Bakherbergið: Netfanga- og áhugalausir ráðherrar?

9951285886-15087b1b43-z-1.jpg
Auglýsing

Í bak­her­berg­inu hefur verið til umræðu skemmti­leg saga sem barst þangað nýver­ið. Sagan var reyndar í formi ábend­ing­ar, þar sem dyggur les­andi Kjarn­ans furð­aði sig á því að net­fang Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, væri ekki að finna á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins. Við­kom­andi fékk þau skila­boð frá ráðu­neyt­inu, þegar hann hugð­ist senda for­sæt­is­ráð­herra vorum tölvu­póst, að ein­ungis væri hægt að senda rit­ara hans tölvu­póst. Sá sem vildi koma skila­boðum til Sig­mund­ar hélt því fram við bak­her­berg­is­búa að greini­legt væri að for­sæt­is­ráð­herra hafi engan áhuga á að fá tölvu­pósta frá „kolsvörtum almúg­an­um.“

Þá full­yrti heim­ilda­maður bak­her­berg­is­ins sömu­leiðis að Sig­mundur Davíð væri eini ráð­herr­ann í rík­is­stjórn­inni sem ekki gæfi upp tölvu­póst­fangið sitt á starfs­manna­listum ráðu­neyt­anna sem finna má inn á heima­síðum þeirra.

Þá full­yrti heim­ilda­maður bak­her­berg­is­ins sömu­leiðis að Sig­mundur Davíð væri eini ráð­herr­ann í rík­is­stjórn­inni sem ekki gæfi upp tölvu­póst­fangið sitt á starfs­manna­listum ráðu­neyt­anna sem finna má inn á heima­síðum þeirra. Bak­her­berg­inu fannst sagan fynd­inn, sér­stak­lega í ljósi sögu­sagna um litla við­veru for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing

Eftir laus­lega könn­un, sem fram­kvæmd var úr bak­her­berg­inu, stenst þessi full­yrð­ing ekki alveg skoð­un. Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra, gefur ekki heldur upp tölvu­póst­fangið sitt á heima­síðu ráðu­neyt­is­ins, og þá eru Krist­ján Þór Júl­í­us­son, heil­brigð­is­ráð­herra, og Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, skráð með sama tölvu­póst­fangið eða post­ur@vel.­is. Þá er ráðu­neyt­is­stjór­inn í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu sömu­leiðis skráður með sama net­fang og ráð­herr­arnir tveir.

Ekki er vitað hverju ofan­greint sæt­ir, net­fanga­leysi ráð­herr­anna á sér sjálf­sagt skýr­ing­ar. Eftir sem áður getur „kol­svartur almúg­inn“ vafa­lítið komið skila­boðum áleiðis til for­sæt­is­ráð­herra, að minnsta kosti í gegnum ein­hvern hinna fjöl­mörgu aðstoð­ar­menn hans.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None