Bakherbergið: Vigdís notar Albaníu-taktíkina

vigdís-á-net.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu furðar fólk sig á því að gengið hafi verið fram­hjá Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­manni fjár­laga­nefndar og þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, við val á ráð­herra í rík­is­stjórn. En samt ekki. Það var orðið ljóst fyrir nokkru síðan að Sig­mundur Davíð hafði auga­stað á annarri þing­konu í liði Fram­sóknar en henni í rík­is­stjórn­ina. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, for­maður þing­flokks­ins Fram­sókn­ar­flokks­ins til þessa, verður næsti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Vig­dís sótti það stíft að verða ráð­herra eftir kosn­inga­sigur Fram­sókn­ar­flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, og í bak­her­berg­inu er það rifjað upp að Guðni Ágústs­son, fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, hafi móast í for­ystu flokks­ins fyrir hennar hönd. En án árang­urs.

Það kom því eins og þruma úr heið­skíru lofti þegar Vig­dís fór að gagn­rýna harð­lega kjör­dæm­is­skipan í land­inu í Morg­un­blað­inu í dag (þó hún hafi kannski mikið til síns máls!) og að það þyrfti að breyta land­inu í eitt kjör­dæmi. Þetta er atriði á nán­ast engan hljóm­grunn í Fram­sókn­ar­flokknum og hefur flokk­ur­inn raunar lifað enn betra lífi vegna þess hvernig land­inu eru skipt upp í kjör­dæmi. Í bak­her­berg­inu telur fólk aug­ljóst að þarna sé Vig­dís í Alban­íu-taktík­inni; þegar hún sé að beina spjót­unum að kjör­dæm­is­skipan þá sé hún í reynd að gagn­rýna Sig­mund Davíð og for­ystu flokks­ins fyrir að skipa sig ekki ráð­herra. Spurn­ing hvort þetta sé rétt mat? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör...

Auglýsing

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None