Reykjavík á að vera örugg borg

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík­.

Reykja­vík getur án efa státað af því að vera ein örugg­asta höf­uð­borg heims. En því miður getur engin borg í heim­inum státað af því að konur og stelpur finni til full­kom­ins öryggis innan almanna­rým­is­ins. Ekki heldur Reykja­vík. Bar­áttan gegn kyn­ferð­is­of­beldi og því að fólk geti verið öruggt í Reykja­vík er því við­var­andi áhersla í starfi og stefnu­mótun borg­ar­inn­ar. Til að vekja athygli á því að kyn­ferð­is­of­beldi, áreitni og ótti eru veru­leiki margra kvenna í heim­inum hleypti UN Women átak­inu Safe Cities af stokk­un­um. Reykja­vík­ur­borg er þátt­tak­andi í Safe Cities eða Öruggar borgir í sam­vinnu við UN Women. Mark­mið verk­efn­is­ins er að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­legt ofbeldi í almanna­rýmum í borg­um, gera þau örugg fyrir konur og stúlkur að fara um þau. Og ekki síst að auka skiln­ing og vekja athygli á sjálf­sögðum rétti þeirra til að ferð­ast frjálsar um. Í stuttu máli sagt þá eiga konur og stúlkur að geta farið um borg­ina án þess að verða fyrir ofbeldi, án þess að vera áreittar og án þess að bera ótta þar um í brjósti. Það er því miður ekki veru­leik­inn.

Ofbeldi á opnum svæðum og götum útiOf­beldi og áreitni í almanna­rýmum er sann­ar­lega vanda­mál og sýna rann­sóknir víða um heim að hátt hlut­fall kvenna verða fyrir ofbeldi – eða ótt­ast að verða fyrir því. Í við­horfskönnun sem lög­reglan lét gera kemur fram að 17% kvenna finna fyrir óör­yggi í sínu hverfi eftir að rökkva tekur en aðeins 7% karla finnur fyrir óör­yggi. Borg­irnar sem taka þátt í þessu verk­efni eru margar og ólík­ar; Quito í Ekvador, Nýja Delí á Ind­landi, Kigali í Rúanda, Port Mor­esby í Papúa Nýju Gíneu, Kaíró í Egypta­landi og Dublin á Írlandi svo nokkrar séu nefnd­ar. Nú nýlega bætt­ist Reykja­vík í hóp­inn. Þátt­töku­borg­irnar hafa nálg­ast verk­efnið með mis­mun­andi hætti enda geta vanda­málin og lausn­irnar verið ólíkar eftir menn­ing­ar­heim­um. Í öllum borg­unum hefst verk­efnið á því að sjá hvar hver og ein borg stendur til að skil­greina leiðir að úrbót­um. Reykja­vík­ur­borg er þessa dag­ana að vinna í sínu stöðu­mati sem sýnir svo ekki verður um villst að vand­inn er vissu­lega til stað­ar.

Til­kynn­ingar – aðeins topp­ur­inn á ísjak­anumUpp­lýs­ingar frá lög­regl­unni sýna að fjöldi til­kynn­inga á kyn­ferð­is­brotum sem eiga sér stað í almenn­ings­rýmum hafa aldrei verið fleiri en 2013 eða alls 37. Til sam­an­burðar þá bár­ust lög­regl­unni 19 til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­brot í opnum rýmum árið 2010. Lög­reglan bendir á að mik­il­vægt sé að hafa í huga að þessi fjöldi sé aðeins hluti af þeim kyn­ferð­is­brotum sem framin eru. Margir telja að þau brot sem eru til­kynnt séu aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um. Það má vera að aukin umræða um kyn­ferð­is­brot hafi leitt til auk­ins fjölda til­kynn­inga og að vand­inn sé ekki að aukast en það breytir því ekki að hann er til stað­ar. Árið 2013 tók Neyð­ar­mót­taka nauð­gana á móti 13 ein­stak­lingum sem hafði verið nauðgað eða verið reynt að nauðga í almenn­ings­rými í Reykja­vík, á skemmti­stöð­um, við skemmti­staði og ann­ars staðar í borg­inni.

Náið sam­starf við lög­regluReykja­vík­ur­borg er í sam­starfi við lög­reglu um næstu skref sem munu bein­ast að aðgerðum í almanna­rými í borg­inni  til að tryggja öryggi kvenna og stúlkna. Til þess eru margar leiðir fær­ar; að hafa öryggi í huga þegar ný hverfi eru skipu­lögð, að bæta lýs­ingu, efla umræðu og fræðslu eða velja aðrar leiðir sem taldar eru duga til að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­lega áreitni og ann­ars konar kyn­ferð­is­legt ofbeldi í almenna­rým­inu. Það á engin að þurfa að ganga ótta­sleg­inn um götur borg­ar­inn­ar. Margir fletir geta verið á þessu verk­efni og til að mynda hefur UN Women hafið sam­starf við Microsoft um snjall­síma­lausnir til að takast á við kyn­bundið áreiti og ofbeldi í almanna­rými.

Áhersla á heim­il­is­of­beldiAl­manna­rýmið er þó fjarri því eini stað­ur­inn sem ofbeldi þrífst. Flest brot eru framin innan veggja heim­il­is­ins. Þar getur ofbeldi þrif­ist árum saman með ömur­legum afleið­ing­um. Borg­ar­ráð sam­þykkti í síð­ustu viku 24 aðgerðir til að sporna gegn heim­il­is­of­beldi og veita fórn­ar­lömbum þess stuðn­ing. Verk­efnið verður unnið í náinni sam­vinnu við lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hefur verið eitt aðal­um­fjöll­un­ar­efni reglu­legra funda minna með nýjum lög­reglu­stjóra, Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur. Bind ég miklar vonir við verk­efn­ið. Heim­ilið á að vera griða­staður og afleið­ingar á líf og heilsu brota­þola heim­il­is­of­beldis eru ógn­væn­leg­ar.

Reykja­vík fagnar því áherslu á öruggar borgir og alþjóða­sam­starfi á því sviði. Við eigum að vera til­búin að læra af reynslu ann­arra og miðla af okkar eigin til að geta náð þeim árangri sem við stefnum að: að Reykja­vík verði örugg borg fyrir alla.

AuglýsingHer­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hjarta hennar er á heima­síð­unniwww.or­ugg­borg.­is. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None