Takk fyrir að banna mig, Dóri DNA

Al--ingi.jpg
Auglýsing

Dóri DNA skrif­aði pistil sem birt­ist í Kjarn­anum 4. des­em­ber, þar sem hann á hóf­saman og yfir­veg­aðan hátt greindi helstu vanda­mál íslensks sam­fé­lags og setti fram raun­hæfar lausn­ir.

Eða þannig. Í pistli sínum virð­ist Dóra takast að hrauna yfir flestar stéttir Íslend­inga. Lopa­peysulið, ger­valla lands­byggð­ina, hippa, alla sem vilja hafa flug­völl­inn áfram í Vatns­mýri og alla sem hafa nokk­urn­tíman komið nálægt „fjór­flokkn­um“ svo­kall­aða. Sér­staka andúð hefur hann auð­vitað á síð­ast­nefnda hópn­um, og gengur lengra í þeim efnum en ég hef séð nokkurn ganga, fyrir utan kannski ein­hverja í allra myrk­ustu skúma­skotum kommenta­kerf­anna. Dóri vill nefni­lega að Ísland taki fasísk ein­ræð­is­ríki sér til fyr­ir­myndar og banni hina og þessa stjórn­mála­flokka. Og ekki nóg með það, heldur leggur hann til að öllum þeim sem hafa nokk­urn­tíman starfað í þágu þess­ara flokka verði bannað að koma nálægt stjórn­málum aft­ur.

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, Varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son,

Vara­for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Auglýsing

Nú hef ég starfað í ung­liða­hreyf­ingu eins þess­ara flokka sem Dóri setur undir hatt fjór­flokks­ins. Þar hef ég starfað vegna þess að hug­mynda­fræði flokks­ins hugn­ast mér og sam­ræm­ist þeim lífs­gildum sem ég vil að verði höfð að leið­ar­ljósi þegar við ákveðum í hvernig sam­fé­lagi við viljum búa (því það er jú það sem stjórn­mál snú­ast um).

En þar sem ég hef starfað í stjórn­mála­flokki þá er ég lík­leg­ast nú þegar afskrif­að­ur. Ég hlýt, skv. við­horfi Dóra, að hafa farið í stjórn­mál vegna skít­legs inn­rætis míns, af vilj­anum einum saman að skara eld að eigin köku og hlæja Jaf­ar-­legum ill­menn­is­hlátri meðan ég skála í kampa­víni í spill­ing­ar­festi­val­inu sem stjórn­málin greini­lega eru. Best að banna mig og allar þær þús­undir sem hafa starfað í gras­rót þess­ara fjög­urra flokka vegna þess að við trúum því ekki að félags­hyggja eða frjáls­hyggja eða umhverf­is­stefna eða femín­ismi eða rót­tæk rök­hyggja (ok, ég veit reyndar ekk­ert hvað það síð­ast­nefnda merkir) sé úrelt eða ómark­tæk hug­mynda­fræði. Um þessa hug­mynda­fræði snú­ast stjórn­mála­flokk­arnir og all­staðar í heim­inum þar sem ein­hvers­konar frjálst lýð­ræði er við lýði, hefur fólk sem hefur áhuga á að hafa áhrif á sam­fé­lagið sitt, bund­ist félags­skap byggðum á ákveð­inni hug­mynda­fræði og kallað það stjórn­mála­flokk.

Ég geri mér grein fyrir (eða vona alla­vega) að pist­ill Dóra er skrif­aður í þessum skraut­lega stíl til að auka afþrey­ing­ar­gildi hans.

Ég geri mér grein fyrir (eða vona alla­vega) að pist­ill Dóra er skrif­aður í þessum skraut­lega stíl til að auka afþrey­ing­ar­gildi hans. En alvar­lega staðan í sam­fé­lag­inu sem Dóri talar ekki um, er sú að ungt fólk er í auknum mæli hætt að mæta á kjör­stað og traust og toler­ans fólks gagn­vart lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum þess er nán­ast á núll­punkti. Það sem þarf er upp­byggi­lega og yfir­veg­aða umræðu um stjórn­mál. Gagn­rýnin hugs­un, en ekki gengd­ar­laus gagn­rýni. Það er ekki hægt í sömu grein að kvarta undan óþoli stjórn­mála­manna og boða um leið algjört óþol gagn­vart stjórn­mála­mönn­um. Blammer­ingar og gíf­ur­yrði líkt og Dóri DNA við­hefur í grein sinni vil ég því meina að séu mun hættu­legri lýð­ræð­inu heldur en fjór­flokk­ur­inn.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None