Bakherbergið: Nýsköpun að fá það sem hún á skilið

frosti-715x320.jpg
Auglýsing

Nýsköpun og frum­kvöðla­starf er það sem dregur vagn­inn áfram. Hag­kerfin staðna án nýsköp­un­ar, hvort sem það er í vöru­þróun eða lausnum á vanda­málum sem ekki hafa verið leyst áður. Þar koma frum­kvöðlar til skjal­anna, oft með dirfsku, djörf­ung og klók­indi að vopni. Það getur verið flókið að nálg­ast þennan mála­flokk, hvort sem það er með póli­tískri stefnu eða fjár­fest­ing­ar­stefnu í huga. En grund­vall­ar­at­riðið er að mik­il­vægi nýsköp­unar og frum­kvöðla sé við­ur­kennt og óum­deilt hjá þeim sem þurfa að koma að stefnu­mót­un­inni.

Fólkið í bak­her­berg­inu telur sig skynja mik­inn kraft þegar kemur að þessum málum hér á landi í augna­blik­inu, og á það við um fjár­mála­mark­að­inn og stjórn­mála­menn­ina. Nú hefur meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, með Frosta Sig­ur­jóns­son for­mann nefnd­ar­innar í broddi fylk­ing­ar, náð saman um að auka heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til þess að kaupa óskráð bréf, úr 20 pró­sent af heild­ar­eignum í 25 pró­sent. Auk þess hafa heim­ildir verið rýmkaðar svo fjár­magn geti í auknu mæli farið inn á First North mark­að­inn svo­kall­aða, þar sem smá og með­al­stór fyr­ir­tæki geta náð sér í fjár­magn.

Þetta er mikið gleði­efni, segir fólkið í bak­her­berg­inu, en stutt er síðan til­kynnt var um þrjá nýja sjóði sem munu hafa 11,5 millj­arða til umráða. Það eru Brunnur vaxt­ar­sjóður slhf., sem Lands­bréf og SA Fram­tak GP standa að, með fjóra millj­arða, Eyrir Sprotar með 2,5 millj­arða, og Frum­tak 2 með fimm millj­arða. Aug­ljós­lega kemur fjár­magn í þessa sjóði frá líf­eyr­is­sjóðum að ein­hverju leyti.

Auglýsing

Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað þessi mál­efni eru mik­il­væg fyrir íslenskt atvinnu­líf. Nú er komin upp­ betri staða en áður til þess að styðja við góðar hug­myndir með raun­veru­legum þunga og krafti. Þar er lang­tíma­sýn og fjár­fest­ing til fram­tíðar litið aðal­at­rið­ið. Von­andi tekst að búa til ramma þar sem dirfskan helst áfram, og fag­leg umgjörð fjár­fest­anna ýtir undir góða nið­ur­stöðu í hverri fjár­fest­ingu.

Fólkið í bak­her­berg­inu er sann­fært um að sá mikli vel mennt­aði mannauður sem er hér á landi, geti lagt grunn­inn að bjartri fram­tíð hag­kerf­is­ins, ef það tekst að virkja nýsköp­un­ar­starf í atvinnu­líf­inu með góðu sam­starfi frum­kvöðla, háskóla, fyr­ir­tækja, líf­eyr­is­sjóða og einka­fjár­festa. Skrefin að und­an­förnu hafa svo sann­ar­lega verið stigin í rétta átt og gott til þess að vita, að nýsköpun sé að fá það sem hún á skil­ið...

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None