Á þriðjudag var verst geymda leyndarmál fjármálalífsins opinberað þegar tilkynnt var að formlegar viðræður um sameiningu MP banka og Virðingar væru hafnar.
Í Bakherberginu hefur vakið athygli að margir með tengsl við Kaupþing eru í hluthafa- og stjórnendahóp fyrirtækjanna tveggja. Á meðal eigenda MP eru Rowland-fjölskyldan, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir bankahrun, og Klakki, sem hét áður Exista og var stærsti einstaki eigandi Kaupþings áður en bankinn fór á kálið haustið 2008. Hinum megin eru tveir fyrrum lykilstarfsmenn Kaupþings í forgrunni, þau Kristín Pétursdóttir og Hannes Frímann Hrólfsson. Þá er Ármann Þorvaldsson, fyrrum bankastjóri Kaupthing Singer&Friedlander í London, á meðal stærstu hluthafa Virðingar.