Við erum öll Charlie...þegar það hentar

Auglýsing

Atburð­irnir hræði­legu í Par­ís, sem hófust á því að ráð­ist var á höf­uð­stöðvar skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo á mið­viku­dag, hafa fyllt heims­byggð­ina óhug. Í þeim féllu alls 17 manns auk þess sem skot­markið var valið vegna efn­istaka þess.  Því var árásin líka bein aðför að því mál- og tján­ing­ar­frelsi sem við teljum sjálf­sögð mann­rétt­indi. Að minnsta kosti þegar okkur hent­ar.

Eftir sam­stöðu­göng­una í gær hafa sam­fé­lags­miðlar logað með ábend­ingum um hræ­snara á meðal þjóð­ar­leið­toga sem tóku þátt í henni. Menn eins og til dæmis Abdullah kon­ungur Jórdan­íu, Davu­toglu for­sæt­is­ráð­herra Tyrk­lands, Net­anyahu for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els og Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands eru allir full­trúar rík­is­stjórna sem hafa fang­elsað eða drepið blaða-og frétta­menn. Á sama tíma og þeir sýndu sam­stöðu með frelsi í Frakk­landi berja þeir fjöl­miðla­frelsi harð­lega niður á heima­velli.

Góð í orði, ekki á borðiFor­sæt­is­ráð­herr­ann okkar komst ekki í sam­stöðu­göng­una vegna skamms fyr­ir­vara, ferða­tíma (það tekur hálf­tíma lengur að fljúga beint frá Íslandi til Par­ísar en frá Stokk­hólmi, samt mætti sænski for­sæt­is­ráð­herrann) og þétt­skip­aðrar dag­skrár (það fæst reyndar ekki upp­gefið hvað hann var að gera í stað­inn).

Ýmsir íslenskir ráða­menn hafa hins vegar hoppað á „Ég er Charlie“ vagn­inn og segj­ast þar með standa dyggan vörð um þau grund­vall­ar­gildi sem tján­ing­ar­frelsið er. Í fljótu bragði er ekk­ert athuga­vert við þessa afstöðu. Hún lýsir sam­hug og stuðn­ingi við aðra Evr­ópu­þjóð sem gengur í gegnum hræði­lega raun.

Auglýsing

Íslend­ingar fang­elsa ekki blaða- og frétta­menn og eng­inn slíkur hefur nokkru sinni verið drep­inn vegna vinnu sinn­ar. Á borði lítum við því út fyrir að vera útverðir tján­inga­frelsis og gagn­rýnnar fjöl­miðl­un­ar. Í orði erum við hins vegar ekki alveg jafn góð og við viljum af láta.

charlie-hebdo

Áhrif valda­aflaSaga íslenskrar fjöl­miðl­unar er ekk­ert sér­lega beys­in. Ára­tugum saman áttu stjórn­mála­flokkar flest dag­blöð, eða voru að minnsta kosti í nánu sam­kurli með þeim. Á góð­ær­is­ár­unum átti hver risa-við­skipta­blokk sitt fjöl­miðla­veldi. Baugur átti 365 og DV, Björgólfarnir Árvakur og Bakka­var­ar­bræður Við­skipta­blað­ið. RÚV, sem rekur sjálf­stæða frétta­stofu, heyrði undir póli­tískt skip­aða stjórn sem skipti sér meðal ann­ars af ráðn­ing­um.

Meið­yrða­málum sem höfðuð eru á hendur blaða­mönnum hefur fjölgað gríð­ar­lega. Þau voru til dæmis jafn mörg árið 2011 og þau voru á fimm ára tíma­bili í kringum síð­ustu alda­mót. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur þrí­vegis þurft að snúa dómum sem íslenskir dóm­stólar hafa fellt yfir íslenskum blaða­mönnum vegna meið­yrða.

Fyrir fjöl­miðla með lítið fjár­hags­legt bak­land getur meið­yrða­mál­sókn, sama hversu fjar­stæðu­kennd hún er, sett hann á hlið­ina. Óum­flýj­an­legur lög­manns­kostn­að­ur­inn einn og sér nægir til þess. Því geta pen­inga­karlar hent pen­ingum í galnar mál­sóknir án þess að eiga neina von á því að vinna þær með það að leið­ar­ljósi að valda fjöl­miðli sem er með leið­indi fjár­hags­legum skaða. Dæmi um þetta er þegar blaða­manni DV var stefnt fyrir hat­ursá­róður vegna leið­ara sem hann skrif­aði um arð­greiðslur til aflands­fé­laga. Við þetta má reyndar bæta að sá lög­maður sem stefndi blaða­mann­inum fyrir hönd arðs­eig­end­anna er nú orð­inn eig­andi að fjöl­miðl­inum sem blaða­mað­ur­inn starf­aði á.

­Dæmi um þetta er þegar blaða­manni DV var stefnt fyrir hat­ursá­róður vegna leið­ara sem hann skrif­aði um arð­greiðslur til aflandsfélaga.

Í hinu víð­fræga leka­máli óskaði lög­reglan eftir því að dóm­stólar myndu knýja frétta­stjóra mbl.is til að gefa upp heim­ild­ar­mann vefs­ins, sem lak minn­is­blað­inu um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos þang­að. Sú beiðni fór alla leið til Hæsta­réttar sem tók bless­un­ar­lega þá ákvörðun að beiðnin væri galin og stríddi gegn öllum meg­in­reglum blaða­mennsku. Það breytir engu um að þetta var reynt.

