Bakherbergið: Íslenska stjórnarskráin byggði á stjórnarskrá Monrad

monrad.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar hafa margir hverjir setið stjarfir yfir hin­um epísku dönsku sjón­varps­þáttum 1864. Þætt­irnir hafa verið stór­kost­lega umdeildir í Dan­mörku og leik­stjór­inn Ole Borne­dal verið ásak­aður um að nýta sér þætt­ina, sem eru þeir dýr­ustu í sögu dansks sjón­varps, til að reyna að end­ur­spegla póli­tík nútím­ans með gagn­rýnum hætti þar sem halli á sum póli­tísk öfl frekar en önn­ur. Hin afar þjóð­rækna Pia Kja­ers­gaard, sem stofn­aði og stýrði Dansk Fol­ke­parti og er hvað þekkt­ust fyrir and­stöðu sína gegn inn­flytj­end­um, ásak­aði Borne­dal meðal ann­ars um að láta þætt­ina snú­ast um þátt­töku Dana í stríð­inu í Afganistan, inn­flytj­enda­um­ræðu nútím­ans og að vera hreina sögu­föls­un.

Verst þótti henni þó með­ferðin á Dit­lev Mon­rad, for­sæt­is­ráð­herr­anum sem hratt Dönum út í stríðið sem er sögu­svið þátt­anna. Hann er sýndur sem sturl­aður og veru­lega van­stilltur fáráður í þátt­un­um. Ástæða þess að þjóð­ern­issinn­uðum Dönum svíður þessi fram­setn­ing er meðal ann­ars sú að Mon­rad, sem sann­ar­lega var ákaf­lega stoltur Dani, er álit­inn nokkur konar faðir dönsku stjórn­ar­skrá­ar­innar frá árinu 1849 og var einn þeirra sem kom hvað mest að gerð henn­ar.

Í bak­her­bergj­unum hefur það verið rifjað upp að fyrsta stjórn­ar­skrá Íslend­inga, sem danski kon­ung­ur­inn færði henni að gjöf árið 1874 og er grunn­ur­inn að þeirri stjórn­ar­skrá sem enn er við lýði, átti rætur sínar að mestu að rekja til dönsku stjórn­ar­skrár­innar sem Mon­rad átti svo stóran þátt í að semja.

Auglýsing

Það séu því líka hags­munir Íslend­inga að fá úr því skorið hvort að höf­undur höf­uð­plaggs stjórn­skip­unar okkar hafi verið sturl­aður fáráð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None