Bakherbergið: Hvað varð um neyðarástandið?

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Síð­asta íslenska haust var und­ir­lagt af lækna­verk­falli. Fyr­ir­sagnir eins og „Allt stefnir í neyð­ar­á­stand“, „Heil­brigð­is­kerfi á helj­ar­þröm“, „Læknar hættir að koma heim“, „Al­var­legt ástand vegna upp­sagna ungra lækna“, „Engir krabba­meins­læknar á Íslandi 2020?“ og „Að­gerðum frestað og biðlistar lengjast“ voru dag­legt brauð og þjóð­in, í gegnum fjöl­miðla, fékk þá til­finn­ingu að ef ekki yrði samið við lækna strax yrðum við ekki lengur vel­ferð­ar­ríki heldur þriðja heims ríki.

Og læknar náðu eyrum þjóð­ar­inn­ar. Skoð­ana­kann­anir sýndu að mikil meiri­hluti svar­enda var þeirrar skoð­unar að læknar ættu að fá launa­hækk­anir umfram aðra.

Þann 7. jan­úar var samið við lækna um tug­pró­senta­launa­hækk­an­ir. Eftir það hefur varla verið skrifuð eða sögð frétt af „neyð­ar­á­stand­inu“ í íslenskum heil­brigð­is­mál­um.

Auglýsing

En hvað veld­ur? Eftir að samn­ingar náð­ust var upp­lýst um að Lækna­fé­lag Íslands hafi ráðið almanna­tengil­inn Gunnar Stein Páls­son til að vera því til ráð­gjafar á meðan að læknar þrýstu á miklar launa­hækk­an­ir. Í nýjasta hefti Lækna­blaðs­ins sagði for­maður félags­ins að ráðn­ingin á Gunn­ari Steini hafi alveg tví­mæla­laust hjálpað til við að knýja fram veru­lega kjara­bæt­ur, sem nú hafa reyndar sett kjara­deilur allra ann­arra stétta sam­fé­lags­ins í mikið upp­nám.

Í bak­her­berg­inu er því velt fyrir sér hvort Gunnar Steinn og lækn­arnir hafi ein­fald­lega ekki náð að spila á fjöl­miðl­anna og almenn­ings­á­litið eins og hljóm­fag­urt strengja­hljóð­færi til að ná sínu fram með gengd­ar­lausum, og skipu­lögð­um, hræðslu­á­róðri?

Til að gæta allrar sann­girni er nauð­syn­legt að taka fram að sam­keppn­is­hæfni lands­ins um sér­fræði­lækna er auð­vitað við­var­andi og hættu­legt vanda­mál. Sér­fræð­ingar skila sér illa heim þar sem grasið virð­ist grænna ann­ars stað­ar. En neyð­ar­á­standið var að minnsta kosti fljótt að hverfa úr umræð­unni þegar launatékkar lækna hækk­uðu um tugi pró­senta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None