Píslarvottur á nýjum vígvelli?

Auglýsing

Orku­bú­skapur heims­ins gengur nú í gegnum mestu breyt­ingar sem hann hefur staðið frammi fyrir frá iðn­bylt­ingu, sam­kvæmt skrifum sér­fræði­rita og orðum þeirra sem best þekkja til hér á landi. Breyt­ing­arnar fel­ast í nokkrum þáttum sem eru óað­skilj­an­leg­ir. Í fyrsta lagi eru það sam­þykktir alþjóða­stofn­ana og rík­is­stjórna um að auka hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku á kostnað ann­arra orku­gjafa, í öðru lagi þörf á end­ur­nýjun orku­vera og í þriðja lagi vax­andi orku­notkun vegna íbúa­fjölg­unar og ört vax­andi milli­stéttar á nýmörk­uð­um, ekki síst fjöl­menn­ustu í ríkjum Asíu; Ind­landi og Kína.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, hefur frá því að hann tók við sem for­stjóri í ágúst 2009 haft for­ystu um að tala um það út á við að Ísland þurfi að marka sér stefnu í orku­málum sem sé hluti af alþjóð­legum veru­leika. Stærsta orku­fyr­ir­tæki þjóð­ar­inn­ar, Lands­virkj­un, er stór hluti af íslenskri heild­ar­mynd þegar að þessum málum kemur en stærstu spurn­ing­arnar eru óhjá­kvæmi­lega póli­tískar og á borði stjórn­mála­manna.

Mik­il­vægar spurn­ingar



Þær má smætta niður í tvær ein­faldar spurn­ing­ar. 1. Ætlar Ísland að vera hluti af alþjóð­legum orku­bú­skap? 2. Hvar eiga mörkin að liggja þegar kemur að orku­nýt­ingu og virkjun í íslenskri nátt­úru?

Fyrri spurn­ingin beinir spjót­unum að lagn­ingu sæstrengs milli Íslands og Evr­ópu. Umræðan hér á landi hefur að mestu falist í íslensku hags­muna­mati, það er hverjir munu hagn­ast á því á Íslandi ef sæstrengur verður lagður og hverjir munu ekki gera það. Í ljósi þess að teng­ing Íslands við umheim­inn með sæstreng er lík­lega áhrifa­mesta og stærsta skref sem Ísland mun taka inn í alþjóða­póli­tískan veru­leika, ef af henni verð­ur, þyrfti að ræða alþjóð­legu áhrifin ekki síður og jafn­vel enn meira. Ítar­leg skýrsla nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace (powE[R] 2030) um orku­bú­skap heims­ins eins og hann gæti litið út 2030 gefur vís­bend­ingar um að víg­völlur nátt­úru­vernd­ar­bar­átt­unnar sé var­an­­lega breytt­ur. Green­peace nálg­ast þessi mál meðal ann­ars út frá nauð­syn þess að tengja orku­kerfi ein­stakra landa saman með strengjum um hafið og nýta end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa í miklu meiri mæli til þess að sporna gegn hlýnun jarðar af manna­völd­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/4/em­bed]

Auglýsing

Annar veru­leiki hér



Ís­land býr við allt annan veru­leika en flestar þjóðir heims­ins þegar að þessu kem­ur. End­ur­nýj­an­leg orka er helsti orku­gjaf­inn (jarð­varmi og vatns­afl) en stærstur hluti raf­orku fer til þriggja fyr­ir­tækja í áliðn­aði á grund­velli lang­tíma­­samn­inga þar um. Sam­kvæmt skýrslum sem unnar hafa verið um þessi mál, meðal ann­ars af fyr­ir­tæk­inu GAMMA, gæti sala á raf­magni um sæstreng haft mikil áhrif á lífs­kjör í land­inu til góðs, einkum vegna þess að tekjur af raf­magns­sölu um sæstreng­inn gætu marg­fald­ast frá því sem nú er og þannig fært þjóð­ar­bú­inu miklar gjald­eyr­is­tekj­ur. Að sama skapi gæti sæstreng­ur­inn leitt til þess að orku­frekur iðn­aður eins og álfyr­ir­tæki þyrfti að greiða mun hærra verð fyrir raf­ork­una en nú. Hvað íslensk heim­ili varðar hafa stjórn­mála­­menn það í hendi sér hvort raf­orku­verð til þeirra verður lægra eða hærra. Sæstreng­ur­inn kemur ekki í veg fyrir að stjórn­mála­menn geti stýrt því.

Orku­teng­ing við útlönd verður alltaf stærra mál en efna­hags­legt mat á áhrifum hennar gefur mynd af. Stjórn­mála­­menn hafa trassað það árum saman að marka skýra stefnu um þessi mál sem er hafin upp yfir kosn­ingar og dæg­ur­þras stjórn­mála. Slíkt hafa margar þjóðir fyrir löngu gert, til dæmis Norð­menn. Til þess að stjórn­mála­menn geti svarað því upp­byggi­lega hvort Ísland eigi að vera hluti af alþjóð­legum orku­bú­skap þurfa þeir að leggja meira á sig við að upp­lýsa almenn­ing um hvernig þessi mik­il­vægu mál horfa við þeim. Þangað til eru stjórn­völd svo til stefnu­laus þegar að þessum málum kem­ur.

