í bakherberginu hefur nýr náttúrupassi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðanaðar og viðskiptaráðherra verið töluvert til umræðu. Þar velta menn og konur fyrir sér áherslum „hægri“ stjórnarinnar, þar sem dregið er úr gjaldtöku á útgerðina, sem hagnast nú um stundir um tugi milljarða króna, á meðan lagður er nýr skattur á almenna borgara og ferðamenn.
Í bakherberginu hafa menn og konur tekið eftir því að náttúrupassinn virðist henta ferðaþjónusturisanum Icelandair mun betur en aðra leiðir sem hafa verið til umræðu varðandi gjaldtöku á ferðamenn. Það hefði enda orðið kostnaðarsamt fyrir flugfélagið ef það hefði þurft að bæta komugjaldaskatti inn í verðið á flugförum sínum eða gistináttagjaldi á fjölmörg hótel sín. Síðarnefnda útfærslan er einmitt sú leið sem Samtök ferðaþjónustunnar vildu fara.
Það er nefnilega ekki sama hver nýtir náttúruauðlindir landsins, er fullyrt í bakherberginu.