Hvers vegna þurfti að lengja í Landsbankabréfinu?

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Mikil umfjöllun hefur orðið á opin­berum vett­vangi um hið svo­kall­aða Lands­banka­bréf, skulda­bréf sem Lands­bank­inn gaf út til gamla bank­ans (LBI) til að jafna út mis­mun á yfir­færðum inn­stæðum (skuld­um) og eignum sem aðal­lega voru útlán. Sumt í þeirri umfjöllun ber með sér að ekki allir eru upp­lýstir um til­urð skulda­bréfs­ins og til­gang. Því er rétt að fjalla betur um málið og leggja fram frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur. Þor­steinn Þor­steins­son, rekstr­ar­hag­fræð­ing­ur.

1. Voru skulda­bréfin of stór?



Á grund­velli óháðs mats á eignum yfir­færðum til Lands­bank­ans frá LBI var gert sam­komu­lag um grunn­mat eigna að fjár­hæð 783 ma.kr. Yfir­færðar skuld­ir, aðal­lega inn­stæð­ur, voru  508 ma.kr þannig að skuld nýja bank­ans við þann gamla var 275 ma.kr. Auk þess var samið um skil­yrtar við­bót­ar­greiðslur ef verð­mæti vissra eigna reynd­ist meira en gert var ráð fyrir í grunn­mat­inu, þó að hámarki 92 ma.kr. Hlut­i ­sam­komu­lags­ins var að gamli bank­inn tæki við 28 ma.kr. í hlutafé þannig að upp­runa­lega skulda­bréfið nam 247 ma.kr. (275-28).

Skil­yrta skulda­bréfið var síðan gefið út að fullu og fyrir það fékk rík­is­sjóður hluta­bréfin til sín án end­ur­gjalds og gat tekju­fært 25 ma.kr. í rík­is­reikn­ingi 2013 vegna þessa.

Auglýsing

Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Jóhannes Karl Sveins­son, hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­.

Áður hefur komið fram opin­ber­lega að í hinum bönk­unum tveimur var minni munur á eignum og skuld­um. Íslands­banki átti þó að gefa út skulda­bréf til Glitnis að fjár­hæð 52 ma.kr. en á end­anum breytti Glitnir þeirri kröfu í hlutafé og ekk­ert skulda­bréf var gefið út.

Velta má fyrir sér hvers vegna svo mik­ill munur var á Lands­bank­anum ann­ars­vegar og Arion banka og Íslands­banka hins­vegar hvað þetta varð­ar. Skýr­ingin mun vera sú að Lands­bank­inn var með viða­mikla inn­lánast­arsfsemi í úti­búum í Bret­landi og Hollandi og hluti þeirrar inn­láns­söfn­unar fjár­magn­aði útlána­starf­semi á Íslandi. Þannig varð virði inn­lendu útlán­anna miklu meira en virði inn­lendu inn­lán­anna.

Einn af þeim kostum sem kom til skoð­unar var að taka yfir minna af eignum frá gamla bank­anum og lækka þar með fjár­hæð skulda­bréfs­ins. Rétt er að geta þess í þessu sam­bandi að skipt­ing eigna fór eftir ákvörðun FME í októ­ber 2008, þannig að til­flutn­ingur eigna til Lands­bank­ans tók til allra inn­lendra eigna. Sjón­ar­mið stjórn­valda var hins­vegar að ekki væri væn­legt að skilja íslenskar eignir eftir í þrota­bú­inu. Það væri ekki heppi­legt að þrotabú sæi um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu íslenskra fyr­ir­tækja, ein­göngu yrði um inn­heimtu að ræða, og end­ur­skipu­lagn­ingin ætti frekar að eiga sér stað í við­skipta­banka við­kom­andi fyr­ir­tækja. Því var ekki leitað til FME um að breyta skil­grein­ingu sinni á eigna­skipt­ing­unni þannig að góðar íslenskar eignir yrðu skildar eftir í þrota­bú­inu. Reynslan með skipt­ingu SPRON og Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­ans hefur sýnt að þetta sjón­ar­mið var rétt. Rétt er að hafa í huga að 275 ma.kr er meira en þriðj­ungur þeirra eigna sem voru færðar yfir.

