Bakherbergið: Margt í nýársávarpi endurnýtt frá árinu 2008

org3-1.jpg
Auglýsing

Nýársdagur er dagur forseta Íslands. Þá liggur samfélagið að mestu niðri og þjóðin jafnar sig á óhófi hátíðanna. Utan hefðbundinna sprengjuslysa og fregnum af fyrsta barni ársins er vanalega lítið í fréttum. Því fær nýársávarp forsetans iðulega töluverða athygli.

Í bakherberginu var mikið rætt um að margt í ávarpi ársins hjá Ólafi Ragnari Grímssyni væri kunnuglegt.  Þar var minnst á þakkaskuld sem við eigum að gjalda því fólki sem ruddi brautir þess árangurs sem Ísland hefur náð, á Jónas Hallgrímsson, orkuútrás, merkilegar bókmenntir okkar, tónlist og menningarlíf. Þar var einnig minnst á þá Íslendingar sem lifa við fátækt og nauðsyn þess að eyða henni.

Margt af þessu bar líka á góma í nýársávarpi sem Ólafur Ragnar flutti á þessum degi árið 2008. Þar talaði hann einnig um þá sem ruddu brautir til árangurs, um Jónas Hallgrímsson, orkuútrás, síaukinn útlenskan áhuga á íslenskri menningu, bókmenntum og listum. Og þar var líka kafli um þá þúsundir Íslendinga sem börðust við hin bágu kjör og sátu fastir í fátækragildru. Brýnt væri að „gera velferðarnetið svo þéttriðið að það veiti öllum öruggt skjól“.

Auglýsing

Í ávarpinu fyrir sjö árum ræddi Ólafur Ragnar líka það sem öllu máli skipti á þeim tíma, bankaútrásina. Hann rifjaði upp að forseti Rúmeníu hefði spurt hann: „Hvernig tekst ykkur Íslendingum að halda í unga fólkið?“

Í ávarpinu fyrir sjö árum ræddi Ólafur Ragnar líka það sem öllu máli skipti á þeim tíma, bankaútrásina. Hann rifjaði upp að forseti Rúmeníu hefði spurt hann: „Hvernig tekst ykkur Íslendingum að halda í unga fólkið?“

Svar forsetans var bankaútrásin. Orðrétt segir í ávarpinu: „Sem betur fer hefur okkur tekist einkar vel að skapa ungum Íslendingum ríkuleg tækifæri til að tvinna saman rætur á heimaslóð og athafnasemi á veraldarvísu, en þó er engan veginn sjálfgefið að svo verði áfram[...]Með vissum hætti er útrásin ein af mikilvægustu ástæðum þess að við Íslendingar stöndum vel að vígi í sjálfstæðisbaráttu okkar[...]Árangur banka og íslenskra fyrirtækja víða um veröld hefur skapað nýjan vettvang fyrir athafnafólk og námsmenn sem sótt hafa þekkingu í fjármálum og viðskiptum til háskóla í ýmsum löndum“.

Eftir að upp komst að bankamennirnir voru alls ekki mjög færir í því sem þeir höfðu valið sér að gera hélst Íslendingum hins vegar ekki svo vel á unga fólkinu sínu lengur. Á árunum 2008-2013 fluttu 23.863 Íslendingar frá Íslandi. Það eru 6.929 fleiri en fluttu til landsins á sama tíma, eða um tvö prósent þjóðarinnar.

Hrunið var forsetanum eðlilega efst í huga þegar hann flutti nýársávarp sitt árið 2009. Þar sagði hann að „á slíkum vegamótum ríkir réttlát reiði í brjóstum margra, almenningur krefst reikningsskila, fjöldafundir eru vettvangur mótmælenda, víðtæk hreyfing berst fyrir gagngerum breytingum. Í lifandi umræðu, á torgum og borgarafundum, í fjölmiðlum og í netheimum er kallað eftir nýjum siðferðisgrunni, endurmati sem byggir á gagnsæi og ábyrgð, trausti, heiðarleika og trúnaði. Lýðræðisaldan sem risið hefur meðal þjóðarinnar er brýn vakning, vísar veginn til hins nýja Íslands sem krafist er á útifundum, og í samræðum og hjörtum fólksins. Hún er nauðsynlegur undanfari endurreisnar, vitnisburður um að með fólkinu í landinu býr afl til sóknar, ríkur vilji til að ná áttum á ný, skapa samstöðu um réttlátara samfélag og leggja grundvöll að traustu hagkerfi og varanlegri velferð á komandi tímum.“

Sú lýðræðisalda sem forsetinn mærði á þessum degi fyrir sex árum, og sagði nauðsynlegan undanfara endurreisnar sem ætti að leita til samstöðu um réttlátra samfélag, hefur kóðnað niður

Í bakherberginu eru flestir sammála um að hið nýja Íslands sem kallað var eftir á útifundum í lok árs 2008 og byrjun árs 2009 hafi ekki orðið. Sú lýðræðisalda sem forsetinn mærði á þessum degi fyrir sex árum, og sagði nauðsynlegan undanfara endurreisnar sem ætti að leita til samstöðu um réttlátra samfélag, hefur kóðnað niður. Þeir sem sátu á henni hafa tapað. Kyrrstaðan og gamla valdajafnvægið vann. Og vegna þessa telur stór hluti þjóðarinnar sig ekki búa í réttlátara samfélagi en fyrir hrun. Þvert á móti upplifa margir að óréttlæti og ójöfnuður hafi aukist mjög.

Í ávarpi Ólafs Ragnars í dag kom hins vegar fram að hann hefur sjálfur skipt um skoðun frá 2009, sé orðinn leiður á þessu neikvæðisrausi og röfli og vill að fólk hætti að horfa í baksýnisspegilinn. Þess í stað endurnýtti hann ýmislegt úr ávarpinu frá hrunárinu 2008 og sagði til viðbótar:„Um hríð hefur lítt verið tíðkað að halda til haga því sem þjóðin hefur áorkað og sumir bregðast jafnvel illa við þegar slíku er hampað;telja gort vart við hæfi; kaldhæðni gagnrýnandans einatt vinsælli en lofsamleg ummæli þeirra sem vekja athygli á því sem er vel gert[...]Áföllin sem fylgdu bankahruni; hörð átök í kjölfarið; reiðin sem lengi bjó í brjósti margra: allt mótaði hina daglegu umræðu með þeim hætti að gagnrýni, oft hatrömm, varð ráðandi; mistök og ávirðingar helsta fréttaefnið [...]Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra þurfi að mistökum“.

Í bakherberginu botnar enginn neitt í neinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None