Skógrækt og markmið í loftslagsmálum

IMGP7133_2.jpg
Auglýsing

Hinn 19. júní birt­ist frétt á vef umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins þess efnis að Ísland og ESB hefðu samið um sam­eig­in­leg mark­mið í lofts­lags­málum í anda Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt samn­ingnum þarf nettó­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi að drag­ast saman sem nemur um 860 þús­undum tonna koltví­sýr­ings til árs­ins 2020, eða sem nemur um 31% af núver­andi los­un. Þessu mark­miði má ná í grund­vall­ar­at­riðum með tvennum hætti, þ.e. með því að minnka losun koltví­sýr­ings og ann­arra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loftið eða með auk­inni bind­ingu koltví­sýr­ings í gróðri, jarð­vegi og bergi.

Hinn 22. júní birti RÚV frétt undir fyr­ir­sögn­inni „Hægt að ná mark­miðum með skóg­rækt“. Þar var haft eftir Arn­óri Snorra­syni, skóg­fræð­ingi á Mógilsá, að ná mætti veru­legum hluta mark­miða í lofts­lags­málum með skóg­rækt, einkum ef menn spýttu í lófana, því að dregið hefði úr nýgróð­ur­setn­ingum um helm­ing frá því fyrir hrun.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/48[/em­bed]

Auglýsing

Ýmis­legt að athuga við frétta­flutn­ingVið þennan frétta­flutn­ing er ýmis­legt að athuga. Í fyrsta lagi er ekki minnst á þá marg­vís­legu mögu­leika sem fel­ast í aðgerðum til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, einkum frá iðn­aði og sam­göng­um. Í öðru lagi má ráða af frétt­inni að skóg­rækt með nýgróð­ur­setn­ingum sé besta leiðin til að auka bind­ingu og þar með ná mark­miðum Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar. Í snorriþriðja lagi, sem er utan við efni þess­arar grein­ar, velur Arnór að bera gróð­ur­setn­ingar nú saman við það ár sem allra flest tré hafa verið gróð­ur­sett á land­inu. Sé hins vegar nýskóg­rækt síð­ustu 20 ára borin saman við ára­tug­ina þar á undan hefur gríð­ar­leg aukn­ing orðið þar á.

Hér er ekki staður eða stund til til að fjalla ítar­lega um mögu­leika Íslands til að draga úr nettóút­streymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda (þ.e. losun að frá­dreg­inni bind­ingu) eða fara í smá­at­riði varð­andi ólíkar leið­ir, enda hefur það verið gert í viða­mik­illi sér­fræð­inga­skýrslu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins frá árinu 2009. Mig langar ein­ungis að ræða hvaða áhrif breytt land­notkun getur haft á þetta ferli, því að óvenju­hátt hlut­fall útstreymis gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á sér stað frá fram­ræstum mýrum og uppi­stöðu­lónum hér á landi, eða um 32% árið 2006.

Breytt land­nýt­ing til að draga úr losunÍ ofan­greindri skýrslu um mögu­leika Íslands til að draga úr nettóút­streymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er gerður sam­an­­­burður á þrenns konar land­nýt­ingu sem hefur áhrif þar á. Þar er um að ræða skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is.

Sam­kvæmt skýrsl­unni munu gróð­ur­settir nýskógar frá og með árinu 1990 binda um 220 þús­und tonn kolefnis árið 2020 miðað við núver­andi skóg­rækt­ar­á­tak. Þetta eru aðeins um 25% af nauð­syn­legum sam­drætti í nettóút­streymi sam­kvæmt Kyoto-­bók­un­inni. Miðað við tvö­földun nýgróð­ur­setn­inga frá því sem nú er næst að binda um 280 þús­und tonn árið 2020, sem er 32% af skuld­bind­ingum lands­ins. Þessi tvö­földun hefði þó þurft að koma til strax árið 2010 til að svo gæti orð­ið, en sú varð ekki raun­in, sbr. við­talið við Arn­ór.