Laus­lega var talið að eignir nýju bank­anna þriggja í erlendum myntum væri um 800 ma.kr. og að helm­ingur þess væri lán til aðila sem hefðu tekjur í erlendum myntum og þyrftu því á erlendri fjár­mögnun að halda. Við skipt­ingu bank­anna voru allar erlendar skuldir skildar eftir í gömlu bönk­unum og voru nýju bank­arnir því nán­ast án fjár­mögn­unar í erlendum mynt­um. Í gegnum árin hefur það ávallt verið þannig að íslensku bank­arnir hafa aflað sér láns­fjár erlends til að end­ur­lána til fyr­ir­tækja sem eru með tekjur í erlendum myntum og er sjáv­ar­út­veg­ur­inn þar lang­mik­il­vægast­ur.

Skulda­bréf Lands­bank­ans varð þannig nán­ast eina erlenda fjár­mögn­unin sem íslenska banka­kerfið hafði á þessum tíma, en heild­ar­þörf banka­kerf­is­ins fyrir erlenda fjár­mögnun var áætluð um 400 ma.kr.

Skulda­bréf Lands­bank­ans varð þannig nán­ast eina erlenda fjár­mögn­unin sem íslenska banka­kerfið hafði á þessum tíma, en heild­ar­þörf banka­kerf­is­ins fyrir erlenda fjár­mögnun var áætluð um 400 ma.kr., en til að bæta stöð­una hjá Arion banka og Íslands­banka var að lokum ákveðið að rík­is­sjóður veitti þeim víkj­andi lán í evrum að fjár­hæð um 55 ma.kr. sam­tals.

Nið­ur­staða:

Útgefin skulda­bréf Lands­bank­ans námu sam­tals 339 ma.kr. (247+92) og er það mjög há fjár­hæð. Helsta orsökin var að inn­lán sem safnað var erlendis voru notuð til útlána á Íslandi. Ekki var talið ráð­legt að end­ur­senda íslensk útlán aftur til þrota­bús­ins og því ekki hægt um vik að lækka fjár­hæð­ina. Með víkj­andi lánum rík­is­sjóðs til hinna bank­anna var heild­ar­fjár­mögnun banka­kerf­is­ins í erlendum myntum nálægt því sem þörf var fyrir eða um 400 ma.kr. Um ein­hverja yfir­fjár­mögnun var að ræða hjá Lands­bank­anum en und­ir­fjár­mögnun hjá hinum bönk­un­um. Milli­ganga Seðla­bank­ans var síðan nauð­syn­leg til að jafna mis­mun­inn út á milli banka.

 2. Hvers vegna er skulda­bréfið í erlendum mynt­um?



Til að fá skýr­ingu á því þurfum að grípa aðeins ofan í Skýrslu fjár­mála­ráð­herra um end­ur­reisn við­skipta­bank­anna á bl. 25:

„Með bréfi til for­sæt­is­ráð­herra frá banka­stjórn Seðla­banka Íslands dag­settu 11. des­em­ber 2008 er vakin athygli á því að nýju bank­arnir eiga mun meira af geng­is­bundnum eignum en skuld­um. Sú staða felur í sér áhættu þar sem efna­hagur og afkoma bank­anna eru við þessar aðstæður mjög næm fyrir breyt­ingum á gengi krón­unn­ar. Í kjöl­farið skip­aði for­sæt­is­ráð­herra nefnd með full­trúum for­sæt­is-, fjár­mála- og við­skipta­ráðu­neytis auk Seðla­banka Íslands og FME. Skil­aði nefndin áliti sínu í maí 2009. Þar segir um misvæg­ið:

„Misvægi af þessu tagi hefur mikil áhrif á rekstr­ar­grund­völl við­skipta­bank­anna og gerir rekstur þeirra mjög við­kvæman fyrir breyt­ingum á gengi krón­unn­ar. Í grund­vall­ar­at­riðum má skipta þessum áhrifum í þrennt:



  • Með opið gjald­eyr­is­misvægi af þessu tagi leiðir styrk­ing á gengi krón­unnar til þess að virði eigna bank­anna lækkar og nei­kvæður geng­is­munur mynd­ast. Miðað við heild­ar­upp­hæð á gjald­eyr­is­misvægi stóru við­skipta­bank­anna þriggja myndi 10% styrk­ing á gengi krón­unnar leiða til þess að tæp­lega 30% af áætl­uðu eigin fé bank­anna upp á 385 millj­arða tap­ast. Ef styrk­ingin yrði 35% myndi allt áætlað eigið fé bank­anna hverfa.


