Þegar óttinn nær fótfestu

h_51734028.jpg
Auglýsing

Þröng­sýni er ekki afleið­ing fáfræði. Bráð­gáfað og vel upp­lýst fólk getur verið herfi­lega þröng­sýnt – við sjáum það nán­ast dag­lega í fjöl­miðl­um. Þröng­sýni er afleið­ing ótta og ótti er til­finn­ing. Ótta er hægt að skapa með upp­lýs­ing­um, en hið óheppi­lega er að þegar ótt­inn er virkj­aður í heil­anum er and­skot­anum erf­ið­ara að bægja honum frá með upp­lýs­ingum og stað­reynd­um. Það er nán­ast ómögu­legt. Ég þekki þetta sem sér­fræð­ingur í ham­fara­stjórn­un; töl­fræði­lega eru meiri líkur á því að þú munir deyja við að detta út úr rúm­inu þínu en að þú deyir í flug­slysi. Samt ótt­ast eng­inn rúmið sitt en stór hluti fólks svitnar við til­hugs­un­ina um að fara í flug. Við vitum öll að lík­urnar á flug­slysi eru agn­arsmá­ar, en ótt­inn hefur náð til­finn­inga­legri fót­festu.

Hvernig ótti stýrir stjórn­mála­skoð­unum



Sóley Kaldal Sóley Kaldal

Við erum mis­mót­tæki­leg fyrir ótta. Hversu hrædd við erum spilar stóran þátt í stjórn­mála­skoð­unum okk­ar. Rann­sókn sem var birt í fræði­tíma­rit­inu Amer­ican Journal of Polit­ical Sci­ence sýndi að ein­stak­lingar sem hafa erfða­fræði­lega til­hneig­ingu til hræðslu­til­finn­ingar eru lík­legri til að hafa nei­kvæð­ari skoð­anir á minni­hluta­hópum og kjósa frekar stjórn­mála­flokka sem tala fyrir strangri inn­flytj­enda­stefnu og aðskiln­aði þjóð­fé­lags­hópa.

Þeir sem ótt­ast múslíma munu ekki breyta þeirri skoðun með upp­lýstri umræðu – jafn­vel þótt það sé töl­fræði­lega borð­leggj­andi að engin ástæða sé til að ótt­ast þá.

Auglýsing

Sú orð­ræða sem ákveðin öfl á Íslandi máta sig nú við elur á ótta og nái þessi ótti fót­festu munu afleið­ing­arnar verða bæði alvar­legar og langvar­andi. Orð­ræðan er í sjálfu sér eld­gömul tugga. Nákvæm­lega sama orð­ræða var hávær um kaþ­ólikka í Banda­ríkj­unum í byrjun 20. aldar og mis­munun kaþ­ólikka á grund­velli trúar þeirra var sums­staðar lög­leidd. Háværar raddir full­yrtu að kaþ­ólsk trú væri ósam­ræm­an­leg lýð­ræð­is­legum gild­um, að skólar þeirra hvettu þá til andúðar á kerf­inu og kæmi í veg fyrir að þeir yrðu sannir Banda­ríkja­menn. Sé nöfnum sam­fé­lags­hóps­ins skipt út má fella þennan mál­flutn­ing að stjórn­mála­um­ræðu víða um heim. Núna ætla Íslend­ingar að slást í hóp­inn.

En hvernig má snúa þessum skoð­unum við? Það verður ekki gert með auknu flæði stað­reynda. Banda­ríkja­menn gerðu ekk­ert sam­fé­lags­legt stór­á­tak í dreif­ingu upp­lýs­inga um eðli og fræði kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Það sem gerð­ist var ein­fald­lega það að straumur kaþ­ólskra inn­flytj­enda til Banda­ríkj­anna leiddi til fjölg­unar þeirra, sem varð svo til þess að sífellt fleiri Banda­ríkja­menn bjuggu við hlið­ina á kaþ­ólikk­um, versl­uðu við kaþ­ólikka og rák­ust á þá á götu úti.

Ótti er sjálf­skap­andi spá­dómur



Hérna komumst við að kjarna máls­ins. Rann­sóknir hafa sýnt að ótta er ekki hægt að bægja frá með auknum upp­lýs­ingum heldur með reynslu­upp­lifun og sam­bönd­um. Þeir sem ótt­ast múslíma munu ekki breyta þeirri skoðun með upp­lýstri umræðu – jafn­vel þótt það sé töl­fræði­lega borð­leggj­andi að engin ástæða sé til að ótt­ast þá. Hvaða þýð­ingu hefur það þá að „opna umræð­una“? Að opna á umræð­una bendir til þess að hún sé lokuð og að mik­il­vægar upp­lýs­ingar þurfi að koma fram. Er það reynd­in? Eða eru til öfl sem sjá ávinn­ing í ótta?

Of­beldi er framið þrátt fyrir trú, óháð trú og rót þess er yfir­leitt ótti. Sami ótti og leiðir til þröngsýni.

Það er vond nýt­ing á tján­ing­ar­frels­inu ef það er notað til að „opna umræðu“ líkt og póli­tískt Pand­óru­box sem ein­ung­ist stuðlar að því að hatur og illska velti út. Ótta­við­brögð sem valda jað­ar­setn­ing minni­hluta­hópa eru ­sjálf­skap­andi spá­dóm­ur. Ef þú nálg­ast fólk með hatri og heift, stór­aukast lík­urnar á því að þú fáir það til baka.

Þröng­sýni er svo dásam­lega lýsandi orð að það bendir bók­staf­lega á lausn eigin vanda. Þröng­sýni má lækna með víkk­uðum sjón­deild­ar­hring. Hina ótta­slegnu vil ég spyrja: hversu marga múslíma þekkir þú? Hver er reynsla þín af þeim? Hvernig komst þú fram við þá?

Það er rétt að í sumum löndum heims er ofbeldi yfir­valda og borg­ara­leg kúgun alls ráð­andi. Í sumum þeirra er Islam þjóð­ar­trú. Í öðrum ekki. Þeir sem útrýmdu frum­byggjum Amer­íku í ein­hverri blóð­ug­ustu þjó­ern­is­hreinsun sög­unnar voru kristn­ir. Í Burma og Sri-Lanka fara búdda­munkar um með morðum og eyði­legg­ingu. Gyð­ingar við Mið­jarð­ar­hafið beita Palest­ínu­menn ólýs­an­legu ofbeldi. Eng­inn gerir þetta í krafti trúar sinnar – jafn­vel þó þeir full­yrði ann­að. Ofbeldi er framið þrátt fyrir trú, óháð trú og rót þess er yfir­leitt ótti. Sami ótti og leiðir til þröng­sýni.

Sjáið þið mynstrið?

Höf­undur er áhættu- og örygg­is­verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None