Bakherbergið: Gjá milli stjórnenda og fólksins á gólfinu

15377256743-0065db4966-k.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk farið að velta fyrir sér kjara­samn­ings­við­ræðum og hversu miklum launa­hækk­unum for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar mun krefj­ast. Ljóst má vera, að svig­rúmið til launa­hækk­ana er mik­ið, sé horft til launa­þró­unar stjórn­enda margra stærri fyr­ir­tækja lands­ins. Þetta á ekki síst við um þjón­ustu­fyr­ir­tæki þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir kom­a að stjórnum félag­anna sem stærstu hlut­haf­ar.

Hagar er ágætt dæmi um þetta. Það fyr­ir­tæki greiðir stjórn­endum veru­lega góð ár­ang­urstengd laun á meðan starfs­fólkið á gólf­inu, sem skiptir mestu um hinn eig­in­lega árangur fyr­ir­tæk­is­ins dag frá degi, fær veru­lega léleg laun í sam­an­burð­in­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Haga fyrir árið 2013 til 2014 þá fékk Finnur Árna­son for­stjóri 35,3 millj­ónir króna í árang­urstengd laun fyrir árs vinnu, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, nákvæm­lega sömu upp­hæð. Í grunn­laun hefur Finn­ur ­síðan 34,4 millj­ónir króna og Guð­mundur 24,4 millj­ón­ir. Mán­að­ar­laun Finns með árang­urstengdum laun­um, auk bif­reiða­hlunn­inda, nema ríf­lega sex millj­ónum á mán­uð, og hjá Guð­mundi eru þau tæp­lega 5,2 millj­ón­ir. Athygli vekur að lyk­il­stjórn­andi hjá félag­inu, Guð­rún Eva Gunn­ars­dóttir fjár­mála­stjóri, er með marg­falt lægri laun en Finnur og Guð­mund­ur. Sér­stak­lega er það slá­andi þegar skoðuð eru árang­urstengd laun. Hún fær sex millj­ón­ir, á meðan Finnur og Guð­mundur fá 35,5 millj­ón­ir. Hvers vegna í ósköp­un­um? Af því að hún er kona? Sú spurn­ing á fullan rétt á sér.

Í bak­her­berg­inu er því velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan eigi ekki að gera kröfu  um að árang­urstengdum launa­greiðslum fyr­ir­tæk­is­ins sé dreift til allra starfs­manna Haga frekar en ein­ungis til stjórn­enda. Þá er því líka velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan sé ánægð með þessa launa­stefnu hjá Hög­um, sem á allt sitt undir góðu starfs­fólki á gólf­inu. Bón­us hefur líka innan sinna vébanda ein­stak­lega gott starfs­fólk, sem fólkið í bak­her­ber­ingu man eftir vegna góðs við­móts og þjón­ustu, enda verslar það mikið í Bón­us.

Auglýsing

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með því, til hvaða raka verður gripið í kjara­samn­ings­við­ræðum þegar stjórn­endur stórra fyr­ir­tækja eins og Haga, og stjórn­ar­menn fyr­ir­tækj­anna í umboði líf­eyr­is­sjóð­anna, reyna að rétt­læta hálauna­stefn­una hjá stjórn­endum og lág­launa­stefn­una hjá fólk­inu á gólf­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None