  • Veik­ing krón­unnar hefur öfug áhrif, þ.e. skapar geng­is­hagnað fyrir bank­ana þar sem virði bók­færðra eigna hækkar umfram virði bók­færðra skulda. Hins vegar leiðir lækkun á gengi krón­unnar til þess að staða þeirra við­skipta­vina bank­ans sem tekið hafa geng­is­tryggð lán versn­ar. Eigna­gæði bank­ans rýrna af þeim sökum og því má búast við nei­kvæðum áhrifum á rekst­ur­inn.


  • Þar sem vextir af geng­is­tryggðum lánum eru að jafn­aði lægri en vextir af lánum í íslenskum krónum myndar gjald­eyr­is­misvægið nei­kvæðan vaxta­mun fyrir bank­ana.




Af ofan­greindu má ráða að grípa verður til aðgerða hið fyrsta til þess að leið­rétta gjald­eyr­is­misvægið áður en fyr­ir­huguð end­ur­fjár­mögnun banka­kerf­is­ins á sér stað. Meðal ann­ars verður gjald­eyr­is­jöfn­uður nýju bank­anna að upp­fylla reglur Seðla­bank­ans um gjald­eyr­is­jöfnuð til að FME geti veitt þeim starfs­leyfi. Nefndin telur nauð­syn­legt að ráð­ast nú þegar að rótum vand­ans með sam­ræmdum aðgerð­um. Gera verður ráð fyrir að bank­arnir hafi ekki aðgang að fjár­mögnun í erlendum gjald­miðlum í náinni fram­tíð og verði því ekki í aðstöðu til að veita geng­is­bundin útlán. Þorri inn­lendra fyr­ir­tækja hefur að auki ekki tekjur í erlendum gjald­miðlum og ætti því ekki að taka á sig umtals­verða gjald­miðla­á­hættu. Mögu­leikar fyr­ir­tækj­anna til að verja sig gegn gjald­miðla­á­hættu eru litlir sem engir við núver­andi aðstæður á fjár­mála­mörk­uð­um. Því er nauð­syn­legt að leysa þann kerf­is­vanda sem gjald­miðla­ó­jafnvægi bank­anna skapar sem fyrst, einnig með til­liti til gjald­eyr­is­á­hættu fyr­ir­tækja og ein­stak­linga.”

Nefndin skoð­aði vand­lega hugs­an­legar leiðir til að bregð­ast við þessu ójafn­vægi en þær voru að hennar mati fjór­ar:



  • Skuld­breyt­ing geng­is­tryggðra lána yfir í lán í íslenskum krón­um.


  • Upp­gjör milli nýju og gömlu bank­anna í erlendri mynt.


  • Nýju bank­arnir kaupi minna af geng­is­bundnum lánum frá gömlu bönk­unum en reiknað hefur verið með.


  • Gjald­eyr­is­skipta­samn­ingur milli Seðla­bank­ans fyrir hönd rík­is­sjóðs og bank­anna.




Mat nefnd­ar­innar var að eðli­legt væri að upp­gjör milli nýju og gömlu bank­anna færi fram í erlendri mynt, til að draga úr misvæg­inu, en aug­ljós­lega væri vanda­málið miklu stærra en vænt­an­legir fjár­mála­gern­ingar milli bank­anna. Breyt­ing á milli­færslu eigna milli bank­anna með því að skila aftur geng­is­tryggðum eignum kæmi til greina en sem slík myndi hún ein­ungis minnka og þá draga úr áhrifum fjár­mála­gern­ings­ins milli bank­anna. Ekki var talið raun­hæft að jafna út misvægið með skipta­samn­ingi við Seðla­banka Íslands. Meðal ann­ars var talið að slíkur samn­ingur væri allt of áhættu­samur fyrir rík­ið.“

Nið­ur­staða:

Nið­ur­staðan er að vegna hins mikla gjald­eyr­is­misvægis sem var í efna­hags­reikn­ingum nýju bank­anna urðu skulda­bréf útgefin til gömlu bank­anna að vera í erlendum mynt­um. Geng­is­lána­dóm­arnir flýttu svo fyrir skuld­breyt­ingu geng­is­tryggðra lána yfir í lán í íslenskum krón­um.

