Bakherbergið: Það er ekki hægt að troða orðunum aftur í brúsann

facebook_vef.jpg
Auglýsing

Frá­sögn Snæ­dísar Birtu Ásgeirs­dótt­ur, 14 ára, af ljótu og gegnd­ar­lausu ein­elti sem fram hefur farið gegn henni á sam­fé­lags­miðlum og síð­unni ask. fm, vakti gríð­ar­lega athygli í upp­hafi árs. Hún greindi frá ein­elt­inu, sem staðið hafði í sex til sjö ár, í við­tali við Press­una. Á meðal þess sem ger­end­urnir skrif­uðu um hana í netheimum var: „Dreptu þig, þú ert ógeðs­lega ljót og feit“.

Umræða um staf­rænt ein­elti og til hvaða aðgerða hægt sé að grípa hefur blossað upp í kjöl­far­ið.

Í bak­her­berg­inu eru flestir sam­mála að besta leiðin til að stemma stigu við slíkum ósköpn­uði sé að höfða til sam­kenndar og ábyrgð­ar­til­finn­ingu. Að kenna ger­end­um, eða vænt­an­legum ger­end­um, að orð þeirra hafa afleið­ing­ar, líka þegar þau eru sett fram með staf­rænum hætti í netheim­um.

Auglýsing

Fasta­gestur í bak­her­berg­inu mætti með tölvu­póst sem kenn­ari í Reykja­nesbæ hafði sent for­eldrum nem­enda sinna, sem eru í fimmta bekk. Kenn­ar­inn hafði notað sögu Snæ­dísar til að ræða við þá um ein­elti. Í póst­inum seg­ir:

„Í lok dags­ins ákvað ég að fram­kvæma með þeim lít­inn gjörn­ing. Ég fékk einn nem­and­ann til að koma og sprauta sápu úr heilum sápu­brúsa. Þau fylgd­ust öll spennt með. Þegar öll sápan var komin á borðið bað ég nem­and­ann um að reyna að koma nú allri sáp­unni fyrir mig aftur í brús­ann inn um litla gatið sem hún spraut­að­ist út um. Hún taldi það erfitt og eig­in­lega ekki hægt og þau voru því sam­mála öll. Þá var gjörn­ing­ur­inn búinn og ég sagði þeim að þetta væri eins og með ljótu orðin sem sumir láta út úr sér við aðra, hvort sem er á net­inu eða bara maður við mann. Það er svo auð­velt að segja eitt­hvað og oft án þess að hugsa (sam­an­ber að sprauta sápunni) en svo er ekk­ert svo auð­velt að taka til baka það sem maður segir (sbr. að setja sápuna aftur í brús­ann), það er hægt að fyr­ir­gefa og sætt­ast en það situr oft­ast ein­hvað eft­ir. Bara smá pæl­ing út frá umræðum okkar og eins þar sem mikið hefur verið í fréttum þessa viku hræði­legt ein­elti sem ung­lings­stelpa er að lenda í“.

Mikil ánægja var með fram­takið hjá for­eldrum barn­anna.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None