Bakherbergið: Hanna Birna hefði átt að gera eins og Illugi

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Um fátt annað hefur verið rætt í bak­her­bergj­unum þessa vik­una en stöðu Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra. Þar furða menn sig á ákvörð­un­ar­töku Hönnu Birnu und­an­farið ár. Það er mat bak­her­berg­is­manna og –kvenna að Hanna Birna hefði getað varið stöðu sína með því að stíga til hliðar strax og lög­reglu­rann­sókn á nú ját­uðum leka aðstoð­ar­manns hennar hófst form­lega. Sam­hliða hefði Hanna Birna ein­fald­lega geta sagt að hún ætl­aði ekki að tjá sig um málið fyrr en eðli­legri rann­sókn lög­reglu væri lokið og þannig horfið vel undir rad­ar­inn á meðan að á útlægð­inni stæði.

Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er afskaplega veik þessa daganna. Staða Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra er afskap­lega veik þessa dag­anna.

Ef Hanna Birna hefði gert hlut­ina svona hefði hún átt örugga end­ur­komu­leið í efstu deild íslenskra stjórn­mála strax og nið­ur­staða í mál­inu lægi fyr­ir, sama hver sú nið­ur­staða væri. Þess í stað ákvað hún að negla sig fasta við ráð­herra­stól­inn og glat­aði allri virð­ingu og trú­verð­ug­leika með því að ráð­ast hat­ramm­lega á allar stofn­anir sam­fé­lags­ins sem gagn­rýndu eða rann­sök­uðu leka­mál­ið.

Auglýsing

Hanna Birna hefði raunar átt að læra af kollega sínum Ill­uga Gunn­ars­syni.

Þegar skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var birt 12. apríl 2010 var í henni að finna mikla umfjöllun um vafa­saman pen­inga­mark­aðs­sjóð Glitn­is, hinn fræga Sjóð 9. Í skýrsl­unni var gagn­rýnt að sjóð­ur­inn hefði keypt verð­laus skulda­bréf FL Group fyrir 10,7 millj­arða króna eftir þjóð­nýt­ingu Glitnis og að fjár­fest­ingar hans hefðu ekki verið í neinu sam­ræmi við aug­lýsta fjár­fest­ing­ar­stefnu. Rann­sókn­ar­nefndin vís­aði auk þess málum tengdum Sjóði 9 til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Ill­ugi Gunn­ars­son sat í stjórn Glitnis sjóða fyrir hrun.

Fjórum dögum eftir að skýrslan kom út til­kynnti Ill­ugi að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum á meðan að rann­sókn emb­ætt­is­ins stæði yfir

Fjórum dögum eftir að skýrslan kom út til­kynnti Ill­ugi að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum á meðan að rann­sókn emb­ætt­is­ins stæði yfir. Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér af þessu til­efni sagði m.a.: „Mat mitt er að sú óvissa sem mynd­að­ist við þá ákvörðun nefnd­­ar­inn­ar að vísa með al­­menn­um hætti mál­um pen­inga­­mark­aðs­sjóð­anna allra til sér­­staks sak­­sókn­­ara, sé til þess fall­in að draga úr til­­­trú al­­menn­ings á störf­um mín­um á Alþingi. Jafn­­framt kann þessi óvissa að skaða Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í þeirri miklu vinnu sem framund­an er við end­­ur­reisn ís­­lensks efna­hags­lífs og sam­­fé­lags. Við það get ég ekki unað“.

Tæpu einu og hálfu ári síðar snéri Ill­ugi aftur á þing eftir að nið­ur­stöður lög­fræði­á­lits sem unnið var um Sjóð 9 hafi sýnt að hvorki lög né reglur hafi verið brotnar í starf­semi hans.

Hann hefur nú algjör­lega náð vopnum sín­um, er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og þykir lík­leg­astur allra sjálf­stæð­is­manna til að taka við af Hönnu Birnu sem vara­for­maður flokks­ins þegar hún loks segir af sér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None