Bakherbergið: Kostulegt rugl um virkjanir í Jökulsá á Fjöllum

J.kuls_._._Fj.llum_.2008.1.jpg
Auglýsing

Í gær bárust fréttir af því að virkjanir í Jökulsá á Fjöllum, ofan Dettifoss, væru á meðal 23ja nýrra virkjanakosta á lista Orkustofnunar sem var sendur verkefnastjórn þriðja áfanga rammaáætlunar. Þessi tíðindi eru með nokkrum ólíkindum, og gefa vísbendingu um að þeir sem liggi yfir virkjanakostum í landinu víli ekkert fyrir sér. Eða þannig horfir málið við fólkinu í bakherberginu.

Fyrir utan röksemdir sem byggja á náttúruvernd og mikilvægi þess að vernda stórfenglega einstaka náttúru fyrir vilja skammsýnna stjórnmálamanna, þá er augljóst að benda á að Jökulsá á Fjöllum halar inn gríðarlega miklum gjaldeyristekjum á hverju ári með tilveru sinni einni saman. Svo mikilvæg er hún sem hluti af stórbrotinni náttúru landsins, sem dregur stærstan hluta erlendra ferðamanna til landsins. Aðdráttaraflið fyrir ferðaþjónustuna er íslensk náttúra, og Jökulsá á Fjöllum, að stórum hluta inn í þjóðgarði, er stór hluti af þessu aðdráttarafli.

Þessar augljósu röksemdir gegn því að vera yfir höfuð að hugsa um Jökulsá á Fjöllum sem virkjunarkost, eru þó ekki einu röksemdirnar sem koma upp í hugann. Það er kostulegt, og með ólíkindum, að fólki skuli detta það í hug að koma fram með þessar glórulausu hugmyndir mitt ofan í aðstæður, þar sem Almannavarnir fylgjast grannt með gangi mála við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna jarðhræringa og eldgosa í Holuhrauni, sem eru í gangi. Íbúafundir hafa verið haldnir með reglulegu millibili undanfarna mánuði, þar sem farið hefur verið yfir rýmingaráætlanir og aðrar aðgerðir, ef til stórhlaups í Jökulsá kæmi. Virkjanir á svæðinu myndu tætast niður í slíku hlaupi, samkvæmt upplýsingum sem ráðamenn þjóðarinnar hafa fengið kynningu á sjálfir og tjáð sig um út á við, en skuldirnar sem á almenningi myndu hvíla yrðu eftir. Í bakherberginu er lagt til að Alþingi kalli strax á sinn fund Harald Sigurðsson, jarðfræðiprófessor, og jarðeðlisfræðingana Pál Einarsson og Magnús Tuma Guðmundsson, og spyrji þá spjörunum úr. Fyrsta spurningin getur verið svona; Er skynsamlegt að horfa til Jökulsár á fjöllum sem virkjunarkosts um þessar mundir?

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None