Reyndar hefði staðan hvað varðar greiðslu­jöfnuð við útlönd varla verið betri með því að gefa umrætt skulda­bréf út í íslenskum krón­um. Krón­urnar myndu safn­ast upp í slita­bú­inu og biðu þar útgöngu, misvægi í gjald­eyr­is­jöfn­uði hefði verið við­var­andi í efna­hags­reikn­ingi Lands­bank­ans og bank­inn væri án erlendrar fjár­mögn­un­ar. Hann hefði því ekki átt ann­ars úrkosta en inn­heimta erlendu lánin eða skuld­breyta þeim í lán í íslenskum krón­um.

3. Voru skulda­bréfin til of skamms tíma?



Í lok sept­em­ber 2014 voru útlán bank­anna þriggja til við­skipta­vina í erlendum myntum sam­tals 422 ma.kr. Lán til ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja námu 184 ma.kr. þannig að heild­ar­út­lán bank­anna í erlendum myntum voru um 600 ma. kr.  og þörfin fyrir erlenda fjár­mögnun í banka­kerf­inu því tölu­verð.

Eft­ir­stöðvar skulda­bréfs Lands­bank­ans eru á sama tíma 238 ma.kr. og víkj­andi lán rík­is­sjóðs til Arion banka og Íslands­banka 52 ma.kr. eða sam­tals 290 ma.kr. Inn­lán í erlendum myntum eru einnig mik­il­væg fjár­mögnun og verður að ætla að eig­endur tveggja bank­anna eigi þar ein­hvern hlut að máli og sú fjár­mögnun því ef til ekki að öllu leyti var­an­leg. Vænt­an­lega eru inn­lánin á hag­stæðum kjörum fyrir bank­ana.

­Upp­runa­lega var samið um að skulda­bréfin væru afborg­un­ar­laus fyrstu fimm árin (frá 2008) en greidd­ust síðan upp á fimm árum. Því er ekki að leyna að samn­ings­að­ilar höfðu vænt­ingar um að áður en sá tími væri lið­inn væru íslenskir bankar komnir með eðli­legan aðgang að erlendum fjár­magns­mörk­uðum og gætu fjár­magnað á mark­aði þörf sína fyrir erlent láns­fé. Þær vænt­ingar hafa reynst óraun­hæfar til þessa.

Upp­runa­lega var samið um að skulda­bréfin væru afborg­un­ar­laus fyrstu fimm árin (frá 2008) en greidd­ust síðan upp á fimm árum. Því er ekki að leyna að samn­ings­að­ilar höfðu vænt­ingar um að áður en sá tími væri lið­inn væru íslenskir bankar komnir með eðli­legan aðgang að erlendum fjár­magns­mörk­uðum og gætu fjár­magnað á mark­aði þörf sína fyrir erlent láns­fé. Þær vænt­ingar hafa reynst óraun­hæfar til þessa. Íslenska banka­kerfið og þar með íslenskt atvinnu­líf er því enn háð slita­búi Lands­bank­ans (LBI) um erlenda láns­fjár­mögn­un.

Nýju bank­arnir tveir (Ís­lands­banki og Arion) sem ekki gáfu út skulda­bréf við stofnun hafa reynt fyrir sér á erlendum láns­fjár­mark­aði en fjár­hæðir hafa verið tak­mark­aðar og vextir háir. Svo virð­ist sem bank­arnir hafi þurft að greiða um eða yfir 4% yfir milli­banka­vöxtum fyrir það fé sem þeir hafa  náð í. Þetta ástand getur haft mikil áhrif á þau kjör sem íslenskum fyr­ir­tækjum mun bjóð­ast á erlendu lánsfé þegar til lengdar læt­ur, en ekki verður nánar farið út í það hér.

Nið­ur­staða:

Fram­leng­ing skulda­bréfs Lands­bank­ans er því ekki sjúk­dóm­ur­inn heldur sjúk­dóms­ein­kenn­ið. Sjúk­dóm­ur­inn er að íslenska banka­kerf­inu hefur ekki tek­ist að end­ur­vekja traust það sem það hafði á erlendum láns­fjár­mörk­uðum hér á árum áður. Bæði staðan hér heima og ástandið á alþjóð­legum mörk­uðum hafa hér áhrif. Horf­urnar varð­andi sam­keppn­is­hæfa fjár­mögnun íslensks atvinnu­lífs í erlendum myntum er því tölu­verðri óvissu háð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None