Bakherbergið: Íslenska og gríska baráttan við vogunarsjóðina

sigmundur.jpg
Auglýsing

Það hefur vakið athygli fólks­ins í bak­her­berg­inu að und­an­förnu, hvernig hin nýja rík­is­stjórn í Grikk­landi hefur birst okkur hér á Íslandi og fólki ann­ars staðar sé mið tekið af umfjöllun allra helstu fjöl­miðla. Hún birt­ist sem bar­áttu­stjórn gegn vog­un­ar­sjóðum sem eiga kröfur á gríska rík­ið, og líka sem bar­áttu­stjórn gegn fjár­mála­öfl­unum og alþjóða­stofn­unum sem hafa þvingað almenn­ing í land­inu til þess að greiða him­in­háar skuldir til baka, með sárs­auka­fullum nið­ur­skurði og eigna­sölu.

Stjórn­mála­aflið Syr­iza, sem nú ­stýrir Grikk­landi, hefur það sem leið­ar­stef að end­ur­semja um skulda­stöðu Grikk­lands, fá meiri afskriftir á skuldum og hverfa frá nið­ur­skurði opin­berra starfa, til þess að örva hag­kerf­ið. Atvinnu­leysi í land­inu mælist 25,8 pró­sent, og er það mat Syr­iza að hinar miklu nið­ur­skurð­ar­að­gerð­ir, sem Evr­ópu­sam­bandið setti sem kröfu fyrir neyð­ar­að­stoð, hafi ekki reynst land­inu vel.

Syr­iza hefur verið sagt vinstri sinnað stjórn­mála­afl, en fólkið í bak­her­berg­in­u klórar sér í hausnum þegar hægri og vinstri er ann­ars vegar í stjórn­mál­um. Um margt má segja að Syr­iza birt­ist með svip­uðum hætti og Fram­sókn­ar­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­manns og for­sæt­is­ráð­herra gerði þegar hann vann magn­aðan kosn­inga­sigur vorið 2013 og komst til valda á nýjan leik. Þar voru áherslu­at­riðin svip­uð, en þó við ólíkar aðstæð­ur. Að ráð­ast gegn vog­un­ar­sjóð­unum og ná af þeim pen­ingum til að lækka skuldir heim­il­anna, og að breyta fjár­mála­kerf­inu meðal ann­ars með því að banna verð­tryggð hús­næð­is­lán, það er afnema verð­trygg­ing­una. Þessi atriði vógu þungt, því almenn­ingur virt­ist tengja vel  við þessar áherslur um að berj­ast gegn „fjár­mála­öfl­un­um“, ekki ósvipað og var reyndin með Syr­iza. Seinna atrið­ið, varð­andi verð­trygg­ing­una, er þó ekki komið til fram­kvæmda og ekki útséð með það hvað stjórn­völd ætla sér í þeim efn­um.

Auglýsing

Nú má segja að sé uppi merki­leg staða, kannski lík þeirri sem er í Grikk­landi. Stjórn­völd, með Sig­mund Davíð í broddi fylk­ing­ar, eru að reyna að leysa úr flók­inni stöðu fjár­magns­hafta þar sem þrotabú hinna föllnu banka skapa einna mesta vanda­mál­ið. Þó vog­un­ar­sjóð­irnir séu fjarri því einu aðil­arnir sem eru í kröfu­hafa­hópi þrota­bú­anna þá eru þeir aug­ljós­lega valda­miklir og með marga þræði í hendi sér. Afnám fjár­magns­hafta verður lík­lega aldrei að veru­leika nema á kostnað vog­un­ar­sjóð­anna að ein­hverju leyti.

Fólkið í bak­her­berg­inu telur það alls ekki úti­lokað að stjórn Sig­mundar Dav­íðs nái að leysa far­sæl­lega úr fjár­magns­höft­unum og þrota­búum hinna föllnu banka (Ímyndið ykkur tjónið sem þessir föllnu bankar hafa skapað þjóð­ar­bú­inu; ris og fall þeirra var stór­skað­legt fyrir hag­kerfið og láns­traust þess erlend­is, og þrotabú þeirra, sökum þess hvað þau eru stór, halda land­inu í skelfi­legum hafta­bú­skap sem stjórn­mála­menn­irnir hafa ekki þorað að afmá úr lög­um!). Þá mun Sig­mundur Davíð kannski birt­ast okkur eins og for­svars­menn Syr­iza nú; sigri hrós­andi. En ef þetta reyn­ist þrautin þyngri, og nið­ur­staðan verður langt frá vænt­ingum almenn­ings, þá verður þetta kannski svipað og grískur harm­leik­ur; dramat­ískt (póli­tískt) fall með öllu til­heyr­and­i...

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None