Bakherbergið: Vonandi lærir Brynjar Níelsson bara af þessu

BrynjarN.elsson.33.000.jpg Brynjar Nielsson
Auglýsing

Hinn 11. jan­úar í fyrra birt­ist ítar­leg grein eftir Brynjar Níels­son hrl. og þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um Al Than­i-­málið svo­kall­aða, á vefnum press­an.is. Þetta er lang­sam­lega ítar­leg­asta grein sem birst hefur á opin­berum vett­vangi eftir Brynjar, frá því að hann varð þing­mað­ur. Raunar minn­ist fólkið í bak­her­berg­inu ekki þess að nokkur þing­maður hafi skrifað jafn langa og ítar­lega grein um nokk­urt mál, eins og til­fellið var með grein Brynjars.

Í grein­inni rök­studdi Brynjar þá skoðun sína að allir ákærðu í mál­inu væru sak­laus­ir, þar sem sekt þeirra hefði ekki verið sönn­uð. „Ég get hins vegar metið það út frá fyr­ir­liggj­andi gögnum hvort sekt sé sönn­uð. Eins og ég hef rakið hér og rök­stutt eru gögn máls­ins ekki þannig að sekt ákærðu sé sönnuð svo yfir skyn­sam­legan vafa sé haf­ið. Í raun tel ég langt frá því að svo sé,“ sagði Brynjar, í þess­ari ítar­legu grein.

Nú hefur Hæsti­réttur kveðið upp dóm sinn í mál­inu, og í sem skemmstu máli sagt, þá reynd­ust allar lög­fræði­legar álykt­anir Brynjars, út frá gögnum máls­ins, vera rang­ar. Allir ákærðu voru dæmdir sekir, og sendir í fjög­urra til fimm og hálfs árs fang­elsi. Hæsti­réttur Íslands á loka­orð­ið, og fellir dóma um hvernig lög skulu túlk­uð. Ekk­ert af því sem Brynjar sagði í grein sinni reynd­ist vera í takt við nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, þegar kom að því að meta sekt eða sak­leysi. Og öll rök­semd­ar­færslan var rang­lega metin út frá gögnum máls­ins.

Auglýsing

Fólk­inu í bak­her­berg­inu finnst þetta svo­lítið ein­kenni­legt, enda gagn­rýndu hæsta­rétt­ar­lög­menn fjöl­miðla fyrir að þagga efni greinar Brynjars nið­ur, hvernig sem þeir fengu það út. Hún var enda tölu­vert mikið til umræðu í fjöl­miðl­um, og einnig á sam­fé­lags­miðl­um, þar sem hjartað í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni slær.

Fólkið í bak­her­berg­inu er ekki ref­siglatt, og finnst að fjöl­miðlar eigi öðru fremur að segja fréttir af dóms­mál­um, eins og öðrum frétt­næmum atburð­um. Ekk­ert bendir til ann­ars en það hafi verið gert í Al Thani mál­inu, og öllum steinum velt við, einnig þeim sem hugs­an­lega hefðu getað komið ákærðu vel þegar þeir voru að verj­ast í dóm­sal.

Þing­menn verða hins vegar að passa sig, þegar þeir blanda sér í umræðu um ein­stök dóms­mál, enda vinna þeir við að búa til lögin sem dóm­stólar dæma um túlkun á, þegar ágrein­ingur kemur inn á borð til þeirra. Geri þing­menn það reglu­lega getur það komið niður á trausti almenn­ings á rétt­ar­rík­inu.

Brynjar er oft að leggja fjöl­miðla­mönnum lín­urn­ar, í hnit­mið­uðum greinum og stöðu­upp­færslum á Face­book-­síðu sinni. Fólkið í bak­her­berg­inu fagnar því, enda ekk­ert við það að athuga og Brynjar er oft skemmti­legur í sínum grein­ingum á dæg­ur­þras­inu.

Von­andi lærir Brynjar af nið­ur­stöðu Hæsta­réttar í Al Than­i-­mál­inu, og verður kannski örlítið nær veru­leik­anum næst þegar hann blandar sér með jafn afger­andi hætti í umfjöllun um dóms­mál­in.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None