Bakherbergið: Gjá milli stjórnenda og fólksins á gólfinu

15377256743-0065db4966-k.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk farið að velta fyrir sér kjara­samn­ings­við­ræðum og hversu miklum launa­hækk­unum for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar mun krefj­ast. Ljóst má vera, að svig­rúmið til launa­hækk­ana er mik­ið, sé horft til launa­þró­unar stjórn­enda margra stærri fyr­ir­tækja lands­ins. Þetta á ekki síst við um þjón­ustu­fyr­ir­tæki þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir kom­a að stjórnum félag­anna sem stærstu hlut­haf­ar.

Hagar er ágætt dæmi um þetta. Það fyr­ir­tæki greiðir stjórn­endum veru­lega góð ár­ang­urstengd laun á meðan starfs­fólkið á gólf­inu, sem skiptir mestu um hinn eig­in­lega árangur fyr­ir­tæk­is­ins dag frá degi, fær veru­lega léleg laun í sam­an­burð­in­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Haga fyrir árið 2013 til 2014 þá fékk Finnur Árna­son for­stjóri 35,3 millj­ónir króna í árang­urstengd laun fyrir árs vinnu, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, nákvæm­lega sömu upp­hæð. Í grunn­laun hefur Finn­ur ­síðan 34,4 millj­ónir króna og Guð­mundur 24,4 millj­ón­ir. Mán­að­ar­laun Finns með árang­urstengdum laun­um, auk bif­reiða­hlunn­inda, nema ríf­lega sex millj­ónum á mán­uð, og hjá Guð­mundi eru þau tæp­lega 5,2 millj­ón­ir. Athygli vekur að lyk­il­stjórn­andi hjá félag­inu, Guð­rún Eva Gunn­ars­dóttir fjár­mála­stjóri, er með marg­falt lægri laun en Finnur og Guð­mund­ur. Sér­stak­lega er það slá­andi þegar skoðuð eru árang­urstengd laun. Hún fær sex millj­ón­ir, á meðan Finnur og Guð­mundur fá 35,5 millj­ón­ir. Hvers vegna í ósköp­un­um? Af því að hún er kona? Sú spurn­ing á fullan rétt á sér.

Í bak­her­berg­inu er því velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan eigi ekki að gera kröfu  um að árang­urstengdum launa­greiðslum fyr­ir­tæk­is­ins sé dreift til allra starfs­manna Haga frekar en ein­ungis til stjórn­enda. Þá er því líka velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan sé ánægð með þessa launa­stefnu hjá Hög­um, sem á allt sitt undir góðu starfs­fólki á gólf­inu. Bón­us hefur líka innan sinna vébanda ein­stak­lega gott starfs­fólk, sem fólkið í bak­her­ber­ingu man eftir vegna góðs við­móts og þjón­ustu, enda verslar það mikið í Bón­us.

Auglýsing

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með því, til hvaða raka verður gripið í kjara­samn­ings­við­ræðum þegar stjórn­endur stórra fyr­ir­tækja eins og Haga, og stjórn­ar­menn fyr­ir­tækj­anna í umboði líf­eyr­is­sjóð­anna, reyna að rétt­læta hálauna­stefn­una hjá stjórn­endum og lág­launa­stefn­una hjá fólk­inu á gólf­inu.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None