Bakherbergið: Gjá milli stjórnenda og fólksins á gólfinu

15377256743-0065db4966-k.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk farið að velta fyrir sér kjara­samn­ings­við­ræðum og hversu miklum launa­hækk­unum for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar mun krefj­ast. Ljóst má vera, að svig­rúmið til launa­hækk­ana er mik­ið, sé horft til launa­þró­unar stjórn­enda margra stærri fyr­ir­tækja lands­ins. Þetta á ekki síst við um þjón­ustu­fyr­ir­tæki þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir kom­a að stjórnum félag­anna sem stærstu hlut­haf­ar.

Hagar er ágætt dæmi um þetta. Það fyr­ir­tæki greiðir stjórn­endum veru­lega góð ár­ang­urstengd laun á meðan starfs­fólkið á gólf­inu, sem skiptir mestu um hinn eig­in­lega árangur fyr­ir­tæk­is­ins dag frá degi, fær veru­lega léleg laun í sam­an­burð­in­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Haga fyrir árið 2013 til 2014 þá fékk Finnur Árna­son for­stjóri 35,3 millj­ónir króna í árang­urstengd laun fyrir árs vinnu, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, nákvæm­lega sömu upp­hæð. Í grunn­laun hefur Finn­ur ­síðan 34,4 millj­ónir króna og Guð­mundur 24,4 millj­ón­ir. Mán­að­ar­laun Finns með árang­urstengdum laun­um, auk bif­reiða­hlunn­inda, nema ríf­lega sex millj­ónum á mán­uð, og hjá Guð­mundi eru þau tæp­lega 5,2 millj­ón­ir. Athygli vekur að lyk­il­stjórn­andi hjá félag­inu, Guð­rún Eva Gunn­ars­dóttir fjár­mála­stjóri, er með marg­falt lægri laun en Finnur og Guð­mund­ur. Sér­stak­lega er það slá­andi þegar skoðuð eru árang­urstengd laun. Hún fær sex millj­ón­ir, á meðan Finnur og Guð­mundur fá 35,5 millj­ón­ir. Hvers vegna í ósköp­un­um? Af því að hún er kona? Sú spurn­ing á fullan rétt á sér.

Í bak­her­berg­inu er því velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan eigi ekki að gera kröfu  um að árang­urstengdum launa­greiðslum fyr­ir­tæk­is­ins sé dreift til allra starfs­manna Haga frekar en ein­ungis til stjórn­enda. Þá er því líka velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan sé ánægð með þessa launa­stefnu hjá Hög­um, sem á allt sitt undir góðu starfs­fólki á gólf­inu. Bón­us hefur líka innan sinna vébanda ein­stak­lega gott starfs­fólk, sem fólkið í bak­her­ber­ingu man eftir vegna góðs við­móts og þjón­ustu, enda verslar það mikið í Bón­us.

Auglýsing

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með því, til hvaða raka verður gripið í kjara­samn­ings­við­ræðum þegar stjórn­endur stórra fyr­ir­tækja eins og Haga, og stjórn­ar­menn fyr­ir­tækj­anna í umboði líf­eyr­is­sjóð­anna, reyna að rétt­læta hálauna­stefn­una hjá stjórn­endum og lág­launa­stefn­una hjá fólk­inu á gólf­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None