Borgríki eða landsríki?

14520556196-d8a5c5e5a3-z.jpg
Auglýsing

Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins búa nú um hund­rað þús­und manns og hafa aldrei verið fleiri frá því land byggð­ist. Mennt­un­ar­stig um land allt hefur aldrei verið hærra, fjöl­breytni atvinnu­lífs aldrei verið meiri og sam­göngur hafa aldrei verið betri. Þá hefur tækni­bylt­ingin skapað stór­kost­lega mögu­leika í sam­skiptum fólks og aðgangi að upp­lýs­ingum sem hefði verið óhugs­andi fyrir örfáum árum.

Þóroddur mynd Þór­oddur Bjarna­son.

Þrátt fyrir þessa  stór­sókn lands­byggð­anna er íslenska ríkið að mörgu leyti skipu­lagt sam­kvæmt þeirri hug­mynda­fræði nítj­ándu ald­ar­innar að fimm­tíu þús­und manna þjóð geti í besta falli byggt upp einn byggða­kjarna fyrir landið allt. Sú útbreidda skoðun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að opin­ber starf­semi eigi for­taks­laust að vera stað­sett þar sem meiri­hluti þjóð­ar­innar býr er angi af þessum úrelta hugs­un­ar­hætti.

Auglýsing

Það er sönnu nær að opin­ber þjón­usta ætti að vera sem næst þeim sem henni njóta, hvar á land­inu sem þeir búa. Störf á vegum rík­iss­ins eru jafn­framt mik­il­vægur þáttur í fjöl­breyttum vinnu­mark­aði, ekki síður en störf á vegum einka­að­ila. Með sama hætti og ríkið hvetur einka­fyr­ir­tæki til starf­semi um allt land er því eðli­legt að sam­þjöppun starf­semi rík­is­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu end­ur­skoðuð með reglu­bundnum hætti.

Fjöl­breytni byggð­annaÆv­in­týra­legur vöxtur Reykja­víkur og síðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hófst með flutn­ingi opin­berrar starf­semi til þorps­ins sem taldi um þrjú hund­ruð íbúa í upp­hafi nítj­ándu ald­ar. Með sam­þjöppun stjórn­sýslu, mennt­un­ar, efna­hags­lífs og menn­ingar tókst að umbreyta þorp­inu í borg og land­inu öllu í fjöl­breytt nútíma­sam­fé­lag. Tveimur öldum síðar getum við sann­ar­lega verið stolt af litlu borg­inni okkar við sund­in.

Lands­byggð­irnar í seil­ing­ar­fjar­lægð frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa einnig vaxið og telja rúm­lega fimm­tíu þús­und íbúa á þremur vinnu­sókn­ar­svæð­um. Akur­eyr­ingar eru um helm­ingur 36 þús­und íbúa Norð­ur­lands en Akur­eyri og aðrir norð­lenskir þétt­býl­is­staðir styðja fjölda smærri byggða­kjarna og sveita­sam­fé­laga. Íbúar Aust­ur­lands eru um tíu þús­und tals­ins, en um 80% þeirra búa á atvinnu- og þjón­ustu­svæði Mið-Aust­ur­lands. Þannig mætti áfram telja vaxt­ar­brodda lands­byggð­anna.

Alvar­legur byggða­vandi er að mestu tak­mark­aður við lít­inn hluta þjóð­ar­innar í sveitum og smærri sjáv­ar­byggð­um. Til­hneig­ing fjöl­miðla­manna og álits­gjafa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að álíta alvar­legan vanda brot­hættra byggð­ar­laga dæmi­gerðan fyrir „lands­byggð­ina“ hefur hins vegar drepið mark­vissri umræðu um byggða­mál á dreif og fyrir vikið virð­ast aðgerðir til upp­bygg­ingar ólíkra svæða oft vera illa ígrund­aðar eða jafn­vel óskilj­an­leg­ar.

Ódýrt er ekki alltaf hag­kvæmtÞað kann að vera ódýrt fyrir rík­is­sjóð að þjappa opin­berri þjón­ustu saman á einum stað, en sá sparn­aður veltir ferða­kostn­aði, tíma­sóun og launatapi yfir á not­endur þjón­ust­unn­ar. Marg­vís­leg þjón­usta í heil­brigð­is­mál­um, félags­þjón­ustu, menntun og menn­ingu þarf að vera eins nálægt not­endum hennar og mögu­legt er.  Þar gegna stærri þétt­býl­iskjarnar og greiðar sam­göngur í hverjum lands­hluta lyk­il­hlut­verki.

