlutverk, en hann hefur enga reynslu, menntun eða akademíska þekkingu á störfum seðlabankans svo vitað sé. Þó hann sé góður lögreglustjóri.
Bakherbergin birtust fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana hér.