Bakherbergið: Gunnar sagði Héðinsfjarðargöng arfavitlausa framkvæmd

Gunnar.Ingi_.Birgisson.1.819x1024.jpg
Auglýsing

Það kom mörgum á óvart þegar sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð til­kynnti í gær að póli­tíski þunga­vigt­ar­mað­ur­inn Gunnar I. Birg­is­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar, yrði næsti bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins. Lítið hefur farið fyrir Gunn­ari und­an­farin miss­eri, eða frá því að hann missti takið á valda­taumunum í Kópa­vogi.

Gár­ung­arnir voru ekki lengi að dusta rykið af fleygum ummælum Gunn­ars úr fyrnd­inni, og segja að nú sé þess ekki lengi að bíða að Gunnar láti hafa eftir sér í við­tali: „Það er gott að búa í Fjalla­byggð.“

Í bak­her­berg­inu vakti ráðn­ing Gunn­ars í stól bæj­ar­stjóra Fjalla­byggðar nokkra athygli. Eins og flestir vita sam­ein­uð­ust sveit­ar­fé­lögin Ólafs­fjörður og Siglu­fjörður í eitt sveit­ar­fé­lag árið 2006 undir merki Fjalla­byggð­ar. Ein lyk­il­for­senda sam­ein­ing­ar­innar voru bygg­ing Héð­ins­fjarð­ar­ganga sem tengja byggða­kjarn­ana sam­an, en göngin voru opnuð í októ­ber árið 2010.

Auglýsing

Því má í raun segja að sveit­ar­fé­lagið Fjalla­byggð hafi ekki orðið til nema fyrir til­stuðlan Héð­ins­fjarð­ar­ganga. Í ljósi þessa var kátt á hjalla í bak­her­berg­inu þegar ummæli Gunn­ars Birg­is­sonar um Héð­ins­fjarð­ar­göng, frá því í apríl árið 2005, voru rifjuð upp. Þá sagði nefni­lega Gunnar í ræðu­stól Alþing­is: „Héð­ins­fjarð­ar­göng eru ein vit­laus­asta fram­kvæmdin sem ég hef heyrt um í langan tíma.“ Orðin lét Gunnar falla í umræðum um sam­göngu­á­ætl­un.

Þá sagði Gunnar af sama til­efni að fjár­munum til nýfram­kvæmda í vega­málum væri mis­skipt milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mun meira fjár­magni væri varið til fram­kvæmda á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og það þrátt fyrir að mun fleiri byggju á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í bak­her­berg­inu bíða konur og karlar óþreyju­full eftir að heyra hvort breyt­ing hafi orðið á afstöðu Gunn­ars Birg­is­sonar til þessa mik­il­væga mála­flokks.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None