Bakherbergið: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn í málefnum útlendinga?

sjalfstæðisflokkur.jpg
Auglýsing

Ásmundur  Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­manna, vakti ekk­ert sér­stak­lega mikla lukku þegar hann spurði á Face­book-­síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hefði verið kann­að­ur, hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Það vakti enn síður lukku þegar hann velti því fyrir sér í sam­tali við Vísi hvort „við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk“.

Þeir sem urðu minnst ánægðir voru ungir sam­flokks­menn Ásmund­ar. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrrum for­maður Heimdall­ar, sagði það vera „væg­ast sagt átak­an­legt að vera í sama flokki og Ásmund­ur“. Magnús Júl­í­us­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) og tengda­sonur flokks­for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar, sagði að ummæli Ásmundar vektu hjá sér óhug. SUS sendi síðar frá sér ályktun þar sem sam­bandið hvatti Ásmund til að biðj­ast afsök­unar og að það sé virki­lega óvið­eig­andi og til umhugs­unar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslend­inga láti ummæli sem þessi falla.

asifridriks

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum miss­erum sem ákveðnar kreðsur í Sjálf­stæð­is­flokknum máta sig við eitt­hvað sem vel má flokka sem útlend­inga­andúð. Í kjöl­far kosn­inga­sig­urs Sænskra demókrata í kosn­ing­unum í Sví­þjóð í sept­em­ber birt­ist leið­ari í Morg­un­blað­inu, sem að öllum lík­indum var skrif­aður af Davíð Odds­syni, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og fyrrum for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Leið­ar­inn hét „Hinir óhreinu“ og í honum var gagn­rýnt að Sænskir demókratar væru kall­aður öfga­flokkur vegna stefnu sinnar í mál­efnum inn­flytj­enda, en flokk­ur­inn vill þrengja aðgengi þeirra að land­inu mjög. Í Reykja­vík­ur­bréfi sem Davíð skrif­aði í des­em­ber síð­ast­liðnum var þráð­ur­inn tek­inn upp og sagt að það væri rétt og skylt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust um hversu hratt ríki eigi að taka á móti erlendum rík­is­borg­ur­unum og hvaða skil­yrði þeir eigi að þurfa að upp­fylla. Þar sagði einnig: „Öfgarnar felst í því að reyna að úti­loka slíka umræð­u“.

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fessor sem tal­inn var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á valda­tíma Dav­íðs Odds­son­ar, hefur látið ýmis­legt í sama anda frá sér fara und­an­farna mán­uði. Í sept­em­ber 2014 skrif­aði hann pistil þar sem sagði orð­rétt: „Út­lend­ingar eru mis­jafn­ir, og við höfum í okkar frið­sæla landi ekk­ert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félags­leg aðstoð við full­hraust fólk er ætíð óskyn­sam­leg, en félags­leg aðstoð við full­hrausta útlend­inga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óaf­sak­an­leg. Annar hópur er sá, sem fremur glæpi, og þarf vit­an­lega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hóp­ur­inn er sá, sem reynir að troða siðum sínum upp á okk­ur.“

Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?

Und­an­farna daga hefur Hannes sett nokkrar stöðu­færslur á Face­book af sama meiði. Þann 6. jan­úar sagði Hannes Hólm­steinn m.a.: „Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?“

Tveimur dögum síðar sagði hann: „Samuel Hunt­ington benti á eðl­is­mun á íslam og kristni: Múhameð var í senn spá­maður og her­for­ingi, sem reiddi sverð sitt og vann lönd. Kristur var spá­mað­ur, fal­leg­ur, hávax­inn, skeggj­aður maður í hvítri skikkju, sem boð­aði náunga­kær­leik og bað menn að fyr­ir­gefa óvinum sín­um.“

Á sunnu­dag­inn birt­ist svo færsla hjá honum þar sem m.a. kom fram að „auð­vitað á ekki að banna slæð­ur, af því að múslima­konur bera þær, heldur af því að dul­bún­ingar á almanna­færi eru óeðli­leg­ir, því að þá verða menn nafn­lausir og um leið ábyrgð­ar­laus­ir. Afstaða manna á að vera efn­is­leg, en ekki sótt í andúð eða hatur á heilum trúflokkum eða þjóð­flokk­um.“

Það virð­ist ekki sama frjáls­lyndið ríkj­andi hjá eldri, og sögu­lega áhrifa­miklum, kreðsum í Sjálf­stæð­is­flokknum og ríkir hjá ung­lið­unum sem urðu brjál­aðir út í Ásmund í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None