Bakherbergið: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn í málefnum útlendinga?

sjalfstæðisflokkur.jpg
Auglýsing

Ásmundur  Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­manna, vakti ekk­ert sér­stak­lega mikla lukku þegar hann spurði á Face­book-­síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hefði verið kann­að­ur, hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Það vakti enn síður lukku þegar hann velti því fyrir sér í sam­tali við Vísi hvort „við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk“.

Þeir sem urðu minnst ánægðir voru ungir sam­flokks­menn Ásmund­ar. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrrum for­maður Heimdall­ar, sagði það vera „væg­ast sagt átak­an­legt að vera í sama flokki og Ásmund­ur“. Magnús Júl­í­us­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) og tengda­sonur flokks­for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar, sagði að ummæli Ásmundar vektu hjá sér óhug. SUS sendi síðar frá sér ályktun þar sem sam­bandið hvatti Ásmund til að biðj­ast afsök­unar og að það sé virki­lega óvið­eig­andi og til umhugs­unar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslend­inga láti ummæli sem þessi falla.

asifridriks

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum miss­erum sem ákveðnar kreðsur í Sjálf­stæð­is­flokknum máta sig við eitt­hvað sem vel má flokka sem útlend­inga­andúð. Í kjöl­far kosn­inga­sig­urs Sænskra demókrata í kosn­ing­unum í Sví­þjóð í sept­em­ber birt­ist leið­ari í Morg­un­blað­inu, sem að öllum lík­indum var skrif­aður af Davíð Odds­syni, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og fyrrum for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Leið­ar­inn hét „Hinir óhreinu“ og í honum var gagn­rýnt að Sænskir demókratar væru kall­aður öfga­flokkur vegna stefnu sinnar í mál­efnum inn­flytj­enda, en flokk­ur­inn vill þrengja aðgengi þeirra að land­inu mjög. Í Reykja­vík­ur­bréfi sem Davíð skrif­aði í des­em­ber síð­ast­liðnum var þráð­ur­inn tek­inn upp og sagt að það væri rétt og skylt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust um hversu hratt ríki eigi að taka á móti erlendum rík­is­borg­ur­unum og hvaða skil­yrði þeir eigi að þurfa að upp­fylla. Þar sagði einnig: „Öfgarnar felst í því að reyna að úti­loka slíka umræð­u“.

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fessor sem tal­inn var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á valda­tíma Dav­íðs Odds­son­ar, hefur látið ýmis­legt í sama anda frá sér fara und­an­farna mán­uði. Í sept­em­ber 2014 skrif­aði hann pistil þar sem sagði orð­rétt: „Út­lend­ingar eru mis­jafn­ir, og við höfum í okkar frið­sæla landi ekk­ert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félags­leg aðstoð við full­hraust fólk er ætíð óskyn­sam­leg, en félags­leg aðstoð við full­hrausta útlend­inga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óaf­sak­an­leg. Annar hópur er sá, sem fremur glæpi, og þarf vit­an­lega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hóp­ur­inn er sá, sem reynir að troða siðum sínum upp á okk­ur.“

Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?

Und­an­farna daga hefur Hannes sett nokkrar stöðu­færslur á Face­book af sama meiði. Þann 6. jan­úar sagði Hannes Hólm­steinn m.a.: „Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?“

Tveimur dögum síðar sagði hann: „Samuel Hunt­ington benti á eðl­is­mun á íslam og kristni: Múhameð var í senn spá­maður og her­for­ingi, sem reiddi sverð sitt og vann lönd. Kristur var spá­mað­ur, fal­leg­ur, hávax­inn, skeggj­aður maður í hvítri skikkju, sem boð­aði náunga­kær­leik og bað menn að fyr­ir­gefa óvinum sín­um.“

Á sunnu­dag­inn birt­ist svo færsla hjá honum þar sem m.a. kom fram að „auð­vitað á ekki að banna slæð­ur, af því að múslima­konur bera þær, heldur af því að dul­bún­ingar á almanna­færi eru óeðli­leg­ir, því að þá verða menn nafn­lausir og um leið ábyrgð­ar­laus­ir. Afstaða manna á að vera efn­is­leg, en ekki sótt í andúð eða hatur á heilum trúflokkum eða þjóð­flokk­um.“

Það virð­ist ekki sama frjáls­lyndið ríkj­andi hjá eldri, og sögu­lega áhrifa­miklum, kreðsum í Sjálf­stæð­is­flokknum og ríkir hjá ung­lið­unum sem urðu brjál­aðir út í Ásmund í dag.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None