Áhrif stjórn­valdaStjórn­mála­menn hafa ekki látið sitt eftir liggja í því að grafa undan fjöl­miðl­um. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hóf valda­tíma sinn með því að skrifa blaða­grein þar sem hann kvart­aði undan loft­árásum fjöl­miðla. Hann hefur síðan ítrekað bætt í gagn­rýni sína þess efnis að hann telji fjöl­miðla halda með ein­hverjum öðrum en hon­um.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði í fjöl­miðlum að hún væri óánægð með frétta­flutn­ing RÚV og að það væri óeðli­legt að rík­is­stofnun sem fjalli um mál þannig að hún sé ósátt geri það. Aðspurð hvort hún myndi taka þessi ummæli um RÚV lengra sagði Vig­dís: „Ég er nátt­úru­lega í þessum hag­ræð­ing­ar­hópi“ og átti þar við hóp sem átti að finna leiðir til að skera niður í rík­is­fjár­mál­un­um. Rúmu ári síðar var búið að skera veru­lega niður í fram­lögum til RÚV. Það versta við þessa fram­göngu for­manns fjár­laga­nefndar eru ekki ummælin sjálf, heldur að hún skilji ekki hversu alvar­leg þau voru.

Það versta við þessa fram­göngu for­manns fjár­laga­nefndar eru ekki ummælin sjálf, heldur að hún skilji ekki hversu alvar­leg þau voru.

Nýr um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, kall­aði eftir því opin­ber­lega að Fram­sókn myndi eign­ast sitt eigið „Frétta­blað“ sem skildi flokk­inn bet­ur.

Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skrif­aði grein þar sem hann full­yrti að nán­ast allir íslenskir fjöl­miðl­ar, með örfáum und­an­tekn­ing­um, séu á móti sitj­andi rík­is­stjórn. Óli Björn telur líka að flestir fjöl­miðlar segi með­vitað ósatt í frétta­flutn­ingi sín­um, vænt­an­lega í ein­hverjum ann­ar­legum póli­tískum til­gangi. Þar nefndi hann sér­stak­lega RÚV sem dæmi um miðil sem væri alltaf að ljúga upp á stjórn­ar­liða. Því ættu þeir að beita sér fyrir að RÚV yrði lagt nið­ur.

Og þetta eru bara dæmi frá þessu kjör­tíma­bili.

Veikt starfs­um­hverfiStarfs­um­hverfi blaða- og frétta­manna á Íslandi er veik­ara en í nágranna­löndum okk­ar. Hér geta áhrifa­menn í stjórn­málum eða við­skiptum haft gríð­ar­leg áhrif á störf þeirra ef þeim finnst á sig hallað í umræð­unni eða ef þeir sjá sér hag í því að beina henni í aðrar áttir en að sér. Hér er starfs­manna­velta fjöl­miðla gríð­ar­leg og þar af leið­andi tap­ast mikið af þekk­ingu og reynslu þegar fram­bæri­legt fólk hverfur úr geir­anum í önnur störf.

Þrátt fyrir þetta er eng­inn stjórn­mála­flokkur með það á stefnu­skránni, eða vinnur með nokkru móti að því, að bæta þetta umhverfi. Eng­inn þeirra hefur það á yfir­lýstri stefnu­skrá að styrkja stoðir íslenskrar fjöl­miðl­un­ar, sem þó er horn­steinn lýð­ræð­is­legrar umræðu.

Eng­inn þeirra hefur það á yfir­lýstri stefnu­skrá að styrkja stoðir íslenskrar fjöl­miðl­un­ar, sem þó er horn­steinn lýð­ræð­is­legrar umræðu.

Það skortir samt ekk­ert fólk með fjöl­miðla­reynslu á Alþingi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Elín Hir­st, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Stein­grímur J. Sig­fús­son, fyrrum for­maður Vinstri grænna, Róbert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, kafteinn Pírata, hafa öll unnið á íslenskum fjöl­miðl­um. Meira að segja Gunnar Bragi Sveins­son rit­stýrði einu sinni hér­aðs­frétta­blaði í Skaga­firði.

Samt er ekk­ert að frétta. Bók­staf­lega.

Við erum ekki öll CharlieAt­burð­irnir í Frakk­landi eru hræði­leg­ir. Þeir eru hræði­legir vegna þess að 17 manns voru myrtir með köldu blóði og þeir eru hræði­legir vegna þess að aðal­skot­mark hermd­ar­verka­mann­anna var fjöl­mið­ill sem þeim lík­aði ekki hvernig starf­aði. Þeir ætl­uðu að rit­skoða með morðum og þannig reyna að hræða fjöl­miðla frá því að fjalla um Islam á ákveð­inn hátt.

Við þekkjum bless­un­ar­lega ekki þann veru­leika þar sem fjöl­miðla­menn eru myrtir sökum vinnu sinn­ar. En við þekkjum það vel að reynt sé að hræða þá til að fjalla um hlut­ina á ákveð­inn hátt. Þeim skila­boðum er komið áfram á hverjum degi af valda­öflum í íslensku sam­fé­lagi.

Við erum því ekk­ert öll Charlie. Það eru fjölda­mörg dæmi um hið gagn­stæða. Og það er óvirð­ing við þá atburði sem áttu sér stað í Frakk­landi þegar íslenskir stjórn­mála­menn, all­staðar að úr hinu póli­tíska lit­rófi, skreyta sig með þeim stolnu tján­ing­ar­frels­is­fjöðr­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None