Land­græðslu­verk­efni sem hófust um og eftir 1990 munu binda um 555 þús­und tonn koltví­sýr­ings árið 2020 sam­kvæmt skýrsl­unni, eða sem nemur um 65% af skuld­bind­ingum lands­ins. Tækni­lega, miðað við aukn­ingu strax árið 2010, hefði land­græðsla getað skilað um 800 þús­und tonnum árið 2020 og farið lang­leið­ina með að upp­fylla mark­mið um 31% sam­drátt í nettóút­streymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Aukin skóg­rækt aðeins ein leið sem unnt er að beitaEnd­ur­heimt vot­lendis er ennþá hverf­andi. Miklir mögu­leikar til skamms tíma fel­ast þó í henni, því áætlað er að um fjórð­ungur fram­ræsts lands sé ekki nýttur með beinum hætti til fóð­ur­fram­leiðslu eða beitar og því sárs­auka­laust fyrir bændur og aðra land­eig­endur að end­ur­heimta þann hluta. Sé gert ráð fyrir að þessi fjórð­ungur fram­ræsts lands verði end­ur­heimtur á allra næstu árum má draga úr losun árið 2020 sem nemur um 400 þús­und kolefn­istonnum og þar með næst að upp­fylla helm­ing Kyoto-­mark­miðs­ins. End­ur­heimt vot­lendis getur gengið mjög hratt fyrir sig ef sam­komu­lag næst við land­eig­endur um að fara þá leið.

Af fram­an­sögðu leiðir að aukin skóg­rækt er aðeins ein af þeim land­nýt­ing­ar­að­gerðum sem unnt er að beita til að ná mark­miðum um sam­drátt í nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir 2020. Sökum þess hversu skammur tími er til stefnu er afar ólík­legt að nokkur þess­ara aðgerða, ein og sér, nái að upp­fylla þessi mark­mið.

Árétta skal að hér er ekki fjallað um mögu­leika til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í iðn­aði og sam­göng­um, en þeir eru vissu­lega mjög miklir og að mörgu leiti gæfu­legri leið en aukin bind­ing, þar sem for­varnir eru yfir­leitt betri en lækn­ing.

Beinn kostn­aður vegna mis­mun­andi aðgerðaÍ ofan­greindri skýrslu er gerður sam­an­burður á kostn­aði kolefn­is­bind­ingar í skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is. Tekið er fram að kostn­að­ar­mat sé erf­ið­leikum bund­ið, einkum þar sem mestur hluti kostn­aðar fellur til strax í upp­hafi en ágóð­inn skilar sér á mörgum ára­tug­um. Þetta á ekki síst við um skóg­rækt. Með þessum fyr­ir­vara er nið­ur­staðan sú að hvert tonn bund­ins kolefnis kostar um 900 kr. í fram­ræslu­verk­efnum en 1.300–1.500 í land­græðslu og skóg­rækt. Séu þessir útreikn­ingar réttir er hag­stæð­ast fyrir ríkið að leggja fé í end­ur­heimt vot­lendis til að ná mark­miðum í lofts­lags­mál­um.

Áhrif land­nýt­ing­ar­kosta á líf­ríki og lands­lagÍ frægri grein, „Hern­að­ur­inn gegn land­in­u“, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu á nýárs­dag árið 1970, rekur Hall­dór Lax­ness aðför manna og búsmala að nátt­úru lands­ins í gegnum tíð­ina, hvort sem er vegna land­bún­aðar eða stór­iðju. Til­efni grein­ar­innar var aðal­lega áform sem þá voru uppi um frek­ari virkjun Laxár í Mývatns­sveit, sem hefði drekkt um 12 km af Lax­ár­dal, og um grodda­lega útfærslu Norð­linga­öldu­lóns sem hefði fært á kaf stóran hluta Þjórs­ár­vera.

