Bakherbergið: Nýsköpun að fá það sem hún á skilið

frosti-715x320.jpg
Auglýsing

Nýsköpun og frum­kvöðla­starf er það sem dregur vagn­inn áfram. Hag­kerfin staðna án nýsköp­un­ar, hvort sem það er í vöru­þróun eða lausnum á vanda­málum sem ekki hafa verið leyst áður. Þar koma frum­kvöðlar til skjal­anna, oft með dirfsku, djörf­ung og klók­indi að vopni. Það getur verið flókið að nálg­ast þennan mála­flokk, hvort sem það er með póli­tískri stefnu eða fjár­fest­ing­ar­stefnu í huga. En grund­vall­ar­at­riðið er að mik­il­vægi nýsköp­unar og frum­kvöðla sé við­ur­kennt og óum­deilt hjá þeim sem þurfa að koma að stefnu­mót­un­inni.

Fólkið í bak­her­berg­inu telur sig skynja mik­inn kraft þegar kemur að þessum málum hér á landi í augna­blik­inu, og á það við um fjár­mála­mark­að­inn og stjórn­mála­menn­ina. Nú hefur meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, með Frosta Sig­ur­jóns­son for­mann nefnd­ar­innar í broddi fylk­ing­ar, náð saman um að auka heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til þess að kaupa óskráð bréf, úr 20 pró­sent af heild­ar­eignum í 25 pró­sent. Auk þess hafa heim­ildir verið rýmkaðar svo fjár­magn geti í auknu mæli farið inn á First North mark­að­inn svo­kall­aða, þar sem smá og með­al­stór fyr­ir­tæki geta náð sér í fjár­magn.

Þetta er mikið gleði­efni, segir fólkið í bak­her­berg­inu, en stutt er síðan til­kynnt var um þrjá nýja sjóði sem munu hafa 11,5 millj­arða til umráða. Það eru Brunnur vaxt­ar­sjóður slhf., sem Lands­bréf og SA Fram­tak GP standa að, með fjóra millj­arða, Eyrir Sprotar með 2,5 millj­arða, og Frum­tak 2 með fimm millj­arða. Aug­ljós­lega kemur fjár­magn í þessa sjóði frá líf­eyr­is­sjóðum að ein­hverju leyti.

Auglýsing

Það eru kannski ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað þessi mál­efni eru mik­il­væg fyrir íslenskt atvinnu­líf. Nú er komin upp­ betri staða en áður til þess að styðja við góðar hug­myndir með raun­veru­legum þunga og krafti. Þar er lang­tíma­sýn og fjár­fest­ing til fram­tíðar litið aðal­at­rið­ið. Von­andi tekst að búa til ramma þar sem dirfskan helst áfram, og fag­leg umgjörð fjár­fest­anna ýtir undir góða nið­ur­stöðu í hverri fjár­fest­ingu.

Fólkið í bak­her­berg­inu er sann­fært um að sá mikli vel mennt­aði mannauður sem er hér á landi, geti lagt grunn­inn að bjartri fram­tíð hag­kerf­is­ins, ef það tekst að virkja nýsköp­un­ar­starf í atvinnu­líf­inu með góðu sam­starfi frum­kvöðla, háskóla, fyr­ir­tækja, líf­eyr­is­sjóða og einka­fjár­festa. Skrefin að und­an­förnu hafa svo sann­ar­lega verið stigin í rétta átt og gott til þess að vita, að nýsköpun sé að fá það sem hún á skil­ið...

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None