Bankamenn hvattir áfram

PeningarVef.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Lehman Brothers fékk rúm­lega 40 millj­ónir doll­ara í bón­us­greiðslur á síð­asta ári. Og nei, þessi pist­ill var ekki skrif­aður árið 2009 og geymdur í skúffu. Þessar bón­us­greiðslur voru fyrir árið 2014. Upp­hæðin nam 50 millj­ónum doll­ara árið 2013. Bank­inn er enn starf­andi því að nokkur umsýsla er enn í kringum eignir hans, sem verið er að vinda ofan af. Það sama gildir um gömlu íslensku bankana, en eins og oft hefur komið fram hafa slita­stjórn­ar­menn þeirra einnig greitt sér háar fjár­hæðir á síð­ustu árum.

Maka krók­innSigríður Mogensen Sig­ríður Mog­en­sen, hag­fræð­ing­ur.

Í rann­sókn þriggja pró­fess­ora við Harvard háskóla í Banda­ríkj­unum kemur fram að fimm æðstu stjórn­endur Bear Ste­arns og Lehman Brothers högn­uð­ust um rúm­lega þús­und millj­ónir doll­ara á árunum 2000-2008. Var um að ræða bón­us­greiðslur og sölu á hluta­bréfum í bönk­unum sjálf­um. Þessar fjár­hæðir skýr­ast að mörgu leyti af ævin­týra­legum vexti, og hagn­aðar alþjóð­legs fjár­mála­kerfis á síð­ustu ára­tug­um. Því hefur verið haldið fram að stjórn­endur fall­inna fjár­mála­stofn­ana hafi sjálfir hlotið mik­inn skaða af falli þeirra og það sé sönnun þess að þeir hafi ekki haft hag af því að taka of mikla áhættu. Þessar tölur sýna annan raun­veru­leika. Vissu­lega töp­uðu yfir­menn gjald­þrota banka miklum upp­hæðum í formi hluta­bréfa­eignar þegar bank­arnir sem þeir stýrðu féllu. En gróð­inn sem þeir höfðu tekið út áður er marg­faldur þeirri upp­hæð sem tap­að­ist á papp­írn­um, og mun meiri en með­al­mað­ur­inn þénar alla sína starfsævi.

UmboðsvandiGrunn­rökin fyrir árang­urstengdum greiðslum í formi bónusa, kaupauka og kaup­rétta hjá fyr­ir­tækjum er sú trú að þær leysi hinn svo­kall­aða umboðs­vanda. Í sinni ein­föld­ustu mynd snýst umborðsvand­inn um það að stjórn­endur fyr­ir­tækja hafa ekki endi­lega hvata til að starfa í sam­ræmi við hags­muni hlut­hafa, vinnu­veit­enda sinna. Árang­urstengdar greiðslur ganga út á að verð­launa stjórn­endur og starfs­menn fyrir að hámarka hag hlut­hafanna, „hvetja“ þá til að setja hag hlut­hafa í for­grunn en ekki sinn per­sónu­lega hag.

bankar_island

Auglýsing

Nið­ur­stöður þeirra sem rann­sök­uðu fall Lehman Brothers benda til að bónus­kerfið sem þar var við líði hafi aukið áhætt­una í rekstri bank­ans umtals­vert. Í skýrslu þeirra kemur fram að  hvata­kerfi bank­ans hafi leitt til þess að starfs­menn og stjórn­endur tóku aukna áhættu með skamm­tíma­gróða að leið­ar­ljósi, og hafi beitt ýmsum aðferðum til þess. Þetta er í þver­sögn við þær kenn­ingar að bón­us­greiðslur bæti afkomu hlut­hafa. Rann­sóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl á milli bónus­kerfa og bók­halds­svika. Stjórn­endur sem fái árang­urstengdar greiðslur hafi hvata til að ýkja hagn­að­ar­tölur og draga úr bók­færðum kostn­aði. Þess háttar hegðun felur ekki endi­lega í sér lög­brot, því reikn­ings­skila­reglur gefa stjórn­endum ákveðið svig­rúm til að meta tekjur og kostn­að. Í til­felli Lehman Brothers fóru stjórn­endur þó langt yfir strikið með aðferðum sínum við upp­gjör afleiðu­samn­inga, sem leiddu til þess að opinberar tölur um afkomu bank­ans voru veru­lega skekkt­ar. Áhættu­stýr­inga­kerfi í bönkum virð­ast ekki með nokkru móti hafa tekið til­lit til þeirrar áhættu sem skap­að­ist í tengslum við upp­bygg­ingu bón­us­greiðslna.

Bón­us­greiðsl­urnar sjálfar áhættu­þátturBón­us­greiðslur og aðrar árang­urstengdar greiðslur hafa tíðkast um ára­tuga­skeið í öllum greinum atvinnu­lífs. Ein­hverjir spyrja sig eflaust hvort það sé ekki bara í góðu lagi, hvort þetta sé ekki einka­mál fyr­ir­tækja og þeirra starfs­manna sem njóta ágóð­ans af bón­us­greiðsl­um? Það er auð­vitað ekk­ert að því að verð­launa gott starfs­fólk með góðum kjörum, og auð­vitað er jákvætt að það séu tengsl á milli vinnu­semi og afkomu fólks. En það hvernig til dæmis bankar haga launa­greiðslum til starfs­fólks er ekki einka­mál hlut­hafanna, því eins og fjár­mála­kerfið er upp­byggt í dag kemur öllu sam­fé­lag­inu við.

Bónus­arnir komnir afturMargir eru á þeirri skoðun -- og hafa fært fyrir því sann­fær­andi rök -- að bón­us­greiðslur til banka­manna hafi verið einn aðal­or­saka­valdur fjár­málakrepp­unnar sem skall á árið 2008. Að bón­us­greiðslur og árang­urstengdar greiðslur hafi í raun haft í för með sér aukna áhættu­sækni og að þær skapi ranga hvata, sem komi niður á lang­tíma­hags­munum hlut­hafa og sam­fé­lag­inu í heild.

Íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki eru farin að greiða starfs­mönnum sínum bónusa á ný. Það er ekki að undra þó að fólk spyrji sig hvers vegna. Ekki má gleyma að stærstu bank­arnir voru reistir úr öskustónni með skattfé almenn­ings. Þetta snýst ekki um að vera með eða á móti bönkum og háum launum í banka­kerf­inu. En það þarf að eiga sér stað yfir­veguð umræða um það hvort það sé rök­rétt að starfs­fólk banka fái afkomu­tengdar greiðslur og hvernig launa­kerfið á að vera upp­byggt, til að tryggja hags­muni hlut­hafa og sam­fé­lags­ins. Þetta er ekki bara spurn­ing um sið­ferði heldur einnig áhættu. Reynsla áranna 2000-2008 sýnir að það ætti ekki að vera sjálf­sagður hlutur að greiða him­in­háa bónusa.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og meist­ara­nemi við LSE í London.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None