Vernd heimildar­manna í 15 liðum

stodin_vef.jpg
Auglýsing

Það þarf kjark og hug­rekki til að hafa mann­rétt­inda­hug­sjónir og standa með þeim í okkar popúl­íska sam­fé­lagi. Við­horf okkar til mann­rétt­inda er í raun gegn­sýrt af tæki­fær­is­mennsku. Við tölum fyrir öfl­ugri mann­rétt­inda­vernd og verður gjarnan heitt í hamsi þegar við teljum brotið gegn þeim mann­rétt­indum sem okkur hugn­ast. En svo kemur fyrir að mann­rétt­indin verða óþægi­leg og eig­in­lega vond. Þá færum við rök fyrir því að þau eigi ekki lengur við eða geti ekki gilt um til­tekið til­vik eða ein­stak­ling. Mann­rétt­indi eiga til dæmis ekki að gilda í til­viki ­grun­aðra kyn­ferð­is­brota­manna, útrás­ar­vík­inga eða Snorra í Bet­el.

Nýjasta dæmið um mann­rétt­inda­ó­þol af þess­ari gerð er vernd heim­ild­ar­manns­ins í Leka­mál­inu svo­kall­aða. Málið er í raun ágætur próf­steinn á heim­ild­ar­manna­vernd­ina, enda heim­ild­ar­mað­ur­inn sjálfur skúrk­ur­inn í mál­inu. Ýmsir hafa orðið til þess að hvetja við­kom­andi blaða­menn til að afhjúpa heim­ild­ar­mann sinn og fáir hafa treyst sér til að halda uppi vörnum fyrir þetta stærsta og mik­il­væg­asta prinsipp blaða­mennsk­unn­ar.

Fleygjum ekki barn­inu út með bað­vatn­inuBlaða­menn hafa það lýð­ræð­is­lega eft­ir­lits­hlut­verk að upp­lýsa almenn­ing í málum er varða hags­muni almenn­ings. For­senda þess er að þeir geti aflað upp­lýs­inga, meðal ann­ars í gegnum heim­ild­ar­menn sem vilja ekki láta nafns síns get­ið. Án traustrar verndar kynnu heim­ild­ar­menn að forð­ast að veita fjöl­miðlum slíkt lið­sinni, sem getur leitt til þess að grafið verði undan eft­ir­lits­hlut­verki fjöl­miðla og dregið úr mögu­leikum þeirra til að miðla nákvæmum og áreið­an­legum upp­lýs­ing­um.

Hver sem er getur verið ­heim­ild­ar­maður blaða­manns; starfs­menn á hvaða þrepi valda­stig­ans sem er, hvort heldur sem er í ­einka­geir­anum eða hjá hinu opin­bera; æðstu vald­haf­ar, ­for­stjór­ar, milli­stjórn­endur og und­ir­tyll­ur, rusla­kall­ar, skúr­inga­kon­ur, barn­fóstr­ur, fang­ar, bar­þjón­ar, fíklar, eit­ur­lyfja­bar­ónar o.s.frv. Án heim­ild­ar­vernd­ar­innar gæti heim­ild­ar­maður þurft að þola hefnd­ar­að­gerðir atvinnu­rek­anda, stjórn­valda eða ann­arra sem hags­muni hafa af því að upp­lýs­ingum sé haldið leynd­um. Starfs­ör­yggi hans og fjár­hags­legt öryggi kann að vera í húfi eða traust yfir­manns, sam­starfs­fé­laga og jafn­vel vina og fjöl­skyldu. Þá kann upp­lýs­inga­­gjöfin að varða skaða­bóta- eða refsi­á­byrgð og í ein­staka til­vikum getur líf eða lík­am­legt öryggi heim­ild­ar­manns­ins og fjöl­skyldu hans legið við.

Auglýsing

Vernd heim­ild­ar­manna er hins vegar þess eðlis að hún getur ekki snú­ist ein­göngu um það til­tekna mál sem er til með­ferðar hverju sinni eða vernd og hags­muni eins til­tek­ins heim­ild­ar­manns. Vernd heim­ild­ar­manna er púsl í stærri heild og varðar stærri hags­muni. Afhjúpun heim­ild­ar­manns, jafn­vel þótt um skúrk sé að ræða, getur haft alvar­leg kæl­ing­ar­á­hrif á heim­ild­ar­menn fram­tíð­ar­inn­ar. Blaða­menn gætu ekki með sama öryggi lofað heim­ild­ar­manni sínum nafn­leynd og þeir sem búa yfir upp­lýs­ingum sem varða almenn­ing yrðu treg­ari til að miðla þeim til fjöl­miðla. Fyrir vikið fengjum við ekki þær upp­lýs­ingar sem okkur ber til að lýð­ræðið geti fún­ker­að. Heim­ild­ar­verndin þarf umfram allt að vera traust og stöðug til að blaða­menn geti sinnt hlut­verki sínu í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi.

