Bakherbergið: Gunnar sagði Héðinsfjarðargöng arfavitlausa framkvæmd

Gunnar.Ingi_.Birgisson.1.819x1024.jpg
Auglýsing

Það kom mörgum á óvart þegar sveitarfélagið Fjallabyggð tilkynnti í gær að pólitíski þungavigtarmaðurinn Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, yrði næsti bæjarstjóri sveitarfélagsins. Lítið hefur farið fyrir Gunnari undanfarin misseri, eða frá því að hann missti takið á valdataumunum í Kópavogi.

Gárungarnir voru ekki lengi að dusta rykið af fleygum ummælum Gunnars úr fyrndinni, og segja að nú sé þess ekki lengi að bíða að Gunnar láti hafa eftir sér í viðtali: „Það er gott að búa í Fjallabyggð.“

Í bakherberginu vakti ráðning Gunnars í stól bæjarstjóra Fjallabyggðar nokkra athygli. Eins og flestir vita sameinuðust sveitarfélögin Ólafsfjörður og Siglufjörður í eitt sveitarfélag árið 2006 undir merki Fjallabyggðar. Ein lykilforsenda sameiningarinnar voru bygging Héðinsfjarðarganga sem tengja byggðakjarnana saman, en göngin voru opnuð í október árið 2010.

Auglýsing

Því má í raun segja að sveitarfélagið Fjallabyggð hafi ekki orðið til nema fyrir tilstuðlan Héðinsfjarðarganga. Í ljósi þessa var kátt á hjalla í bakherberginu þegar ummæli Gunnars Birgissonar um Héðinsfjarðargöng, frá því í apríl árið 2005, voru rifjuð upp. Þá sagði nefnilega Gunnar í ræðustól Alþingis: „Héðinsfjarðargöng eru ein vitlausasta framkvæmdin sem ég hef heyrt um í langan tíma.“ Orðin lét Gunnar falla í umræðum um samgönguáætlun.

Þá sagði Gunnar af sama tilefni að fjármunum til nýframkvæmda í vegamálum væri misskipt milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Mun meira fjármagni væri varið til framkvæmda á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og það þrátt fyrir að mun fleiri byggju á höfuðborgarsvæðinu.

Í bakherberginu bíða konur og karlar óþreyjufull eftir að heyra hvort breyting hafi orðið á afstöðu Gunnars Birgissonar til þessa mikilvæga málaflokks.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None