Í grein­inni segir nóbels­skáldið m.a.: „Menn komu hér upp­haf­lega að ósnortnu heiða­landi sem var þétt­vaxið við­kvæmum norð­ur­hjara­gróðri, lýngi og kjarri, og sum­staðar hefur nálg­ast að vera skóg­lendi; hér var líka gnægð smárra blóm­jurta; og mýrar vaxnar háu grasi, sefi og stör, mor­andi af smá­kvik­indum alls­konar og dróu að sér fugla svipað og Þjórs­ár­ver gera enn þann dag í dag.“ Mýr­arnar segir hann líf­seig­ustu gróð­ur­lend­in: „Seigar rætur mýra­gróð­urs­ins halda gljúpum jarð­veg­inum saman og vatnið nærir fjölda líf­rænna efna í þessum jarð­vegi og elur smá­dýra­líf sem að sínu leyti dregur til sín fugla. Mýr­arnar eru stundum kall­aðar önd­un­ar­færi lands­ins.“ Við þessa lýs­ingu á land­kostum Íslands við land­nám og mik­il­vægi vot­lendis getur nátt­úru­fræð­ingur fáu gagn­legu bætt.

Ekki er um það deilt að líf­ríki lands­ins er aðeins svipur hjá sjón hjá því sem það var við land­nám. Stór hluti gróð­ur­hulu og jarð­vegs er tap­aður og frjó­semi mik­ils hluta þeirrar gróð­ur­lenda sem eftir sitja er langt undir getu miðað við lofts­lags­skil­yrði.

Löngu áður en Lofts­lags­samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna leit dags­ins ljós hafði íslenskur almenn­ingur og yfir­völd áttað sig á því að marg­vís­leg efn­is­leg, sið­ferði­leg og lýð­ræð­is­leg rök standa til þess að end­ur­heimta forn land­gæði eftir mætti. Efn­is­legu rökin eru t.d. hag­kvæm­ari land­bún­aður með auk­inni frjó­semi lands­ins, sið­ferði­legu rökin hafa oft verið sett fram með slag­orð­inu „Að greiða skuld okkar við land­ið“ og lýð­ræð­is­rökin eru m.a. þau að meiri­hluti lands­manna telji aukna skóg­ar­þekju og grósku æski­lega. Hafa ber þó í huga að aðgerðir til að efla land­gæði og líf­ríki, svo sem skóg­rækt, land­græðsla og end­ur­heimt vot­lend­is, breyta jafn­framt ásýnd lands­ins frá því sem nú er.

Efla þarf vist­heimLand­græðsla með aðferðum vist­heimt­ar, þ.e. aðgerðum sem miða að því að end­ur­skapa sams konar eða sam­bæri­leg vist­kerfi og spillst hafa, hefur eðli máls­ins sam­kvæmt minnst áhrif á ásýnd lands­ins. Lang­mestur hluti land­græðslu­að­gerða fellur núorðið undir flokk vist­heimt­ar. Í alþjóð­legu sam­hengi er lögð áhersla á að efla vist­heimt. Gróf­ari form land­græðslu, svo sem upp­græðsla sanda með lúpínu, hafa stór­karla­legri áhrif á vist­kerfi og ásýnd lands eins og allir sjá sem aka um Suð­ur­land að sum­ri; Skóg­ar­sandur og Mýr­dals­sandur eru einn bylgj­andi lúpínu­akur næst vegi, blár í júní, ann­ars grænn, þar sem áður var svartur sand­ur. Ekki er enn hægt að spá fyrir með vissu hvers konar gróð­ur­lendi eða vist­kerfi slík land­græðsla skapar á end­an­um. Merki sjást um land­nám skóg­ar­kerf­ils í lúpínu­breið­un­um, þannig að ef til vill verða sand­arnir hvítir af skóg­ar­kerfli eftir nokkur ár, svipað og Esju­hlíðar eru nú.

