Bakherbergið: Lífeyrissjóðirnir kaupa sér (pizzu) sneið í Domino‘s

pizza.jpg
Auglýsing

Hrunið og eft­ir­köst þess hafa reynst íslenskum líf­eyr­is­sjóðum erfitt. Fyrst töp­uðu þeir fimmt­ungi eigna sinna vegna hluta­bréfa, skulda­bréfa og gjald­miðla­skipta­samn­inga sem þeir höfðu keypt á upp­gangs­ár­un­um, oft án nærri nægi­legra trygg­inga. Svo var fjár­magns­hafta­m­úrum skellt upp í kringum landið sem gerðu það að verkum að líf­eyr­is­sjóð­irnir gátu ekki lengur fjár­fest erlend­is.

Og það er erfitt að geta ekki fjár­fest erlend­is. Sér­stak­lega þegar árleg fjár­fest­inga­þörf er yfir 130 millj­arðar króna og eignir þeirra eru um 150 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Á manna­máli þýðir það að íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir þurfa að koma um 130 millj­örðum króna, af fé sem almenn­ingur er bund­inn sam­kvæmt

Sjóður í stýringu hjá Virðingu, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, hefru keypt 25 prósent í Domino´s. Sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, sem er að stærstum hluta í eigu líf­eyr­is­sjóða, hefru keypt 25 pró­sent í Dom­in­o´s.

Auglýsing

lögum að greiða til þeirra, í ávöxtun til að geta borgað okkur sóma­sam­legan líf­eyri þegar við erum orðin göm­ul.

­Ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun.

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa því keypt flest allt sem er til sölu á árunum eftir hrun. Þeir eiga beint um þriðj­ung allra skráðra hluta­bréfa íslenskra fyr­ir­tækja. Þegar óbein eign þeirra í gegnum fjár­fest­inga­sjóði er tekin með í reikn­ing­inn þá eiga sjóð­irnir yfir helm­ing allra skráðra hluta­bréfa. Þeir eru búnir að kaupa upp nán­ast öll þau skulda­bréf sem lög heim­ila þeim að kaupa , eiga í óskráðum félögum eins og Skipt­um, Skelj­ungi, Kaupás, HS Orku og auð­vitað öllu sem Fram­taks­sjóður Íslands á. Þess utan eiga þeir stóran hluta í fast­eigna­fé­lög­unum risa­stóru Eik og Reitum auk þess sem sumir þeirra hafa óbeint tekið þátt í upp­kaupum á íbúð­ar­hús­næði í gegnum sjóði Gamma.

Einu geir­arnir sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa ekki verið að kaupa upp eignir á fullu eru þeir geirar sem þeir kom­ast ekki inní. Það eru sjáv­ar­út­vegur (fyrir utan hið skráða fyr­ir­tæki HB Granda), orku­geir­inn (fyrir utan þriðj­ungs­hlut í HS Orku), stóru bank­arnir (sem eru í eigu rík­is­ins og kröfu­hafa) og stór­iðju (sem er að mestu í eigu erlendra stór­fyr­ir­tækja).

Þess utan er ein­ungis 21 pró­sent eigna líf­eyr­is­sjóð­anna erlendis en æski­legt hlut­fall þykir um 40 pró­sent.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

Þessi staða innan hafta gerir það að verkum að það er mik­ill skortur af fjár­fest­inga­tæki­færum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina. Þeir eru eins og við­skipta­vinir sem koma inn í kjöt­búð með fulla vasa fjár og maga log­andi af svengd en búð­ar­borðið er tómt.

En hvað gerir svangur við­skipta­vin­ur? Hann ger­ist skap­andi og finnur leiðir til að ná mark­miði sínu. Og nú hafa íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, í gegnum sjóð sem Virð­ing stýrir og þeir eiga að mestu, keypt fjórð­ungs­hlut í Dom­in­o‘s pizza­keðj­unni. Og ætla með henni í pizzu­út­rás til Nor­egs og Sviþjóð­ar.

Í bak­her­berg­inu ríkir ákveðin skiln­ingur gagn­vart þessu athæfi líf­eyr­is­sjóð­anna, að kaupa hlut í pizza­keðju með mögu­leika á erlendum vexti, enda Dom­ino ‘s hið fín­asta rekstr­ar­fé­lag. Fjár­fest­ingin lit­ast hins vegar að því umhverfi sem er hér­lend­is.

Við venju­legar aðstæð­ur, þar sem höft hafa ekki sogið súr­efnið úr efna­hags­líf­inu í rúm sex ár og líf­eyr­is­sjóð­irnir eru ekki búnir að kaupa allt annað sem þeir fá að kaupa, hefði svona fjár­fest­ing lík­ast til aldrei átt sér stað.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None