Þetta er grund­vallar­á­stæða þess að Hæsti­réttur tók afstöðu með heim­il­ar­vernd­inni í Leka­mál­inu, þegar það kom til kasta Hæsta­réttar að taka afstöðu til þess hvort blaða­manni yrði gert skylt að upp­lýsa um nafn heim­ild­ar­manns síns. Hags­munir og per­sónu­leg vel­ferð til­tek­ins heim­ild­ar­manns eru í raun auka­at­riði, enda snýst heim­ild­ar­vernd­in, þegar upp er stað­ið, fyrst og fremst um lýð­ræð­is­legan rétt almenn­ings til upp­lýs­inga.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/42[/em­bed]

Vernd heim­ild­ar­manna blaða­manna í fimmtán liðumTil að átta sig á í hverju heim­ild­ar­verndin felst og hvernig hún fún­kerar þarf að líta til settra laga­á­kvæða, lög­skýr­inga­gagna og dómafor­dæma, bæði Hæsta­réttar og Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Í stað þess að setja hér langa sam­ansúrraða lög­fræði­tölu hef ég sett saman lista um meg­in­þætti vernd­ar­innar í fimmtán lið­um.

1. Ákvæði um vernd heim­ild­ar­manna „á rót sína að rekja til ákvæða stjórn­ar­skrár og mann­rétt­inda­sátt­mála um tján­ing­ar­frelsi og bygg­ist á þeim sjón­ar­mið­um, að það sé almennt æski­legt og í sam­ræmi við lýð­ræð­is­hefð­ir, að almenn­ingur fái að fylgj­ast með því, sem er að ­ger­ast í þjóð­fé­lag­inu“ (Hrd, 419/1995 Agnes Braga­dótt­ir).
 1. Blaða­mönnum og öðrum starfs­mönnum fjöl­miðla er bein­línis óheim­ilt að gefa upp nafn heim­ild­ar­manns, án hans leyfis (25. gr. fjöl­miðla­laga).

 2. Brot gegn banni skv. 2. lið er refsi­vert og varðar sektum eða fang­elsi allt að sex mán­uðum (56. gr. fjöl­miðla­laga).

 3. Þrátt fyrir almenna vitna­skyldu, er blaða­mönnum og starfs­mönnum fjöl­miðla sem kvaddir eru fyrir dóm sem vitni í einka­máli óheim­ilt að svara spurn­ingum um heim­ild­ar­mann sinn (a. lið­ur, 2. mgr. 53. gr. laga um með­ferð einka­mála).

 4. Þagn­ar­skylda fjöl­miðla sam­kvæmt 4. lið er for­taks­laus og þrátt fyrir að dóm­ari geti eftir atvikum ákveðið að aflétta þagn­ar­skyldu ann­arra starf­stétta t.d. félags­ráð­gjafa, sál­fræð­inga, presta, lög­fræð­inga, end­ur­skoð­enda o.fl. hefur dóm­ari ekki heim­ild til að aflétta þagn­ar­skyldu blaða­manns um heim­ild­ar­mann sinn (b. liður 2. mgr. og 3. mgr. 53. gr. laga um með­ferð einka­mála).

 5. Þrátt fyrir almenna sann­leiks­skyldu þeirra sem kvaddir eru til vitnis í saka­mála­rann­sóknum er fjöl­miðla­fólki óheim­ilt að bera vitni um nafn heim­ild­ar­manns (a. liður 2. mgr. 119. gr. laga um með­ferð saka­mála).

 6. Þagn­ar­skyldu fjöl­miðla­fólks skv. 6. lið verður aðeins aflétt með ákvörðun dóm­ara, að upp­fylltum ströngum skil­yrðum um knýj­andi nauð­syn (3. mgr. 119. gr. laga um með­ferð saka­mála).

 7. Þótt heim­ild­ar­maður hafi aflað upp­lýs­inga með ólög­mætum hætti, dugar það eitt og sér ekki til að rjúfa heim­ild­ar­vernd­ina (at­huga­semdir með 25. gr. fjöl­miðla­laga, dómar MDE).

 8. Heim­ild­ar­vernd­inni verður ekki aflétt í þágu við­skipta­hags­muna (at­huga­semdir með 25. gr. fjöl­miðla­laga, dómar MDE).

 9. Trún­að­ar­brot opin­bers starfs­manns dugar ekki til að aflétta heim­ild­ar­vernd­inni nema það telj­ist stofna ­ör­yggi rík­is­ins eða almenn­ings í mjög mikla hættu (MDE í Ernst o.fl. gegn Belg­íu, 15. júlí 2003).

