Bakherbergið: Moldríkur sjávarútvegur vill borga skuldir, ekki auka þær

jongunnars-1.jpg
Auglýsing

Búast má við því að sam­fé­lagið fari, enn einu sinni, á hlið­ina á næstu dögum þegar frum­varp um nýtt fiski­veiði­stjórn­un­ar­kerfi verður kynnt. Lík­legt þykir að álögur á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, og sér­stak­lega hin svoköll­uðu veiði­gjöld, verði þar lækk­uð.

Í Morg­un­blað­inu í dag var rætt við Jón Gunn­ars­son, for­mann atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, og einn ötulasta varð­manns hags­muna íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem situr á Alþingi. Þar sagði Jón að  það verði að búa til rekstr­ar­um­hverfi fyrir sjáv­ar­út­veg­inn þannig að bankar og lána­stofn­anir séu til­búnar að lána fyr­ir­tækjum í grein­inni til upp­bygg­ing­ar. Auk þess megi veiði­gjöld ekki verða íþyngj­andi fyrir sjáv­ar­út­veg­inn.

Þessi orð vöktu athygli í bak­her­bergj­un­um. Sér­stak­lega vegna þess að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hafa verið að upp­lifa sitt mesta góð­æri frá upp­hafi fisk­veiða und­an­farin ár.Mak­ríl­veiðar hafa þar skipt miklu, en þær hafa skilað um 100 millj­örðum króna frá árinu 2007. Á síð­ustu tveimur árum, 2012 og 2013, nemur sam­an­lagður hagn­aður grein­ar­innar 100 millj­örðum króna.

Auglýsing

Á þessu tíma­bili hafa sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin ekki verið að leita sér að mik­ili fyr­ir­greiðslu í banka. Þau hafa þvert á móti verið að borga upp lán á ljós­hraða. Alls hafa heild­ar­skuldir þeirra lækkað um 153 millj­arða króna frá árinu 2009 og afborg­anir umfram nýjar lang­tíma­skuldir nema 121 millj­örðum síð­ast­lið­inn sex ár. Flestar fjár­fest­ing­ar, kaup á nýjum skipum og end­ur­nýjum nauð­syn­legs bún­að­ar, hefur verið hægt að fjár­magna fyrir eigið fé.

Eig­in­fjárst ­ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hefur því snú­ist algjör­lega við. Hún var nei­kvæð um 80 millj­arað króna í lok árs 2008. Nú er hún jákvæð um 107 millj­arða króna.

Í bak­her­bergj­unum klór­uðu því margir sér í hausnum yfir þeirri yfir­lýs­ingu Jóns að tryggja þyrfti að bankar og lána­stofn­anir myndu vera til­búnar að lána sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Lík­lega eru engin fyr­ir­tæki á Íslandi sem þau væru frekar til í að lána eins og staðan er í dag.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None