Bakherbergið: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn í málefnum útlendinga?

sjalfstæðisflokkur.jpg
Auglýsing

Ásmundur  Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­manna, vakti ekk­ert sér­stak­lega mikla lukku þegar hann spurði á Face­book-­síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hefði verið kann­að­ur, hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Það vakti enn síður lukku þegar hann velti því fyrir sér í sam­tali við Vísi hvort „við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk“.

Þeir sem urðu minnst ánægðir voru ungir sam­flokks­menn Ásmund­ar. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrrum for­maður Heimdall­ar, sagði það vera „væg­ast sagt átak­an­legt að vera í sama flokki og Ásmund­ur“. Magnús Júl­í­us­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) og tengda­sonur flokks­for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar, sagði að ummæli Ásmundar vektu hjá sér óhug. SUS sendi síðar frá sér ályktun þar sem sam­bandið hvatti Ásmund til að biðj­ast afsök­unar og að það sé virki­lega óvið­eig­andi og til umhugs­unar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslend­inga láti ummæli sem þessi falla.

asifridriks

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum miss­erum sem ákveðnar kreðsur í Sjálf­stæð­is­flokknum máta sig við eitt­hvað sem vel má flokka sem útlend­inga­andúð. Í kjöl­far kosn­inga­sig­urs Sænskra demókrata í kosn­ing­unum í Sví­þjóð í sept­em­ber birt­ist leið­ari í Morg­un­blað­inu, sem að öllum lík­indum var skrif­aður af Davíð Odds­syni, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og fyrrum for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Leið­ar­inn hét „Hinir óhreinu“ og í honum var gagn­rýnt að Sænskir demókratar væru kall­aður öfga­flokkur vegna stefnu sinnar í mál­efnum inn­flytj­enda, en flokk­ur­inn vill þrengja aðgengi þeirra að land­inu mjög. Í Reykja­vík­ur­bréfi sem Davíð skrif­aði í des­em­ber síð­ast­liðnum var þráð­ur­inn tek­inn upp og sagt að það væri rétt og skylt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust um hversu hratt ríki eigi að taka á móti erlendum rík­is­borg­ur­unum og hvaða skil­yrði þeir eigi að þurfa að upp­fylla. Þar sagði einnig: „Öfgarnar felst í því að reyna að úti­loka slíka umræð­u“.

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fessor sem tal­inn var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á valda­tíma Dav­íðs Odds­son­ar, hefur látið ýmis­legt í sama anda frá sér fara und­an­farna mán­uði. Í sept­em­ber 2014 skrif­aði hann pistil þar sem sagði orð­rétt: „Út­lend­ingar eru mis­jafn­ir, og við höfum í okkar frið­sæla landi ekk­ert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félags­leg aðstoð við full­hraust fólk er ætíð óskyn­sam­leg, en félags­leg aðstoð við full­hrausta útlend­inga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óaf­sak­an­leg. Annar hópur er sá, sem fremur glæpi, og þarf vit­an­lega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hóp­ur­inn er sá, sem reynir að troða siðum sínum upp á okk­ur.“

Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?

Und­an­farna daga hefur Hannes sett nokkrar stöðu­færslur á Face­book af sama meiði. Þann 6. jan­úar sagði Hannes Hólm­steinn m.a.: „Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?“

Tveimur dögum síðar sagði hann: „Samuel Hunt­ington benti á eðl­is­mun á íslam og kristni: Múhameð var í senn spá­maður og her­for­ingi, sem reiddi sverð sitt og vann lönd. Kristur var spá­mað­ur, fal­leg­ur, hávax­inn, skeggj­aður maður í hvítri skikkju, sem boð­aði náunga­kær­leik og bað menn að fyr­ir­gefa óvinum sín­um.“

Á sunnu­dag­inn birt­ist svo færsla hjá honum þar sem m.a. kom fram að „auð­vitað á ekki að banna slæð­ur, af því að múslima­konur bera þær, heldur af því að dul­bún­ingar á almanna­færi eru óeðli­leg­ir, því að þá verða menn nafn­lausir og um leið ábyrgð­ar­laus­ir. Afstaða manna á að vera efn­is­leg, en ekki sótt í andúð eða hatur á heilum trúflokkum eða þjóð­flokk­um.“

Það virð­ist ekki sama frjáls­lyndið ríkj­andi hjá eldri, og sögu­lega áhrifa­miklum, kreðsum í Sjálf­stæð­is­flokknum og ríkir hjá ung­lið­unum sem urðu brjál­aðir út í Ásmund í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None