Frábæra stóla í allar kirkjur

8264611854_67d38f0eb3_z.jpg
Auglýsing

Er ég sá eini sem heyrir yfir­gengi­lega mikið sagt um of lít­inn pen­ing í heil­brigð­is­kerf­inu?

Er ég sá eini sem las frétt­ina um maurana í Land­spít­al­an­um?

Er ég sá eini sem finnst það ótrú­lega skringi­legt að byrj­un­ar­laun presta séu hærri en lækna?

Auglýsing

Nú hyggur starfs­hópur á vegum inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins á það að end­ur­greiða Þjóð­kirkj­unni þær 660 millj­ónir sem hún skar niður umfram aðrar stofn­anir eftir efna­hags­hrun­ið. Ekki einu sinni fara þessar millj­ónir í laun presta. Þau eru nógu há fyr­ir; 585.000 krónur á mán­uði, byrj­un­ar­laun. Þessar millj­ónir fara í „bætta aðstöðu” fyrir starfs­menn kirkj­unn­ar.

Sigurður Bjartmar Magnússon. Sig­urður Bjart­mar Magn­ús­son.

Það ætti að vera borð­leggj­andi að þessar 660 millj­ónir ættu frekar að fara í heil­brigð­is­kerf­ið. Finnum einn ein­stak­ling sem er hvorki prestur né sér­hags­mun­að­ili í þessu máli sem telur þessar 660 millj­ónir frekar eiga heima í Þjóð­kirkj­unni en í heil­brigð­is­kerf­inu. Að þessi pen­ingur eigi frekar heima í stofn­un­inni sem 62% þjóðar er and­víg að sé tengd rík­inu. Ég dreg ekki úr starfi kirkj­unn­ar. Ég geri mér grein fyrir mik­il­vægi sálu­hjálp­ar­að­stoð hennar og ann­arra starfa. Ég vel kirkj­una ekki eina og sér af öllum stofn­unum til að rægja af engum sök­um. Ef meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar, 62%, styður aðskilnað ríkis og kirkju, þá á hann að láta heyra í sér.

Fjársvelti er mikið í heil­brigð­is­kerf­inu og spít­alar upp­fullir af ævafornum tækjum og tól­um. Spít­alar og slíkar stofn­anir eiga að vera í algjörum for­gangi hvað varðar kaup á nýjum bún­aði. Hvernig getur mann­eskjum dottið það í hug að dæla hvorki meira né minna en 660 millj­ónum í Þjóð­kirkj­una þegar jafn­mikil óánægja er með ástandið í heil­brigð­is­kerf­inu?

Leyfum lækn­unum í verk­fall­inu að gelta að vild um hærri laun. En dokum aðeins við  – voru prest­arnir að biðja um betri stóla og Iittala-glös? Látum þá fá 660 millj­ón­ir!

Hvort viljum við betri og nýrri búnað á spít­ala eða ánægð­ari presta með gylltar bibl­í­ur?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None