Svona felur þú eignarhald á fjölmiðli

Auglýsing

Þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, þáver­andi mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um lög um fjöl­miðla árið 2011 var skýrt hvert eitt meg­in­stefið í þeirri laga­setn­ingu átti að vera. Gagn­sæi ætti að ríkja um eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. Þetta átti að nást fram með því að öllum fjöl­miðlum væri gert skylt að senda fjöl­miðla­nefnd, rík­is­stofnun sem sett var á fót til að fram­fylgja lög­un­um, upp­lýs­ingar um end­an­legt eign­ar­hald. Ástæða þessa var meðal ann­ars sú að í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis komu fram ábend­ingar um að slíkt væri nauð­syn­legt til að styrkja stöðu fjöl­miðla gangvart mis­notkun eig­enda sinna.

að þá væri ekki hægt að fela fyrir neyt­endum með neinum hætti hvaða ein­stak­lingar stæðu á bak­við lúx­em­búrgíska einka­hluta­fé­laga­skóg­inn sem skráður var fyrir hverju fyr­ir­tæki fyrir sig. Þá gætu neyt­endur að minnsta kosti lesið miðl­anna með þeim gleraugum.

Dæmi um að eig­endur með ríka hags­muni af því hvernig fréttir af þeim eru sagðar skipti sér með handafli af frétta­vinnslu eru fjöl­mörg. Til­gangur þess hluta lag­anna, að kalla eftir upp­lýs­ingum um end­an­legt eign­ar­hald, var meðal ann­ars sá að þá væri ekki hægt að fela fyrir neyt­endum með neinum hætti hvaða ein­stak­lingar stæðu á bak­við lúx­em­búrgíska einka­hluta­fé­laga­skóg­inn sem skráður var fyrir hverju fyr­ir­tæki fyrir sig. Þá gætu neyt­endur að minnsta kosti lesið miðl­anna með þeim gler­aug­um.

Auglýsing

Í end­an­legu lög­unum stendur að veita eigi upp­lýs­ingar svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Þetta var gott ákvæði, svo lengi sem það ent­ist.

Þurfa ekki að upp­lýsa um end­an­lega eig­endurNú hefur fjöl­miðla­nefnd nefni­lega ákveðið að ekki þurfi að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur fjöl­miðla. Um miðjan nóv­em­ber komst hún að þeirri nið­ur­stöðu að 365 miðlar þurfi ekki að upp­lýsa hverjir eigi sjóð sem á 18,6 pró­sent hlut í þessu stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Ástæðan er sú að lög­maður 365 miðla, sem hefur reyndar líka verið stjórn­ar­maður í félag­inu um ára­bil, sendi þeim bréf og sagði að starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækis sem héldi utan um sjóð­inn héldu á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í sjóðnum og því væru yfir­ráð yfir honum þar, en ekki hjá eig­end­un­um.

Fjöl­miðla­nefnd, sem í sitja m.a. reynslu­miklir hæsta­rétt­ar­lög­menn og fyrrum for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, félst á þessi rök lög­manns­ins. 365 miðlar þurfa því ekki, einn fjöl­miðla lands­ins, að upp­lýsa um hverjir séu end­an­legir eig­endur félags­ins.

For­dæmi fyrir felu­leikÞegar fjöl­miðla­nefnd var sett á lagg­irnar var ákveðið að hún væri svo ofboðs­lega sjálf­stæð ein­ing að það væri ekki hægt að skjóta ákvörð­unum hennar til ann­arra stjórn­valda. Þar af leið­andi er þessi ákvörðun nefnd­ar­inn­ar, að heim­ila sjóði í eigu ein­hverra að eiga fimmt­ung í fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, end­an­leg.

Með því hefur skap­ast for­dæmi fyrir þá sem vilja fela eign­ar­hald sitt á fjöl­miðl­um. Þeir sem vilja gera slíkt geyma eign­ar­hlut­inn sem vilji er til að fela ein­fald­lega inni í sjóði sem er í stýr­ingu fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Með því er heldur betur hægt að leyna því sem við­kom­andi vill varð­andi eign­ar­hald og áhrif yfir fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­um.

Ég verð að við­ur­kenna að ég hef ekki séð mik­inn til­gang með til­veru fjöl­miðla­nefndar og mér hefur ekki fund­ist til­urð hennar bæta fjöl­miðla­lands­lagið á Íslandi neitt, utan þess að lögin sem hún starfar eftir virt­ust úti­loka felu­leik með eign­ar­hald. Nú er ljóst að sú túlkun mín er á skjön við túlkun nefnd­ar­inn­ar.

Því er fjöl­miðla­nefnd fyrir mér orðin með öllu óþörf og vert að skoða hvort ekki eigi að leggja hana niður til að spara rík­is­sjóði þær tæpu 40 millj­ónir króna sem fara í að reka hana árlega.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None