Auglýsing

Stundum er illskiljanlegt að átta sig á því hvað dregur aðila í samband. Sérstaklega þegar þeir eru nánast fullkomnar andstæður, eiga enga augljósa samleið og virðast í raun ekkert kunna neitt sérstaklega vel við hvorn annan. Þannig horfir samband þeirra flokka sem sitja saman í ríkisstjórn Íslands við mörgum. Annar þeirra gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur á meðan verk hins eru nánast undantekningarlaust í andstöðu við almenna skilgreiningu á frelsi. Það eina sem þeir virðast raunar vera fullkomlega sammála um er að þeir vilja ráða og halda vinstrinu frá valdaþráðunum.

Millifærslur á skattfé


Það hefur að mörgu leyti verið kostulegt að fylgjast með þessum ósamrýmanlegu aðilum reyna að láta þetta hentug­leika­hjónaband sitt ganga. Samlífi þeirra einkennist hvorki af hlýju, virðingu, nærgætni né samstöðu heldur stanslausri stöðu­baráttu. Annar er alltaf að hnykla vöðvana framan í hinn.

Hveitibrauðsdagarnir voru reyndar nokkuð ljúfir hjá nýju ríkisstjórninni. Hún gekk í takt við að afnema veiðigjöld sem um 70 prósent almennra kjósenda vildu ekki lækka. En þegar leið að áramótum fór að hrikta í samstöðustoðunum.

Fyrst þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að standa keikur við hlið formanns samstarfsflokksins á meðan þeir kynntu gjöf á um 80 milljörðum króna til afmarkaðs hóps vegna óskilgreinds forsendubrests. Ljóst var að þessi millifærsla á skattfé úr ríkissjóði fór verulega öfugt ofan í margan frjálslyndan sjálfstæðismanninn. Og var afrakstur mikilla samningaviðræðna milli forystumanna flokkanna þar sem sjálfstæðismenn reyndu að draga úr áhrifum aðgerðanna en framsóknarmenn að bæta í. Hvorugur var líkast til ánægður með niðurstöðuna.

Sprengjuregnið hefst


Í febrúar lagði hópur þingmanna Framsóknarflokksins fram þingsályktunartillögu um að ríkið reisti 700 þúsund tonna áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn. Kostnaðurinn átti að vera allt að 120 milljarðar króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra þurfti að stíga fram og drepa málið með því að segja að henni hugnaðist ekki hugmyndin. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ sagði Ragnheiður við visir.is.

Auglýsing

Skömmu síðar lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra fram tillögu um að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka, og setti samfélagið á hliðina. Allt í einu voru mættir mótmælendur á Austurvöll á ný. Margir þeirra voru kjósendur samstarfsflokks Framsóknar. Ljóst var að málið hafði ekki verið kynnt af neinu viti fyrir Sjálfstæðisflokknum.

Margir flokksmenn hans töldu sig illa svikna með tillögunni. Raunar svo svikna að hópur þeirra sem höfðu starfað lengi fyrir flokkinn ákvað að segja sig úr honum og stofna nýjan stjórnmálavettvang á hægrivængnum. Málið gekk svo langt að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði opinberlega að henni þætti að sér vegið með orðalagi þingsályktunartillögunar og hún styddi hana ekki.

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_17/4[/embed]

Skúffufé, kynþáttahyggja og Fiskistofa


Ráðstöfun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis­ráðherra á um 200 milljóna króna „skúffufé“ eftir geðþótta, þar sem helmingur fór í kjördæmi hans, fór ekki vel í marga sjálfstæðismenn, sem vilja að ríkið noti allt tiltækt fé til að grynnka á skuldum og lækka síðan skatta.

Útspil Framsóknarflokksins í sveitarstjórnar­kosningunum, þar sem í besta falli var daðrað við kynþáttahyggju, varð líka til þess að margir sjálfstæðismenn risu upp á afturlappirnar og sögðu málflutninginn fullkomlega út í hött.

Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu, og starfsfólk hennar, hreppaflutningum til kjördæmis forsætisráðherra var svo enn einn fleygurinn í hjónabandið. Fjölmargir þingmenn og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu hafa mótmælt aðgerðinni harðlega og komið því skýrt á framfæri að þeim þyki hún ekki boðleg. Flutningurinn mælist sérstaklega illa fyrir í Kraganum, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður þess kjördæmis. Hann fékk að vita af flutningsáformunum daginn áður en þau voru gerð opinber.

Sjálfstæðisflokkurinn hnyklar vöðvana


Á síðustu dögum virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera búinn að fá nóg af því að kyngja aðgerðum sem eru beinleiðis í andstöðu við stefnu hans. Nú ætlar hann að hnykla vöðvana og koma sínum áherslum á framfæri. Það sást ágætlega í stóra Costco-málinu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tók mjög jákvætt í að bandaríski verslunarrisinn opnaði verslun hérlendis. Það var athyglisvert vegna þess að Costco vill meðal annars flytja inn og selja lyf og ferskt bandarískt kjöt. Ragnheiður Elín sagði við fréttastofu RÚV að „við á þessum enda [erum] tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru“.

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks, var þessu aldeilis ósammála og varaði við því að Íslendingar væru að ógna langlífi sínu með því að flytja inn hrátt erlent kjöt. Það gæti verið eitrað!

Þrátt fyrir að Sigrún hafi komið því skýrt á framfæri að Framsóknarflokkurinn megi ekki heyra á það minnst að auka frjálsræði í verslun með hag neytenda að leiðarljósi skrifaði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks, skelegga grein í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún kom fram vilja sínum um að auka frelsi í viðskiptum með ofangreindar vörur. Í greininni sagði einnig: „Í nútímanum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest og hörmungar“. Hún vísaði því fullyrðingum Sigrúnar til föðurhúsanna.

Bjarni tekur forystu


En stóra skrefið sem Sjálfstæðisflokkurinn tók til að marka sér stöðu átti sér stað í síðustu viku þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti um að samið hefði verið við ýmsa ráðgjafa vegna losunar fjármagnshafta. Flestir þessarra ráðgjafa eru nefnilega erlendir sérfræðingar og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins verður eitt fyrsta verkefni hópsins að „setja fram þau þjóðhagslegu skilyrði sem nauðsynleg eru talin með hliðsjóðn af stöðugleika“. Því virðist Bjarni ætla að hverfa af þeirri leið fara strax í gjaldþrotaleið með þrotabú föllnu bankanna, sem hefur átt mjög upp á pallborðið hjá lykilmönnum í Framsóknarflokknum. Bjarni er með öðrum orðum að taka forystuna í þessu stærsta hagsmunamáli íslenskrar þjóðar.

Þessir árekstrar sem augljóslega eiga sér stað í hentugleikahjónabandi stjórnarflokkanna fara ekki framhjá kjósendum. Í þingkosningunum vorið 2013 fengu þeir samanlagt 51,1 prósent atkvæða. Ef kosið yrði í dag myndu þeir fá 38 prósent. Yfir helmingur þjóðarinnar er auk þess óánægður með störf ráðherra ríkisstjórnarinnar og einungis fjórðungur er ánægður með hana. Tæplega tveir af hverjum þremur eru óánægðir með forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann.

Það er því ljóst í augum áhorfandans að það séu sýnilegir brestir í hjónabandinu. Og sú stanslausa stöðubarátta sem á sér stað innan þess mun ekki gera neitt annað en að fjölga þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None