Þegar óttinn nær fótfestu

h_51734028.jpg
Auglýsing

Þröng­sýni er ekki afleið­ing fáfræði. Bráð­gáfað og vel upp­lýst fólk getur verið herfi­lega þröng­sýnt – við sjáum það nán­ast dag­lega í fjöl­miðl­um. Þröng­sýni er afleið­ing ótta og ótti er til­finn­ing. Ótta er hægt að skapa með upp­lýs­ing­um, en hið óheppi­lega er að þegar ótt­inn er virkj­aður í heil­anum er and­skot­anum erf­ið­ara að bægja honum frá með upp­lýs­ingum og stað­reynd­um. Það er nán­ast ómögu­legt. Ég þekki þetta sem sér­fræð­ingur í ham­fara­stjórn­un; töl­fræði­lega eru meiri líkur á því að þú munir deyja við að detta út úr rúm­inu þínu en að þú deyir í flug­slysi. Samt ótt­ast eng­inn rúmið sitt en stór hluti fólks svitnar við til­hugs­un­ina um að fara í flug. Við vitum öll að lík­urnar á flug­slysi eru agn­arsmá­ar, en ótt­inn hefur náð til­finn­inga­legri fót­festu.

Hvernig ótti stýrir stjórn­mála­skoð­unumSóley Kaldal Sóley Kaldal

Við erum mis­mót­tæki­leg fyrir ótta. Hversu hrædd við erum spilar stóran þátt í stjórn­mála­skoð­unum okk­ar. Rann­sókn sem var birt í fræði­tíma­rit­inu Amer­ican Journal of Polit­ical Sci­ence sýndi að ein­stak­lingar sem hafa erfða­fræði­lega til­hneig­ingu til hræðslu­til­finn­ingar eru lík­legri til að hafa nei­kvæð­ari skoð­anir á minni­hluta­hópum og kjósa frekar stjórn­mála­flokka sem tala fyrir strangri inn­flytj­enda­stefnu og aðskiln­aði þjóð­fé­lags­hópa.

Þeir sem ótt­ast múslíma munu ekki breyta þeirri skoðun með upp­lýstri umræðu – jafn­vel þótt það sé töl­fræði­lega borð­leggj­andi að engin ástæða sé til að ótt­ast þá.

Auglýsing

Sú orð­ræða sem ákveðin öfl á Íslandi máta sig nú við elur á ótta og nái þessi ótti fót­festu munu afleið­ing­arnar verða bæði alvar­legar og langvar­andi. Orð­ræðan er í sjálfu sér eld­gömul tugga. Nákvæm­lega sama orð­ræða var hávær um kaþ­ólikka í Banda­ríkj­unum í byrjun 20. aldar og mis­munun kaþ­ólikka á grund­velli trúar þeirra var sums­staðar lög­leidd. Háværar raddir full­yrtu að kaþ­ólsk trú væri ósam­ræm­an­leg lýð­ræð­is­legum gild­um, að skólar þeirra hvettu þá til andúðar á kerf­inu og kæmi í veg fyrir að þeir yrðu sannir Banda­ríkja­menn. Sé nöfnum sam­fé­lags­hóps­ins skipt út má fella þennan mál­flutn­ing að stjórn­mála­um­ræðu víða um heim. Núna ætla Íslend­ingar að slást í hóp­inn.

En hvernig má snúa þessum skoð­unum við? Það verður ekki gert með auknu flæði stað­reynda. Banda­ríkja­menn gerðu ekk­ert sam­fé­lags­legt stór­á­tak í dreif­ingu upp­lýs­inga um eðli og fræði kaþ­ólsku kirkj­unn­ar. Það sem gerð­ist var ein­fald­lega það að straumur kaþ­ólskra inn­flytj­enda til Banda­ríkj­anna leiddi til fjölg­unar þeirra, sem varð svo til þess að sífellt fleiri Banda­ríkja­menn bjuggu við hlið­ina á kaþ­ólikk­um, versl­uðu við kaþ­ólikka og rák­ust á þá á götu úti.

Ótti er sjálf­skap­andi spá­dómurHérna komumst við að kjarna máls­ins. Rann­sóknir hafa sýnt að ótta er ekki hægt að bægja frá með auknum upp­lýs­ingum heldur með reynslu­upp­lifun og sam­bönd­um. Þeir sem ótt­ast múslíma munu ekki breyta þeirri skoðun með upp­lýstri umræðu – jafn­vel þótt það sé töl­fræði­lega borð­leggj­andi að engin ástæða sé til að ótt­ast þá. Hvaða þýð­ingu hefur það þá að „opna umræð­una“? Að opna á umræð­una bendir til þess að hún sé lokuð og að mik­il­vægar upp­lýs­ingar þurfi að koma fram. Er það reynd­in? Eða eru til öfl sem sjá ávinn­ing í ótta?

Of­beldi er framið þrátt fyrir trú, óháð trú og rót þess er yfir­leitt ótti. Sami ótti og leiðir til þröngsýni.

Það er vond nýt­ing á tján­ing­ar­frels­inu ef það er notað til að „opna umræðu“ líkt og póli­tískt Pand­óru­box sem ein­ung­ist stuðlar að því að hatur og illska velti út. Ótta­við­brögð sem valda jað­ar­setn­ing minni­hluta­hópa eru ­sjálf­skap­andi spá­dóm­ur. Ef þú nálg­ast fólk með hatri og heift, stór­aukast lík­urnar á því að þú fáir það til baka.

Þröng­sýni er svo dásam­lega lýsandi orð að það bendir bók­staf­lega á lausn eigin vanda. Þröng­sýni má lækna með víkk­uðum sjón­deild­ar­hring. Hina ótta­slegnu vil ég spyrja: hversu marga múslíma þekkir þú? Hver er reynsla þín af þeim? Hvernig komst þú fram við þá?

Það er rétt að í sumum löndum heims er ofbeldi yfir­valda og borg­ara­leg kúgun alls ráð­andi. Í sumum þeirra er Islam þjóð­ar­trú. Í öðrum ekki. Þeir sem útrýmdu frum­byggjum Amer­íku í ein­hverri blóð­ug­ustu þjó­ern­is­hreinsun sög­unnar voru kristn­ir. Í Burma og Sri-Lanka fara búdda­munkar um með morðum og eyði­legg­ingu. Gyð­ingar við Mið­jarð­ar­hafið beita Palest­ínu­menn ólýs­an­legu ofbeldi. Eng­inn gerir þetta í krafti trúar sinnar – jafn­vel þó þeir full­yrði ann­að. Ofbeldi er framið þrátt fyrir trú, óháð trú og rót þess er yfir­leitt ótti. Sami ótti og leiðir til þröng­sýni.

Sjáið þið mynstrið?

Höf­undur er áhættu- og örygg­is­verk­fræð­ing­ur.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None