Bakherbergið: Vigdís notar Albaníu-taktíkina

vigdís-á-net.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu furðar fólk sig á því að gengið hafi verið fram­hjá Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­manni fjár­laga­nefndar og þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, við val á ráð­herra í rík­is­stjórn. En samt ekki. Það var orðið ljóst fyrir nokkru síðan að Sig­mundur Davíð hafði auga­stað á annarri þing­konu í liði Fram­sóknar en henni í rík­is­stjórn­ina. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, for­maður þing­flokks­ins Fram­sókn­ar­flokks­ins til þessa, verður næsti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Vig­dís sótti það stíft að verða ráð­herra eftir kosn­inga­sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, og í bak­her­berg­inu er það rifjað upp að Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, hafi móast í for­ystu flokks­ins fyrir hennar hönd. En án árang­urs.

Það kom því eins og þruma úr heið­skíru lofti þegar Vig­dís fór að gagn­rýna harð­lega kjör­dæm­is­skipan í land­inu í Morg­un­blað­inu í dag (þó hún hafi kannski mikið til síns máls!) og að það þyrfti að breyta land­inu í eitt kjör­dæmi. Þetta er atriði á nán­ast engan hljóm­grunn í Fram­sókn­ar­flokknum og hefur flokk­ur­inn raunar lifað enn betra lífi vegna þess hvernig land­inu eru skipt upp í kjör­dæmi. Í bak­her­berg­inu telur fólk aug­ljóst að þarna sé Vig­dís í Alban­íu-taktík­inni; þegar hún sé að beina spjót­unum að kjör­dæm­is­skipan þá sé hún í reynd að gagn­rýna Sig­mund Davíð og for­ystu flokks­ins fyrir að skipa sig ekki ráð­herra. Spurn­ing hvort þetta sé rétt mat? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör...

Auglýsing

 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None