Svona felur þú eignarhald á fjölmiðli

Auglýsing

Þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, þáver­andi mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um lög um fjöl­miðla árið 2011 var skýrt hvert eitt meg­in­stefið í þeirri laga­setn­ingu átti að vera. Gagn­sæi ætti að ríkja um eign­ar­hald á fjöl­miðl­um. Þetta átti að nást fram með því að öllum fjöl­miðlum væri gert skylt að senda fjöl­miðla­nefnd, rík­is­stofnun sem sett var á fót til að fram­fylgja lög­un­um, upp­lýs­ingar um end­an­legt eign­ar­hald. Ástæða þessa var meðal ann­ars sú að í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis komu fram ábend­ingar um að slíkt væri nauð­syn­legt til að styrkja stöðu fjöl­miðla gangvart mis­notkun eig­enda sinna.

að þá væri ekki hægt að fela fyrir neyt­endum með neinum hætti hvaða ein­stak­lingar stæðu á bak­við lúx­em­búrgíska einka­hluta­fé­laga­skóg­inn sem skráður var fyrir hverju fyr­ir­tæki fyrir sig. Þá gætu neyt­endur að minnsta kosti lesið miðl­anna með þeim gleraugum.

Dæmi um að eig­endur með ríka hags­muni af því hvernig fréttir af þeim eru sagðar skipti sér með handafli af frétta­vinnslu eru fjöl­mörg. Til­gangur þess hluta lag­anna, að kalla eftir upp­lýs­ingum um end­an­legt eign­ar­hald, var meðal ann­ars sá að þá væri ekki hægt að fela fyrir neyt­endum með neinum hætti hvaða ein­stak­lingar stæðu á bak­við lúx­em­búrgíska einka­hluta­fé­laga­skóg­inn sem skráður var fyrir hverju fyr­ir­tæki fyrir sig. Þá gætu neyt­endur að minnsta kosti lesið miðl­anna með þeim gler­aug­um.

Auglýsing

Í end­an­legu lög­unum stendur að veita eigi upp­lýs­ingar svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Þetta var gott ákvæði, svo lengi sem það ent­ist.

Þurfa ekki að upp­lýsa um end­an­lega eig­endurNú hefur fjöl­miðla­nefnd nefni­lega ákveðið að ekki þurfi að upp­lýsa um end­an­lega eig­endur fjöl­miðla. Um miðjan nóv­em­ber komst hún að þeirri nið­ur­stöðu að 365 miðlar þurfi ekki að upp­lýsa hverjir eigi sjóð sem á 18,6 pró­sent hlut í þessu stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins. Ástæðan er sú að lög­maður 365 miðla, sem hefur reyndar líka verið stjórn­ar­maður í félag­inu um ára­bil, sendi þeim bréf og sagði að starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækis sem héldi utan um sjóð­inn héldu á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í sjóðnum og því væru yfir­ráð yfir honum þar, en ekki hjá eig­end­un­um.

Fjöl­miðla­nefnd, sem í sitja m.a. reynslu­miklir hæsta­rétt­ar­lög­menn og fyrrum for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, félst á þessi rök lög­manns­ins. 365 miðlar þurfa því ekki, einn fjöl­miðla lands­ins, að upp­lýsa um hverjir séu end­an­legir eig­endur félags­ins.

For­dæmi fyrir felu­leikÞegar fjöl­miðla­nefnd var sett á lagg­irnar var ákveðið að hún væri svo ofboðs­lega sjálf­stæð ein­ing að það væri ekki hægt að skjóta ákvörð­unum hennar til ann­arra stjórn­valda. Þar af leið­andi er þessi ákvörðun nefnd­ar­inn­ar, að heim­ila sjóði í eigu ein­hverra að eiga fimmt­ung í fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, end­an­leg.

Með því hefur skap­ast for­dæmi fyrir þá sem vilja fela eign­ar­hald sitt á fjöl­miðl­um. Þeir sem vilja gera slíkt geyma eign­ar­hlut­inn sem vilji er til að fela ein­fald­lega inni í sjóði sem er í stýr­ingu fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Með því er heldur betur hægt að leyna því sem við­kom­andi vill varð­andi eign­ar­hald og áhrif yfir fjöl­miðla­fyr­ir­tækj­um.

Ég verð að við­ur­kenna að ég hef ekki séð mik­inn til­gang með til­veru fjöl­miðla­nefndar og mér hefur ekki fund­ist til­urð hennar bæta fjöl­miðla­lands­lagið á Íslandi neitt, utan þess að lögin sem hún starfar eftir virt­ust úti­loka felu­leik með eign­ar­hald. Nú er ljóst að sú túlkun mín er á skjön við túlkun nefnd­ar­inn­ar.

Því er fjöl­miðla­nefnd fyrir mér orðin með öllu óþörf og vert að skoða hvort ekki eigi að leggja hana niður til að spara rík­is­sjóði þær tæpu 40 millj­ónir króna sem fara í að reka hana árlega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None