Líf­ríki breyt­ist með stór­vöxnum trjá­teg­undumNý­skóg­rækt með stór­vöxnum trjá­teg­undum breytir líf­ríki og ásýnd lands­ins þó með enn meira afger­andi hætti. Sé t.d. sitka­greni­skógur eða stafa­f­uru­skógur rækt­aður upp á mólendi verða smám saman alger umskipti í líf­ríki og lands­lagi: þar sem áður var opið lands­lag er nú lok­aður skóg­ur, þar sem áður ríktu mosar, grös og blóm­jurtir standa stór­vaxin tré, þar sem fiðr­ildi flögr­uðu og köngulær spunnu vefi eru blað­lýs að næra sig á safa greninála og þar sem spó­inn vall graut tístir glókollur nú. Skóg­rækt á grónu landi er að þessu leyti eðl­is­ó­lík upp­græðslu sanda, því hún breytir einu gróð­ur­lendi í annað meðan upp­græðslan skapar nýtt vist­kerfi – eða end­ur­heimtir eftir eðli upp­græðsl­unnar – þar sem lítið eða ekk­ert var fyr­ir. Með þessu er ég ekki að segja að greni­skóg­ur­inn sé „verri“ en mór­inn – þótt það sé vissu­lega svo fyrir þann sem ann víð­sýni og berja­tínslu – heldur fyrst og fremst ólíkur öðrum gróð­ur­lendum lands­ins og því fram­andi í nátt­úru­fars­legu og menn­ing­ar­sögu­legu til­liti.

Skóg­rækt með lerki og lauftrjám eins og ala­ska­ösp hefur ekki eins afger­andi breyt­ingar á líf­ríki og lands­lagi í för með sér og greni- og fur­ur­rækt­un. Breyt­ingar á líf­ríki skóg­ar­botns­ins verða minni og þar sem þessi tré fella lauf að hausti verða þau ekki eins áber­andi í íslensku lands­lagi að vetri og sígrænu trén.

Nýskóg­rækt með birki breytir vissu­lega líka ásýnd lands­ins og því líf­ríki sem fyrir er en birkið verður bless­un­ar­lega ekki mjög hávaxið og er þar að auki afar fjöl­breyti­legt að lit og formi. Lang­fal­leg­ustu skóg­arnir að mínu mati eru sjálfs­ánir birki­skóg­ar, sem fella sig alger­lega að lands­lagi og stað­hátt­um. Sið­ferð­is­lega, lýð­ræð­is­lega og lík­lega efna­hags­lega – a.m.k. fyrir hið opin­bera – er birki­skóg­rækt eða sjálf­græðsla birkis með friðun lands því eina rétt­læt­an­lega rík­is- og land­græðslu­skóg­rækt­in, því ein­ungis með henni end­ur­heimtum við í eig­in­legri merk­ingu forn land­gæði og „greiðum skuld okkar við land­ið“. Í fyrra end­ur­nýj­aði umhverf­is­ráð­herra samn­ing við Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands um stuðn­ing rík­is­ins við svo­kall­aða Land­græðslu­skóga, sem hafa það að mark­miði að end­ur­heimta land­gæði með ræktun og gróð­ur­setn­ingu í rýrt og ógróið land. Ekki er gerð krafa um að ein­göngu skuli nota upp­runa­legar teg­undir í þessa skóga og raunin er sú að yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra er svo­kall­aðir bland­skóg­ar, sem fá yfir­bragð barr­skóga þegar frá líð­ur.

Tvenns konar rök eru oft eru sett fram til að rétt­læta rík­is­styrkta skóg­rækt með stór­vöxnum inn­fluttum trjá­teg­und­um; við­ar­ör­yggi og úti­vist. Þegar er búið, með ærnum til­kostn­aði hins opin­bera, að gróð­ur­setja skóga sem geta annað timb­ur­þörf lands­manna í mörg ár eða ára­tugi ef landið lokast, t.d. vegna stríðs­átaka, eða olíu­verð fer í slíkar hæðir að við höfum ekki lengur efni á milli­landa­flutn­ing­um. Afger­andi meiri­hluti lands­búa, lík­lega vel yfir 90%, getur notið bland­skóga til úti­vistar í næsta nágrenni við heim­ili sitt. Og varð­andi úti­vist­ina má draga í efa að fólk njóti betur úti­vistar í bland­skógi með furu, greni og ösp en í hrein­rækt­uðum birki­skógi eins og Vagla­skógi eða Bæj­ar­stað­ar­skógi, en það er önnur saga.

