Bakherbergið: Margt í nýársávarpi endurnýtt frá árinu 2008

org3-1.jpg
Auglýsing

Nýárs­dagur er dagur for­seta Íslands. Þá liggur sam­fé­lagið að mestu niðri og þjóðin jafnar sig á óhófi hátíð­anna. Utan hefð­bund­inna sprengjuslysa og fregnum af fyrsta barni árs­ins er vana­lega lítið í frétt­um. Því fær nýársávarp for­set­ans iðu­lega tölu­verða athygli.

Í bak­her­berg­inu var mikið rætt um að margt í ávarpi árs­ins hjá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni væri kunn­ug­legt.  Þar var minnst á þakka­skuld sem við eigum að gjalda því fólki sem ruddi brautir þess árang­urs sem Ísland hefur náð, á Jónas Hall­gríms­son, orku­út­rás, merki­legar bók­menntir okk­ar, tón­list og menn­ing­ar­líf. Þar var einnig minnst á þá Íslend­ingar sem lifa við fátækt og nauð­syn þess að eyða henni.

Margt af þessu bar líka á góma í nýársávarpi sem Ólafur Ragnar flutti á þessum degi árið 2008. Þar tal­aði hann einnig um þá sem ruddu brautir til árang­urs, um Jónas Hall­gríms­son, orku­út­rás, síauk­inn útlenskan áhuga á íslenskri menn­ingu, bók­menntum og list­um. Og þar var líka kafli um þá þús­undir Íslend­inga sem börð­ust við hin bágu kjör og sátu fastir í fátækra­gildru. Brýnt væri að „gera vel­ferð­ar­netið svo þéttriðið að það veiti öllum öruggt skjól“.

Auglýsing

Í ávarp­inu fyrir sjö árum ræddi Ólafur Ragnar líka það sem öllu máli skipti á þeim tíma, banka­út­rás­ina. Hann rifj­aði upp að for­seti Rúm­eníu hefði spurt hann: „Hvernig tekst ykkur Íslend­ingum að halda í unga fólk­ið?“

Í ávarp­inu fyrir sjö árum ræddi Ólafur Ragnar líka það sem öllu máli skipti á þeim tíma, banka­út­rás­ina. Hann rifj­aði upp að for­seti Rúm­eníu hefði spurt hann: „Hvernig tekst ykkur Íslend­ingum að halda í unga fólkið?“

Svar for­set­ans var banka­út­rás­in. Orð­rétt segir í ávarp­inu: „Sem betur fer hefur okkur tek­ist einkar vel að skapa ungum Íslend­ingum ríku­leg tæki­færi til að tvinna saman rætur á heima­slóð og athafna­semi á ver­ald­ar­vísu, en þó er engan veg­inn sjálf­gefið að svo verði áfram[...]­Með vissum hætti er útrásin ein af mik­il­væg­ustu ástæðum þess að við Íslend­ingar stöndum vel að vígi í sjálf­stæð­is­bar­áttu okk­ar[...]Ár­angur banka og íslenskra fyr­ir­tækja víða um ver­öld hefur skapað nýjan vett­vang fyrir athafna­fólk og náms­menn sem sótt hafa þekk­ingu í fjár­málum og við­skiptum til háskóla í ýmsum lönd­um“.

Eftir að upp komst að banka­menn­irnir voru alls ekki mjög færir í því sem þeir höfðu valið sér að gera hélst Íslend­ingum hins vegar ekki svo vel á unga fólk­inu sínu leng­ur. Á árunum 2008-2013 fluttu 23.863 Íslend­ingar frá Íslandi. Það eru 6.929 fleiri en fluttu til lands­ins á sama tíma, eða um tvö pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Hrunið var for­set­anum eðli­lega efst í huga þegar hann flutti nýársávarp sitt árið 2009. Þar sagði hann að „á slíkum vega­mótum ríkir rétt­lát reiði í brjóstum margra, almenn­ingur krefst reikn­ings­skila, fjölda­fundir eru vett­vangur mót­mæl­enda, víð­tæk hreyf­ing berst fyrir gagn­gerum breyt­ing­um. Í lif­andi umræðu, á torgum og borg­ara­fund­um, í fjöl­miðlum og í netheimum er kallað eftir nýjum sið­ferð­is­grunni, end­ur­mati sem byggir á gagn­sæi og ábyrgð, trausti, heið­ar­leika og trún­aði. Lýð­ræð­is­aldan sem risið hefur meðal þjóð­ar­innar er brýn vakn­ing, vísar veg­inn til hins nýja Íslands sem kraf­ist er á úti­fund­um, og í sam­ræðum og hjörtum fólks­ins. Hún er nauð­syn­legur und­an­fari end­ur­reisn­ar, vitn­is­burður um að með fólk­inu í land­inu býr afl til sókn­ar, ríkur vilji til að ná áttum á ný, skapa sam­stöðu um rétt­lát­ara sam­fé­lag og leggja grund­völl að traustu hag­kerfi og var­an­legri vel­ferð á kom­andi tím­um.“

Sú lýð­ræð­is­alda sem for­set­inn mærði á þessum degi fyrir sex árum, og sagði nauð­syn­legan und­an­fara end­ur­reisnar sem ætti að leita til sam­stöðu um rétt­látra sam­fé­lag, hefur kóðnað niður

Í bak­her­berg­inu eru flestir sam­mála um að hið nýja Íslands sem kallað var eftir á úti­fundum í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 hafi ekki orð­ið. Sú lýð­ræð­is­alda sem for­set­inn mærði á þessum degi fyrir sex árum, og sagði nauð­syn­legan und­an­fara end­ur­reisnar sem ætti að leita til sam­stöðu um rétt­látra sam­fé­lag, hefur kóðnað nið­ur. Þeir sem sátu á henni hafa tap­að. Kyrr­staðan og gamla valda­jafn­vægið vann. Og vegna þessa telur stór hluti þjóð­ar­innar sig ekki búa í rétt­lát­ara sam­fé­lagi en fyrir hrun. Þvert á móti upp­lifa margir að órétt­læti og ójöfn­uður hafi auk­ist mjög.

Í ávarpi Ólafs Ragn­ars í dag kom hins vegar fram að hann hefur sjálfur skipt um skoðun frá 2009, sé orð­inn leiður á þessu nei­kvæð­is­rausi og röfli og vill að fólk hætti að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Þess í stað end­ur­nýtti hann ýmis­legt úr ávarp­inu frá hru­nár­inu 2008 og sagði til við­bót­ar:„Um hríð hefur lítt verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefur áorkað og sumir bregð­ast jafn­vel illa við þegar slíku er hamp­að;telja gort vart við hæfi; kald­hæðni gagn­rýn­and­ans einatt vin­sælli en lof­sam­leg ummæli þeirra sem vekja athygli á því sem er vel gert[...]Á­föllin sem fylgdu banka­hruni; hörð átök í kjöl­far­ið; reiðin sem lengi bjó í brjósti margra: allt mót­aði hina dag­legu umræðu með þeim hætti að gagn­rýni, oft hatrömm, varð ráð­andi; mis­tök og ávirð­ingar helsta frétta­efnið [...]­Þjóð getur aldrei þrif­ist á gagn­rýn­inni einni sam­an, þótt læra þurfi að mis­tök­um“.

Í bak­her­berg­inu botnar eng­inn neitt í neinu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None