Bakherbergið: Moldríkur sjávarútvegur vill borga skuldir, ekki auka þær

jongunnars-1.jpg
Auglýsing

Búast má við því að sam­fé­lagið fari, enn einu sinni, á hlið­ina á næstu dögum þegar frum­varp um nýtt fiski­veiði­stjórn­un­ar­kerfi verður kynnt. Lík­legt þykir að álögur á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, og sér­stak­lega hin svoköll­uðu veiði­gjöld, verði þar lækk­uð.

Í Morg­un­blað­inu í dag var rætt við Jón Gunn­ars­son, for­mann atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, og einn ötulasta varð­manns hags­muna íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem situr á Alþingi. Þar sagði Jón að  það verði að búa til rekstr­ar­um­hverfi fyrir sjáv­ar­út­veg­inn þannig að bankar og lána­stofn­anir séu til­búnar að lána fyr­ir­tækjum í grein­inni til upp­bygg­ing­ar. Auk þess megi veiði­gjöld ekki verða íþyngj­andi fyrir sjáv­ar­út­veg­inn.

Þessi orð vöktu athygli í bak­her­bergj­un­um. Sér­stak­lega vegna þess að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hafa verið að upp­lifa sitt mesta góð­æri frá upp­hafi fisk­veiða und­an­farin ár.Mak­ríl­veiðar hafa þar skipt miklu, en þær hafa skilað um 100 millj­örðum króna frá árinu 2007. Á síð­ustu tveimur árum, 2012 og 2013, nemur sam­an­lagður hagn­aður grein­ar­innar 100 millj­örðum króna.

Auglýsing

Á þessu tíma­bili hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin ekki verið að leita sér að mik­ili fyr­ir­greiðslu í banka. Þau hafa þvert á móti verið að borga upp lán á ljós­hraða. Alls hafa heild­ar­skuldir þeirra lækkað um 153 millj­arða króna frá árinu 2009 og afborg­anir umfram nýjar lang­tíma­skuldir nema 121 millj­örðum síð­ast­lið­inn sex ár. Flestar fjár­fest­ing­ar, kaup á nýjum skipum og end­ur­nýjum nauð­syn­legs bún­að­ar, hefur verið hægt að fjár­magna fyrir eigið fé.

Eig­in­fjárst ­ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hefur því snú­ist algjör­lega við. Hún var nei­kvæð um 80 millj­arað króna í lok árs 2008. Nú er hún jákvæð um 107 millj­arða króna.

Í bak­her­bergj­unum klór­uðu því margir sér í hausnum yfir þeirri yfir­lýs­ingu Jóns að tryggja þyrfti að bankar og lána­stofn­anir myndu vera til­búnar að lána sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Lík­lega eru engin fyr­ir­tæki á Íslandi sem þau væru frekar til í að lána eins og staðan er í dag.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None