Ísland fyrir fyrirtækin - til fjandans með fólkið

Aðalbjörn Sigurðsson
13896340220_14bbb5e60d_z.jpg
Auglýsing

Á Íslandi býr fólk sem er fátækt, sem á meðal ann­ars í vand­ræðum með að útvega sér mat og hefur ekki efni á almenni­legu hús­næði. Skýrsla eftir skýrslu sýnir fram á að börn þessa hóps líða skort og er vegna fjár­hags­legrar stöðu for­eldra sinna meinað að taka þátt í sam­fé­lag­inu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur geti mót­mælt þess­ari full­yrð­ingu. Ég held líka að allir séu sam­mála að þetta þurfi að laga.

Allt of lág launFólk sem fer dag­lega í vinnu og vinnur mörg af erf­ið­ustu og van­þakk­lát­ustu stör­f­unum í sam­fé­lag­inu er fátækt því lægstu laun eru svo lág að þau duga ekki fyrir lág­marks fram­færslu. Öryrkjar og eldri borg­arar eru margir í sömu stöðu. Í stað­inn fyrir að finna var­an­lega lausn á vand­anum höfum við síð­ustu ára­tugi reynt að stoppa upp í kerfi sem ekki virk­ar. Kerfi tekju­teng­inga, barna­bóta, vaxta­bóta, húsa­leigu­bóta, örorku­bóta og atvinnu­leys­is­bóta. Allar þessar bætur eiga það sam­eig­in­legt að vera of lág­ar.

Kerfið treystir nú á að félaga­sam­tök komi þeim verst stöddu til aðstoðar með mat­ar­gjöfum og annarri ölm­usu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkrum stjórn­mála­manni finn­ist í lagi að hópur öryrkja og eldri borg­ara þurfi reglu­lega að heim­sækja kaffi­stofu Sam­hjálpar til að fá að borða því bætur þeirra duga ekki fyrir mat. Ég get heldur ekki ímyndað mér að nokkur vinnu­veit­andi vilji horfa á eftir starfs­manni sínum í lok vinnu­dags ganga niður til Fjöl­skyldu­hjálpar Íslands til að standa þar í bið­röð eftir mat­ar­gjöfum því launin duga ein­fald­lega ekki til lág­marks fram­færslu.

Engu að síður virð­ist okkur ómögu­legt að koma í veg fyrir að þetta ger­ist. Þegar kemur að bráð­nauð­syn­legri hækkun lægstu launa virð­ist eng­inn hafa nokkrar hug­myndir eða ráð sem duga. Full­yrt er að allt fari á hlið­ina ef þeir sem minnst bera úr býtum fái nauð­syn­legar kjara­bæt­ur. Það ógni stöð­ug­leika, ýfi upp verð­bólgu­bálið og eyði­leggi rekstr­ar­grund­völl fyr­ir­tækja. Nú er svo komið að ég hef það sterk­lega á til­finn­ing­unni að réttur fyr­ir­tækja til að lifa af og skila hagn­aði sé sterk­ari en réttur starfs­manna þeirra til að lifa sóma­sam­legu lífi. Kerfið hyglir fyr­ir­tækj­un­um. Til fjand­ans með fólk­ið.

Auglýsing

Finnum lausnirEn þannig hugsar auð­vitað eng­inn og þannig vill eng­inn hafa það. Nú þurfum við að finna ein­hver ráð. Við stöndum á tíma­mótum þar sem allir kjara­samn­ingar lands­ins eru laus­ir, eða við það að losna, á sama tíma og hér er komið efna­hags­legt góð­æri (alla­vega í orð­i). Nú þurfum við að hugsa út fyrir kass­ann og færa ábyrgð­ina af verka­fólki, öryrkjum og eldri borg­urum yfir á stjórn­mála­menn og stjórn­endur fyr­ir­tækja. Við þurfum að gera nýja þjóð­ar­sátt um að fyr­ir­tæki og stjórn­völd sýni það aðhald sem almenn­ingur hefur þurft að sýna síð­ustu ára­tugi. Bindum meðal ann­ars hendur stjórn­enda fyr­ir­tækja og stjórn­mála­manna svo þeir hækki ekki eigin laun né velti kostn­að­ar­hækk­unum hugs­un­ar­laust út í verð­lag­ið. Í svona tvö til fjögur ár.

Nýtum tím­ann til að átta okkur á hvað það kostar að lifa sóma­sam­legu lífi á Íslandi, hækkum lægstu laun og allar bætur upp í þá upp­hæð. Í kjöl­farið má sleppa stjórn­mála­mönnum lausum á ný. Þeir geta þá veitt atkvæði út á að hafa bætt þjóð­fé­lagið í stað þess að veið­arnar snú­ist um mis­gáfu­legar fram­kvæmdir á kostnað skatt­greið­enda. Leyfum þá stjórn­endum fyr­ir­tækja að hámarka arð eig­enda og hlut­hafa vit­andi að það er ekki gert á kostnað lífs­gæða starfs­manna. Um það held ég að allir geti verið sam­mála.

Höf­undur er félags­fræð­ing­ur.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None