Bakherbergið: Margt í nýársávarpi endurnýtt frá árinu 2008

org3-1.jpg
Auglýsing

Nýárs­dagur er dagur for­seta Íslands. Þá liggur sam­fé­lagið að mestu niðri og þjóðin jafnar sig á óhófi hátíð­anna. Utan hefð­bund­inna sprengjuslysa og fregnum af fyrsta barni árs­ins er vana­lega lítið í frétt­um. Því fær nýársávarp for­set­ans iðu­lega tölu­verða athygli.

Í bak­her­berg­inu var mikið rætt um að margt í ávarpi árs­ins hjá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni væri kunn­ug­legt.  Þar var minnst á þakka­skuld sem við eigum að gjalda því fólki sem ruddi brautir þess árang­urs sem Ísland hefur náð, á Jónas Hall­gríms­son, orku­út­rás, merki­legar bók­menntir okk­ar, tón­list og menn­ing­ar­líf. Þar var einnig minnst á þá Íslend­ingar sem lifa við fátækt og nauð­syn þess að eyða henni.

Margt af þessu bar líka á góma í nýársávarpi sem Ólafur Ragnar flutti á þessum degi árið 2008. Þar tal­aði hann einnig um þá sem ruddu brautir til árang­urs, um Jónas Hall­gríms­son, orku­út­rás, síauk­inn útlenskan áhuga á íslenskri menn­ingu, bók­menntum og list­um. Og þar var líka kafli um þá þús­undir Íslend­inga sem börð­ust við hin bágu kjör og sátu fastir í fátækra­gildru. Brýnt væri að „gera vel­ferð­ar­netið svo þéttriðið að það veiti öllum öruggt skjól“.

Auglýsing

Í ávarp­inu fyrir sjö árum ræddi Ólafur Ragnar líka það sem öllu máli skipti á þeim tíma, banka­út­rás­ina. Hann rifj­aði upp að for­seti Rúm­eníu hefði spurt hann: „Hvernig tekst ykkur Íslend­ingum að halda í unga fólk­ið?“

Í ávarp­inu fyrir sjö árum ræddi Ólafur Ragnar líka það sem öllu máli skipti á þeim tíma, banka­út­rás­ina. Hann rifj­aði upp að for­seti Rúm­eníu hefði spurt hann: „Hvernig tekst ykkur Íslend­ingum að halda í unga fólkið?“

Svar for­set­ans var banka­út­rás­in. Orð­rétt segir í ávarp­inu: „Sem betur fer hefur okkur tek­ist einkar vel að skapa ungum Íslend­ingum ríku­leg tæki­færi til að tvinna saman rætur á heima­slóð og athafna­semi á ver­ald­ar­vísu, en þó er engan veg­inn sjálf­gefið að svo verði áfram[...]­Með vissum hætti er útrásin ein af mik­il­væg­ustu ástæðum þess að við Íslend­ingar stöndum vel að vígi í sjálf­stæð­is­bar­áttu okk­ar[...]Ár­angur banka og íslenskra fyr­ir­tækja víða um ver­öld hefur skapað nýjan vett­vang fyrir athafna­fólk og náms­menn sem sótt hafa þekk­ingu í fjár­málum og við­skiptum til háskóla í ýmsum lönd­um“.

Eftir að upp komst að banka­menn­irnir voru alls ekki mjög færir í því sem þeir höfðu valið sér að gera hélst Íslend­ingum hins vegar ekki svo vel á unga fólk­inu sínu leng­ur. Á árunum 2008-2013 fluttu 23.863 Íslend­ingar frá Íslandi. Það eru 6.929 fleiri en fluttu til lands­ins á sama tíma, eða um tvö pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Hrunið var for­set­anum eðli­lega efst í huga þegar hann flutti nýársávarp sitt árið 2009. Þar sagði hann að „á slíkum vega­mótum ríkir rétt­lát reiði í brjóstum margra, almenn­ingur krefst reikn­ings­skila, fjölda­fundir eru vett­vangur mót­mæl­enda, víð­tæk hreyf­ing berst fyrir gagn­gerum breyt­ing­um. Í lif­andi umræðu, á torgum og borg­ara­fund­um, í fjöl­miðlum og í netheimum er kallað eftir nýjum sið­ferð­is­grunni, end­ur­mati sem byggir á gagn­sæi og ábyrgð, trausti, heið­ar­leika og trún­aði. Lýð­ræð­is­aldan sem risið hefur meðal þjóð­ar­innar er brýn vakn­ing, vísar veg­inn til hins nýja Íslands sem kraf­ist er á úti­fund­um, og í sam­ræðum og hjörtum fólks­ins. Hún er nauð­syn­legur und­an­fari end­ur­reisn­ar, vitn­is­burður um að með fólk­inu í land­inu býr afl til sókn­ar, ríkur vilji til að ná áttum á ný, skapa sam­stöðu um rétt­lát­ara sam­fé­lag og leggja grund­völl að traustu hag­kerfi og var­an­legri vel­ferð á kom­andi tím­um.“

Sú lýð­ræð­is­alda sem for­set­inn mærði á þessum degi fyrir sex árum, og sagði nauð­syn­legan und­an­fara end­ur­reisnar sem ætti að leita til sam­stöðu um rétt­látra sam­fé­lag, hefur kóðnað niður

Í bak­her­berg­inu eru flestir sam­mála um að hið nýja Íslands sem kallað var eftir á úti­fundum í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 hafi ekki orð­ið. Sú lýð­ræð­is­alda sem for­set­inn mærði á þessum degi fyrir sex árum, og sagði nauð­syn­legan und­an­fara end­ur­reisnar sem ætti að leita til sam­stöðu um rétt­látra sam­fé­lag, hefur kóðnað nið­ur. Þeir sem sátu á henni hafa tap­að. Kyrr­staðan og gamla valda­jafn­vægið vann. Og vegna þessa telur stór hluti þjóð­ar­innar sig ekki búa í rétt­lát­ara sam­fé­lagi en fyrir hrun. Þvert á móti upp­lifa margir að órétt­læti og ójöfn­uður hafi auk­ist mjög.

Í ávarpi Ólafs Ragn­ars í dag kom hins vegar fram að hann hefur sjálfur skipt um skoðun frá 2009, sé orð­inn leiður á þessu nei­kvæð­is­rausi og röfli og vill að fólk hætti að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn. Þess í stað end­ur­nýtti hann ýmis­legt úr ávarp­inu frá hru­nár­inu 2008 og sagði til við­bót­ar:„Um hríð hefur lítt verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefur áorkað og sumir bregð­ast jafn­vel illa við þegar slíku er hamp­að;telja gort vart við hæfi; kald­hæðni gagn­rýn­and­ans einatt vin­sælli en lof­sam­leg ummæli þeirra sem vekja athygli á því sem er vel gert[...]Á­föllin sem fylgdu banka­hruni; hörð átök í kjöl­far­ið; reiðin sem lengi bjó í brjósti margra: allt mót­aði hina dag­legu umræðu með þeim hætti að gagn­rýni, oft hatrömm, varð ráð­andi; mis­tök og ávirð­ingar helsta frétta­efnið [...]­Þjóð getur aldrei þrif­ist á gagn­rýn­inni einni sam­an, þótt læra þurfi að mis­tök­um“.

Í bak­her­berg­inu botnar eng­inn neitt í neinu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None