Bakherbergið: Davíð Oddsson heggur í Helga Magnússon

helgi-magn--sson-newrender.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son, sem var ára­tugum saman lang­valda­mesti maður lands­ins en er nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, fór mik­inn í Reykja­vík­ur­bréfi dags­ins að venju. Nú beindi Davíð spjótum sínum að þeim sem ráða mestu í líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, segir að rann­sókn­ar­skýrsla sem gerð hafi verið um sjóð­ina hafa verið hvít­þótt og að raddir séu „há­værar um fyr­ir­ferð­ar­mestu ein­stak­ling­ana á þessum vett­vangi en einnig um getu­leysi þeirra sem ber að hafa taum­hald á þeim.[...] Full­yrt er að margir í þessum hópi þekki vel til kvart­ana yfir fram­göngu ein­stakra manna sem hafa troðið sér til óeðli­legra áhrifa í umboði sem þeir eiga ekki að hafa.“

Mik­il­vægt sé ­fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina, sem eru orðnir mjög fyr­ir­ferð­ar­miklir eig­endur í íslensku atvinnu­lífi innan hafta, að virtar séu regl­ur, „bæði settar og óskráð­ar, um tíma­mörk á stjórn­ar­setu um að ein­stakir stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóðum skuli ekki skipa sjálfa sig í stjórn­ir, né heldur að koma sér upp fjar­stýr­ingu með því að raða inn hand­gengnum mönnum umfram öll mörk.[...] Þegar það bæt­ist við að sumir hinna valda­sæknustu, í krafti ann­arra fjár, eru jafn­framt umsvifa­miklir fjár­festar á eigin veg­um, ættu jafn­vel þær aðvör­un­ar­bjöllur að hringja þar sem lítið er eftir á batt­er­í­un­um. Sér­stak­lega ef ekki verður annað séð en einatt eigi við­kom­andi full­mikla sam­leið með ákvörð­unum stórra sjóða launa­manna. [...]Hér er um fjöregg launa­manna að ræða. Líf­eyr­is­kerfi og atvinnu­líf fram­tíð­ar­innar mun fyrr en síðar fara fram af brún­inni, ef ófag­leg og óvönduð vinnu­brögð og bull­andi hags­muna­á­rekstrar af fram­an­greindum toga, við­gang­ast leng­i. Ekki hefur verið minnst á lög­brot í þessu sam­bandi. Það þýðir þó ekki að þau kunni ekki að vera hluti af þessu spil­verki. Hitt er hins vegar öruggt að nýr hvít­þvottur verður ekki lið­inn þegar þetta dæmi verður gert upp eftir brot­lend­ing­una.“

Davíð Oddsson var áratugum saman allt um lykjandi á Íslandi og réð því sem hann vildi. Nú er hann ritstjóri Morgunblaðsins. Davíð Odds­son var ára­tugum saman allt um lykj­andi á Íslandi og réð því sem hann vildi. Nú er hann rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er sam­hljómur um að þessar pillur séu fyrst og síð­ast ætl­aðar Helga Magn­ús­syni, vara­for­manni og fyrrum for­manni líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna. Helgi hefur verið nokkuð gagn­rýndur fyrir að fjár­festa per­sónu­lega í sömu stóru fjár­fest­ingum og líf­eyr­is­sjóð­ur­inn sem hann situr í stjórn í hefur gert. Þannig eiga félög sem Helgi á hlut í hluta­bréf í Mar­el, en líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna er næst stærsti eig­andi þess fyr­ir­tæk­is. Helgi situr enn fremur í stjórn Mar­el. Þá var mikið pískrað um það í bak­her­bergj­unum á sínum tíma að Helgi hefði komið Orra Hauks­syni að sem for­stjóra Skipta eftir að líf­eyr­is­sjóð­irnir náðu und­ir­tök­unum í fjar­skipt­ar­is­an­um, en áður hafði Orri verið fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Iðn­að­ar­ins, þar sem Helgi var lengi for­mað­ur.

Ljóst er að Helgi er jafn lítið hrif­inn af Davíð og gamli for­sæt­is­ráð­herr­ann er af hon­um. Þann 16. mars 2014 sendi Helgi tölvu­póst á ýmsa áhrifa­menn í við­skipta­líf­in­u,n­þar á meðal stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóðum og fjár­festa. Í póst­inum leggur Helgi út frá því hvers vegna Morg­un­blaðið hafi verið svo upp­tekið af því að fjalla um Má Guð­munds­son og launa­mál hans gegn Seðla­bank­an­um. Hann segir að und­ir­liggj­andi séu nokkrar ástæður sem séu frekar „subbu­leg­ar“, þar á meðal að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilji kom­ast að stýr­inu í Seðla­bank­anum til þess að ráða því í hvaða höndum eignir sem Seðla­bank­inn heldur á, þar á meðal kröfur í bú föllnu bank­anna, lendi. Þá segir hann Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­mann stjórnar Seðla­banka Íslands og nú rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, vera að reyna að bæta ímynd sína.  Bréfið í heild er birt hér að neð­an.

helgimagg

 

Í bak­her­berg­inu sjá menn harða bar­daga framund­an. Tveir af valda­mestu mönnum lands­ins síð­ast­liðna ára­tugi, sem báðir eru með mikil og rót­gróin tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn,  eru að takast mjög opin­ber­lega á.

Nú verður popp­að.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None