Takk fyrir að banna mig, Dóri DNA

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Dóri DNA skrif­aði pistil sem birt­ist í Kjarn­anum 4. des­em­ber, þar sem hann á hóf­saman og yfir­veg­aðan hátt greindi helstu vanda­mál íslensks sam­fé­lags og setti fram raun­hæfar lausn­ir.

Eða þannig. Í pistli sínum virð­ist Dóra takast að hrauna yfir flestar stéttir Íslend­inga. Lopa­peysulið, ger­valla lands­byggð­ina, hippa, alla sem vilja hafa flug­völl­inn áfram í Vatns­mýri og alla sem hafa nokk­urn­tíman komið nálægt „fjór­flokkn­um“ svo­kall­aða. Sér­staka andúð hefur hann auð­vitað á síð­ast­nefnda hópn­um, og gengur lengra í þeim efnum en ég hef séð nokkurn ganga, fyrir utan kannski ein­hverja í allra myrk­ustu skúma­skotum kommenta­kerf­anna. Dóri vill nefni­lega að Ísland taki fasísk ein­ræð­is­ríki sér til fyr­ir­myndar og banni hina og þessa stjórn­mála­flokka. Og ekki nóg með það, heldur leggur hann til að öllum þeim sem hafa nokk­urn­tíman starfað í þágu þess­ara flokka verði bannað að koma nálægt stjórn­málum aft­ur.

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, Varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son,

Vara­for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Auglýsing

Nú hef ég starfað í ung­liða­hreyf­ingu eins þess­ara flokka sem Dóri setur undir hatt fjór­flokks­ins. Þar hef ég starfað vegna þess að hug­mynda­fræði flokks­ins hugn­ast mér og sam­ræm­ist þeim lífs­gildum sem ég vil að verði höfð að leið­ar­ljósi þegar við ákveðum í hvernig sam­fé­lagi við viljum búa (því það er jú það sem stjórn­mál snú­ast um).

En þar sem ég hef starfað í stjórn­mála­flokki þá er ég lík­leg­ast nú þegar afskrif­að­ur. Ég hlýt, skv. við­horfi Dóra, að hafa farið í stjórn­mál vegna skít­legs inn­rætis míns, af vilj­anum einum saman að skara eld að eigin köku og hlæja Jaf­ar-­legum ill­menn­is­hlátri meðan ég skála í kampa­víni í spill­ing­ar­festi­val­inu sem stjórn­málin greini­lega eru. Best að banna mig og allar þær þús­undir sem hafa starfað í gras­rót þess­ara fjög­urra flokka vegna þess að við trúum því ekki að félags­hyggja eða frjáls­hyggja eða umhverf­is­stefna eða femín­ismi eða rót­tæk rök­hyggja (ok, ég veit reyndar ekk­ert hvað það síð­ast­nefnda merkir) sé úrelt eða ómark­tæk hug­mynda­fræði. Um þessa hug­mynda­fræði snú­ast stjórn­mála­flokk­arnir og all­staðar í heim­inum þar sem ein­hvers­konar frjálst lýð­ræði er við lýði, hefur fólk sem hefur áhuga á að hafa áhrif á sam­fé­lagið sitt, bund­ist félags­skap byggðum á ákveð­inni hug­mynda­fræði og kallað það stjórn­mála­flokk.

Ég geri mér grein fyrir (eða vona alla­vega) að pist­ill Dóra er skrif­aður í þessum skraut­lega stíl til að auka afþrey­ing­ar­gildi hans.

Ég geri mér grein fyrir (eða vona alla­vega) að pist­ill Dóra er skrif­aður í þessum skraut­lega stíl til að auka afþrey­ing­ar­gildi hans. En alvar­lega staðan í sam­fé­lag­inu sem Dóri talar ekki um, er sú að ungt fólk er í auknum mæli hætt að mæta á kjör­stað og traust og toler­ans fólks gagn­vart lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum þess er nán­ast á núll­punkti. Það sem þarf er upp­byggi­lega og yfir­veg­aða umræðu um stjórn­mál. Gagn­rýnin hugs­un, en ekki gengd­ar­laus gagn­rýni. Það er ekki hægt í sömu grein að kvarta undan óþoli stjórn­mála­manna og boða um leið algjört óþol gagn­vart stjórn­mála­mönn­um. Blammer­ingar og gíf­ur­yrði líkt og Dóri DNA við­hefur í grein sinni vil ég því meina að séu mun hættu­legri lýð­ræð­inu heldur en fjór­flokk­ur­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None