Auglýsing

Stundum er ill­skilj­an­legt að átta sig á því hvað dregur aðila í sam­band. Sér­stak­lega þegar þeir eru nán­ast full­komnar and­stæð­ur, eiga enga aug­ljósa sam­leið og virð­ast í raun ekk­ert kunna neitt sér­stak­lega vel við hvorn ann­an. Þannig horfir sam­band þeirra flokka sem sitja saman í rík­is­stjórn Íslands við mörg­um. Annar þeirra gefur sig út fyrir að vera frjáls­lyndur á meðan verk hins eru nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust í and­stöðu við almenna skil­grein­ingu á frelsi. Það eina sem þeir virð­ast raunar vera full­kom­lega sam­mála um er að þeir vilja ráða og halda vinstr­inu frá valda­þráðun­um.

Milli­færslur á skattfé



Það hefur að mörgu leyti verið kostu­legt að fylgj­ast með þessum ósam­rým­an­legu aðilum reyna að láta þetta hent­ug­­leika­hjóna­band sitt ganga. Sam­lífi þeirra ein­kenn­ist hvorki af hlýju, virð­ingu, nær­gætni né sam­stöðu heldur stans­lausri stöð­u­bar­áttu. Annar er alltaf að hnykla vöðvana framan í hinn.

Hveiti­brauðs­dag­arnir voru reyndar nokkuð ljúfir hjá nýju rík­is­stjórn­inni. Hún gekk í takt við að afnema veiði­gjöld sem um 70 pró­sent almennra kjós­enda vildu ekki lækka. En þegar leið að ára­mótum fór að hrikta í sam­stöðu­stoð­un­um.

Fyrst þurfti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins að standa keikur við hlið for­manns sam­starfs­flokks­ins á meðan þeir kynntu gjöf á um 80 millj­örðum króna til afmark­aðs hóps vegna óskil­greinds for­sendu­brests. Ljóst var að þessi milli­færsla á skattfé úr rík­is­sjóði fór veru­lega öfugt ofan í margan frjáls­lyndan sjálf­stæð­is­mann­inn. Og var afrakstur mik­illa samn­inga­við­ræðna milli for­ystu­manna flokk­anna þar sem sjálf­stæð­is­menn reyndu að draga úr áhrifum aðgerð­anna en fram­sókn­ar­menn að bæta í. Hvor­ugur var lík­ast til ánægður með nið­ur­stöð­una.

Auglýsing

Sprengjuregnið hefst



Í febr­úar lagði hópur þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að ríkið reisti 700 þús­und tonna áburð­ar­verk­smiðju í Helgu­vík eða Þor­láks­höfn. Kostn­að­ur­inn átti að vera allt að 120 millj­arðar króna. Ragn­heiður Elín Árna­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra þurfti að stíga fram og drepa málið með því að segja að henni hugn­að­ist ekki hug­mynd­in. „Ég er ekki sam­mála þeirri nálgun sem fram kemur í frum­varp­inu og tel það ekki vera hlut­verk rík­is­ins að standa í rekstri áburð­ar­verk­smiðju,“ sagði Ragn­heiður við vis­ir.­is.

Skömmu síðar lagði Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­­ráð­herra fram til­lögu um að draga aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka, og setti sam­fé­lagið á hlið­ina. Allt í einu voru mættir mót­mæl­endur á Aust­ur­völl á ný. Margir þeirra voru kjós­endur sam­starfs­flokks Fram­sókn­ar. Ljóst var að málið hafði ekki verið kynnt af neinu viti fyrir Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Margir flokks­menn hans töldu sig illa svikna með til­lög­unni. Raunar svo svikna að hópur þeirra sem höfðu starfað lengi fyrir flokk­inn ákvað að segja sig úr honum og stofna nýjan stjórn­mála­vett­vang á hægri­vængn­um. Málið gekk svo langt að þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði opin­ber­lega að henni þætti að sér vegið með orða­lagi þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unar og hún styddi hana ekki.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_17/4[/em­bed]

Skúffu­fé, kyn­þátta­hyggja og Fiski­stofa



Ráð­stöfun Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra á um 200 millj­óna króna „skúffu­fé“ eftir geð­þótta, þar sem helm­ingur fór í kjör­dæmi hans, fór ekki vel í marga sjálf­stæð­is­menn, sem vilja að ríkið noti allt til­tækt fé til að grynnka á skuldum og lækka síðan skatta.

