Við brosum því við borgum ekki Icesave

icesavenota-1.png
Auglýsing

Ices­ave málið tröll­reið íslensku sam­fé­lagi um ára­bil. Birtar voru ótelj­andi fréttir af öllum öngum þess, ásamt því að tugir álits­gjafa stigu fram með ýmis sjón­ar­mið í tengslum við eina stærstu milli­ríkja­deilu síð­ari tíma á Íslandi. Ices­ave lit­aði íslenska póli­tík og hafði málið gríð­ar­leg áhrif á póli­tískt lands­lag, eins og sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins í síð­ustu kosn­ingum ber meðal ann­ars merki um.

Ennþá mis­skiln­ingur á ferð



Sigríður Mogensen. Sig­ríður Mog­en­sen, hag­fræð­ingur og meist­ara­nemi við LSE í London.

Þrátt fyrir þetta virð­ist enn ríkja tals­verður mis­skiln­ingur á því um hvað þessi deila sner­ist. Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands, skrif­aði pistil í des­em­ber síð­ast­liðnum sem bar heit­ið: “Við greiðum Ices­ave - með bros á vör”. Pistill­inn byggir á grund­vall­armis­skiln­ingi á eðli deil­unnar og nið­ur­stöðu máls­ins. Til­efni pistils­ins er til­kynn­ing breskra stjórn­valda um að þau hafi nú end­ur­heimt um 85% að kröfum sínum í þrotabú Lands­bank­ans, vegna Ices­ave reikn­ing­anna. Bresk stjórn­völd minnt­ust ekki einu orði á að um væri að ræða skuld íslensku þjóð­ar­innar í til­kynn­ingu sinni. Það gerir pistla­höf­undur þó og talar um “skuld Íslend­inga”. Þessi mein­loka er lífseig, þetta var aldrei skuld þjóð­ar­inn­ar. Ekki frekar en að erlendar skuldir Act­a­vis eða ann­arra stór­fyr­ir­tækja eru skuldir Íslend­inga. Skuld og krafa í þrotabú er heldur ekki sami hlut­ur­inn.

Íslenska ríkið bæri áhætt­una



Þegar mesta rykið hafði sest eftir þá örlaga­ríku mán­uði sem haust- og vetr­ar­mán­uðir 2008-2009 reynd­ust lá fyrir að þrotabú Lands­bank­ans myndi að öllum lík­indum standa undir meg­in­þorra Ices­ave krafn­anna. Ices­ave samn­ing­arnir sner­ust um það að íslenska ríkið tæki ábyrgð á höf­uð­stóln­um, bæri áhætt­una, en þó fyrst og fremst um vexti. Vaxta­kostn­að­inn sem safn­að­ist upp frá þeim tíma sem Bretar og Hol­lend­ingar inntu af hendi greiðslur til inn­láns­eig­enda Ices­ave reikn­ing­anna, þar til þrotabú Lands­bank­ans lyki við útgreiðslur vegna krafna þeirra. Vaxta­kostn­að­ur­inn end­ur­spegl­aði þá tíma­gjá. Eitt pund greitt út á haust­mán­uðum 2008 var meira virði en eitt pund sem feng­ist til baka síð­ar. Óvissa ríkti um það hve háar end­ur­heimt­urnar yrðu nákvæm­lega og hvenær tæk­ist að hefja, og ljúka, útgreiðslum úr þrota­búi Lands­bank­ans. Þetta var þunga­miðjan í mál­inu, frá efna­hags­legu sjón­ar­miði.

Kaus málið útaf borð­inu í tvígang



Og sem betur fer kaus íslenska þjóðin málið út af borð­inu í tvígang, því gróf­lega áætlað næmi áfall­inn vaxta­kostn­aður Buchheit samn­ings­ins í dag á bil­inu 65 - 80 millj­örðum króna, í erlendri mynt. Gjald­eyr­is­staða þjóð­ar­bús­ins var og er þröng fyrir og er nær óhugs­andi að velta þvi fyrir sér hvernig komið væri fyrir rík­is­sjóði hefði þessi reikn­ingur fallið til. Áfall­inn vaxta­kostn­aður vegna hins svo­kall­aða Svav­ars­samn­ings næmi síðan ríf­lega 200 millj­örðum króna. Það er því fjarri lagi að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­urnar og sig­ur­inn í dóms­mál­inu skipti “þannig frekar litlu þegar upp er stað­ið”, eins og Stefán Ólafs­son orð­aði það í pistli sín­um.