Alþjóð­legi vink­ill­innÞá er eftir að fjalla um alþjóð­legu hlið­ina á þessu máli. Vissu­lega er það rétt sem fram kemur í frétt RÚV og varð kveikjan að þessum pistli að margar inn­fluttar trjá­teg­und­ir, svo sem ala­ska­ösp, sitka­greni, rússalerki og stafa­fura, vaxa hraðar og meir en íslenska birkið og binda á end­anum umtals­vert meira kolefni. Slíkar teg­undir eru því heppi­legri en birki til rækt­unar ef ein­ungis er ein­blínt á kolefn­is­bind­ingu til að upp­fylla ákvæði Lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna.

En Íslend­ingar eru aðilar að fleiri alþjóð­legum samn­ing­um, m.a. Samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni, Bern­ar­samn­ingnum um vernd villtra dýra og plantna í Evr­ópu og Lands­lags­sátt­mála Evr­ópu. Þessir nátt­úru­vernd­ar­samn­ingar leggja áherslu á skyldu þjóð­landa til að vernda og efla upp­runa­legt líf­ríki og ríkj­andi lands­lags­gerð­ir. Þeir leggj­ast vissu­lega ekki gegn skóg­rækt sem land­bún­aði, en skóg­rækt með inn­fluttum stór­vöxnum trjá­teg­undum í úthaga, undir yfir­skini land­græðslu og vist­heimt­ar, gengur í ber­högg við þessa samn­inga.

Frum­skyld þjóða er að vernda og við­halda menn­ing­ar- og nátt­úru­arfi sínum – og vissu­lega leit­ast við að lag­færa það sem aflaga fer. Okkar nátt­úru­arfur er gróin heiða­lönd, vot­lendi og kjarr­skógur sem „sum­staðar hefur nálg­ast að vera skóg­lendi“ eins og Hall­dór Lax­ness orð­aði það, 6–10 m hár birki­skógur með reyni­viði og gul­víði í bland. Rík­ið, vilji það efla land­eig­endur til góðra verka, á að leggja ofurá­herslu á að styrkja vist­heimt og land­græðslu í úthaga sem stuðlar að því að end­ur­heimta þennan nátt­úru­arf og skylda styrk­þega til að nota teg­undir sem eru gamlar í land­inu. Með slíkri land­græslu nást mark­mið Kyoto-­bók­un­ar­innar fullt eins vel og með hefð­bund­inni bland­skóg­rækt þar sem öllu ægir sam­an.

Ekki á móti skóg­rækt eða trjámUnd­ir­rit­aður hefur oft skrifað um skóg­rækt Íslend­inga, sem er eins og margt annað hjá okkur loð­mulla þar sem allt leyf­ist og öllu ægir sam­an: Við­ar­skóg­rækt, úti­vist­ar­skóg­rækt, land­græðslu­skóg­rækt, fjöl­nytja­skóg­rækt og nú síð­ast lofts­lags­skóg­rækt sem á að bjarga okkur fyrir horn vegna Kyoto en er alls ekki besta leið­in. Börnin okkar munu upp­lifa þessa skóga meira og minna sem barr­skóga því barr­trén vaxa lengur og hærra en íslenska birkið og bera það að lokum ofur­liði.

Þessi orð mín má ekki túlka sem svo að ég sé „á móti skóg­rækt“ eða trjám. Svo er ekki. Mér finnst bland­skógar til úti­vistar í byggð og afmark­aðir við­ar­skógar á land­bún­að­ar­­landi vel rétt­læt­an­leg­ir. En ég játa að birki­skógar eru í sér­stöku upp­á­haldi. Þeir eru nátt­úru- og menn­ing­ar­arfur okk­ar. Mér finnst t.d. stærsti birki­skógur lands­ins sem er að vaxa upp á Skeið­ar­ár­sandi – alger­lega einn og óstuddur af rík­is­fram­lögum – óskap­lega fal­leg­ur.

Greinin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None