Svona felur þú eignarhald á fjölmiðli

Auglýsing

Þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, þáver­andi mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um lög um fjöl­miðla árið 2011 var skýrt hvert eitt meg­in­stefið í þeirri laga­setn­ingu átti að vera. Gagn­sæi ætti að ríkja um eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. Þetta átti að nást fram með því að öllum fjöl­miðlum væri gert skylt að senda fjöl­miðla­nefnd, rík­is­stofnun sem sett var á fót til að fram­fylgja lög­un­um, upp­lýs­ingar um end­an­legt eign­ar­hald. Ástæða þessa var meðal ann­ars sú að í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis komu fram ábend­ingar um að slíkt væri nauð­syn­legt til að styrkja stöðu fjöl­miðla gangvart mis­notkun eig­enda sinna.

að þá væri ekki hægt að fela fyrir neyt­endum með neinum hætti hvaða ein­stak­lingar stæðu á bak­við lúx­em­búrgíska einka­hluta­fé­laga­skóg­inn sem skráður var fyrir hverju fyr­ir­tæki fyrir sig. Þá gætu neyt­endur að minnsta kosti lesið miðl­anna með þeim gleraugum.

Dæmi um að eig­endur með ríka hags­muni af því hvernig fréttir af þeim eru sagðar skipti sér með handafli af frétta­vinnslu eru fjöl­mörg. Til­gangur þess hluta lag­anna, að kalla eftir upp­lýs­ingum um end­an­legt eign­ar­hald, var meðal ann­ars sá að þá væri ekki hægt að fela fyrir neyt­endum með neinum hætti hvaða ein­stak­lingar stæðu á bak­við lúx­em­búrgíska einka­hluta­fé­laga­skóg­inn sem skráður var fyrir hverju fyr­ir­tæki fyrir sig. Þá gætu neyt­endur að minnsta kosti lesið miðl­anna með þeim gler­aug­um.

Auglýsing

Í end­an­legu lög­unum stendur að veita eigi upp­lýs­ingar svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Þetta var gott ákvæði, svo lengi sem það ent­ist.

Þurfa ekki að upp­lýsa um end­an­lega eig­endurNú hefur fjöl­miðla­nefnd nefni­lega ákveðið að ekki þurfi að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur fjöl­miðla. Um miðjan nóv­em­ber komst hún að þeirri nið­ur­stöðu að 365 miðlar þurfi ekki að upp­lýsa hverjir eigi sjóð sem á 18,6 pró­sent hlut í þessu stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Ástæðan er sú að lög­maður 365 miðla, sem hefur reyndar líka verið stjórn­ar­maður í félag­inu um ára­bil, sendi þeim bréf og sagði að starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækis sem héldi utan um sjóð­inn héldu á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í sjóðnum og því væru yfir­ráð yfir honum þar, en ekki hjá eig­end­un­um.

Fjöl­miðla­nefnd, sem í sitja m.a. reynslu­miklir hæsta­rétt­ar­lög­menn og fyrrum for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, félst á þessi rök lög­manns­ins. 365 miðlar þurfa því ekki, einn fjöl­miðla lands­ins, að upp­lýsa um hverjir séu end­an­legir eig­endur félags­ins.

For­dæmi fyrir felu­leikÞegar fjöl­miðla­nefnd var sett á lagg­irnar var ákveðið að hún væri svo ofboðs­lega sjálf­stæð ein­ing að það væri ekki hægt að skjóta ákvörð­unum hennar til ann­arra stjórn­valda. Þar af leið­andi er þessi ákvörðun nefnd­ar­inn­ar, að heim­ila sjóði í eigu ein­hverra að eiga fimmt­ung í fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, end­an­leg.

Með því hefur skap­ast for­dæmi fyrir þá sem vilja fela eign­ar­hald sitt á fjöl­miðl­um. Þeir sem vilja gera slíkt geyma eign­ar­hlut­inn sem vilji er til að fela ein­fald­lega inni í sjóði sem er í stýr­ingu fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Með því er heldur betur hægt að leyna því sem við­kom­andi vill varð­andi eign­ar­hald og áhrif yfir fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­um.

Ég verð að við­ur­kenna að ég hef ekki séð mik­inn til­gang með til­veru fjöl­miðla­nefndar og mér hefur ekki fund­ist til­urð hennar bæta fjöl­miðla­lands­lagið á Íslandi neitt, utan þess að lögin sem hún starfar eftir virt­ust úti­loka felu­leik með eign­ar­hald. Nú er ljóst að sú túlkun mín er á skjön við túlkun nefnd­ar­inn­ar.

Því er fjöl­miðla­nefnd fyrir mér orðin með öllu óþörf og vert að skoða hvort ekki eigi að leggja hana niður til að spara rík­is­sjóði þær tæpu 40 millj­ónir króna sem fara í að reka hana árlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None