Við erum öll Charlie...þegar það hentar

Auglýsing

Atburð­irnir hræði­legu í Par­ís, sem hófust á því að ráð­ist var á höf­uð­stöðvar skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo á mið­viku­dag, hafa fyllt heims­byggð­ina óhug. Í þeim féllu alls 17 manns auk þess sem skot­markið var valið vegna efn­istaka þess.  Því var árásin líka bein aðför að því mál- og tján­ing­ar­frelsi sem við teljum sjálf­sögð mann­rétt­indi. Að minnsta kosti þegar okkur hent­ar.

Eftir sam­stöðu­göng­una í gær hafa sam­fé­lags­miðlar logað með ábend­ingum um hræ­snara á meðal þjóð­ar­leið­toga sem tóku þátt í henni. Menn eins og til dæmis Abdullah kon­ungur Jórdan­íu, Davu­toglu for­sæt­is­ráð­herra Tyrk­lands, Net­anyahu for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els og Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands eru allir full­trúar rík­is­stjórna sem hafa fang­elsað eða drepið blaða-og frétta­menn. Á sama tíma og þeir sýndu sam­stöðu með frelsi í Frakk­landi berja þeir fjöl­miðla­frelsi harð­lega niður á heima­velli.

Góð í orði, ekki á borðiFor­sæt­is­ráð­herr­ann okkar komst ekki í sam­stöðu­göng­una vegna skamms fyr­ir­vara, ferða­tíma (það tekur hálf­tíma lengur að fljúga beint frá Íslandi til Par­ísar en frá Stokk­hólmi, samt mætti sænski for­sæt­is­ráð­herrann) og þétt­skip­aðrar dag­skrár (það fæst reyndar ekki upp­gefið hvað hann var að gera í stað­inn).

Ýmsir íslenskir ráða­menn hafa hins vegar hoppað á „Ég er Charlie“ vagn­inn og segj­ast þar með standa dyggan vörð um þau grund­vall­ar­gildi sem tján­ing­ar­frelsið er. Í fljótu bragði er ekk­ert athuga­vert við þessa afstöðu. Hún lýsir sam­hug og stuðn­ingi við aðra Evr­ópu­þjóð sem gengur í gegnum hræði­lega raun.

Auglýsing

Íslend­ingar fang­elsa ekki blaða- og frétta­menn og eng­inn slíkur hefur nokkru sinni verið drep­inn vegna vinnu sinn­ar. Á borði lítum við því út fyrir að vera útverðir tján­inga­frelsis og gagn­rýnnar fjöl­miðl­un­ar. Í orði erum við hins vegar ekki alveg jafn góð og við viljum af láta.

charlie-hebdo

Áhrif valda­aflaSaga íslenskrar fjöl­miðl­unar er ekk­ert sér­lega beys­in. Ára­tugum saman áttu stjórn­mála­flokkar flest dag­blöð, eða voru að minnsta kosti í nánu sam­kurli með þeim. Á góð­ær­is­ár­unum átti hver risa-við­skipta­blokk sitt fjöl­miðla­veldi. Baugur átti 365 og DV, Björgólfarnir Árvakur og Bakka­var­ar­bræður Við­skipta­blað­ið. RÚV, sem rekur sjálf­stæða frétta­stofu, heyrði undir póli­tískt skip­aða stjórn sem skipti sér meðal ann­ars af ráðn­ing­um.

Meið­yrða­málum sem höfðuð eru á hendur blaða­mönnum hefur fjölgað gríð­ar­lega. Þau voru til dæmis jafn mörg árið 2011 og þau voru á fimm ára tíma­bili í kringum síð­ustu alda­mót. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur þrí­vegis þurft að snúa dómum sem íslenskir dóm­stólar hafa fellt yfir íslenskum blaða­mönnum vegna meið­yrða.

Fyrir fjöl­miðla með lítið fjár­hags­legt bak­land getur meið­yrða­mál­sókn, sama hversu fjar­stæðu­kennd hún er, sett hann á hlið­ina. Óum­flýj­an­legur lög­manns­kostn­að­ur­inn einn og sér nægir til þess. Því geta pen­inga­karlar hent pen­ingum í galnar mál­sóknir án þess að eiga neina von á því að vinna þær með það að leið­ar­ljósi að valda fjöl­miðli sem er með leið­indi fjár­hags­legum skaða. Dæmi um þetta er þegar blaða­manni DV var stefnt fyrir hat­ursá­róður vegna leið­ara sem hann skrif­aði um arð­greiðslur til aflands­fé­laga. Við þetta má reyndar bæta að sá lög­maður sem stefndi blaða­mann­inum fyrir hönd arðs­eig­end­anna er nú orð­inn eig­andi að fjöl­miðl­inum sem blaða­mað­ur­inn starf­aði á.

­Dæmi um þetta er þegar blaða­manni DV var stefnt fyrir hat­ursá­róður vegna leið­ara sem hann skrif­aði um arð­greiðslur til aflandsfélaga.

Í hinu víð­fræga leka­máli óskaði lög­reglan eftir því að dóm­stólar myndu knýja frétta­stjóra mbl.is til að gefa upp heim­ild­ar­mann vefs­ins, sem lak minn­is­blað­inu um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos þang­að. Sú beiðni fór alla leið til Hæsta­réttar sem tók bless­un­ar­lega þá ákvörðun að beiðnin væri galin og stríddi gegn öllum meg­in­reglum blaða­mennsku. Það breytir engu um að þetta var reynt.