Útspil Fram­sókn­ar­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­­kosn­ing­un­um, þar sem í besta falli var daðrað við kyn­þátta­hyggju, varð líka til þess að margir sjálf­stæð­is­menn risu upp á aft­ur­lapp­irnar og sögðu mál­flutn­ing­inn full­kom­lega út í hött.

Ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um að flytja Fiski­stofu, og starfs­fólk henn­ar, hreppa­flutn­ingum til kjör­dæmis for­sæt­is­ráð­herra var svo enn einn fleyg­ur­inn í hjóna­band­ið. Fjöl­margir þing­menn og sveit­ar­stjórn­ar­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mót­mælt aðgerð­inni harð­lega og komið því skýrt á fram­færi að þeim þyki hún ekki boð­leg. Flutn­ing­ur­inn mælist sér­stak­lega illa fyrir í Krag­an­um, en Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er fyrsti þing­maður þess kjör­dæm­is. Hann fékk að vita af flutn­ings­á­formunum dag­inn áður en þau voru gerð opin­ber.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hnyklar vöðvana



Á síð­ustu dögum virð­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vera búinn að fá nóg af því að kyngja aðgerðum sem eru bein­leiðis í and­stöðu við stefnu hans. Nú ætlar hann að hnykla vöðvana og koma sínum áherslum á fram­færi. Það sást ágæt­lega í stóra Costco-­mál­inu, þar sem Ragn­heiður Elín Árna­dóttir tók mjög jákvætt í að banda­ríski versl­un­ar­ris­inn opn­aði verslun hér­lend­is. Það var athygl­is­vert vegna þess að Costco vill meðal ann­ars flytja inn og selja lyf og ferskt banda­rískt kjöt. Ragn­heiður Elín sagði við frétta­stofu RÚV að „við á þessum enda [erum] til­búin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausn­ar­efnum sem fyrir hendi eru“.

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, var þessu aldeilis ósam­mála og var­aði við því að Íslend­ingar væru að ógna lang­lífi sínu með því að flytja inn hrátt erlent kjöt. Það gæti verið eitr­að!

Þrátt fyrir að Sig­rún hafi komið því skýrt á fram­færi að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn megi ekki heyra á það minnst að auka frjáls­ræði í verslun með hag neyt­enda að leið­ar­ljósi skrif­aði Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks, skel­egga grein í Frétta­blaðið í síð­ustu viku þar sem hún kom fram vilja sínum um að auka frelsi í við­skiptum með ofan­greindar vör­ur. Í grein­inni sagði einnig: „Í nútím­anum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsu­brest og hörm­ung­ar“. Hún vís­aði því full­yrð­ingum Sig­rúnar til föð­ur­hús­anna.

Bjarni tekur for­ystu



En stóra skrefið sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tók til að marka sér stöðu átti sér stað í síð­ustu viku þegar Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti um að samið hefði verið við ýmsa ráð­gjafa vegna los­unar fjár­magns­hafta. Flestir þess­arra ráð­gjafa eru nefni­lega erlendir sér­fræð­ingar og sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins verður eitt fyrsta verk­efni hóps­ins að „setja fram þau þjóð­hags­legu skil­yrði sem nauð­syn­leg eru talin með hlið­sjóðn af stöð­ug­leika“. Því virð­ist Bjarni ætla að hverfa af þeirri leið fara strax í gjald­þrota­leið með þrotabú föllnu bank­anna, sem hefur átt mjög upp á pall­borðið hjá lyk­il­mönnum í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Bjarni er með öðrum orðum að taka for­yst­una í þessu stærsta hags­muna­máli íslenskrar þjóð­ar.

Þessir árekstrar sem aug­ljós­lega eiga sér stað í hent­ug­leika­hjóna­bandi stjórn­ar­flokk­anna fara ekki fram­hjá kjós­end­um. Í þing­kosn­ing­unum vorið 2013 fengu þeir sam­an­lagt 51,1 pró­sent atkvæða. Ef kosið yrði í dag myndu þeir fá 38 pró­sent. Yfir helm­ingur þjóð­ar­innar er auk þess óánægður með störf ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar og ein­ungis fjórð­ungur er ánægður með hana. Tæp­lega tveir af hverjum þremur eru óánægðir með for­sæt­is­ráð­herr­ann og utan­rík­is­ráð­herr­ann.

Það er því ljóst í augum áhorf­and­ans að það séu sýni­legir brestir í hjóna­band­inu. Og sú stans­lausa stöðu­bar­átta sem á sér stað innan þess mun ekki gera neitt annað en að fjölga þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None