Dýrmætar skopmyndir

audur-jons.jpg
Auglýsing

Einu sinni, fyrir tæpum ára­tug þegar ég bjó í Kaup­manna­höfn, reyndi ég að verja við­brögð þeirra múslima sem mót­mæltu birt­ingu á skop­myndum af Múhameð spá­manni. Ástæðan var hat­urs­orð­ræðan í garð múslima sem var þá, og er senni­lega enn­þá, því mið­ur, ríkj­andi þar í landi og miklu víð­ar.

Eld­heit umræðan um þessar myndir var sem bensín á bál for­dóma. Í dag, í kjöl­far morð­anna í Par­ís, er vissu­lega hætta á að það sama ger­ist, að sak­laust fólk, þ.e. hóf­samir múslimar, verði fyrir hættu­legum hat­urs­for­dóm­um. Í Þýska­landi er nú þegar risin upp óhugn­an­leg hreyf­ing sem hefur verið mikið í fréttum und­an­far­ið, nefni­lega PEG­IDA (Pat­riot­ische Europäer gegen die Isla­misi­er­ung des Abend­land­es) en fólk hér í landi hefur fjöl­mennt víða til að reyna að draga strax úr áhrifum henn­ar, mætt í and­stöðu­göngur gegn PEDI­DA-­göngum og staðið fyrir tign­ar­lega tákn­rænum gjörn­ingum gegn þeim, gjörn­ingum á borð við myrkvaða Dóm­kirkj­una í Köln.

En þarna um árið gerði ég mig seka um að rugla saman ólíkum mál­um, for­dómum og frelsi, og það er hættu­legt að rugla þeim sam­an.

Auglýsing

Morðin í París eiga lík­lega eftir að hafa afleið­ing­ar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að mál- og tján­ing­ar­frelsið er heil­agt. Og þá ekki síður fyrir fólk í sam­fé­lögum þar sem mann­rétt­indi eru fótum troð­in. Því ef við svíkjum grund­vall­ar­hug­myndir á borð við það þá eru sam­fé­lög okkar á var­huga­verðum stað.

Charlie Hedbo

Heim­ur­inn stærri en Dan­mörkÉg hafði rangt fyrir mér þegar ég reyndi að rétt­læta við­brögð múslima í Dan­mörku við skop­mynd­un­um. Þá horfði ég á hlut­ina í dönsku sam­hengi, það að eitt stærsta dag­blað Dan­merkur væri að hjóla í minni­hluta­hóp í sam­fé­lag­inu sem ætti erfitt með að fóta sig í for­dóma­fullu umhverfi, nokkuð sem á enn við.

En átökin um tján­ing­ar­frelsið eru svo miklu stærra mál en svo, það er eitt­hvað sem snertir allar mann­eskjur djúpt. Tján­ing­ar­frelsið frelsar okkur mann­eskj­urnar úr viðjum rang­hug­mynda okk­ar. Í dag er ég því þakk­lát þessum skop­myndum sem hafa fengið mig til að hugsa nán­ast dag­lega um tján­ing­ar­frelsið síð­asta ára­tug­inn, nokkuð sem ég hefði lík­lega ekki gert hefðu þessar myndir aldrei birst.

Vissu­lega getur í sumum til­fellum verið fín­leg, jafn­vel ójós lína á milli hat­urs­orð­ræðu og tján­ing­ar­frelsis en þessi mörk eru samt ólýs­an­lega áhuga­verð og efni í enda­lausar pæl­ing­ar, pæl­ingar sem við ættum að velta upp á hverjum ein­asta degi því einmitt rök­ræðan færir okkur nær skiln­ingi. Oft kostar það að við þurfum að fikra okkur í blindni eftir króka­leiðum – og reka okkur á í rök­ræðum – en kannski er það eina leið­in, að takast á við hug­mynd­ir, bæði góðar hug­myndir og rang­hug­mynd­ir, vega þær og meta, skilja mót­sagn­irnar í bæði sjálfum sér og öðrum og gleyma aldrei að í líf­inu fyr­ir­finn­ast hlutir sem eru æðri okkur sjálf­um. Einmitt þessa hluti er ekki alltaf auð­velt að skilja, birt­ing­ar­myndir þeirra geta verið flökt­andi.

Opin­berun heimsk­u­nnarUm­ræðan um skop­mynd­irnar af Múhameð er dýr­mæt. Hún var – og er – nauð­syn­leg. Allar þessar ólíku raddir sem heyrð­ust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef mynd­irnar hefðu ekki birst og fengið fólk til að hugsa um gjörn­ing­inn í stærra sam­hengi, út frá öllum hlið­um. Þær fengu fólk út um allan heim til að ríf­ast, rök­ræða og hugsa.

Vissu­lega varð öll þessi umræða kveikja að for­dóm­um, eins og áður sagði, en þegar öllu er á botn­inn hvolft þá kom meira gott en vont út úr birt­ingu mynd­anna. Hlutir sem þurftu hrein­lega að koma upp á yfir­borðið og hefðu gert það, fyrr eða síð­ar­. ­Gjörn­ing­ur­inn varð til þess að með­vit­und fjöl­margra um mál- og tján­ing­ar­frelsið jókst til muna, held ég.

En frels­inu fylgir ábyrgð og því er hræði­legt að sjá nú fólk þjóta fram á víg­völl sam­skipta­miðl­anna með for­dóma­fullum upp­hróp­unum í garð múslima almennt, líkt og það hlakki í því yfir ódæð­inu.

Þetta fólk vil ég minna á að Steph­ane Charbonni­er, rit­stjóri Charlie Hebdo sem lést í gær, sagði í við­tali við BBC eftir sprengju­til­ræði árið 2011 að það væri á ábyrgð heimskra öfga­manna en end­ur­spegl­aði ekki múslima í Frakk­landi.

Senni­lega eru múslimar í Frakk­landi upp til hópa eins og fólkið í göt­unni minni hér í Berlín, í henni er hátt hlut­fall íbú­anna múslim­ar. Upp til hópa fólk sem lifir sínu lífi í frið og spekt. Elsku­legt fólk sem hefur orð á sér fyrir að vera barn­vænt og greið­vikn­ara en margur þung­bú­inn þýskætt­aði Berlín­ar­bú­inn. Fólk sem þarf að lifa við að í sögu­lega með­vit­uðu heima­landi þess, Þýska­landi, sé hættu­leg hreyf­ing á borð við PEG­IDA orðin að veru­leika.

Það er auð­velt að mis­nota tján­ing­ar­frelsið til að dul­búa hat­urs­orð­ræðu. And­stæðu alls þess sem er þess virði að lifa og deyja fyr­ir. En tján­ing­ar­frelsið er ekki það sama og afsökun fyrir opin­berun heimsku­nn­ar, sama þótt það veiti okkur frelsi til að tjá hana.

Gleymum heldur ekki að sama dag og ráð­ist var með vopnum á tján­ing­ar­frelsið í París þá var heill Víð­sjár­þáttur til­eink­aður bágri stöðu fjöl­miðla á Íslandi og því hvernig eign­ar­hald fjöl­miðl­anna kæfir tján­ing­ar­frelsi blaða­manna. Sýnum öllum sem látið hafa lífið fyrir tján­ing­ar­frelsið þá virð­ingu að hlúa að því hvern ein­asta dag, af virð­ingu en þó áræðni.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None