Ásta Hlín Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF), hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Í bakherberginu þykir úrsögnin ansi áhugaverð fyrir þær sakir að Ásta Hlín er dóttir Líneikar Önnu Sævarsdóttur, fimmta þingmanns Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Ásta Hlín átti sæti í aðalstjórn SUF þegar sambandið birti harðyrta ályktun í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á heimasíðu sambandsins, þar sem það lýsti yfir „fullkomnu vantrausti“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, vegna moskumálsins umtalaða.
Auglýsing
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_17/44[/embed]