Bakherbergið: Lífeyrissjóðirnir kaupa sér (pizzu) sneið í Domino‘s

pizza.jpg
Auglýsing

Hrunið og eft­ir­köst þess hafa reynst íslenskum líf­eyr­is­sjóðum erfitt. Fyrst töp­uðu þeir fimmt­ungi eigna sinna vegna hluta­bréfa, skulda­bréfa og gjald­miðla­skipta­samn­inga sem þeir höfðu keypt á upp­gangs­ár­un­um, oft án nærri nægi­legra trygg­inga. Svo var fjár­magns­hafta­m­úrum skellt upp í kringum landið sem gerðu það að verkum að líf­eyr­is­sjóð­irnir gátu ekki lengur fjár­fest erlend­is.

Og það er erfitt að geta ekki fjár­fest erlend­is. Sér­stak­lega þegar árleg fjár­fest­inga­þörf er yfir 130 millj­arðar króna og eignir þeirra eru um 150 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Á manna­máli þýðir það að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að koma um 130 millj­örðum króna, af fé sem almenn­ingur er bund­inn sam­kvæmt

Sjóður í stýringu hjá Virðingu, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, hefru keypt 25 prósent í Domino´s. Sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, sem er að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, hefru keypt 25 pró­sent í Dom­in­o´s.

Auglýsing

lögum að greiða til þeirra, í ávöxtun til að geta borgað okkur sóma­sam­legan líf­eyri þegar við erum orðin göm­ul.

­Ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun.

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun. Þeir eiga beint um þriðj­ung allra skráðra hluta­bréfa íslenskra fyr­ir­tækja. Þegar óbein eign þeirra í gegnum fjár­fest­inga­sjóði er tekin með í reikn­ing­inn þá eiga sjóð­irnir yfir helm­ing allra skráðra hluta­bréfa. Þeir eru búnir að kaupa upp nán­ast öll þau skulda­bréf sem lög heim­ila þeim að kaupa , eiga í óskráðum félögum eins og Skipt­um, Skelj­ungi, Kaupás, HS Orku og auð­vitað öllu sem Fram­taks­sjóður Íslands á. Þess utan eiga þeir stóran hluta í fast­eigna­fé­lög­unum risa­stóru Eik og Reitum auk þess sem sumir þeirra hafa óbeint tekið þátt í upp­kaupum á íbúð­ar­hús­næði í gegnum sjóði Gamma.

Einu geir­arnir sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa ekki verið að kaupa upp eignir á fullu eru þeir geirar sem þeir kom­ast ekki inní. Það eru sjáv­ar­út­vegur (fyrir utan hið skráða fyr­ir­tæki HB Granda), orku­geir­inn (fyrir utan þriðj­ungs­hlut í HS Orku), stóru bank­arnir (sem eru í eigu rík­is­ins og kröfu­hafa) og stór­iðju (sem er að mestu í eigu erlendra stór­fyr­ir­tækja).

Þess utan er ein­ungis 21 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna erlendis en æski­legt hlut­fall þykir um 40 pró­sent.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

En hvað gerir svangur við­skipta­vin­ur? Hann ger­ist skap­andi og finnur leiðir til að ná mark­miði sínu. Og nú hafa íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, í gegnum sjóð sem Virð­ing stýrir og þeir eiga að mestu, keypt fjórð­ungs­hlut í Dom­in­o‘s pizza­keðj­unni. Og ætla með henni í pizzu­út­rás til Nor­egs og Sviþjóð­ar.

Í bak­her­berg­inu ríkir ákveðin skiln­ingur gagn­vart þessu athæfi líf­eyr­is­sjóð­anna, að kaupa hlut í pizza­keðju með mögu­leika á erlendum vexti, enda Dom­ino ‘s hið fín­asta rekstr­ar­fé­lag. Fjár­fest­ingin lit­ast hins vegar að því umhverfi sem er hér­lend­is.

Við venju­legar aðstæð­ur, þar sem höft hafa ekki sogið súr­efnið úr efna­hags­líf­inu í rúm sex ár og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru ekki búnir að kaupa allt annað sem þeir fá að kaupa, hefði svona fjár­fest­ing lík­ast til aldrei átt sér stað.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None