Bakherbergið: Hvað varð um neyðarástandið?

15850516779-84045ca1e5-z.jpg
Auglýsing

Síð­asta íslenska haust var und­ir­lagt af lækna­verk­falli. Fyr­ir­sagnir eins og „Allt stefnir í neyð­ar­á­stand“, „Heil­brigð­is­kerfi á helj­ar­þröm“, „Læknar hættir að koma heim“, „Al­var­legt ástand vegna upp­sagna ungra lækna“, „Engir krabba­meins­læknar á Íslandi 2020?“ og „Að­gerðum frestað og biðlistar lengjast“ voru dag­legt brauð og þjóð­in, í gegnum fjöl­miðla, fékk þá til­finn­ingu að ef ekki yrði samið við lækna strax yrðum við ekki lengur vel­ferð­ar­ríki heldur þriðja heims ríki.

Og læknar náðu eyrum þjóð­ar­inn­ar. Skoð­ana­kann­anir sýndu að mikil meiri­hluti svar­enda var þeirrar skoð­unar að læknar ættu að fá launa­hækk­anir umfram aðra.

Þann 7. jan­úar var samið við lækna um tug­pró­senta­launa­hækk­an­ir. Eftir það hefur varla verið skrifuð eða sögð frétt af „neyð­ar­á­stand­inu“ í íslenskum heil­brigð­is­mál­um.

Auglýsing

En hvað veld­ur? Eftir að samn­ingar náð­ust var upp­lýst um að Lækna­fé­lag Íslands hafi ráðið almanna­tengil­inn Gunnar Stein Páls­son til að vera því til ráð­gjafar á meðan að læknar þrýstu á miklar launa­hækk­an­ir. Í nýjasta hefti Lækna­blaðs­ins sagði for­maður félags­ins að ráðn­ingin á Gunn­ari Steini hafi alveg tví­mæla­laust hjálpað til við að knýja fram veru­lega kjara­bæt­ur, sem nú hafa reyndar sett kjara­deilur allra ann­arra stétta sam­fé­lags­ins í mikið upp­nám.

Í bak­her­berg­inu er því velt fyrir sér hvort Gunnar Steinn og lækn­arnir hafi ein­fald­lega ekki náð að spila á fjöl­miðl­anna og almenn­ings­á­litið eins og hljóm­fag­urt strengja­hljóð­færi til að ná sínu fram með gengd­ar­lausum, og skipu­lögð­um, hræðslu­á­róðri?

Til að gæta allrar sann­girni er nauð­syn­legt að taka fram að sam­keppn­is­hæfni lands­ins um sér­fræði­lækna er auð­vitað við­var­andi og hættu­legt vanda­mál. Sér­fræð­ingar skila sér illa heim þar sem grasið virð­ist grænna ann­ars stað­ar. En neyð­ar­á­standið var að minnsta kosti fljótt að hverfa úr umræð­unni þegar launatékkar lækna hækk­uðu um tugi pró­senta.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None