Auglýsing

Banda­ríska versl­ana­keðjan Costco ku hafa raun­veru­legan áhuga á að hasla sér völl á Íslandi. Fréttir af áhuga smá­söluris­ans fóru sem eldur um sinu í fjöl­miðlum lands­ins þegar af honum frétt­ist, enda renna margir hýru auga til auk­innar sam­keppni á smá­sölu­mark­aðnum hér á landi og meira frelsis í við­skipt­um.

Costco vill nefni­lega ekki bara selja okkur grill­aða kjúklinga, bar­becue-sósur í tveggja lítra flöskum eða golfsett, heldur sömu­leiðis áfengi, lyf, elds­neyti og ferskt inn­flutt kjöt frá Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­ætl­an­ir, eða öllu heldur lang­an­ir, fyr­ir­tæk­is­ins urðu til þess að margir bein­línis hváðu. Þeim fannst skilj­an­lega algjör­lega óhugs­andi, með til­liti til sög­unn­ar, að þjóðin sem byggir þetta litla kreppta land myndi nokkru sinni láta hvarfla að sér að slaka á reglu­fargan­inu. En til þess að áform banda­rísku versl­ana­keðj­unnar geti gengið eftir þarf að ráð­ast í umtals­verðar og löngu tíma­bærar breyt­ingar á áfeng­is-, lyfja- og mat­væla­lög­gjöf­inni og land­bún­að­ar­kerf­inu.

Það er ekki laust við að maður hafi fyllst barna­legri bjart­sýni þegar Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, sagði í sjón­varps­fréttum RÚV í síð­ustu viku: „...það eru aug­ljós­lega atriði sem þarf að greiða úr, en á meðan þeir (Costco) sýna þessu eins mik­inn áhuga og mér finnst þeir gera, þá erum við á þessum enda til­búin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausn­ar­efnum sem fyrir hendi eru.“

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_10/4[/em­bed]

Ógeðs­lega hráa kjötið frá útlöndumMaður gat heyrt langar leiðir hvernig gömlu og skil­virku áróð­urs­vél­arnar voru gang­­sett­ar, eins og alltaf þegar talið berst að mögu­legum inn­flutn­ingi á ferskum kjöt­­vörum til lands­ins. Eins og þeirra er von og vísa kapp­kosta „vél­arn­ar“ við að hamra á því að kjötið frá útlöndum sé hrátt, ekki ferskt, enda hrátt kjöt mun ólystugra kjöt í hugum neyt­enda en ferskt kjöt. Þetta vita vél­arn­ar, alveg eins og þær vita mæta vel að kjötið sem við flytjum út í stórum stíl til útlanda er sömu­leiðis hrátt og sömu­leiðis ferskt. Svo virð­ist and­staða við hrátt kjöt vera háð duttl­ung­um, því að stundum finnst mönnum ekk­ert að því að flytja það inn, pakka í íslenskar umbúðir og selja sem ferskt íslenskt kjöt.

Það hefði verið gaman ef maður hefði haft vit á því að setja skeið­klukk­una í gang, eftir að frétt­ist af áhuga Costco, til að mæla við­bragðs­flýti hags­muna­að­ila. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lét að því liggja að inn­flutn­ingur á fersku kjöti til lands­ins gæti bein­línis orðið þjóð­inni ald­urtilla. Í við­tali í fréttum Stöðvar 2 sagði hún: „...viljum við fórna því, að spara kannski ein­hverjar krónur í hráu inn­fluttu kjöti, gegn heilsu­leysi síðar á ævinni? Ég segi nei takk.“ Þegar frétta­mað­ur­inn spurði Sig­rúnu hvort það ætti ekki bara að leyfa neyt­endum að hafa sitt val um það var svar hennar ein­falt og ósjokker­andi: „Nei.“ Enda hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fyrir löngu öðl­ast svart belti í hræðslu­á­róðri hvers hátt­ar.

Auk þessa skrif­aði þing­flokks­for­mað­ur­inn grein í Frétta­blaðið þar sem hún kveðst laf­hrædd við smit­sjúk­dóma­hættu vegna óhefts inn­flutn­ings á „hráu“ kjöti frá löndum sem allir vita að með­höndli dýr með allt öðrum hætti en sé gert hér á landi? Er Íslend­ingum ómögu­legt að ráð­ast í breyt­ingar á stöðn­uðu kerfi án þess að hér fari allt til and­skot­ans? Er ekki hægt að liðka til án þess að slaka á gæða­kröf­um?

Bjart­sýni sem ekki reynd­ist inni­stæða fyrirEins og við var að búast hefur iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra síðan dregið í land, enda fátt nýtt í því að Sjálf­stæð­is­­flokk­inn skorti þor til að gera þarfar og löngu tíma­bærar breyt­ingar á lögum hér­lend­is, neyt­endum til hags­bóta.

En ekki sáu allir yfir­vof­andi skamm­lífi og hörm­ungar fyrir íslenska þjóð sam­fara Costco. Sam­tök versl­unar og þjón­ustu fögn­uðu mögu­legum laga­breyt­ingum með til­komu smá­sölurisans, enda hafa sam­tökin lengi barist fyrir nauð­syn­legum breyt­ingum á lagaum­hverfi smá­söl­unn­ar.

Það olli hins vegar tölu­verðum von­brigðum að heyra Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, for­mann Sam­taka iðn­að­ar­ins, stilla mál­inu þannig upp að það væri furðu­legt ef íslensk stjórn­völd væru allt í einu reiðu­búin að koll­varpa „kerf­inu“ um leið og banda­rísk versl­ana­keðja bank­aði upp á. Auð­vitað fel­ast tæki­færi fyrir alla á íslenskum mark­aði ef ráð­ist verður í breyt­ingar á starfs­um­hverfi smá­sala. Málið snýst líka ekk­ert bara um Costco, heldur þarfar breyt­ingar sem ráð­ast þarf í fyrir alla sem sinna smá­sölu í land­inu.

Því miður er Ísland gróðr­ar­stía fákeppni, frænd­hygli, þjóð­ern­is­gor­geirs, hags­muna­gæslu og kunn­ingja­nudds. Það er óþol­andi að við völd í land­inu séu ann­ars vegar flokkur sem kennir sig við frjáls­hyggju, sem skortir allt þor til breyt­inga í átt að auknu frelsi, og hins vegar stjórn­mála­flokkur sem komst til valda með því að lofa kjós­endum pen­ingum sem þeir áttu ekk­ert til­kall til. En við það búum við í dag. Stjórn­mála­menn munu áfram verja hags­muni fárra á kostnað margra.

Miðað við við­brögð ráða­manna við umleit­unum Costco er í það minnsta ekki hyggi­legt að veðja háum fjár­hæðum á að breyt­ingar séu í nánd.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None