Bakherbergið: Hanna Birna hefði átt að gera eins og Illugi

illugi-gunnarsson.jpg
Auglýsing

Um fátt annað hefur verið rætt í bak­her­bergj­unum þessa vik­una en stöðu Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra. Þar furða menn sig á ákvörð­un­ar­töku Hönnu Birnu und­an­farið ár. Það er mat bak­her­berg­is­manna og –kvenna að Hanna Birna hefði getað varið stöðu sína með því að stíga til hliðar strax og lög­reglu­rann­sókn á nú ját­uðum leka aðstoð­ar­manns hennar hófst form­lega. Sam­hliða hefði Hanna Birna ein­fald­lega geta sagt að hún ætl­aði ekki að tjá sig um málið fyrr en eðli­legri rann­sókn lög­reglu væri lokið og þannig horfið vel undir rad­ar­inn á meðan að á útlægð­inni stæði.

Staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra er afskaplega veik þessa daganna. Staða Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra er afskap­lega veik þessa dag­anna.

Ef Hanna Birna hefði gert hlut­ina svona hefði hún átt örugga end­ur­komu­leið í efstu deild íslenskra stjórn­mála strax og nið­ur­staða í mál­inu lægi fyr­ir, sama hver sú nið­ur­staða væri. Þess í stað ákvað hún að negla sig fasta við ráð­herra­stól­inn og glat­aði allri virð­ingu og trú­verð­ug­leika með því að ráð­ast hat­ramm­lega á allar stofn­anir sam­fé­lags­ins sem gagn­rýndu eða rann­sök­uðu leka­mál­ið.

Auglýsing

Hanna Birna hefði raunar átt að læra af kollega sínum Ill­uga Gunn­ars­syni.

Þegar skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var birt 12. apríl 2010 var í henni að finna mikla umfjöllun um vafa­saman pen­inga­mark­aðs­sjóð Glitn­is, hinn fræga Sjóð 9. Í skýrsl­unni var gagn­rýnt að sjóð­ur­inn hefði keypt verð­laus skulda­bréf FL Group fyrir 10,7 millj­arða króna eftir þjóð­nýt­ingu Glitnis og að fjár­fest­ingar hans hefðu ekki verið í neinu sam­ræmi við aug­lýsta fjár­fest­ing­ar­stefnu. Rann­sókn­ar­nefndin vís­aði auk þess málum tengdum Sjóði 9 til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Ill­ugi Gunn­ars­son sat í stjórn Glitnis sjóða fyrir hrun.

Fjórum dögum eftir að skýrslan kom út til­kynnti Ill­ugi að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum á meðan að rann­sókn emb­ætt­is­ins stæði yfir

Fjórum dögum eftir að skýrslan kom út til­kynnti Ill­ugi að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum á meðan að rann­sókn emb­ætt­is­ins stæði yfir. Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér af þessu til­efni sagði m.a.: „Mat mitt er að sú óvissa sem mynd­að­ist við þá ákvörðun nefnd­­ar­inn­ar að vísa með al­­menn­um hætti mál­um pen­inga­­mark­aðs­sjóð­anna allra til sér­­staks sak­­sókn­­ara, sé til þess fall­in að draga úr til­­­trú al­­menn­ings á störf­um mín­um á Alþingi. Jafn­­framt kann þessi óvissa að skaða Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í þeirri miklu vinnu sem framund­an er við end­­ur­reisn ís­­lensks efna­hags­lífs og sam­­fé­lags. Við það get ég ekki unað“.

Tæpu einu og hálfu ári síðar snéri Ill­ugi aftur á þing eftir að nið­ur­stöður lög­fræði­á­lits sem unnið var um Sjóð 9 hafi sýnt að hvorki lög né reglur hafi verið brotnar í starf­semi hans.

Hann hefur nú algjör­lega náð vopnum sín­um, er mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og þykir lík­leg­astur allra sjálf­stæð­is­manna til að taka við af Hönnu Birnu sem vara­for­maður flokks­ins þegar hún loks segir af sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None