Hætta á ferðum



Mörg hættu­leg atriði munu vafa­lítið ein­kenna svörin sem spretta fram í opin­berri umræðu þegar seinni spurn­ingin er ann­ars veg­ar, það er hvar eigi að draga línu þegar kemur að virkjun og nýt­ingu. Ef marka má afstöðu stærstu umhverf­is­vernd­ar­sam­taka heims­ins, meðal ann­ars Green­peace, er svo til öruggt að þrýst­ingur á frek­ari virkj­anir end­ur­nýjar­legrar orku hér á landi mun aukast mikið í fram­tíð­inni. Sá þrýst­ingur verður sprott­inn af alþjóð­legu hags­muna­mati þegar kemur að orku­bú­skap jarð­ar­inn­ar. Ísland verði að virkja fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar, munu eflaust margir segja.

Gall­inn við písl­ar­vætt­is­rök­semd­ar­færslur sem þessar er að þær eru ekki nógu sér­tæk­ar. Á grund­velli svip­aðra raka mætti til dæmis velta því fyrir sér hvers vegna Ísland hefur ekki boðið fram hálendi sitt til þess að urða meng­unar­úr­gang fremur en að gera það í byggð í Úkra­ínu. Þannig kæmi Ísland fram eins og písl­ar­vottur fyrir góðan mál­stað fyrir heild­ina. Ýmsa hluti er hægt að rétt­læta með rökum sem hafa þennan útgangs­punkt. Ekki síst þess vegna er hætta á ferðum fyrir Ísland þegar þessi mál eru ann­ars veg­ar.

Lang­tíma­sýn er nauð­syn



Ramma­á­ætlun um nýt­ingu og nátt­úru­vernd á að vera leið­ar­vísir um hvar mörkin eiga að liggja til fram­tíðar lit­ið. En ýmis­legt bendir til þess að stjórn­mála­menn líti ekki á ramma­á­ætl­un­ina sem lang­tíma­lausn hvað þessi mál varð­ar. Geri megi breyt­ingar á henni eins oft og nauð­syn­legt sé til þess að taka til­lit til ýmissa hags­muna.

Stjórn­mála­menn verða að geta mótað póli­tíska leið­sögn um það hvar mörkin eigi að liggja þegar kemur að virkjun og vernd sem heldur í langan tíma og tekur til­lit til alþjóð­legrar þró­unar í orku­bú­skapn­um.

En spurn­ingin er; hvað er best að gera? Í mínum huga er hættu­legt að hugsa um Ísland eins og raf­hlöðu fyrir Bret­landseyjar eða umheim­inn eins og margir sér­fræð­ingar erlendis og alþjóð­leg umhverf­is­vernd­ar­sam­tök eru þegar farin að gera. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök á Íslandi þyrftu líka að móta afstöðu út frá þessum alþjóða­póli­tíska þrýst­ingi um frek­ari virkjun end­ur­nýj­an­legrar orku í fram­tíð­inni. Það er nauð­syn­legt að ræða þessi mál opin­­skátt og í langan tíma til þess að fá fram bestu ígrund­uðu nið­ur­stöð­una.

Mín afstaða er sú að íslensk nátt­úra eigi ekki aðeins að njóta vafans heldur að vera metin að verð­leik­um. Það er vel hægt að reikna gildi nátt­úr­unnar sem áhrifa­valds á útflutn­ings­hlið­inni, einkum þegar kemur að ferða­þjón­ustu, sem er orðin hryggjar­stykki í hag­kerf­inu. Íslensk nátt­úra er lang­sam­lega oft­ast nefnd þegar erlendir ferða­menn eru spurðir hvers vegna þeir eru að koma til Íslands. Óvirkjuð á getur þannig skilað meiri pen­inga­legum verð­mætum beint og óbeint en virkjuð á. Eru þá ónefnd til­finn­inga­legu og menn­ing­ar­legu rökin fyrir því að vernda svæði fyrir raski, sem eru gild og mik­il­væg þegar kemur að fram­tíð­ar­stefnu­mótun fyrir orku­bú­skap­inn. Að sama skapi kann það að vera ábyrg afstaða hjá stjórn­völdum og Lands­virkj­un, sem stærsta orku­fyr­ir­tæk­is­ins þjóð­ar­inn­ar, að vilja tengj­ast alþjóð­legum orku­bú­skap með sæstreng. Það eitt getur verið mik­il­vægt fram­lag lands­ins til umhverf­is­mála þar sem slíkt getur stuðlað að betri, örugg­ari og umhverf­is­vænni orku­nýt­ingu. En ef fara á út í lagn­ingu sæstrengs og raf­orku­sölu um hann ætti það ekki að vera val­kostur að gera Ísland að písl­ar­vætti á nýjum víg­velli bar­átt­unnar fyrir betri heimi. Málið er flókn­ara og mik­il­væg­ara en svo.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None