Bakherbergið: Vonandi lærir Brynjar Níelsson bara af þessu

BrynjarN.elsson.33.000.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Hinn 11. jan­úar í fyrra birt­ist ítar­leg grein eftir Brynjar Níels­son hrl. og þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um Al Than­i-­málið svo­kall­aða, á vefnum press­an.is. Þetta er lang­sam­lega ítar­leg­asta grein sem birst hefur á opin­berum vett­vangi eftir Brynjar, frá því að hann varð þing­mað­ur. Raunar minn­ist fólkið í bak­her­berg­inu ekki þess að nokkur þing­maður hafi skrifað jafn langa og ítar­lega grein um nokk­urt mál, eins og til­fellið var með grein Brynjars.

Í grein­inni rök­studdi Brynjar þá skoðun sína að allir ákærðu í mál­inu væru sak­laus­ir, þar sem sekt þeirra hefði ekki verið sönn­uð. „Ég get hins vegar metið það út frá fyr­ir­liggj­andi gögnum hvort sekt sé sönn­uð. Eins og ég hef rakið hér og rök­stutt eru gögn máls­ins ekki þannig að sekt ákærðu sé sönnuð svo yfir skyn­sam­legan vafa sé haf­ið. Í raun tel ég langt frá því að svo sé,“ sagði Brynjar, í þess­ari ítar­legu grein.

Nú hefur Hæsti­réttur kveðið upp dóm sinn í mál­inu, og í sem skemmstu máli sagt, þá reynd­ust allar lög­fræði­legar álykt­anir Brynjars, út frá gögnum máls­ins, vera rang­ar. Allir ákærðu voru dæmdir sekir, og sendir í fjög­urra til fimm og hálfs árs fang­elsi. Hæsti­réttur Íslands á loka­orð­ið, og fellir dóma um hvernig lög skulu túlk­uð. Ekk­ert af því sem Brynjar sagði í grein sinni reynd­ist vera í takt við nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, þegar kom að því að meta sekt eða sak­leysi. Og öll rök­semd­ar­færslan var rang­lega metin út frá gögnum máls­ins.

Auglýsing

Fólk­inu í bak­her­berg­inu finnst þetta svo­lítið ein­kenni­legt, enda gagn­rýndu hæsta­rétt­ar­lög­menn fjöl­miðla fyrir að þagga efni greinar Brynjars nið­ur, hvernig sem þeir fengu það út. Hún var enda tölu­vert mikið til umræðu í fjöl­miðl­um, og einnig á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem hjartað í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni slær.

Fólkið í bak­her­berg­inu er ekki ref­siglatt, og finnst að fjöl­miðlar eigi öðru fremur að segja fréttir af dóms­mál­um, eins og öðrum frétt­næmum atburð­um. Ekk­ert bendir til ann­ars en það hafi verið gert í Al Thani mál­inu, og öllum steinum velt við, einnig þeim sem hugs­an­lega hefðu getað komið ákærðu vel þegar þeir voru að verj­ast í dóm­sal.

Þing­menn verða hins vegar að passa sig, þegar þeir blanda sér í umræðu um ein­stök dóms­mál, enda vinna þeir við að búa til lögin sem dóm­stólar dæma um túlkun á, þegar ágrein­ingur kemur inn á borð til þeirra. Geri þing­menn það reglu­lega getur það komið niður á trausti almenn­ings á rétt­ar­rík­inu.

Brynjar er oft að leggja fjöl­miðla­mönnum lín­urn­ar, í hnit­mið­uðum greinum og stöðu­upp­færslum á Face­book-­síðu sinni. Fólkið í bak­her­berg­inu fagnar því, enda ekk­ert við það að athuga og Brynjar er oft skemmti­legur í sínum grein­ingum á dæg­ur­þras­inu.

Von­andi lærir Brynjar af nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í Al Than­i-­mál­inu, og verður kannski örlítið nær veru­leik­anum næst þegar hann blandar sér með jafn afger­andi hætti í umfjöllun um dóms­mál­in.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None