Bakherbergið: Lífeyrissjóðirnir kaupa sér (pizzu) sneið í Domino‘s

pizza.jpg
Auglýsing

Hrunið og eft­ir­köst þess hafa reynst íslenskum líf­eyr­is­sjóðum erfitt. Fyrst töp­uðu þeir fimmt­ungi eigna sinna vegna hluta­bréfa, skulda­bréfa og gjald­miðla­skipta­samn­inga sem þeir höfðu keypt á upp­gangs­ár­un­um, oft án nærri nægi­legra trygg­inga. Svo var fjár­magns­hafta­m­úrum skellt upp í kringum landið sem gerðu það að verkum að líf­eyr­is­sjóð­irnir gátu ekki lengur fjár­fest erlend­is.

Og það er erfitt að geta ekki fjár­fest erlend­is. Sér­stak­lega þegar árleg fjár­fest­inga­þörf er yfir 130 millj­arðar króna og eignir þeirra eru um 150 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Á manna­máli þýðir það að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að koma um 130 millj­örðum króna, af fé sem almenn­ingur er bund­inn sam­kvæmt

Sjóður í stýringu hjá Virðingu, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, hefru keypt 25 prósent í Domino´s. Sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, sem er að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, hefru keypt 25 pró­sent í Dom­in­o´s.

Auglýsing

lögum að greiða til þeirra, í ávöxtun til að geta borgað okkur sóma­sam­legan líf­eyri þegar við erum orðin göm­ul.

­Ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun.

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun. Þeir eiga beint um þriðj­ung allra skráðra hluta­bréfa íslenskra fyr­ir­tækja. Þegar óbein eign þeirra í gegnum fjár­fest­inga­sjóði er tekin með í reikn­ing­inn þá eiga sjóð­irnir yfir helm­ing allra skráðra hluta­bréfa. Þeir eru búnir að kaupa upp nán­ast öll þau skulda­bréf sem lög heim­ila þeim að kaupa , eiga í óskráðum félögum eins og Skipt­um, Skelj­ungi, Kaupás, HS Orku og auð­vitað öllu sem Fram­taks­sjóður Íslands á. Þess utan eiga þeir stóran hluta í fast­eigna­fé­lög­unum risa­stóru Eik og Reitum auk þess sem sumir þeirra hafa óbeint tekið þátt í upp­kaupum á íbúð­ar­hús­næði í gegnum sjóði Gamma.

Einu geir­arnir sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa ekki verið að kaupa upp eignir á fullu eru þeir geirar sem þeir kom­ast ekki inní. Það eru sjáv­ar­út­vegur (fyrir utan hið skráða fyr­ir­tæki HB Granda), orku­geir­inn (fyrir utan þriðj­ungs­hlut í HS Orku), stóru bank­arnir (sem eru í eigu rík­is­ins og kröfu­hafa) og stór­iðju (sem er að mestu í eigu erlendra stór­fyr­ir­tækja).

Þess utan er ein­ungis 21 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna erlendis en æski­legt hlut­fall þykir um 40 pró­sent.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

En hvað gerir svangur við­skipta­vin­ur? Hann ger­ist skap­andi og finnur leiðir til að ná mark­miði sínu. Og nú hafa íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, í gegnum sjóð sem Virð­ing stýrir og þeir eiga að mestu, keypt fjórð­ungs­hlut í Dom­in­o‘s pizza­keðj­unni. Og ætla með henni í pizzu­út­rás til Nor­egs og Sviþjóð­ar.

Í bak­her­berg­inu ríkir ákveðin skiln­ingur gagn­vart þessu athæfi líf­eyr­is­sjóð­anna, að kaupa hlut í pizza­keðju með mögu­leika á erlendum vexti, enda Dom­ino ‘s hið fín­asta rekstr­ar­fé­lag. Fjár­fest­ingin lit­ast hins vegar að því umhverfi sem er hér­lend­is.

Við venju­legar aðstæð­ur, þar sem höft hafa ekki sogið súr­efnið úr efna­hags­líf­inu í rúm sex ár og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru ekki búnir að kaupa allt annað sem þeir fá að kaupa, hefði svona fjár­fest­ing lík­ast til aldrei átt sér stað.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None