Bakherbergið: Vigdís notar Albaníu-taktíkina

vigdís-á-net.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu furðar fólk sig á því að gengið hafi verið fram­hjá Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­manni fjár­laga­nefndar og þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, við val á ráð­herra í rík­is­stjórn. En samt ekki. Það var orðið ljóst fyrir nokkru síðan að Sig­mundur Davíð hafði auga­stað á annarri þing­konu í liði Fram­sóknar en henni í rík­is­stjórn­ina. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, for­maður þing­flokks­ins Fram­sókn­ar­flokks­ins til þessa, verður næsti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Vig­dís sótti það stíft að verða ráð­herra eftir kosn­inga­sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, og í bak­her­berg­inu er það rifjað upp að Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, hafi móast í for­ystu flokks­ins fyrir hennar hönd. En án árang­urs.

Það kom því eins og þruma úr heið­skíru lofti þegar Vig­dís fór að gagn­rýna harð­lega kjör­dæm­is­skipan í land­inu í Morg­un­blað­inu í dag (þó hún hafi kannski mikið til síns máls!) og að það þyrfti að breyta land­inu í eitt kjör­dæmi. Þetta er atriði á nán­ast engan hljóm­grunn í Fram­sókn­ar­flokknum og hefur flokk­ur­inn raunar lifað enn betra lífi vegna þess hvernig land­inu eru skipt upp í kjör­dæmi. Í bak­her­berg­inu telur fólk aug­ljóst að þarna sé Vig­dís í Alban­íu-taktík­inni; þegar hún sé að beina spjót­unum að kjör­dæm­is­skipan þá sé hún í reynd að gagn­rýna Sig­mund Davíð og for­ystu flokks­ins fyrir að skipa sig ekki ráð­herra. Spurn­ing hvort þetta sé rétt mat? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör...

Auglýsing

 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None