Bakherbergið: Hvað varð um neyðarástandið?

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Síð­asta íslenska haust var und­ir­lagt af lækna­verk­falli. Fyr­ir­sagnir eins og „Allt stefnir í neyð­ar­á­stand“, „Heil­brigð­is­kerfi á helj­ar­þröm“, „Læknar hættir að koma heim“, „Al­var­legt ástand vegna upp­sagna ungra lækna“, „Engir krabba­meins­læknar á Íslandi 2020?“ og „Að­gerðum frestað og biðlistar lengjast“ voru dag­legt brauð og þjóð­in, í gegnum fjöl­miðla, fékk þá til­finn­ingu að ef ekki yrði samið við lækna strax yrðum við ekki lengur vel­ferð­ar­ríki heldur þriðja heims ríki.

Og læknar náðu eyrum þjóð­ar­inn­ar. Skoð­ana­kann­anir sýndu að mikil meiri­hluti svar­enda var þeirrar skoð­unar að læknar ættu að fá launa­hækk­anir umfram aðra.

Þann 7. jan­úar var samið við lækna um tug­pró­senta­launa­hækk­an­ir. Eftir það hefur varla verið skrifuð eða sögð frétt af „neyð­ar­á­stand­inu“ í íslenskum heil­brigð­is­mál­um.

Auglýsing

En hvað veld­ur? Eftir að samn­ingar náð­ust var upp­lýst um að Lækna­fé­lag Íslands hafi ráðið almanna­tengil­inn Gunnar Stein Páls­son til að vera því til ráð­gjafar á meðan að læknar þrýstu á miklar launa­hækk­an­ir. Í nýjasta hefti Lækna­blaðs­ins sagði for­maður félags­ins að ráðn­ingin á Gunn­ari Steini hafi alveg tví­mæla­laust hjálpað til við að knýja fram veru­lega kjara­bæt­ur, sem nú hafa reyndar sett kjara­deilur allra ann­arra stétta sam­fé­lags­ins í mikið upp­nám.

Í bak­her­berg­inu er því velt fyrir sér hvort Gunnar Steinn og lækn­arnir hafi ein­fald­lega ekki náð að spila á fjöl­miðl­anna og almenn­ings­á­litið eins og hljóm­fag­urt strengja­hljóð­færi til að ná sínu fram með gengd­ar­lausum, og skipu­lögð­um, hræðslu­á­róðri?

Til að gæta allrar sann­girni er nauð­syn­legt að taka fram að sam­keppn­is­hæfni lands­ins um sér­fræði­lækna er auð­vitað við­var­andi og hættu­legt vanda­mál. Sér­fræð­ingar skila sér illa heim þar sem grasið virð­ist grænna ann­ars stað­ar. En neyð­ar­á­standið var að minnsta kosti fljótt að hverfa úr umræð­unni þegar launatékkar lækna hækk­uðu um tugi pró­senta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None