Vörðu sinn eigin fjár­mála­markað



Bresk og hol­lensk stjórn­völd tóku þá ákvörðun að greiða inn­láns­eig­endum kröfur sínar skömmu eftir fall Lands­bank­ans. Það gerðu þau fyrst og fremst til að verja sinn eigin fjár­mála­mark­að. Sneru sér svo að Íslend­ingum og kröfð­ust endu­greiðslu á þeim greiðslum ásamt vöxt­um. Þrátt fyrir að mikil laga­leg óvissa væri uppi. Með nið­ur­stöðu EFTA dóm­stóls­ins í jan­úar 2013 var end­an­lega úr því skorið að íslenskir skatt­greið­endur væru ekki ábyrgir fyrir því að tryggja inni­stæður fall­innar fjár­mála­stofn­un­ar. Þessi nið­ur­staða virt­ist hafa komið mörgum í opna skjöldu, þrátt fyrir að frá upp­hafi máls­ins hafi allt bent til að rétt­ur­inn væri okkar meg­in. Hins vegar fór deilan á tíma­bili að snú­ast um eitt­hvað allt annað en stað­reyndir og rök. Afskipti Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins að mál­inu bættu ekki úr skák og þáver­andi stjórn­völdum er vissu­lega vor­kunn að hafa þurft að sitja undir þeim þrýst­ingi sem sjóð­ur­inn beitti. Það er einnig rann­sókn­ar­efni út af fyrir sig að skoða þær for­sendur sem helstu láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki not­uðu til að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að lög­fest­ing Ices­ave samn­ings myndi bæta láns­hæf­is­mat Íslands. Það er eitt­hvað furðu­legt við þá aðferð­ar­fræði að þegar þjóð tekur á sig meiri skuld­bind­ingar batni láns­hæfi henn­ar. Von­andi hafa grein­ing­ar­að­ilar end­ur­skoðað þessa hug­mynda­fræði síð­an.

Ein­falt og skýrt



Ef póli­tík er vikið til hliðar eru stað­reyndir máls­ins nokkuð ein­faldar og skýr­ar. Það er mjög mik­il­vægt að sagan sé skrifuð eftir stað­reynd­um, sér­stak­lega í hags­muna­máli að stærð­argráðu við Ices­ave mál­ið.

Að halda því fram að þjóðin sé nú að greiða Ices­ave höf­uð­stól­inn er ótrú­lega furðu­leg rök­semd­ar­færsla. Eignir voru fluttar úr gamla Lands­bank­anum yfir í þann nýja og hluti af greiðsl­unni fyrir þær eignir er í formi skulda­bréfs í erlendum gjald­eyri (oft nefnt Lands­banka­bréf­ið) sem nýji bank­inn þarf að standa skil á gagn­vart þrota­bú­inu. Greiðslur af skulda­bréf­inu munu vissu­lega renna til helstu kröfu­hafa þrota­bús­ins, sem eru bresk og hol­lensk stjórn­völd. Ices­ave samn­ing­arnir hefðu ekki breytt upp­gjör­inu á milli gamla og nýja Lands­bank­ans, en til við­bótar hefði rík­is­sjóður verið í ábyrgð fyrir því að for­gangs­kröfu­hafar þrota­bús einka­bank­ans fengju kröfur sínar greiddar upp í topp. Ásamt því að inna af hendi slig­andi vaxta­kostnað vegna þeirrar skuld­bind­ing­ar.

Auglýsing

Það væri kær­komið ef þjóðin gæti í sam­ein­ingu þakkað fyrir að svo fór ekki. Óháð því hver afstaða fólks var á sínum tíma í mál­inu. Hún skiptir ekki máli í dag. Íslend­ingar unnu fulln­að­ar­sigur fyrir EFTA dóm­stólnum – skatt­greið­endur bera ekki ábyrgð á höf­uð­stóli Ices­ave krafn­anna og greiða hann ekki. Von­andi ber virtum álits­gjöfum sú gæfa að reyna ekki að telja þjóð­inni trú um ann­að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None