Ísland fyrir fyrirtækin - til fjandans með fólkið

Aðalbjörn Sigurðsson
13896340220_14bbb5e60d_z.jpg
Auglýsing

Á Íslandi býr fólk sem er fátækt, sem á meðal ann­ars í vand­ræðum með að útvega sér mat og hefur ekki efni á almenni­legu hús­næði. Skýrsla eftir skýrslu sýnir fram á að börn þessa hóps líða skort og er vegna fjár­hags­legrar stöðu for­eldra sinna meinað að taka þátt í sam­fé­lag­inu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur geti mót­mælt þess­ari full­yrð­ingu. Ég held líka að allir séu sam­mála að þetta þurfi að laga.

Allt of lág launFólk sem fer dag­lega í vinnu og vinnur mörg af erf­ið­ustu og van­þakk­lát­ustu stör­f­unum í sam­fé­lag­inu er fátækt því lægstu laun eru svo lág að þau duga ekki fyrir lág­marks fram­færslu. Öryrkjar og eldri borg­arar eru margir í sömu stöðu. Í stað­inn fyrir að finna var­an­lega lausn á vand­anum höfum við síð­ustu ára­tugi reynt að stoppa upp í kerfi sem ekki virk­ar. Kerfi tekju­teng­inga, barna­bóta, vaxta­bóta, húsa­leigu­bóta, örorku­bóta og atvinnu­leys­is­bóta. Allar þessar bætur eiga það sam­eig­in­legt að vera of lág­ar.

Kerfið treystir nú á að félaga­sam­tök komi þeim verst stöddu til aðstoðar með mat­ar­gjöfum og annarri ölm­usu. Ég get ekki ímyndað mér að nokkrum stjórn­mála­manni finn­ist í lagi að hópur öryrkja og eldri borg­ara þurfi reglu­lega að heim­sækja kaffi­stofu Sam­hjálpar til að fá að borða því bætur þeirra duga ekki fyrir mat. Ég get heldur ekki ímyndað mér að nokkur vinnu­veit­andi vilji horfa á eftir starfs­manni sínum í lok vinnu­dags ganga niður til Fjöl­skyldu­hjálpar Íslands til að standa þar í bið­röð eftir mat­ar­gjöfum því launin duga ein­fald­lega ekki til lág­marks fram­færslu.

Engu að síður virð­ist okkur ómögu­legt að koma í veg fyrir að þetta ger­ist. Þegar kemur að bráð­nauð­syn­legri hækkun lægstu launa virð­ist eng­inn hafa nokkrar hug­myndir eða ráð sem duga. Full­yrt er að allt fari á hlið­ina ef þeir sem minnst bera úr býtum fái nauð­syn­legar kjara­bæt­ur. Það ógni stöð­ug­leika, ýfi upp verð­bólgu­bálið og eyði­leggi rekstr­ar­grund­völl fyr­ir­tækja. Nú er svo komið að ég hef það sterk­lega á til­finn­ing­unni að réttur fyr­ir­tækja til að lifa af og skila hagn­aði sé sterk­ari en réttur starfs­manna þeirra til að lifa sóma­sam­legu lífi. Kerfið hyglir fyr­ir­tækj­un­um. Til fjand­ans með fólk­ið.

Auglýsing

Finnum lausnirEn þannig hugsar auð­vitað eng­inn og þannig vill eng­inn hafa það. Nú þurfum við að finna ein­hver ráð. Við stöndum á tíma­mótum þar sem allir kjara­samn­ingar lands­ins eru laus­ir, eða við það að losna, á sama tíma og hér er komið efna­hags­legt góð­æri (alla­vega í orð­i). Nú þurfum við að hugsa út fyrir kass­ann og færa ábyrgð­ina af verka­fólki, öryrkjum og eldri borg­urum yfir á stjórn­mála­menn og stjórn­endur fyr­ir­tækja. Við þurfum að gera nýja þjóð­ar­sátt um að fyr­ir­tæki og stjórn­völd sýni það aðhald sem almenn­ingur hefur þurft að sýna síð­ustu ára­tugi. Bindum meðal ann­ars hendur stjórn­enda fyr­ir­tækja og stjórn­mála­manna svo þeir hækki ekki eigin laun né velti kostn­að­ar­hækk­unum hugs­un­ar­laust út í verð­lag­ið. Í svona tvö til fjögur ár.

Nýtum tím­ann til að átta okkur á hvað það kostar að lifa sóma­sam­legu lífi á Íslandi, hækkum lægstu laun og allar bætur upp í þá upp­hæð. Í kjöl­farið má sleppa stjórn­mála­mönnum lausum á ný. Þeir geta þá veitt atkvæði út á að hafa bætt þjóð­fé­lagið í stað þess að veið­arnar snú­ist um mis­gáfu­legar fram­kvæmdir á kostnað skatt­greið­enda. Leyfum þá stjórn­endum fyr­ir­tækja að hámarka arð eig­enda og hlut­hafa vit­andi að það er ekki gert á kostnað lífs­gæða starfs­manna. Um það held ég að allir geti verið sam­mála.

Höf­undur er félags­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None