Bakherbergið: Hvað varð um neyðarástandið?

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Síð­asta íslenska haust var und­ir­lagt af lækna­verk­falli. Fyr­ir­sagnir eins og „Allt stefnir í neyð­ar­á­stand“, „Heil­brigð­is­kerfi á helj­ar­þröm“, „Læknar hættir að koma heim“, „Al­var­legt ástand vegna upp­sagna ungra lækna“, „Engir krabba­meins­læknar á Íslandi 2020?“ og „Að­gerðum frestað og biðlistar lengjast“ voru dag­legt brauð og þjóð­in, í gegnum fjöl­miðla, fékk þá til­finn­ingu að ef ekki yrði samið við lækna strax yrðum við ekki lengur vel­ferð­ar­ríki heldur þriðja heims ríki.

Og læknar náðu eyrum þjóð­ar­inn­ar. Skoð­ana­kann­anir sýndu að mikil meiri­hluti svar­enda var þeirrar skoð­unar að læknar ættu að fá launa­hækk­anir umfram aðra.

Þann 7. jan­úar var samið við lækna um tug­pró­senta­launa­hækk­an­ir. Eftir það hefur varla verið skrifuð eða sögð frétt af „neyð­ar­á­stand­inu“ í íslenskum heil­brigð­is­mál­um.

Auglýsing

En hvað veld­ur? Eftir að samn­ingar náð­ust var upp­lýst um að Lækna­fé­lag Íslands hafi ráðið almanna­tengil­inn Gunnar Stein Páls­son til að vera því til ráð­gjafar á meðan að læknar þrýstu á miklar launa­hækk­an­ir. Í nýjasta hefti Lækna­blaðs­ins sagði for­maður félags­ins að ráðn­ingin á Gunn­ari Steini hafi alveg tví­mæla­laust hjálpað til við að knýja fram veru­lega kjara­bæt­ur, sem nú hafa reyndar sett kjara­deilur allra ann­arra stétta sam­fé­lags­ins í mikið upp­nám.

Í bak­her­berg­inu er því velt fyrir sér hvort Gunnar Steinn og lækn­arnir hafi ein­fald­lega ekki náð að spila á fjöl­miðl­anna og almenn­ings­á­litið eins og hljóm­fag­urt strengja­hljóð­færi til að ná sínu fram með gengd­ar­lausum, og skipu­lögð­um, hræðslu­á­róðri?

Til að gæta allrar sann­girni er nauð­syn­legt að taka fram að sam­keppn­is­hæfni lands­ins um sér­fræði­lækna er auð­vitað við­var­andi og hættu­legt vanda­mál. Sér­fræð­ingar skila sér illa heim þar sem grasið virð­ist grænna ann­ars stað­ar. En neyð­ar­á­standið var að minnsta kosti fljótt að hverfa úr umræð­unni þegar launatékkar lækna hækk­uðu um tugi pró­senta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None