Bakherbergið: Gjá milli stjórnenda og fólksins á gólfinu

15377256743-0065db4966-k.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er fólk farið að velta fyrir sér kjara­samn­ings­við­ræðum og hversu miklum launa­hækk­unum for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar mun krefj­ast. Ljóst má vera, að svig­rúmið til launa­hækk­ana er mik­ið, sé horft til launa­þró­unar stjórn­enda margra stærri fyr­ir­tækja lands­ins. Þetta á ekki síst við um þjón­ustu­fyr­ir­tæki þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir kom­a að stjórnum félag­anna sem stærstu hlut­haf­ar.

Hagar er ágætt dæmi um þetta. Það fyr­ir­tæki greiðir stjórn­endum veru­lega góð ár­ang­urstengd laun á meðan starfs­fólkið á gólf­inu, sem skiptir mestu um hinn eig­in­lega árangur fyr­ir­tæk­is­ins dag frá degi, fær veru­lega léleg laun í sam­an­burð­in­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Haga fyrir árið 2013 til 2014 þá fékk Finnur Árna­son for­stjóri 35,3 millj­ónir króna í árang­urstengd laun fyrir árs vinnu, og Guð­mundur Mart­eins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, nákvæm­lega sömu upp­hæð. Í grunn­laun hefur Finn­ur ­síðan 34,4 millj­ónir króna og Guð­mundur 24,4 millj­ón­ir. Mán­að­ar­laun Finns með árang­urstengdum laun­um, auk bif­reiða­hlunn­inda, nema ríf­lega sex millj­ónum á mán­uð, og hjá Guð­mundi eru þau tæp­lega 5,2 millj­ón­ir. Athygli vekur að lyk­il­stjórn­andi hjá félag­inu, Guð­rún Eva Gunn­ars­dóttir fjár­mála­stjóri, er með marg­falt lægri laun en Finnur og Guð­mund­ur. Sér­stak­lega er það slá­andi þegar skoðuð eru árang­urstengd laun. Hún fær sex millj­ón­ir, á meðan Finnur og Guð­mundur fá 35,5 millj­ón­ir. Hvers vegna í ósköp­un­um? Af því að hún er kona? Sú spurn­ing á fullan rétt á sér.

Í bak­her­berg­inu er því velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan eigi ekki að gera kröfu  um að árang­urstengdum launa­greiðslum fyr­ir­tæk­is­ins sé dreift til allra starfs­manna Haga frekar en ein­ungis til stjórn­enda. Þá er því líka velt upp, hvort verka­lýðs­for­ystan sé ánægð með þessa launa­stefnu hjá Hög­um, sem á allt sitt undir góðu starfs­fólki á gólf­inu. Bón­us hefur líka innan sinna vébanda ein­stak­lega gott starfs­fólk, sem fólkið í bak­her­ber­ingu man eftir vegna góðs við­móts og þjón­ustu, enda verslar það mikið í Bón­us.

Auglýsing

Áhuga­vert verður að fylgj­ast með því, til hvaða raka verður gripið í kjara­samn­ings­við­ræðum þegar stjórn­endur stórra fyr­ir­tækja eins og Haga, og stjórn­ar­menn fyr­ir­tækj­anna í umboði líf­eyr­is­sjóð­anna, reyna að rétt­læta hálauna­stefn­una hjá stjórn­endum og lág­launa­stefn­una hjá fólk­inu á gólf­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None