Hrunið og eftirköst þess hafa reynst íslenskum lífeyrissjóðum erfitt. Fyrst töpuðu þeir fimmtungi eigna sinna vegna hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðlaskiptasamninga sem þeir höfðu keypt á uppgangsárunum, oft án nærri nægilegra trygginga. Svo var fjármagnshaftamúrum skellt upp í kringum landið sem gerðu það að verkum að lífeyrissjóðirnir gátu ekki lengur fjárfest erlendis.
Og það er erfitt að geta ekki fjárfest erlendis. Sérstaklega þegar árleg fjárfestingaþörf er yfir 130 milljarðar króna og eignir þeirra eru um 150 prósent af landsframleiðslu. Á mannamáli þýðir það að íslensku lífeyrissjóðirnir þurfa að koma um 130 milljörðum króna, af fé sem almenningur er bundinn samkvæmt
Sjóður í stýringu hjá Virðingu, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, hefru keypt 25 prósent í Domino´s.
lögum að greiða til þeirra, í ávöxtun til að geta borgað okkur sómasamlegan lífeyri þegar við erum orðin gömul.
Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun.
Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun. Þeir eiga beint um þriðjung allra skráðra hlutabréfa íslenskra fyrirtækja. Þegar óbein eign þeirra í gegnum fjárfestingasjóði er tekin með í reikninginn þá eiga sjóðirnir yfir helming allra skráðra hlutabréfa. Þeir eru búnir að kaupa upp nánast öll þau skuldabréf sem lög heimila þeim að kaupa , eiga í óskráðum félögum eins og Skiptum, Skeljungi, Kaupás, HS Orku og auðvitað öllu sem Framtakssjóður Íslands á. Þess utan eiga þeir stóran hluta í fasteignafélögunum risastóru Eik og Reitum auk þess sem sumir þeirra hafa óbeint tekið þátt í uppkaupum á íbúðarhúsnæði í gegnum sjóði Gamma.
Einu geirarnir sem lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að kaupa upp eignir á fullu eru þeir geirar sem þeir komast ekki inní. Það eru sjávarútvegur (fyrir utan hið skráða fyrirtæki HB Granda), orkugeirinn (fyrir utan þriðjungshlut í HS Orku), stóru bankarnir (sem eru í eigu ríkisins og kröfuhafa) og stóriðju (sem er að mestu í eigu erlendra stórfyrirtækja).
Þess utan er einungis 21 prósent eigna lífeyrissjóðanna erlendis en æskilegt hlutfall þykir um 40 prósent.
Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mikill skortur af fjárfestingatækifærum fyrir lífeyrissjóðina. Þeir eru eins og viðskiptavinir sem koma inn í kjötbúð með fulla vasa fjár og maga logandi af svengd en búðarborðið er tómt.
Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mikill skortur af fjárfestingatækifærum fyrir lífeyrissjóðina. Þeir eru eins og viðskiptavinir sem koma inn í kjötbúð með fulla vasa fjár og maga logandi af svengd en búðarborðið er tómt.
En hvað gerir svangur viðskiptavinur? Hann gerist skapandi og finnur leiðir til að ná markmiði sínu. Og nú hafa íslenskir lífeyrissjóðir, í gegnum sjóð sem Virðing stýrir og þeir eiga að mestu, keypt fjórðungshlut í Domino‘s pizzakeðjunni. Og ætla með henni í pizzuútrás til Noregs og Sviþjóðar.
Í bakherberginu ríkir ákveðin skilningur gagnvart þessu athæfi lífeyrissjóðanna, að kaupa hlut í pizzakeðju með möguleika á erlendum vexti, enda Domino ‘s hið fínasta rekstrarfélag. Fjárfestingin litast hins vegar að því umhverfi sem er hérlendis.
Við venjulegar aðstæður, þar sem höft hafa ekki sogið súrefnið úr efnahagslífinu í rúm sex ár og lífeyrissjóðirnir eru ekki búnir að kaupa allt annað sem þeir fá að kaupa, hefði svona fjárfesting líkast til aldrei átt sér stað.