Þess ber þó að gæta þess að eftir því sem þjón­usta sem almenn­ingur sækir er sér­hæfð­ari krefst hún stærra upp­töku­svæðis og öfl­ugri vinnu­mark­að­ar. Það er því óhjá­kvæmi­legt að almenn­ingur geti aðeins sótt mjög sér­hæfða opin­bera þjón­ustu á einn stað á land­inu. Mjög sér­hæfða þjón­ustu ætti að veita þar sem mann­fjöld­inn er mestur og aðrir lands­menn að njóta stuðn­ings til að sækja hana þang­að. Um það ætti eng­inn ágrein­ingur að vera.

Marg­vís­leg fjar­þjón­usta, stjórn­sýsla og  eft­ir­lits­störf krefj­ast hins vegar ekki stöðugra per­sónu­legra sam­skipta við almenn­ing. Jafn­framt fer stjórn­sýslu­leg þörf fyrir að lík­amar emb­ætt­is­manna geti snerst á hverjum degi sífellt minnk­andi. Raunar leyfir tæknin nú þegar land­fræði­lega dreifða stjórn­sýslu þótt þess verði e.t.v. ekki enn mikið vart í sam­skiptum stjórn­sýslu rík­is­ins í Reykja­vík við íbúa utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.  Sú tækni­þróun mun enn skapa nýja mögu­leika á næstu árum.

Engu að síður verður að taka til­lit til þess að sér­hæfð störf krefj­ast fjöl­breytts vinnu­mark­að­ar, ekki síst þar sem makar sér­fræð­inga eru oft einnig sér­fræði­mennt­að­ir. Ýmsar sér­hæfðar opin­berar stofn­anir gætu þó eflaust sinnt hlut­verki sínu með prýði á stærri vinnu­sókn­ar­svæðum lands­ins. Á fámenn­ari svæðum er í mörgum til­vikum væn­legra að huga að stofnun úti­búa sem tengj­ast svæð­unum sér­stak­lega eða mögu­leikum ein­stak­linga til starfa án stað­setn­ing­ar.

Byggða­stefna fyrir alla lands­mennÞað er löngu orðið tíma­bært að end­ur­skipu­leggja starf­semi rík­is­ins í takt við þær sam­fé­lags- og tækni­breyt­ingar sem orðið hafa og munu verða á næstu árum. Þannig eru tvö hund­ruð þús­und íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins full­færir um að sjá um ýmis mál sín sjálfir og engin ástæða til að ríkið og sveit­ar­fé­lögin byggi þar upp tvö­falda þjón­ustu. Reykja­vík­ur­borg eða Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gætu því til dæmis tekið við marg­vís­legum verk­efnum sem nú eru á hendi rík­is­ins.

Í kjöl­far fólks­fjölg­un­ar, hækk­andi mennt­un­ar­stigs, bættra sam­gangna og tækni­bylt­ingar í sam­skiptum og upp­lýs­ingum eru jafn­framt marg­vís­legir mögu­leikar á land­fræði­lega dreifð­ari stjórn­sýslu rík­is­ins en nú tíðkast. Með sama hætti eru íbúar lands­byggð­anna nú í stakk búnir til að taka að sér verk­efni sem hefðu verið óhugs­andi fyrir nokkrum ára­tug­um, hvað þá við upp­haf þétt­býl­i­svæð­ingar í upp­hafi nítj­ándu ald­ar. Í því felst mikið sókn­ar­færi á tímum þegar þörf á vinnu­afli í frum­fram­leiðsl­unni fer sífellt minnk­andi og menntun ungs fólks fer vax­andi.

Flutn­ingur eða stað­setn­ing nýrra opin­berra stofn­ana, stofnun úti­búa, störf án stað­setn­ingar og flutn­ingur verk­efna frá ríki til sveit­ar­fé­laga eða lands­hluta­sam­taka þeirra eru mis­mun­andi leiðir að því mark­miði að aðlaga starf­semi hins opin­bera að þörfum allra lands­manna. Þær hafa kosti og galla sem þarf að meta hverju sinni.

Skyn­samt fólk getur haft ólíkar skoð­anir á skipu­lagi opin­berrar starf­semi en mál­efna­leg og hóf­stillt umræða um mark­mið og leiðir hlýtur að vera væn­legri til árang­urs en gleið­gosa­legar yfir­lýs­ingar um kjör­dæma­pot og spill­ingu lands­byggð­anna ellegar ofríki meiri­hlut­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

 

Höf­und­ur er pró­fessor í félags­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri og for­maður stjórnar Byggða­stofn­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None