Reykjavík á að vera örugg borg

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík­.

Reykja­vík getur án efa státað af því að vera ein örugg­asta höf­uð­borg heims. En því miður getur engin borg í heim­inum státað af því að konur og stelpur finni til full­kom­ins öryggis innan almanna­rým­is­ins. Ekki heldur Reykja­vík. Bar­áttan gegn kyn­ferð­is­of­beldi og því að fólk geti verið öruggt í Reykja­vík er því við­var­andi áhersla í starfi og stefnu­mótun borg­ar­inn­ar. Til að vekja athygli á því að kyn­ferð­is­of­beldi, áreitni og ótti eru veru­leiki margra kvenna í heim­inum hleypti UN Women átak­inu Safe Cities af stokk­un­um. Reykja­vík­ur­borg er þátt­tak­andi í Safe Cities eða Öruggar borgir í sam­vinnu við UN Women. Mark­mið verk­efn­is­ins er að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­legt ofbeldi í almanna­rýmum í borg­um, gera þau örugg fyrir konur og stúlkur að fara um þau. Og ekki síst að auka skiln­ing og vekja athygli á sjálf­sögðum rétti þeirra til að ferð­ast frjálsar um. Í stuttu máli sagt þá eiga konur og stúlkur að geta farið um borg­ina án þess að verða fyrir ofbeldi, án þess að vera áreittar og án þess að bera ótta þar um í brjósti. Það er því miður ekki veru­leik­inn.

Ofbeldi á opnum svæðum og götum útiOf­beldi og áreitni í almanna­rýmum er sann­ar­lega vanda­mál og sýna rann­sóknir víða um heim að hátt hlut­fall kvenna verða fyrir ofbeldi – eða ótt­ast að verða fyrir því. Í við­horfskönnun sem lög­reglan lét gera kemur fram að 17% kvenna finna fyrir óör­yggi í sínu hverfi eftir að rökkva tekur en aðeins 7% karla finnur fyrir óör­yggi. Borg­irnar sem taka þátt í þessu verk­efni eru margar og ólík­ar; Quito í Ekvador, Nýja Delí á Ind­landi, Kigali í Rúanda, Port Mor­esby í Papúa Nýju Gíneu, Kaíró í Egypta­landi og Dublin á Írlandi svo nokkrar séu nefnd­ar. Nú nýlega bætt­ist Reykja­vík í hóp­inn. Þátt­töku­borg­irnar hafa nálg­ast verk­efnið með mis­mun­andi hætti enda geta vanda­málin og lausn­irnar verið ólíkar eftir menn­ing­ar­heim­um. Í öllum borg­unum hefst verk­efnið á því að sjá hvar hver og ein borg stendur til að skil­greina leiðir að úrbót­um. Reykja­vík­ur­borg er þessa dag­ana að vinna í sínu stöðu­mati sem sýnir svo ekki verður um villst að vand­inn er vissu­lega til stað­ar.

Til­kynn­ingar – aðeins topp­ur­inn á ísjak­anumUpp­lýs­ingar frá lög­regl­unni sýna að fjöldi til­kynn­inga á kyn­ferð­is­brotum sem eiga sér stað í almenn­ings­rýmum hafa aldrei verið fleiri en 2013 eða alls 37. Til sam­an­burðar þá bár­ust lög­regl­unni 19 til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot í opnum rýmum árið 2010. Lög­reglan bendir á að mik­il­vægt sé að hafa í huga að þessi fjöldi sé aðeins hluti af þeim kyn­ferð­is­brotum sem framin eru. Margir telja að þau brot sem eru til­kynnt séu aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um. Það má vera að aukin umræða um kyn­ferð­is­brot hafi leitt til auk­ins fjölda til­kynn­inga og að vand­inn sé ekki að aukast en það breytir því ekki að hann er til stað­ar. Árið 2013 tók Neyð­ar­mót­taka nauð­gana á móti 13 ein­stak­lingum sem hafði verið nauðgað eða verið reynt að nauðga í almenn­ings­rými í Reykja­vík, á skemmti­stöð­um, við skemmti­staði og ann­ars staðar í borg­inni.

Náið sam­starf við lög­regluReykja­vík­ur­borg er í sam­starfi við lög­reglu um næstu skref sem munu bein­ast að aðgerðum í almanna­rými í borg­inni  til að tryggja öryggi kvenna og stúlkna. Til þess eru margar leiðir fær­ar; að hafa öryggi í huga þegar ný hverfi eru skipu­lögð, að bæta lýs­ingu, efla umræðu og fræðslu eða velja aðrar leiðir sem taldar eru duga til að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­lega áreitni og ann­ars konar kyn­ferð­is­legt ofbeldi í almenna­rým­inu. Það á engin að þurfa að ganga ótta­sleg­inn um götur borg­ar­inn­ar. Margir fletir geta verið á þessu verk­efni og til að mynda hefur UN Women hafið sam­starf við Microsoft um snjall­síma­lausnir til að takast á við kyn­bundið áreiti og ofbeldi í almanna­rými.

Áhersla á heim­il­is­of­beldiAl­manna­rýmið er þó fjarri því eini stað­ur­inn sem ofbeldi þrífst. Flest brot eru framin innan veggja heim­il­is­ins. Þar getur ofbeldi þrif­ist árum saman með ömur­legum afleið­ing­um. Borg­ar­ráð sam­þykkti í síð­ustu viku 24 aðgerðir til að sporna gegn heim­il­is­of­beldi og veita fórn­ar­lömbum þess stuðn­ing. Verk­efnið verður unnið í náinni sam­vinnu við lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hefur verið eitt aðal­um­fjöll­un­ar­efni reglu­legra funda minna með nýjum lög­reglu­stjóra, Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur. Bind ég miklar vonir við verk­efn­ið. Heim­ilið á að vera griða­staður og afleið­ingar á líf og heilsu brota­þola heim­il­is­of­beldis eru ógn­væn­leg­ar.

Reykja­vík fagnar því áherslu á öruggar borgir og alþjóða­sam­starfi á því sviði. Við eigum að vera til­búin að læra af reynslu ann­arra og miðla af okkar eigin til að geta náð þeim árangri sem við stefnum að: að Reykja­vík verði örugg borg fyrir alla.

AuglýsingHer­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None