Bakherbergið: Lánaðu mér milljarða, annars „þurfum við ekki að spyrja að leikslokum“

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur stað­festi í gær að þrotabú Baugs ætti að fá sam­þykkta 14 millj­arða króna kröfu í þrotabú Kaup­þings. Krafan er sett fram vegna 15 millj­arða króna greiðslna Baugs til helstu hlut­hafa sinna korteri fyrir hrun sem fjár­mögnuð var með láni frá Kaup­þingi. Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að greiðslan hefði verið gjöf og að rifta ætti greiðsl­un­um.

Málið snýst um við­skiptafléttu sem ráð­ist var í nokkrum mán­uðum fyrir hrun þegar smá­söluris­inn Hagar voru seldir út úr Baugi til félags­ins 1998 ehf.­með 30 millj­arða króna láni frá Kaup­þingi. Helstu eig­endur Baugs og 1998 voru sama fólk­ið, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og tengdir aðil­ar.

Í Bak­her­bergj­unum hafa spek­ingar verið að rýna í dóm Hæsta­réttar og séð að þar komi skýrt fram að Baugur hafi ekki átt neinn pen­ing til að standa við greiðslu skulda sinna snemma árs 2008. Þar segir til dæm­is­ frá því að í byrjun mars 2008 hafi Kaup­þing samið kynn­ingu um stöðu Baugs þar sem sagði m.a. að fjár­þörf félags­ins sýndi að Baugur „gæti ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar án utan­að­kom­andi íhlut­unar eða inn­grips“.

Auglýsing

Baugur_group_logo

Hæsti­réttur horfði líka sér­stak­lega til tölvu­pósts sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sem var stjórn­ar­for­maður Baugs á þessum tíma, sendi Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, þáver­andi for­stjóra Kaup­þings, 9. júlí 2008 með beiðni um skamm­tíma­lán frá bank­anum upp á 3,1 millj­arð króna til að greiða gjald­fallnar skuldir félags­ins. Í dómi Hæsta­réttar seg­ir: „Í nið­ur­lagi bréfs­ins sagði stjórn­ar­for­mað­ur­inn að hann hefði unnið hörðum höndum að því að bæta stöðu sókn­ar­að­ila meðal ann­ars með sölu á Högum hf. Von­andi fyndu þeir lausn næsta dag en ef ekki „þá þurfum við ekki að spyrja að leikslok­um.“

Lánið fékkst og Baugur gat haldið áfram. Lausnin var þó skamm­góður verm­ir. Baugur fór á end­anum í risa­vaxið gjald­þrot í mars 2009. Um 400 millj­arða króna kröfum var lýst í búið og um 100 millj­arða króna kröfur voru sam­þykkt­ar. Heimtur voru í vor um eitt pró­sent en dómur Hæsta­réttar í gær mun hækka þær eitt­hvað. Leikslokin urðu því á end­anum frekar súr fyrir kröfu­hafa Baugs.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None