Bakherbergið: Íslenska og gríska baráttan við vogunarsjóðina

sigmundur.jpg
Auglýsing

Það hefur vakið athygli fólks­ins í bak­her­berg­inu að und­an­förnu, hvernig hin nýja rík­is­stjórn í Grikk­landi hefur birst okkur hér á Íslandi og fólki ann­ars staðar sé mið tekið af umfjöllun allra helstu fjöl­miðla. Hún birt­ist sem bar­áttu­stjórn gegn vog­un­ar­sjóðum sem eiga kröfur á gríska rík­ið, og líka sem bar­áttu­stjórn gegn fjár­mála­öfl­unum og alþjóða­stofn­unum sem hafa þvingað almenn­ing í land­inu til þess að greiða him­in­háar skuldir til baka, með sárs­auka­fullum nið­ur­skurði og eigna­sölu.

Stjórn­mála­aflið Syr­iza, sem nú ­stýrir Grikk­landi, hefur það sem leið­ar­stef að end­ur­semja um skulda­stöðu Grikk­lands, fá meiri afskriftir á skuldum og hverfa frá nið­ur­skurði opin­berra starfa, til þess að örva hag­kerf­ið. Atvinnu­leysi í land­inu mælist 25,8 pró­sent, og er það mat Syr­iza að hinar miklu nið­ur­skurð­ar­að­gerð­ir, sem Evr­ópu­sam­bandið setti sem kröfu fyrir neyð­ar­að­stoð, hafi ekki reynst land­inu vel.

Syr­iza hefur verið sagt vinstri sinnað stjórn­mála­afl, en fólkið í bak­her­berg­in­u klórar sér í hausnum þegar hægri og vinstri er ann­ars vegar í stjórn­mál­um. Um margt má segja að Syr­iza birt­ist með svip­uðum hætti og Fram­sókn­ar­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­manns og for­sæt­is­ráð­herra gerði þegar hann vann magn­aðan kosn­inga­sigur vorið 2013 og komst til valda á nýjan leik. Þar voru áherslu­at­riðin svip­uð, en þó við ólíkar aðstæð­ur. Að ráð­ast gegn vog­un­ar­sjóð­unum og ná af þeim pen­ingum til að lækka skuldir heim­il­anna, og að breyta fjár­mála­kerf­inu meðal ann­ars með því að banna verð­tryggð hús­næð­is­lán, það er afnema verð­trygg­ing­una. Þessi atriði vógu þungt, því almenn­ingur virt­ist tengja vel  við þessar áherslur um að berj­ast gegn „fjár­mála­öfl­un­um“, ekki ósvipað og var reyndin með Syr­iza. Seinna atrið­ið, varð­andi verð­trygg­ing­una, er þó ekki komið til fram­kvæmda og ekki útséð með það hvað stjórn­völd ætla sér í þeim efn­um.

Auglýsing

Nú má segja að sé uppi merki­leg staða, kannski lík þeirri sem er í Grikk­landi. Stjórn­völd, með Sig­mund Davíð í broddi fylk­ing­ar, eru að reyna að leysa úr flók­inni stöðu fjár­magns­hafta þar sem þrotabú hinna föllnu banka skapa einna mesta vanda­mál­ið. Þó vog­un­ar­sjóð­irnir séu fjarri því einu aðil­arnir sem eru í kröfu­hafa­hópi þrota­bú­anna þá eru þeir aug­ljós­lega valda­miklir og með marga þræði í hendi sér. Afnám fjár­magns­hafta verður lík­lega aldrei að veru­leika nema á kostnað vog­un­ar­sjóð­anna að ein­hverju leyti.

Fólkið í bak­her­berg­inu telur það alls ekki úti­lokað að stjórn Sig­mundar Dav­íðs nái að leysa far­sæl­lega úr fjár­magns­höft­unum og þrota­búum hinna föllnu banka (Ímyndið ykkur tjónið sem þessir föllnu bankar hafa skapað þjóð­ar­bú­inu; ris og fall þeirra var stór­skað­legt fyrir hag­kerfið og láns­traust þess erlend­is, og þrotabú þeirra, sökum þess hvað þau eru stór, halda land­inu í skelfi­legum hafta­bú­skap sem stjórn­mála­menn­irnir hafa ekki þorað að afmá úr lög­um!). Þá mun Sig­mundur Davíð kannski birt­ast okkur eins og for­svars­menn Syr­iza nú; sigri hrós­andi. En ef þetta reyn­ist þrautin þyngri, og nið­ur­staðan verður langt frá vænt­ingum almenn­ings, þá verður þetta kannski svipað og grískur harm­leik­ur; dramat­ískt (póli­tískt) fall með öllu til­heyr­and­i...

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None