Bakherbergið: Gunnar sagði Héðinsfjarðargöng arfavitlausa framkvæmd

Gunnar.Ingi_.Birgisson.1.819x1024.jpg
Auglýsing

Það kom mörgum á óvart þegar sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð til­kynnti í gær að póli­tíski þunga­vigt­ar­mað­ur­inn Gunnar I. Birg­is­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar, yrði næsti bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins. Lítið hefur farið fyrir Gunn­ari und­an­farin miss­eri, eða frá því að hann missti takið á valda­taumunum í Kópa­vogi.

Gár­ung­arnir voru ekki lengi að dusta rykið af fleygum ummælum Gunn­ars úr fyrnd­inni, og segja að nú sé þess ekki lengi að bíða að Gunnar láti hafa eftir sér í við­tali: „Það er gott að búa í Fjalla­byggð.“

Í bak­her­berg­inu vakti ráðn­ing Gunn­ars í stól bæj­ar­stjóra Fjalla­byggðar nokkra athygli. Eins og flestir vita sam­ein­uð­ust sveit­ar­fé­lögin Ólafs­fjörður og Siglu­fjörður í eitt sveit­ar­fé­lag árið 2006 undir merki Fjalla­byggð­ar. Ein lyk­il­for­senda sam­ein­ing­ar­innar voru bygg­ing Héð­ins­fjarð­ar­ganga sem tengja byggða­kjarn­ana sam­an, en göngin voru opnuð í októ­ber árið 2010.

Auglýsing

Því má í raun segja að sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð hafi ekki orðið til nema fyrir til­stuðlan Héð­ins­fjarð­ar­ganga. Í ljósi þessa var kátt á hjalla í bak­her­berg­inu þegar ummæli Gunn­ars Birg­is­sonar um Héð­ins­fjarð­ar­göng, frá því í apríl árið 2005, voru rifjuð upp. Þá sagði nefni­lega Gunnar í ræðu­stól Alþing­is: „Héð­ins­fjarð­ar­göng eru ein vit­laus­asta fram­kvæmdin sem ég hef heyrt um í langan tíma.“ Orðin lét Gunnar falla í umræðum um sam­göngu­á­ætl­un.

Þá sagði Gunnar af sama til­efni að fjár­munum til nýfram­kvæmda í vega­málum væri mis­skipt milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mun meira fjár­magni væri varið til fram­kvæmda á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og það þrátt fyrir að mun fleiri byggju á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í bak­her­berg­inu bíða konur og karlar óþreyju­full eftir að heyra hvort breyt­ing hafi orðið á afstöðu Gunn­ars Birg­is­sonar til þessa mik­il­væga mála­flokks.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None