Reykjavík á að vera örugg borg

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík­.

Reykja­vík getur án efa státað af því að vera ein örugg­asta höf­uð­borg heims. En því miður getur engin borg í heim­inum státað af því að konur og stelpur finni til full­kom­ins öryggis innan almanna­rým­is­ins. Ekki heldur Reykja­vík. Bar­áttan gegn kyn­ferð­is­of­beldi og því að fólk geti verið öruggt í Reykja­vík er því við­var­andi áhersla í starfi og stefnu­mótun borg­ar­inn­ar. Til að vekja athygli á því að kyn­ferð­is­of­beldi, áreitni og ótti eru veru­leiki margra kvenna í heim­inum hleypti UN Women átak­inu Safe Cities af stokk­un­um. Reykja­vík­ur­borg er þátt­tak­andi í Safe Cities eða Öruggar borgir í sam­vinnu við UN Women. Mark­mið verk­efn­is­ins er að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­legt ofbeldi í almanna­rýmum í borg­um, gera þau örugg fyrir konur og stúlkur að fara um þau. Og ekki síst að auka skiln­ing og vekja athygli á sjálf­sögðum rétti þeirra til að ferð­ast frjálsar um. Í stuttu máli sagt þá eiga konur og stúlkur að geta farið um borg­ina án þess að verða fyrir ofbeldi, án þess að vera áreittar og án þess að bera ótta þar um í brjósti. Það er því miður ekki veru­leik­inn.

Ofbeldi á opnum svæðum og götum útiOf­beldi og áreitni í almanna­rýmum er sann­ar­lega vanda­mál og sýna rann­sóknir víða um heim að hátt hlut­fall kvenna verða fyrir ofbeldi – eða ótt­ast að verða fyrir því. Í við­horfskönnun sem lög­reglan lét gera kemur fram að 17% kvenna finna fyrir óör­yggi í sínu hverfi eftir að rökkva tekur en aðeins 7% karla finnur fyrir óör­yggi. Borg­irnar sem taka þátt í þessu verk­efni eru margar og ólík­ar; Quito í Ekvador, Nýja Delí á Ind­landi, Kigali í Rúanda, Port Mor­esby í Papúa Nýju Gíneu, Kaíró í Egypta­landi og Dublin á Írlandi svo nokkrar séu nefnd­ar. Nú nýlega bætt­ist Reykja­vík í hóp­inn. Þátt­töku­borg­irnar hafa nálg­ast verk­efnið með mis­mun­andi hætti enda geta vanda­málin og lausn­irnar verið ólíkar eftir menn­ing­ar­heim­um. Í öllum borg­unum hefst verk­efnið á því að sjá hvar hver og ein borg stendur til að skil­greina leiðir að úrbót­um. Reykja­vík­ur­borg er þessa dag­ana að vinna í sínu stöðu­mati sem sýnir svo ekki verður um villst að vand­inn er vissu­lega til stað­ar.

Til­kynn­ingar – aðeins topp­ur­inn á ísjak­anumUpp­lýs­ingar frá lög­regl­unni sýna að fjöldi til­kynn­inga á kyn­ferð­is­brotum sem eiga sér stað í almenn­ings­rýmum hafa aldrei verið fleiri en 2013 eða alls 37. Til sam­an­burðar þá bár­ust lög­regl­unni 19 til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot í opnum rýmum árið 2010. Lög­reglan bendir á að mik­il­vægt sé að hafa í huga að þessi fjöldi sé aðeins hluti af þeim kyn­ferð­is­brotum sem framin eru. Margir telja að þau brot sem eru til­kynnt séu aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um. Það má vera að aukin umræða um kyn­ferð­is­brot hafi leitt til auk­ins fjölda til­kynn­inga og að vand­inn sé ekki að aukast en það breytir því ekki að hann er til stað­ar. Árið 2013 tók Neyð­ar­mót­taka nauð­gana á móti 13 ein­stak­lingum sem hafði verið nauðgað eða verið reynt að nauðga í almenn­ings­rými í Reykja­vík, á skemmti­stöð­um, við skemmti­staði og ann­ars staðar í borg­inni.

Náið sam­starf við lög­regluReykja­vík­ur­borg er í sam­starfi við lög­reglu um næstu skref sem munu bein­ast að aðgerðum í almanna­rými í borg­inni  til að tryggja öryggi kvenna og stúlkna. Til þess eru margar leiðir fær­ar; að hafa öryggi í huga þegar ný hverfi eru skipu­lögð, að bæta lýs­ingu, efla umræðu og fræðslu eða velja aðrar leiðir sem taldar eru duga til að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­lega áreitni og ann­ars konar kyn­ferð­is­legt ofbeldi í almenna­rým­inu. Það á engin að þurfa að ganga ótta­sleg­inn um götur borg­ar­inn­ar. Margir fletir geta verið á þessu verk­efni og til að mynda hefur UN Women hafið sam­starf við Microsoft um snjall­síma­lausnir til að takast á við kyn­bundið áreiti og ofbeldi í almanna­rými.

Áhersla á heim­il­is­of­beldiAl­manna­rýmið er þó fjarri því eini stað­ur­inn sem ofbeldi þrífst. Flest brot eru framin innan veggja heim­il­is­ins. Þar getur ofbeldi þrif­ist árum saman með ömur­legum afleið­ing­um. Borg­ar­ráð sam­þykkti í síð­ustu viku 24 aðgerðir til að sporna gegn heim­il­is­of­beldi og veita fórn­ar­lömbum þess stuðn­ing. Verk­efnið verður unnið í náinni sam­vinnu við lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hefur verið eitt aðal­um­fjöll­un­ar­efni reglu­legra funda minna með nýjum lög­reglu­stjóra, Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur. Bind ég miklar vonir við verk­efn­ið. Heim­ilið á að vera griða­staður og afleið­ingar á líf og heilsu brota­þola heim­il­is­of­beldis eru ógn­væn­leg­ar.

Reykja­vík fagnar því áherslu á öruggar borgir og alþjóða­sam­starfi á því sviði. Við eigum að vera til­búin að læra af reynslu ann­arra og miðla af okkar eigin til að geta náð þeim árangri sem við stefnum að: að Reykja­vík verði örugg borg fyrir alla.

AuglýsingHer­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None