Bakherbergið: Lánaðu mér milljarða, annars „þurfum við ekki að spyrja að leikslokum“

jon-asgeir-3.jpg
Auglýsing

Hæsti­réttur stað­festi í gær að þrotabú Baugs ætti að fá sam­þykkta 14 millj­arða króna kröfu í þrotabú Kaup­þings. Krafan er sett fram vegna 15 millj­arða króna greiðslna Baugs til helstu hlut­hafa sinna korteri fyrir hrun sem fjár­mögnuð var með láni frá Kaup­þingi. Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að greiðslan hefði verið gjöf og að rifta ætti greiðsl­un­um.

Málið snýst um við­skiptafléttu sem ráð­ist var í nokkrum mán­uðum fyrir hrun þegar smá­söluris­inn Hagar voru seldir út úr Baugi til félags­ins 1998 ehf.­með 30 millj­arða króna láni frá Kaup­þingi. Helstu eig­endur Baugs og 1998 voru sama fólk­ið, Jón Ásgeir Jóhann­es­son og tengdir aðil­ar.

Í Bak­her­bergj­unum hafa spek­ingar verið að rýna í dóm Hæsta­réttar og séð að þar komi skýrt fram að Baugur hafi ekki átt neinn pen­ing til að standa við greiðslu skulda sinna snemma árs 2008. Þar segir til dæm­is­ frá því að í byrjun mars 2008 hafi Kaup­þing samið kynn­ingu um stöðu Baugs þar sem sagði m.a. að fjár­þörf félags­ins sýndi að Baugur „gæti ekki staðið við skuld­bind­ingar sínar án utan­að­kom­andi íhlut­unar eða inn­grips“.

Auglýsing

Baugur_group_logo

Hæsti­réttur horfði líka sér­stak­lega til tölvu­pósts sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sem var stjórn­ar­for­maður Baugs á þessum tíma, sendi Hreið­ari Má Sig­urðs­syni, þáver­andi for­stjóra Kaup­þings, 9. júlí 2008 með beiðni um skamm­tíma­lán frá bank­anum upp á 3,1 millj­arð króna til að greiða gjald­fallnar skuldir félags­ins. Í dómi Hæsta­réttar seg­ir: „Í nið­ur­lagi bréfs­ins sagði stjórn­ar­for­mað­ur­inn að hann hefði unnið hörðum höndum að því að bæta stöðu sókn­ar­að­ila meðal ann­ars með sölu á Högum hf. Von­andi fyndu þeir lausn næsta dag en ef ekki „þá þurfum við ekki að spyrja að leikslok­um.“

Lánið fékkst og Baugur gat haldið áfram. Lausnin var þó skamm­góður verm­ir. Baugur fór á end­anum í risa­vaxið gjald­þrot í mars 2009. Um 400 millj­arða króna kröfum var lýst í búið og um 100 millj­arða króna kröfur voru sam­þykkt­ar. Heimtur voru í vor um eitt pró­sent en dómur Hæsta­réttar í gær mun hækka þær eitt­hvað. Leikslokin urðu því á end­anum frekar súr fyrir kröfu­hafa Baugs.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None