Bakherbergið: Lífeyrissjóðirnir kaupa sér (pizzu) sneið í Domino‘s

pizza.jpg
Auglýsing

Hrunið og eft­ir­köst þess hafa reynst íslenskum líf­eyr­is­sjóðum erfitt. Fyrst töp­uðu þeir fimmt­ungi eigna sinna vegna hluta­bréfa, skulda­bréfa og gjald­miðla­skipta­samn­inga sem þeir höfðu keypt á upp­gangs­ár­un­um, oft án nærri nægi­legra trygg­inga. Svo var fjár­magns­hafta­m­úrum skellt upp í kringum landið sem gerðu það að verkum að líf­eyr­is­sjóð­irnir gátu ekki lengur fjár­fest erlend­is.

Og það er erfitt að geta ekki fjár­fest erlend­is. Sér­stak­lega þegar árleg fjár­fest­inga­þörf er yfir 130 millj­arðar króna og eignir þeirra eru um 150 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Á manna­máli þýðir það að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að koma um 130 millj­örðum króna, af fé sem almenn­ingur er bund­inn sam­kvæmt

Sjóður í stýringu hjá Virðingu, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, hefru keypt 25 prósent í Domino´s. Sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, sem er að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, hefru keypt 25 pró­sent í Dom­in­o´s.

Auglýsing

lögum að greiða til þeirra, í ávöxtun til að geta borgað okkur sóma­sam­legan líf­eyri þegar við erum orðin göm­ul.

­Ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun.

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun. Þeir eiga beint um þriðj­ung allra skráðra hluta­bréfa íslenskra fyr­ir­tækja. Þegar óbein eign þeirra í gegnum fjár­fest­inga­sjóði er tekin með í reikn­ing­inn þá eiga sjóð­irnir yfir helm­ing allra skráðra hluta­bréfa. Þeir eru búnir að kaupa upp nán­ast öll þau skulda­bréf sem lög heim­ila þeim að kaupa , eiga í óskráðum félögum eins og Skipt­um, Skelj­ungi, Kaupás, HS Orku og auð­vitað öllu sem Fram­taks­sjóður Íslands á. Þess utan eiga þeir stóran hluta í fast­eigna­fé­lög­unum risa­stóru Eik og Reitum auk þess sem sumir þeirra hafa óbeint tekið þátt í upp­kaupum á íbúð­ar­hús­næði í gegnum sjóði Gamma.

Einu geir­arnir sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa ekki verið að kaupa upp eignir á fullu eru þeir geirar sem þeir kom­ast ekki inní. Það eru sjáv­ar­út­vegur (fyrir utan hið skráða fyr­ir­tæki HB Granda), orku­geir­inn (fyrir utan þriðj­ungs­hlut í HS Orku), stóru bank­arnir (sem eru í eigu rík­is­ins og kröfu­hafa) og stór­iðju (sem er að mestu í eigu erlendra stór­fyr­ir­tækja).

Þess utan er ein­ungis 21 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna erlendis en æski­legt hlut­fall þykir um 40 pró­sent.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

En hvað gerir svangur við­skipta­vin­ur? Hann ger­ist skap­andi og finnur leiðir til að ná mark­miði sínu. Og nú hafa íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, í gegnum sjóð sem Virð­ing stýrir og þeir eiga að mestu, keypt fjórð­ungs­hlut í Dom­in­o‘s pizza­keðj­unni. Og ætla með henni í pizzu­út­rás til Nor­egs og Sviþjóð­ar.

Í bak­her­berg­inu ríkir ákveðin skiln­ingur gagn­vart þessu athæfi líf­eyr­is­sjóð­anna, að kaupa hlut í pizza­keðju með mögu­leika á erlendum vexti, enda Dom­ino ‘s hið fín­asta rekstr­ar­fé­lag. Fjár­fest­ingin lit­ast hins vegar að því umhverfi sem er hér­lend­is.

Við venju­legar aðstæð­ur, þar sem höft hafa ekki sogið súr­efnið úr efna­hags­líf­inu í rúm sex ár og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru ekki búnir að kaupa allt annað sem þeir fá að kaupa, hefði svona fjár­fest­ing lík­ast til aldrei átt sér stað.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None