Bakherbergið: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn í málefnum útlendinga?

sjalfstæðisflokkur.jpg
Auglýsing

Ásmundur  Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­manna, vakti ekk­ert sér­stak­lega mikla lukku þegar hann spurði á Face­book-­síðu sinni hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hefði verið kann­að­ur, hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“ Það vakti enn síður lukku þegar hann velti því fyrir sér í sam­tali við Vísi hvort „við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk“.

Þeir sem urðu minnst ánægðir voru ungir sam­flokks­menn Ásmund­ar. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrrum for­maður Heimdall­ar, sagði það vera „væg­ast sagt átak­an­legt að vera í sama flokki og Ásmund­ur“. Magnús Júl­í­us­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) og tengda­sonur flokks­for­manns­ins Bjarna Bene­dikts­son­ar, sagði að ummæli Ásmundar vektu hjá sér óhug. SUS sendi síðar frá sér ályktun þar sem sam­bandið hvatti Ásmund til að biðj­ast afsök­unar og að það sé virki­lega óvið­eig­andi og til umhugs­unar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslend­inga láti ummæli sem þessi falla.

asifridriks

Auglýsing

Í bak­her­berg­inu er rifjað upp að þetta er ekki í fyrsta sinn á und­an­förnum miss­erum sem ákveðnar kreðsur í Sjálf­stæð­is­flokknum máta sig við eitt­hvað sem vel má flokka sem útlend­inga­andúð. Í kjöl­far kosn­inga­sig­urs Sænskra demókrata í kosn­ing­unum í Sví­þjóð í sept­em­ber birt­ist leið­ari í Morg­un­blað­inu, sem að öllum lík­indum var skrif­aður af Davíð Odds­syni, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og fyrrum for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Leið­ar­inn hét „Hinir óhreinu“ og í honum var gagn­rýnt að Sænskir demókratar væru kall­aður öfga­flokkur vegna stefnu sinnar í mál­efnum inn­flytj­enda, en flokk­ur­inn vill þrengja aðgengi þeirra að land­inu mjög. Í Reykja­vík­ur­bréfi sem Davíð skrif­aði í des­em­ber síð­ast­liðnum var þráð­ur­inn tek­inn upp og sagt að það væri rétt og skylt að ræða heið­ar­lega og öfga­laust um hversu hratt ríki eigi að taka á móti erlendum rík­is­borg­ur­unum og hvaða skil­yrði þeir eigi að þurfa að upp­fylla. Þar sagði einnig: „Öfgarnar felst í því að reyna að úti­loka slíka umræð­u“.

Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, stjórn­mála­fræði­pró­fessor sem tal­inn var einn helsti hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins á valda­tíma Dav­íðs Odds­son­ar, hefur látið ýmis­legt í sama anda frá sér fara und­an­farna mán­uði. Í sept­em­ber 2014 skrif­aði hann pistil þar sem sagði orð­rétt: „Út­lend­ingar eru mis­jafn­ir, og við höfum í okkar frið­sæla landi ekk­ert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félags­leg aðstoð við full­hraust fólk er ætíð óskyn­sam­leg, en félags­leg aðstoð við full­hrausta útlend­inga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óaf­sak­an­leg. Annar hópur er sá, sem fremur glæpi, og þarf vit­an­lega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hóp­ur­inn er sá, sem reynir að troða siðum sínum upp á okk­ur.“

Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?

Und­an­farna daga hefur Hannes sett nokkrar stöðu­færslur á Face­book af sama meiði. Þann 6. jan­úar sagði Hannes Hólm­steinn m.a.: „Og hver er ekki sam­mála mér um, að þrír erlendir hópar eiga ekk­ert erindi til Íslands: síbrota­menn, fólk í leit að fram­færslu og menn, sem vilja neyða öfga­skoð­unum sínum upp á aðra?“

Tveimur dögum síðar sagði hann: „Samuel Hunt­ington benti á eðl­is­mun á íslam og kristni: Múhameð var í senn spá­maður og her­for­ingi, sem reiddi sverð sitt og vann lönd. Kristur var spá­mað­ur, fal­leg­ur, hávax­inn, skeggj­aður maður í hvítri skikkju, sem boð­aði náunga­kær­leik og bað menn að fyr­ir­gefa óvinum sín­um.“

Á sunnu­dag­inn birt­ist svo færsla hjá honum þar sem m.a. kom fram að „auð­vitað á ekki að banna slæð­ur, af því að múslima­konur bera þær, heldur af því að dul­bún­ingar á almanna­færi eru óeðli­leg­ir, því að þá verða menn nafn­lausir og um leið ábyrgð­ar­laus­ir. Afstaða manna á að vera efn­is­leg, en ekki sótt í andúð eða hatur á heilum trúflokkum eða þjóð­flokk­um.“

Það virð­ist ekki sama frjáls­lyndið ríkj­andi hjá eldri, og sögu­lega áhrifa­miklum, kreðsum í Sjálf­stæð­is­flokknum og ríkir hjá ung­lið­unum sem urðu brjál­aðir út í Ásmund í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None