Bakherbergið: Gunnar sagði Héðinsfjarðargöng arfavitlausa framkvæmd

Gunnar.Ingi_.Birgisson.1.819x1024.jpg
Auglýsing

Það kom mörgum á óvart þegar sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð til­kynnti í gær að póli­tíski þunga­vigt­ar­mað­ur­inn Gunnar I. Birg­is­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar, yrði næsti bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins. Lítið hefur farið fyrir Gunn­ari und­an­farin miss­eri, eða frá því að hann missti takið á valda­taumunum í Kópa­vogi.

Gár­ung­arnir voru ekki lengi að dusta rykið af fleygum ummælum Gunn­ars úr fyrnd­inni, og segja að nú sé þess ekki lengi að bíða að Gunnar láti hafa eftir sér í við­tali: „Það er gott að búa í Fjalla­byggð.“

Í bak­her­berg­inu vakti ráðn­ing Gunn­ars í stól bæj­ar­stjóra Fjalla­byggðar nokkra athygli. Eins og flestir vita sam­ein­uð­ust sveit­ar­fé­lögin Ólafs­fjörður og Siglu­fjörður í eitt sveit­ar­fé­lag árið 2006 undir merki Fjalla­byggð­ar. Ein lyk­il­for­senda sam­ein­ing­ar­innar voru bygg­ing Héð­ins­fjarð­ar­ganga sem tengja byggða­kjarn­ana sam­an, en göngin voru opnuð í októ­ber árið 2010.

Auglýsing

Því má í raun segja að sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð hafi ekki orðið til nema fyrir til­stuðlan Héð­ins­fjarð­ar­ganga. Í ljósi þessa var kátt á hjalla í bak­her­berg­inu þegar ummæli Gunn­ars Birg­is­sonar um Héð­ins­fjarð­ar­göng, frá því í apríl árið 2005, voru rifjuð upp. Þá sagði nefni­lega Gunnar í ræðu­stól Alþing­is: „Héð­ins­fjarð­ar­göng eru ein vit­laus­asta fram­kvæmdin sem ég hef heyrt um í langan tíma.“ Orðin lét Gunnar falla í umræðum um sam­göngu­á­ætl­un.

Þá sagði Gunnar af sama til­efni að fjár­munum til nýfram­kvæmda í vega­málum væri mis­skipt milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mun meira fjár­magni væri varið til fram­kvæmda á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og það þrátt fyrir að mun fleiri byggju á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í bak­her­berg­inu bíða konur og karlar óþreyju­full eftir að heyra hvort breyt­ing hafi orðið á afstöðu Gunn­ars Birg­is­sonar til þessa mik­il­væga mála­flokks.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None