Þegar óttinn nær fótfestu

h_51734028.jpg
Auglýsing

Þröngsýni er ekki afleiðing fáfræði. Bráðgáfað og vel upplýst fólk getur verið herfilega þröngsýnt – við sjáum það nánast daglega í fjölmiðlum. Þröngsýni er afleiðing ótta og ótti er tilfinning. Ótta er hægt að skapa með upplýsingum, en hið óheppilega er að þegar óttinn er virkjaður í heilanum er andskotanum erfiðara að bægja honum frá með upplýsingum og staðreyndum. Það er nánast ómögulegt. Ég þekki þetta sem sérfræðingur í hamfarastjórnun; tölfræðilega eru meiri líkur á því að þú munir deyja við að detta út úr rúminu þínu en að þú deyir í flugslysi. Samt óttast enginn rúmið sitt en stór hluti fólks svitnar við tilhugsunina um að fara í flug. Við vitum öll að líkurnar á flugslysi eru agnarsmáar, en óttinn hefur náð tilfinningalegri fótfestu.

Hvernig ótti stýrir stjórnmálaskoðunum


Sóley Kaldal Sóley Kaldal

Við erum mismóttækileg fyrir ótta. Hversu hrædd við erum spilar stóran þátt í stjórnmálaskoðunum okkar. Rannsókn sem var birt í fræðitímaritinu American Journal of Political Science sýndi að einstaklingar sem hafa erfðafræðilega tilhneigingu til hræðslutilfinningar eru líklegri til að hafa neikvæðari skoðanir á minnihlutahópum og kjósa frekar stjórnmálaflokka sem tala fyrir strangri innflytjendastefnu og aðskilnaði þjóðfélagshópa.

Þeir sem óttast múslíma munu ekki breyta þeirri skoðun með upplýstri umræðu – jafnvel þótt það sé tölfræðilega borðleggjandi að engin ástæða sé til að óttast þá.

Auglýsing

Sú orðræða sem ákveðin öfl á Íslandi máta sig nú við elur á ótta og nái þessi ótti fótfestu munu afleiðingarnar verða bæði alvarlegar og langvarandi. Orðræðan er í sjálfu sér eldgömul tugga. Nákvæmlega sama orðræða var hávær um kaþólikka í Bandaríkjunum í byrjun 20. aldar og mismunun kaþólikka á grundvelli trúar þeirra var sumsstaðar lögleidd. Háværar raddir fullyrtu að kaþólsk trú væri ósamræmanleg lýðræðislegum gildum, að skólar þeirra hvettu þá til andúðar á kerfinu og kæmi í veg fyrir að þeir yrðu sannir Bandaríkjamenn. Sé nöfnum samfélagshópsins skipt út má fella þennan málflutning að stjórnmálaumræðu víða um heim. Núna ætla Íslendingar að slást í hópinn.

En hvernig má snúa þessum skoðunum við? Það verður ekki gert með auknu flæði staðreynda. Bandaríkjamenn gerðu ekkert samfélagslegt stórátak í dreifingu upplýsinga um eðli og fræði kaþólsku kirkjunnar. Það sem gerðist var einfaldlega það að straumur kaþólskra innflytjenda til Bandaríkjanna leiddi til fjölgunar þeirra, sem varð svo til þess að sífellt fleiri Bandaríkjamenn bjuggu við hliðina á kaþólikkum, versluðu við kaþólikka og rákust á þá á götu úti.

Ótti er sjálfskapandi spádómur


Hérna komumst við að kjarna málsins. Rannsóknir hafa sýnt að ótta er ekki hægt að bægja frá með auknum upplýsingum heldur með reynsluupplifun og samböndum. Þeir sem óttast múslíma munu ekki breyta þeirri skoðun með upplýstri umræðu – jafnvel þótt það sé tölfræðilega borðleggjandi að engin ástæða sé til að óttast þá. Hvaða þýðingu hefur það þá að „opna umræðuna“? Að opna á umræðuna bendir til þess að hún sé lokuð og að mikilvægar upplýsingar þurfi að koma fram. Er það reyndin? Eða eru til öfl sem sjá ávinning í ótta?

Ofbeldi er framið þrátt fyrir trú, óháð trú og rót þess er yfirleitt ótti. Sami ótti og leiðir til þröngsýni.

Það er vond nýting á tjáningarfrelsinu ef það er notað til að „opna umræðu“ líkt og pólitískt Pandórubox sem einungist stuðlar að því að hatur og illska velti út. Óttaviðbrögð sem valda jaðarsetning minnihlutahópa eru sjálfskapandi spádómur. Ef þú nálgast fólk með hatri og heift, stóraukast líkurnar á því að þú fáir það til baka.

Þröngsýni er svo dásamlega lýsandi orð að það bendir bókstaflega á lausn eigin vanda. Þröngsýni má lækna með víkkuðum sjóndeildarhring. Hina óttaslegnu vil ég spyrja: hversu marga múslíma þekkir þú? Hver er reynsla þín af þeim? Hvernig komst þú fram við þá?

Það er rétt að í sumum löndum heims er ofbeldi yfirvalda og borgaraleg kúgun alls ráðandi. Í sumum þeirra er Islam þjóðartrú. Í öðrum ekki. Þeir sem útrýmdu frumbyggjum Ameríku í einhverri blóðugustu þjóernishreinsun sögunnar voru kristnir. Í Burma og Sri-Lanka fara búddamunkar um með morðum og eyðileggingu. Gyðingar við Miðjarðarhafið beita Palestínumenn ólýsanlegu ofbeldi. Enginn gerir þetta í krafti trúar sinnar – jafnvel þó þeir fullyrði annað. Ofbeldi er framið þrátt fyrir trú, óháð trú og rót þess er yfirleitt ótti. Sami ótti og leiðir til þröngsýni.

Sjáið þið mynstrið?

Höfundur er áhættu- og öryggisverkfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None