Bakherbergið: Eru stjórnendur RÚV á útleið?

15997511475-d225463e7d-z.jpg
Auglýsing

Umdeilt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2015 var samþykkt á Alþingi í gær. Eins margsinnis hefur komið fram í fjölmiðlum er þar gert ráð fyrir að útvarpsgjaldið til RÚV lækki um áramótin úr 19.400 krónum niður í 17.800 krónur, og áramótin á eftir niður í 16.400 krónur.

Stjórnendur RÚV hafa fullyrt að með skerðingu útvarpsgjaldsins verði félaginu gert ókleyft að sinna lögbundinni þjónustu sinni samkvæmt útvarpslögum, og þá hefur verið gagnrýnt að ráðist sé í lækkun útvarpsgjaldsins áður en endurskoðun á starfsemi RÚV liggur fyrir á Alþingi.

Í bakherberginu hefur körlum og konum borist til eyrna að einstaka stjórnarmenn og framkvæmdastjórar hjá RÚV íhugi nú stöðu sína vegna stöðunnar sem uppi er. Í rekstraráætlunum RÚV er nefnilega gert ráð fyrir að félagið þurfi að skera niður um allt að 700 milljónir króna í rekstri félagsins á ársgrundvelli til að bregðast við lækkun útvarpsgjaldsins.

Auglýsing

Í bakherberginu er fullyrt að á meðal þeirra sem íhugi nú alvarlega að segja skilið við RÚV skútuna, sé Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjórinn sjálfur. Þá eru einstaka stjórnarmenn hjá RÚV sömuleiðis sagðir skorta áhuga á að taka þátt í blóðugasta niðurskurði í sögu félagsins.

Þá er fullyrt í eyru bakherbergisbúa að starfsfólk RÚV sé felmtri slegið vegna yfirvofandi niðurskurðar. Þó verði að öllum líkindum ekki ráðist í flatan niðurskurð, heldur verður frekar ráðist í að afleggja ákveðnar deildir innan RÚV. Hver lendingin verður, og hvort einhverjir stjórnarmenn hætta, mun að öllum líkindum skýrast að einhverju leyti eftir fund hjá stjórn félagsins á morgun.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None