Áhrif stjórn­valdaStjórn­mála­menn hafa ekki látið sitt eftir liggja í því að grafa undan fjöl­miðl­um. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hóf valda­tíma sinn með því að skrifa blaða­grein þar sem hann kvart­aði undan loft­árásum fjöl­miðla. Hann hefur síðan ítrekað bætt í gagn­rýni sína þess efnis að hann telji fjöl­miðla halda með ein­hverjum öðrum en hon­um.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, sagði í fjöl­miðlum að hún væri óánægð með frétta­flutn­ing RÚV og að það væri óeðli­legt að rík­is­stofnun sem fjalli um mál þannig að hún sé ósátt geri það. Aðspurð hvort hún myndi taka þessi ummæli um RÚV lengra sagði Vig­dís: „Ég er nátt­úru­lega í þessum hag­ræð­ing­ar­hópi“ og átti þar við hóp sem átti að finna leiðir til að skera niður í rík­is­fjár­mál­un­um. Rúmu ári síðar var búið að skera veru­lega niður í fram­lögum til RÚV. Það versta við þessa fram­göngu for­manns fjár­laga­nefndar eru ekki ummælin sjálf, heldur að hún skilji ekki hversu alvar­leg þau voru.

Það versta við þessa fram­göngu for­manns fjár­laga­nefndar eru ekki ummælin sjálf, heldur að hún skilji ekki hversu alvar­leg þau voru.

Nýr um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, kall­aði eftir því opin­ber­lega að Fram­sókn myndi eign­ast sitt eigið „Frétta­blað“ sem skildi flokk­inn bet­ur.

Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skrif­aði grein þar sem hann full­yrti að nán­ast allir íslenskir fjöl­miðl­ar, með örfáum und­an­tekn­ing­um, séu á móti sitj­andi rík­is­stjórn. Óli Björn telur líka að flestir fjöl­miðlar segi með­vitað ósatt í frétta­flutn­ingi sín­um, vænt­an­lega í ein­hverjum ann­ar­legum póli­tískum til­gangi. Þar nefndi hann sér­stak­lega RÚV sem dæmi um miðil sem væri alltaf að ljúga upp á stjórn­ar­liða. Því ættu þeir að beita sér fyrir að RÚV yrði lagt nið­ur.

Og þetta eru bara dæmi frá þessu kjör­tíma­bili.

Veikt starfs­um­hverfiStarfs­um­hverfi blaða- og frétta­manna á Íslandi er veik­ara en í nágranna­löndum okk­ar. Hér geta áhrifa­menn í stjórn­málum eða við­skiptum haft gríð­ar­leg áhrif á störf þeirra ef þeim finnst á sig hallað í umræð­unni eða ef þeir sjá sér hag í því að beina henni í aðrar áttir en að sér. Hér er starfs­manna­velta fjöl­miðla gríð­ar­leg og þar af leið­andi tap­ast mikið af þekk­ingu og reynslu þegar fram­bæri­legt fólk hverfur úr geir­anum í önnur störf.

Þrátt fyrir þetta er eng­inn stjórn­mála­flokkur með það á stefnu­skránni, eða vinnur með nokkru móti að því, að bæta þetta umhverfi. Eng­inn þeirra hefur það á yfir­lýstri stefnu­skrá að styrkja stoðir íslenskrar fjöl­miðl­un­ar, sem þó er horn­steinn lýð­ræð­is­legrar umræðu.

Eng­inn þeirra hefur það á yfir­lýstri stefnu­skrá að styrkja stoðir íslenskrar fjöl­miðl­un­ar, sem þó er horn­steinn lýð­ræð­is­legrar umræðu.

Það skortir samt ekk­ert fólk með fjöl­miðla­reynslu á Alþingi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, Guð­mundur Stein­gríms­son, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrrum for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Elín Hir­st, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Stein­grímur J. Sig­fús­son, fyrrum for­maður Vinstri grænna, Róbert Mars­hall, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, kafteinn Pírata, hafa öll unnið á íslenskum fjöl­miðl­um. Meira að segja Gunnar Bragi Sveins­son rit­stýrði einu sinni hér­aðs­frétta­blaði í Skaga­firði.

Samt er ekk­ert að frétta. Bók­staf­lega.

Við erum ekki öll CharlieAt­burð­irnir í Frakk­landi eru hræði­leg­ir. Þeir eru hræði­legir vegna þess að 17 manns voru myrtir með köldu blóði og þeir eru hræði­legir vegna þess að aðal­skot­mark hermd­ar­verka­mann­anna var fjöl­mið­ill sem þeim lík­aði ekki hvernig starf­aði. Þeir ætl­uðu að rit­skoða með morðum og þannig reyna að hræða fjöl­miðla frá því að fjalla um Islam á ákveð­inn hátt.

Við þekkjum bless­un­ar­lega ekki þann veru­leika þar sem fjöl­miðla­menn eru myrtir sökum vinnu sinn­ar. En við þekkjum það vel að reynt sé að hræða þá til að fjalla um hlut­ina á ákveð­inn hátt. Þeim skila­boðum er komið áfram á hverjum degi af valda­öflum í íslensku sam­fé­lagi.

Við erum því ekk­ert öll Charlie. Það eru fjölda­mörg dæmi um hið gagn­stæða. Og það er óvirð­ing við þá atburði sem áttu sér stað í Frakk­landi þegar íslenskir stjórn­mála­menn, all­staðar að úr hinu póli­tíska lit­rófi, skreyta sig með þeim stolnu tján­ing­ar­frels­is­fjöðr­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari
None