 10. Það skiptir ekki máli fyrir heim­ild­ar­vernd­ina hvað heim­ild­ar­mann­inum gekk til með upp­lýs­inga­gjöf­inni eða hvort hann hafði af henni sér­staka hags­muni, enda væri það tekið fram í lög­unum ef svo væri.

 11. Heim­ild­ar­vernd­inni verður ekki aflétt í þágu saka­mála­rann­sóknar nema „í húfi séu mjög veiga­miklir almanna­hags­munir sem vega aug­ljós­lega þyngra en hags­munir fjöl­mið­ils af trún­aði við heim­ild­ar­mann“ (Hrd. 403/2014 Leka­mál­ið)

 12. Heim­ild­ar­vernd­inni verður ein­ungis aflétt til að „koma í veg fyrir eða upp­lýsa alvar­legan glæp á borð við morð, nauðg­un, mann­rán, mis­notkun barna, land­ráð eða sam­bæri­lega glæpi“ (at­huga­semdir með 25. gr. fjöl­miðla­laga; MDE í Good­win gegn Bret­landi, 27. mars 1996).

 13. Það er blaða­manns­ins að meta hvort upp­lýs­ingar sem hann fær frá heim­ild­ar­manni eigi erindi til almenn­ings (24. gr. fjöl­miðla­laga og meg­in­reglan um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæð­i).*

 14. Blaða­mað­ur­inn eða eftir atvikum ábyrgð­ar­maður fjöl­mið­ils ber ábyrgð á því efni sem miðlað er, ekki heim­ild­ar­mað­ur­inn (a. og c. liður 1. mgr. 50. og 51. gr. fjöl­miðla­laga, Hrd. 403/2014 Leka­mál­ið).*

*Það er óljóst af dómi Hæsta­réttar hvort það skiptir máli fyrir heim­ild­ar­vernd­ina að upp­lýs­ingar eigi erindi til almenn­ings. Það er hins vegar ljóst að Hæsti­réttur telur fjöl­mið­il­inn bera ábyrgð á því efni sem hann birtir og veltir upp þeirri ­spurn­ingu hvort rétt­læt­an­legt hafi verið af hálfu mbl.is að birta efni með við­kvæmum trún­að­ar­upp­lýs­ing­um.

Stóra gloppan í heim­ild­ar­vernd­inniÍ nýföllnum dómi Hæsta­réttar er fólgið mik­il­vægt dóma­­for­dæmi um vernd heim­ild­ar­manna. Af dóm­inum má hins vegar greina alvar­lega hættu sem að heim­ild­ar­vernd­inni steðj­ar. Í úrskurði hér­aðs­dóms kemur fram að lög­reglan hafi aflað gagna um far­síma­notkun til­tek­inna ráðu­neyt­is­starfs­manna og af gögn­unum megi ráða að einn þeirra hafi átt nokkur sam­töl við starfs­menn, blaða­menn og/eða frétta­stjóra ann­ars vegar Vísis og hins vegar Morg­un­blaðs­ins stuttu áður en fréttir um málið birt­ust á vett­vangi téðra fjöl­miðla. Þetta þýðir að lög­regla afl­aði þess­ara upp­lýs­inga hjá fjar­skipta­­fyr­ir­tækjum bein­línis í þeim til­gangi að finna og bera kennsl á heim­ild­ar­mann blaða­manns­ins.

Notkun fjar­skipta­gagna í þágu saka­mála­rann­sókna er mun tíð­ari en ástæða er til og lög leyfa. Þessum rann­sóknar­úr­ræð­um, hvort sem um er að ræða sím­hlust­un, upp­tökur eða rann­sókn ann­arra fjar­skipta­gagna, er ekki ein­ungis beitt í alvar­leg­ustu mál­um, eins og lög áskilja, heldur einnig í minni­háttar mál­um. Þeim er beitt sem for­virkum rann­sókn­ar­heim­ild­um, þau eru notuð til að fylgj­ast með sam­skiptum sak­born­inga og verj­enda. Og nú er ljóst að þeim er beitt til að afhjúpa heim­ild­ar­menn blaða­manna. Sam­kvæmt dómafor­dæmum Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu er óheim­ilt að nota hjá­leiðir sem þessar til að ljóstra upp um sam­band heim­ild­ar­manns og blaða­manns. Þetta er áréttað í athuga­semdum með 25. gr. fjöl­miðla­laga. Þar sem ljóst er að hjá­leið þessi er notuð hér á landi er að engu orðin sú vernd sem útli­stuð er í ­fimmtán liðum hér að fram­an. Það er við­fangs­efni næstu grein­ar.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur, stjórn­ar­maður í IMMI, alþjóð­legri stofnun um upp­lýs­inga- og tján­ing­ar­frelsi og starfs­maður þing­flokks Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None