Bakherbergið: Það er ekki hægt að troða orðunum aftur í brúsann

facebook_vef.jpg
Auglýsing

Frásögn Snædísar Birtu Ásgeirsdóttur, 14 ára, af ljótu og gegndarlausu einelti sem fram hefur farið gegn henni á samfélagsmiðlum og síðunni ask. fm, vakti gríðarlega athygli í upphafi árs. Hún greindi frá eineltinu, sem staðið hafði í sex til sjö ár, í viðtali við Pressuna. Á meðal þess sem gerendurnir skrifuðu um hana í netheimum var: „Dreptu þig, þú ert ógeðslega ljót og feit“.

Umræða um stafrænt einelti og til hvaða aðgerða hægt sé að grípa hefur blossað upp í kjölfarið.

Í bakherberginu eru flestir sammála að besta leiðin til að stemma stigu við slíkum ósköpnuði sé að höfða til samkenndar og ábyrgðartilfinningu. Að kenna gerendum, eða væntanlegum gerendum, að orð þeirra hafa afleiðingar, líka þegar þau eru sett fram með stafrænum hætti í netheimum.

Auglýsing

Fastagestur í bakherberginu mætti með tölvupóst sem kennari í Reykjanesbæ hafði sent foreldrum nemenda sinna, sem eru í fimmta bekk. Kennarinn hafði notað sögu Snædísar til að ræða við þá um einelti. Í póstinum segir:

„Í lok dagsins ákvað ég að framkvæma með þeim lítinn gjörning. Ég fékk einn nemandann til að koma og sprauta sápu úr heilum sápubrúsa. Þau fylgdust öll spennt með. Þegar öll sápan var komin á borðið bað ég nemandann um að reyna að koma nú allri sápunni fyrir mig aftur í brúsann inn um litla gatið sem hún sprautaðist út um. Hún taldi það erfitt og eiginlega ekki hægt og þau voru því sammála öll. Þá var gjörningurinn búinn og ég sagði þeim að þetta væri eins og með ljótu orðin sem sumir láta út úr sér við aðra, hvort sem er á netinu eða bara maður við mann. Það er svo auðvelt að segja eitthvað og oft án þess að hugsa (samanber að sprauta sápunni) en svo er ekkert svo auðvelt að taka til baka það sem maður segir (sbr. að setja sápuna aftur í brúsann), það er hægt að fyrirgefa og sættast en það situr oftast einhvað eftir. Bara smá pæling út frá umræðum okkar og eins þar sem mikið hefur verið í fréttum þessa viku hræðilegt einelti sem unglingsstelpa er að lenda í“.

Mikil ánægja var með framtakið hjá foreldrum barnanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None